Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 41 Sumarstarf tóm- stundaráðs hafið á Egilsstöðum Kgilsstödum, 4. júní. I dag byrjuðu af fullum krafti þau sumarstörf sem börnum og ungmennum hér í Egilsstaðahreppi er boðið upp á. í dag var vænn hópur 8—10 ára krakka í önnum við að setja niður útsæði í skólagörð- unum. Að sögn umsjónar- manns skólagarðanna, Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur, tóm- stundafulltrúa Egilsstaða- hrepps, eru þátttakendur í skólagörðunum rúmlega 40 að þessu sinni. Krakkarnir luku víð að setja útsæðið sitt niður í dag en á morgun munu þeir sjá hvers konar grænmetisfræi. Síðan munu þeir koma tvisvar í viku til að hirða reitinn sinn allt til þess tíma að líður að uppskeru. Þá hóft unglingavinnan í dag og byrjuðu unglingarnir á hefðbundnum verkefnum — að hreinsa og snurfusa umhverfið innan bæjarmarka. Launin í unglingavinnunni fara eftir aldri. Munu 13 ára frá kr. 40,96 á tímann; 14 ára kr. 44,85 og 15 ára kr. 50,83 á tímann. Þá mun brátt hefjast leikja- Úlfljótsvatn: Gilwell-námskeið hald- ið á vegum Banda- lags íslenskra skáta DAGANA 27. maí — 3. júní stóð Bandalag íslenskra skáta fyrir Gilwell-námskeiði á þjálfunarmiðstöð sinni við Úlfljótsvatn í Grafningi. Gilwell-námskeið er alþjóð- legt námskeið og æðsta for- ingjaþjálfun sem skátafor- ingi getur hlotið. Hugmyndin að Gilwell- þjálfuninni kom frá stofnanda skátahreyfingarinnar, Lord Baden-Powell. Hann hugsaði sér að árangursríkt væri að safna saman foringjum til lengri útilegu og tengja saman foringjafræði og upplifun í skátastarfi. Fyrsta námskeiðið var haldið í Gilwell Park árið 1919. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi á íslandi var haldið að Úlfljótsvatni árið 1959. Stjórnendur námskeiðsins voru Kristín Arnardóttir, Þórð- ur Bogason, Þorvaldur B. Jóns- son, Benjamín Árnason og Je- an-Pierre Isbendjean, erindreki foringjaþjálfunar Evrópu- bandalags skáta. i Krakkarnir í skólagörðunum voru önnum kafnir við að setja niður f dag. Ljósm.: Mbl./Olafur námskeið fyrir krakka á öllum aldri og starfsvöllur verður opnaður 12. þ.m. — þar sem hugmyndaríkir og athafna- samir krakkar geta fengið út- rás. Nýlega gaf tómstundaráð út dreifibréf þar sem getið er helstu viðburða í sumar á sviði tómstundamála. Kemur þar m.a. fram að Hestamannafé- lagið Freyfaxi efnir til reið- námskeiða fyrir börn 8 ára og eldri dagana 7.—14. júní og fyrir fullorðna 15. og 16. júní. Þá mun nýstofnaður siglinga- klúbbur gangast fyrir sérstök- um siglingadegi á Urriðavatni hinn 23. júní og síðast en ekki síst mun Flugklúbbur Egils- staða efna til sérstakra flug- daga 30. júní og 1. júlí — þar sem sýnt verður listflug og fallhlífarstökk — og búist er við fjölda þátttakenda víðs vegar af landinu. — Ólafur SÖLUAÐILAR: REVKJAVÍK: Sess Garðarstræti 17. HAFNARFJÖRÐUR: Sess Reykjavíkurvegi 64. AKRANES: Versl. Bjarg. BORGARNES: Kaupfél. Borgfirðinga. ÓLAFSVÍK: Kompan. STYKKIS- HÓLMUR: Húsið. PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar. TALKNAFJÖRÐUR: Bjarnabúð. ÍSA- FJÖRÐUR: Húsgagnaversl. Isafjarðar. HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmasonar. BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson. BLÖNDUÓS: Kaupfél. Húnvetninga. SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún. SIGLUFJÖRÐ- UR: Bólsturgerðin Siglufirði. ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg. DALVlK: Versl. Sogn. AKUREYRI: Versl. Grýta Sunnuhlíð. HÚSAVlK: Versl. Hlynur. EGILSSTAÐIR: Versl. Skógar. SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn. NESKAUPSSTAÐUR: Nesval. SELFOSS: 3K Húsgögn og Innréttingar. KEFLAVlK: Dropinn. VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.