Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984
Endasleppt gaman
Kvikmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
TÓNABÍÓ: I fóLspor bleika pard-
usins („The Trail of the Pink Pant-
er). Leikstjórn og handrit: Blake
Edwards. Adalhlutverk: Peter Sell-
ers, Hebert Lom, David Niven,
Harvey Komman, Capucine, Rich-
ard Mullagan o.fl. Bandarísk, frá
U.A. Frumsýnd 1982. ★Ví
í ágætri ævisögu Alexanders
Walkers, Peter Sellers, (McMill-
an Publishers Co., New York
1981), er lýst því ástar/haturs-
sambandi sem lengst af ríkti á
milli Sellers og Blake Edwards á
meðan langt samband þeirra
varði. Og þar var komið sögu er
Sellers féll skyndilega frá að
Edwards átti hvergi að koma
nærri gerð næstu „parudsmynd-
ar“, The Romance of the Pink
Panther. En svo fóru samt leikar
að sú pardusmynd sem nafn
Sellers varð síðast kennt við, er
þessi ankannalegi samsetningur,
The Trail of the Pink Panther, af-
urð Blake Edwards.
Hér er fléttað saman áður
ónotuðum bútum úr eldri pard-
usmyndum, en sagt er að af nógu
sé að taka, einkanlega sökum sí-
felldra erja þeirra Sellers og
Edwards um útlit myndanna.
Spanna þeir yfir fyrri helming
myndarinnar og enda með hvarfi
Clouseau. Sá seinni fjallar um
árangurslausa leit fréttakonu að
lögreglustjóranum fræga og
blandast i hann gamalkunnir
kaflar og félgar úr eldri mynd-
unum.
Þessi samsuða gengur ekki vel
upp og ekki er laust við að maður
fái óbragð í munninn. Þá
skemmir það „Fótsporið" hversu
hörmulega hefur tekist til með
valið á leikkonunni í hlutverk
fréttakonunnar. Stúlkan er bæði
óstyrk og andstætt öllum öðrum
leikurum myndarinnar, bráð-
skortir hana kímnigáfuna.
En „Fótsporið" á sína spretti.
Enn einu sinni fáum við að njóta
Sellers, meistara síns tíma í
„slapstick1* og persónusköpun.
Hann fer á kostum í nokkrum
bráðfyndnum köflum í fyrri
hlutanum. En andi Sellers svífur
ekki yfir vötnunum í þeirri
seinni sem er ekki minnisstæður
fyrir neitt annað en gömul atriði
úr fyrri pardusmyndunum. Og
hér gefur að líta ódauðlegan
kafla úr sögu gamanmyndanna,
gamla manninn á torginu í
fyrstu mynd seríunnar, Bleika
pardusnum. Þá eru myndbrotin
undir titlinum í lokin aldeilis
drephlægileg.
En látum það ekki hvarfla að
okkur að The Trail of the Pink
Panther sé gerð í minningu
meistarans.
„Þá get ég farið án þess að vekja
eftirtekt,“ segir Inspector Cloues-
au í gervi Toulouse-Lautrec f
Hefnd Bleika pardusins, (1978). Ef
undan er skilinn Chance Gardener
í Being There verður Peter Sellers
lengst minnst fyrir túlkun sína á
hinum seinheppna lögreglustjóra.
Peter Sellers
kiki Heliada, sem getið er um í grein.
Svart og sykurlaust á Lækjartorgi:
Útileikhús á vegum
Listahátíðar ’84
Leiklist
og Diderot
Ólafur M. Jóhannesson
KRAKKARNIR ærðust — einsog
segir í sögu Thomasar Mann af
Töframanninum — þegar heimil-
isfaðirinn las uppúr listahátíðar-
dagskrá vors daglega blaðs, að
leikhús fyrir börnin á vegum leik-
hópsins Svarts og sykuriauss veri
niðrá Lækjartorgi síðar um daginn.
Þar með var það ákveðið. A mitt
Lækjartorg var búið að moka
sandi kringum beljarmikið furðu-
verk sem börnin gáfu nafnið Kast-
ali töframannsins. Svo hófst húll-
umhæið með framgöngu furðuvera
— að hálfu mennskra og að hálfu
ættaðra úr dýraríki.
Þessar furðuverur engdust um
sandflákann í rúmlega klukku-
tíma, til mikillar gleði fyrir
börnin, en fjölskyldufaðirinn sat
eftir með verk í baki og öxlum.
Skildi hann ekki upp né niður í
hæggengum sveifludansi furðu-
skepnanna í sandinum, enda
þótt hann hefði fengið í hendur
prógramm er hafði að geyma
eftirfarandi texta: Heliades
nefnist ríki heliada. Þar er
margt með öðrum og undarlegri
hætti en við þekkjum. Sérhvern
morgun opnar æðsti heliadinn
daginn svo sólin megi rísa og
náttúran öll vakni. Að öðlast
þetta vald er hápunkturinn í lífi
heliadans en því fylgir einnig
vissan um að hann muni deyja
næstur íbúanna í Heliades ...
Svo mörg voru þau orð og læt-
ur sá er hér ritar texta fylgja
með þeim skýringarmynd úr
prógrammi. Honum var raunar
alveg sama þótt hann skildi ekki
upp né niður í veröld Heliadanna
— því þetta var jú sýning fyrir
blessuð börnin og sannarlega
voru búningar og sviðsmynd
þess eðlis að hrifsaði opna sál
inní ævintýraheiminn. Get ég
glaðst með bðrnunum yfir þess-
um þætti sýningar Svarts og syk-
urlauss sem var til hinnar mestu
fyrirmyndar í hvívetna. Hið
sama er því miður ekki hægt að
segja um Þjóðhátíðardagskrána
er bar uppá næsta dag. Þessi
dagskrá hefir ætíð höfðað til
ungu kynslóðarinnar hér í Borg,
en nú bar svo við að flutt var á
Arnarhólnum söngdagskrá sem
fór fyrir ofan garð og neðan hjá
smáfólkinu. Enda mál manna að
sjaldan hefði getið daufari þjóð-
hátíð. Af hverju ekki að fylla
miðborgina af marglitum sölu-
tjöldum er bjóða allt milli him-
ins og jarðar. Og svo á að hljóma
músík úr hverju horni, lúðra-
sveitir og bumbuslagarar, Stefán
frá Möðrudal með nikkuna, sum
sé grín og glens jafnt fyrir full-
orðna sem börn. Veður getur
ætíð brugðið til beggja vona í
landi voru og því ber að fylla
miðbæinn á þessum mikla gleði-
degi í sögu vorri af glensi og
gamni.
More
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Anthony Kenny: Thomas More. Ox-
ford University Press 1983.
Peter France: Diderot. Oxford Uni-
versity Press 1984.
Báðar þessar bækur eru gefnar
út í smábókaflokki Oxford Uni-
versity Press, Past Masters, undir
ritstjórn Keith Thomas.
Anthony Kenny starfar við há-
skólann í Oxford og hefur sett
saman aðra bók í Past Masters-
flokknum um Aquinas. í þessari
bók leitast hann við að skilja af-
stöðu Mores sem kaþólikka, sem
höfundar Útópíu, sem hirðskálds
Hinriks VIII og sem embætt-
ismanns þess sama konungs.
Margir hafa átt bágt með að skilja
hvernig More gat skrifað Utópíu
og jafnframt verið kaþólikki og
dáið fyrir trú sína. Víðfeðmi og
húmor Moores var þess eðlis að
um misræmi var ekki að ræða.
More var kaþólskur húmanisti,
hann var mikill vinur Erasmusar
frá Rotterdam, þýddi ævi Pico
della Mirandola á ensku og hélt
fyrirlestra um Civitate Dei Agúst-
ínusar. Hann skrifaði sögu Rík-
arðs þriðja, sem Skakespeare not-
aði í leikritum sínum, og aðstoðaði
Hinrik VIII við samantekt árásar
hans gegn Lúter. Kenny dregur
fram í bók sinni hinar ýmsu hliðar
Mores og gerir afstöðu hans skilj-
anlega til ýmissa málefna.
More er frægastur fyrir Útópíu
og Dialogue of Comfort against
Tribulation, sem hann skrifaði í
Tower 1534. Hann var dæmdur til
dauða fyrir að vilja ekki viður-
kenna Hinrik VIII sem æðsta
mann kirkjunnar. Kaþólska kirkj-
an tók hann í helgra manna tölu
400 árum síðar.
Diderot var orðinn sextugur
þegar hann leit hafið í fyrsta sinn,
þá á leiðinni til Hollands og Rúss-
lands. Fram að þeim tíma dvaldi
hann að langmestu leyti í París og
var fremur lítið fyrir ferðalög.
Hann var fæddur í Langres, tæpa
200 km suð-austur af París, 1713
og 61 mestan hluta aldurs síns
undir friðsamri stjórn Lúðvíks XV
í samfélagi sem var að 4/s bænda-
fólk, mestan part ólæst og óskrif-
andi. Aðall og kirkja mótuðu
stefnuna ásamt konungi, sérrétt-
indi þóttu sjálfsögð og menn voru
metnir eftir ætterni fremur en
eftir peningum eða þekkingu.
Þetta var kyrrlátt samfélag fljótt
á litið en undir niðri kraumaði,
einkum meðal borgarastéttanna
og einnig meðal nokkurs hluta yf-
irstéttanna. Mörgum þótti samfé-
lagsformið og stjórnarhættir
gamaldags og til trafala fyrir at-
hafnalíf á sviði kaupskapar og
peningaverslunar. Kirkjan þótti
fremur íhaldssöm og kenningar
hennar féllu ekki allskostar að
umsvifa-kröfum þeirra sem ekki
stunduðu hefðbundna atvinnuvegi.
Meðal hinna óánægðu var Diderot,
sem varð með skrifum sínum þeg-
ar á leið einhverskonar skynsem-
isstefnutákn. Hann var afneitari,
taldi skynsemina eiga að ráða og
krafðist frelsis til nýrra skoðana-
myndana og hugði á miklar breyt-
ingar á samfélagsgerðinni. Kunn-
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Pallas
The Sentinel
EMI/ Fálkinn.
Poppið lýtur oft sömu
lögmálum og tískan, þ.e. það
endurtekur sig með vissu
millibili. Hending ein virðist
hins vegar ráða hversu langt
er á milli endurtekninganna.
Pallas-flokkurinn frá Skot-
landi er gott dæmi um þetta
ferli. Góður áratugur er nú
liðinn frá því stórsveitir á
borð við Yes og ELP voru á
toppnum og léku það sem þá
var nefnt þungt en framsæk-
ið rokk. Pallas er á þessari
nákvæmlega sömu línu í dag.
Munurinn er bara sá, að 12 ár
eru liðin frá því þessi tónlist
var í sem mestum uppgangi.
Það er líka gaman að velta
því fyrir sér í framhaldi af
þessu hversu plötuumslögin
segja oft mikið um innihald-
ið. Finnist mönnum umslagið
á þessari frumraun Pallas
minna á gömlu Yes-umslögin
er það hreint ekki skrýtið.
Hugmyndir hönnuðarins eru
sláandi líkar þeim er ein-
kenndu Roger Dean, sem m.a.
astur er hann fyrir Encyclopaedí-
una, sem hann átti mikinn þátt að
og var þrekvirki, en hann var
mjög afkastamikill höfundur og
týpískur „philosophe". Hann leit-
aðist við að skapa sér mynd af
heiminum, þar sem skynsemi,
raunhyggja og frelsi væru horn-
steinarnir, og þar sem Guð væri
óþarfi. Diderot var alltaf opinn
fyrir nýjum sjónarmiðum, teldi
hann þau skynsamleg, hann var
laus við skynsemiskreddufestu og
víðsýnn innan þess skilnings-
ramma sem hann taldi skynsam-
legan. Hann lést árið 1784 og var
þar með hlíft við að sjá undirdjúp-
in rísa og fallöxina taka til við að
grundvalla frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
hannáði nokkur umslög fyrir
Yes og fleiri. Tónlistin á svip-
aðri línu, þótt beinn saman-
burður sé óraunhæfur.
Pallas er sveit fimm ungra
manna, frá Aberdeen að því
ég best veit. Euan Lowson
syngur, Graeme Murray sér
um bassann, Ronnie Brown
hljómborðin, Nieall Math-
ewson gítarinn og Derek
Forman trommurnar. Allt
eru þetta mjög vel spilandi
strákar en ef maður vissi
ekki betur gæti maður haldið
að árið 1972 hefði enn ekki
runnið sitt skeið á enda.
Þannig eru hugmyndir fimm-
menninganna.
Þótt hér sé fjarri því að
vera eitthvert nýmeti á ferð
er tónlistin hjá Pallas aldrei
leiðigjörn. Lögin er skemmti-
lega byggð upp og þegar við
bætist ágætis hljóðfæraleik-
ur verður útkoman mjög vel
viðunandi. Lögin eru mjög
jöfn að gæðum og ekkert af
þeim sex stendur upp úr.
Hver veit nema þetta verði til
þess að endurvekja gullöld
stórsveitanna? Svo mikið er
víst að ákveðinn hópur
manna mun fagna því að
hafa hér fundið „sína tónlist"
aftur í heimi yfirþyrmandi
tískubylgja og stundarfyr-
irbrigða.
í anda gömlu
stórsveitanna