Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 40

Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 Ljósm. Sig.Sigm. hagsmuna félagsmanna sinna og vinna að alhliða eflingu búskapar og búsetu á félagsssvæðinu og inna af hendi hverja þá skyldu, sem leiðir af aðild þess að búnaðar- samtökum héraðsins og landsins alls. Þegar Búnaðarfélgið var stofnað voru fá félög til í þessu landi af neinu tagi, harðindi og fellir á búfé hafði gengið yfir. En menn fundu samtakamátt sinn og í krafti síns félags tókst smátt og smátt að bæta búskaparhætti og hag bænda. Ekki er hægt hér að drepa á margt í sögu félagsins. Plóg og herfi keypti félagið fyrst árið 1917, en sá þekkti búnaðar- frömuður, Dagur Brynjólfsson, kom fyrst með plóg hingað árið 1902. Félagið kaupir dráttarvél ár- ið 1931 og skurðgrafa er tekin á leigu árið 1945. Öll þessi ræktun- artæki leiddu til aukinnar heyöfl- unnar sem er aðalundirstaðan. Ár- ið 1946 var stofnað ræktunarfélag sem á ræktunarvélar og hefur séð um útleigu á þeim síðan. Formenn Búnaðarfélagsins hafa aðeins verið 6 frá upphafi og allir hafa þeir verið farsælir í starfi. Nú á síðustu misserum hefur verið höfð frammi óvægin, hörð og oft á tíöum heimskuleg gagnrýni á bændur og dreifbýlisfólk sem jörð- ina vill yrkja. En bændur hafa sýnt það og sannað með samtaka- mætti sínum að hér á íslandi er hægt aö stuna blómlegan landbún- að. Einn hlekkurinn i þeirri keðju eru öflug búnaðarfélög í hverri sveit eins og Búnaðarfélg Hruna- manna hefur ætíð verið. Sig.Nigm. Innan dyra voru sýndir ýmsir munir og líkön en lengst t.h. er málverk af þeirri kunnu Gömul hestaverkfæri voru sýnd utan dyra. ættmóður Huppu á Kluftum. Veglegt 100 ára afmælishóf Búnaðarfélags Sydra-Langholti, 10. júní. BÚNAÐARFÉLAG Hrunamanna- hrepps varð 100 ára þann 5. júní. Af því tilefni bauð félagið til veglegrar afmælishátíðar í Félagsheimilinu á Flúðum að kvöldi afmælisdagsins. Var þar fjölmenni en auk flestra bænda og húsfreyja í sveitinni voru þar nokkrir burtfluttir bændur ásamt konum sínum svo og nokkrir af for- ráðamönnum bændasamtakanna og formenn nágrannabúnaðarfélaga. Gtsli Hjörleifsson í Unnar- holtskoti, formaður félagsins, flutti ágrip af sögu þess og tuttugu manna bændakór söng nokkur lög undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingaholti, en geta má þess að nú í vor eru 60 ár síðan Sigurður tók fyrst að sér að stjórna karla- kór. Fjölmörg ávörp og ræður voru fluttar og félaginu færðar góðar gjafir. M.a. færði oddviti sveitar- innar, Loftur Þorsteinsson, félag- inu að gjöf 50 þúsund krónur frá sveitarsjóði til styrktar útgáfu á 100 ára afmælisriti félgsins sem kom út þennan dag. Það er vönduð bók og fróðleg um búnaðarsöguna í Hrunamannahreppi síðustu 100 árin og er hún prýdd fjölda mynda. Þessa bók skrifaði Emil Ásgeirs- son, bóndi í Gröf, að mestu, en hann hefur unnið að henni í nokk- ur ár. Bókin verður til sölu á skrifstofu Búnaðarsambands Suð- urlands og hjá Búnaðarfélagi Is- lands og hjá formanni félagsins. Á afmælinu voru sýnd gömul hesta- verkfæri utan dyra og inni voru sýndir margir gamlir munir úr safni Emils í Gröf, sem hann hefur komið upp á síðari árum svo og ýmsir listmunir og handiðn eftir íbúa sveitarinnar. Samkoman þótti takast í alla staði hið besta. Þegar Búnaðarfélagið var stofn- að fyrir 100 árum voru íbúar Hrunamannahrepps 536 og allir lifðu af svonefndum hefðbundnum búgreinum. Núna eru íbúar ná- kvæmlega jafnmargir, en um 200 lifa á sömu búgreinum. Sjö jarðir hafa farið í eyði á þessum tíma sem þá voru í byggð en fjöldi ný- býla hafa verið stofnuð, einkum garðyrkjubýli auk þess sem þétt- býli hefur myndast á Flúðum, þar sem fólk vinnur við iðnaðar- og þjónustustörf. Eins og segir í lögum Búnaðarfé- lagsins er markmið þess að gæta Hrunamanna Núverandi stjórn Búnaðarfélags Hrunamanna. F.v. Ágúst Sigurðsson, Birtingaholti, Gísli Hjörleifsson, Unnarholtskoti, formaður og Einar Jónsson, Tungufelli. Ungmennafélag Stafholtstungna: Mikil þátttaka í fræðslu- námskeiðum félagsins Sumarstemmning í sundlauginni í Varmalandi. MorgunbUðið/HBj. Borgarnesi, 15. júní. FRÆÐSLUNEFND ungmennafé- lags Stafholtstungna gekkst fyrir námskeiðum að Varmalandi og Bifröst í vetur og vor. Er það nýjung hjá ungmennafélaginu að standa fyrir fullorðinsfræðslu og voru und- irtektir félaga mjög góðar, fullskip- að var á öll námskeiðin og varð að halda tvö tölvunámskeið vegna mikillar þátttöku. Samtals tóku um 60 manns þátt í þeim, og var al- menn ánægja hjá fólki með nám- skeiðin. Eftirtalin námskeið voru hald- in: Fimm vikna kvöldnámskeið í ensku, kennari Tómas Ludwig; þriggja daga námskeið í mat- reiðslu, kennari Katrín Hjálm- arsdóttir; tvö þriggja daga tölvu- námskeið, grunnkynning á tölv- um, kennari Jóh. Margrét Guð- jónsdóttir og þriggja vikna dag- námskeið í vefnaði, kennari Guð- rún Bergþórsdóttir. Síðasta nám- skeiðnu er nú að ljúka, en það er haldið í Húsmæðraskólanum Varmalandi og var sérstök ánægja með hvernig það tókst. Fræðslunefndin hyggur á frekari námskeiðahald næsta vetur. Nefndina skipa: Helga Karlsdótt- ir, Bifröst, Lea Kristín Þórhalls- dóttir, Laugalandi og Sveinn Jó- hannsson, Flóðatanga, en í stjórn ungmennafélags Stafholtstungna eru: Brynjólfur Guðmundsson, Hlöðutúni, formaður; Þórhallur Bjarnason, Laugalandi, gjaldkeri; Sigríður Skúladóttir, Svigna- skarði, ritari; Kristján Áxelsson, Bakkakoti, meðstjórnandi og Þórdís Þorvaldsdóttir, Sveina- tungu, meðstjórnandi. Ungmennafélag Stafholts- tungna stendur fyrir marghátt- uðu starfi á félagssvæðinu sem nær yfir Stafholtstungur, Norð- urárdal og Þverárhlíð. Eru æsku- vefa á vefnaðarnámskeiðinu hjá Guðrúnu Bergþórs- Ein húsfreyjan að dóttur. lýðs- og íþróttamál umfangmest í starfinu. Félagið rekur í sumar eins og undanfarin ár sundlaug- ina að Varmalandi og hefur hagnaður af rekstri hennar oft orðið nokkur og þá staðið undir annarri starfsemi félagsins. Ferðafólk og fólk sem dvelur í hinum stóru sumarhúsabyggðum í nágrenninu sækir sundlaugina mikið, enda aðstaða þar orðin hin ágætasta. Þar eru nýlegir bún- ingsklefar og fyrir hendi er saunabað og sólbekkir sem þó hafa ekki enn verið teknir í notk- un. Sveitafólkið stundar sundið hins vegar lítið fyrir utan þá unglinga sem stunda sundæfing- ar. Sundlaugin er opin í sumar frá kl. 10—18 alla daga og einnig öll kvöld frá kl. 20—22, nema fimmtudags- og mánudagskvöld, þegar sundæfingar eru. Ung- mennafélagið er að koma upp tjaldstæði skammt frá sundlaug- inni og íþróttavellinum á Varma- landi. Stefnt er að þvf að snyrti- aðstaða verði komið upp við flöt- ina, sem hugsuð er sem tjald- stæði, í sumar. Ýmsir aðilar hafa styrkt ungmennafélagið við þetta framtak,meðal annars Sýslusjóð- ur Mýrasýslu og St.afbnlto- tungnahreppur. — HBj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.