Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Útibú KEA við Byggðaveg: Viðbygging reist á þremur vikum Akureyri, 6. júní. í GÆR var útibú matvöruverslun- ar KEA við Byggðaveg 98, opnað á ný eftir að hafa verið lokaö í um vikutíma. Fyrir þremur vikum var gerður samningur við byggingafyr- irtækið Hýbýli hf. um að byggja við útibúið um 50 fermetra viðbót- arhúsnæði. Á þessum þremur vik- um hefur tekist að reisa þessa nýju byggingu og fullgera hana þannig að verslun hófst þar í gær. Má telja að þarna hafi verið óvenju- lega snaggaralega að verki staðið. Jafnframt því sem viðbyggingin var tekin í notkun, voru innrétt- ingar verslunarinnar endurnýjað- ar og má segja að þetta útibú KEA hafi tekið algjörum stakka- skiptum til hins betra við þessa breytingu. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, gat þess við opnun verslunarinnar, að nú yrði tekið upp kjörmarkaðsverð í þess- ari verslun, en það mun að hans sögn þýða um 5—15% verðlækkun ýmissa vöruflokka. Verslunar- stjóri á Byggðavegi 98 er nú Guð- jón Ármannsson. GBerg. Slæm umgengni að Háabjalla Vogum. 14. júm. ÚTIVISTARSVÆÐI Suðurnesja- manna að Háabjalla er illa leikið eftir slæma umgengni og hættulegt fólki vegna glerbrota sem eru dreifð um svæðið. Útivistarsvæðið, sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum, er vel tilfallið frá náttúrunnar hendi sem slíkt, en þar voru gróðursett tré í þúsundatali með ágætis árangri og hafa trén náð 8—10 metra hæð. Eins og áður segir, hafði svæðið að- dráttarafl, en með slæmri umgengni fækkaði komum fólks þangað. Plastpokar, matarleyfar, fatnað- ur, pappír og pakkar liggja út um allt. Brotnar flöskur nánast hvert sem litið er. Brunarústir eftir eld- stæði inn á milli trjáa og á víða- vangi. Falleg tré virðast notuð sem sorphaugar, þar sem ruslapokum 6—8 samtals er troðið undir þau. Þá eru brunarústir eftir bruna í trjá- gróðri, sem varð fyrir nokkrum ár- um sem eyðimörk yfir að líta. E.G. Minnst var 10 ára vígsluafmælis Egilsstaðakirkju á þjóðhátíðardaginn með sérstakri hátíðarguðsþjónustu — þar sem sóknarpresturinn, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, og sr. Sigmar Torfason, prófastur, þjónuðu fyrir altari og Guðmundur Magnússon, sveitarstjóri, flutti ræðu. 17. júní fagnað í fírna- roki á Egilsstöðum Egilsstöðum, 17. júní. í MORGUN þegar fánar voru dregnir að húni á fyrirhuguðu hátíð- arsvæði við íþróttavöllinn rigndi svo að dauflega horfði með úti- samkomu. En er nær dró hádegi stytti upp og sólin skein í heiði með- an hátíðarguðsþjónusta stóð yfir í Egilsstaðakirkju — þar sem m.a. var minnst 10 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Hins vegar tók að hvessa þegar skrúðgangan lagði af stað frá kirkjunni að hátíðarsvæð- inu og er þangað kom gekk slíkur moldar- og sandbylur yflr hátíðar- svæðið að horflð var að því ráði að færa dagskráratriði í hús. 1 Valaskjálf máttu svo sáttir þröngt sitja og hlýða á ávarp fjallkonunnar, sem Þórdís Hrafnkelsdóttir flutti og hátíð- arræðu Ingibjargar Rósu Þórð- ardóttur. Þá léik Djassmiðja Austurlands mönnum til yndis- auka svo og hinar landsfrægu Dúkkulísur. Þegar þessu öllu var lokið hafði vindsteytingurinn gengið yfir svo að samkomugestir brugðu sér út á íþróttavöll til vítaspyrnukeppni og annarra leikja. — Ólafur Vigdís Hrafnkelsdóttir flytur ávarp fjallkonunnar. G6”- Mbi./6i«ftir. döfinni hjá skákmönnum Margt á Skák Gunnar Gunnarsson Enda þótt margir telji skák vera vetraríþrótt er margt um að vera hjá skákmönnum í sumar. Skák- samband íslands hefur sent frá sér lítinn fréttapistil og kennir þar margra grasa. Er óhætt að segja að skákmenn þurfl ekki að leggjast í dvala yflr sumarmánuðina vilji þeir halda áfram að tefla. Verður nú stiklað á stóru og greint frá því helsta. Jóhann Hjartarson til Sovétríkjanna Jóhann Hjartarson sigraði glæsilega í alþjóðlega mótinu sem haldið var á vegum Búnað- arbankans snemma á þessu ári og kórónaði síðan þetta afrek með því að verða aftur efstur í alþjóðlega Reykjavíkurskákmót- inu ásamt þeim Helga Ólafssyni og Reshevsky. I mótunum sem hann tefldi eftir það í Grindavík og Neskaupstað var hann ekki i jafnmiklum vígamóð enda ef- laust farinn að þreytast. í sam- vinnu við sendiráð Sovétríkj- anna á íslandi fengu íslendingar boð um að senda öflugan skák- mann til Sovétríkjanna og ákvað stjórn Sl fyrir allnokkru að velja Jóhann Hjartarson til þátttöku í þessu móti, sem er með öflugara móti eða i 10. styrkleikaflokki. Gefst Jóhanni þar enn eitt tæki- færið að hreppa lokaáfangann að stórmeistaratitili, en Jóhann hefur þegar náð árangri til út- nefningar sem alþjóðlegur meistari. Skákmót þetta fer fram í Leningrad dagana 26. júní til 15. júlí. Karl Þorsteins til Finnlands Karl Þorsteins hefur tekið stórstígum framförum að und- anförnu og stóð sig framúrskar- andi vel á Reykjavíkurskákmót- inu, en þá sigraði hann t.d. Byrne frá Bandaríkjunum, Guðmund Sigurjónsson og Zaltsamann frá Bandaríkjunum og gerði jafn- tefli við marga stórmeistara. Skáksamband Islands valdi Karl til að tefla í Heimsmeistaiamóti unglinga 1984 sem haldið verður í Finnlandi dagana 2.—18. ágúst nk. Standi Karl sig eins vel og í Reykjavíkurmótinu þarf ekki að óttast um góðan árangur. Skákmót víða Mörg mót verða haldin í sumar í Gausdal í Noregi, en góðkunningi íslenskra skák- manna, Arnold Eikrem, stendur fyrir þeim. Mótin standa stutt yfir og eru opin öllum, en sum eru einungis fyrir unglinga og eitt mótið er fyrir 60 ára og eldri. Margir vilja sameina sumarfrí og skák og þá er um margt að velja, en ef menn vilja fá nánari upplýsingar um þessi mót er hægt að hafa samband við skrif- stofu Sí, Laugavegi 71. Víða í Evrópu er hægt að komast í opin mót gegn vægu gjaldi. Keppni innanlands Hið hefðbundna útiskákmót SÍ á Lækjartorgi verður haldið að þessu sinni þann 26. júni nk. ef veður leyfir. Samkvæmt venju taka þátt í því öflugustu skák- menn landsins og hafa þessi mót notið sívaxandi vinsælda og mættu útimót vera oftar á sumr- in. Útitaflmennska leiðir hugann að útitaflinu fyrir neðan Torf- una, sem sett var á laggirnar fyrir nokkrum árum. Verður að segjast eins og er að ekki hefur það notið neinna sérstakra vin- sælda. Er það mín skoðun að taflmennirnir séu alltof „fínir" og alls ekki nógu hentugir fyrir daglegt brúk. Einfaldir litlir menn úr plasti með góðu haldi til að færa þá til væru miklu hepplegri, enda eru slíkir tafl- menn eingöngu notaðir við slík útitöfl erlendis. Vissulega hefur veður hamlað notkun þessa úti- tafls á undanförnum sumrum. Þegar gott er veður t.d. um helgar er afskaplega skemmti- legt að taka eina skák á útitafli og væri það nú verðugt viðfangs- efni áhugasamra manna að lífga útitaflið við Torfuna dálftið upp í sumar. Helgarskákmót í Flatey Dagana 29. júnf til 1. júlf nk. verður haldið helgarmót f skák úti í Flatey í Breiðafirði. Tfma- ritið Skák undir forystu Jóhanns Þóris Jónssonar undirbýr og skipuleggur þetta mót, en Skák- samband íslands hefur ávallt styrkt tvo keppendur til ferðar á þessi mót. Þetta verður 24. helg- armótið, en þau hófust árið 1980 með keppni í Keflavík. I þessum mótum hefur verið kappkostað að fremstu skákmenn þjóðarinn- ar væru á meðal þátttakenda, en þátttakendur hafa verið á öllum aldri, allt frá 10 ára og upp í 70, ef svo má segja. Fullyrða má að þessi helgarskákmót hafi verið mikil upplyfting fyrir skákmenn f dreifbýlingu, sem hafa þarna fengið að kynnast og reyna sig við bestu og þekktustu skák- menn þjóðarinnar og er ekki að efa að þessi mót hafa virkað örv- andi á skáklif viðkomandi bæj- arfélaga. í Flatey eru ekki margir fbúar og eflaust tefla þeir ekki mikið skák, en Flatey er valin til að hittast og sjá nýja staðhætti og skákmenn úr næstu byggðarlög- um flykkjast eflaust til að tefla við svo óvenjulegar aðstæður. Öðrum þræði má líta á þetta helgarmót sem sumarskemmti- ferð, en alltaf er teflt af miklu fjöri í helgarmótunum enda til mikils að vinna þvi ávallt hafa verið myndarleg verðlaun í boði. Heyrst hefur að eyjaskeggjar hafi uppi einhver hátíðabirgði undir lokin, eins og þeir eiga vanda til þegar þeir vilja gera sér einhvern dagamun, en það gera eyjaskeggjar í Flatey á sinn sérstaka hátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.