Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 48

Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 48
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTt 22 ~ INNSTRÆTI, SlMI 11633 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sigurður R. Helgason t.v. og Jakob Hafstein við aðra álagildruna sem komið var fyrir í Elliðaánum í lok síðustu viku. Er bér um að ræða kassa með v-laga opi, en talið er að gleráll gangi í Elliðaár í lok júnímánaðar eða byrjun júlí. (Mynd: Júlíus) Álagildrur í Elliðaám TVEIMUR álagildrum var komið fyrir í neðri hluta Elliðaánna í lok síðustu viku. Er markmiðið með gildrunum að kanna magn og stærð gleráls, sem er álaseiði, en fátt er vitað um lifnaðarhætti þessa fisks. Að sögn Sigurðar R. Helga- sonar hjá Veiðimálastofnun er talið að nokkuð sé um glerál í Elliðaám, og því hefðu Reykja- víkurborg, Veiðimálastofnun og ísáll hf. ákveðið að gera tilraun með álagildrur til að kanna möguleika á ræktun gleráls, sem gæti orðið vísir að útflutnings- grein í framtíðinni og áleldi hér á landi. Sagði Sigurður að marg- ir teldu álinn vera mjög vel til ræktunar fallinn hérlendis vegna þess að hann dafnar í vatni með háu hitastigi eða um 25 gráða heitu. Því mætti nýta jarðhitavatn hér til að skapa álnum viðunandi lífsskilyrði. Jakob Hafstein hjá Reykjavík- urborg sagði í samtali við blm. Mbl. að glerállinn væri um 50 til 70 millimetrar á stærð, og mætti gera ráð fyrir að hann gengi í Elliðaár í lok júní eða fyrri hluta júli. Hann sagði ennfremur að þeir sem stæðu að þessum til- raunum hefðu einnig í hyggju að koma fyrir álagildrum í Ölfusi og Korpu, enda væri líklegt að glerálnum væri helst til að dreifa á Suðausturlandi því að hann kæmi sennilega með golfstraumnum hingað til lands. En þó væri lítið vitað um ála- göngur hér á landi. Lítil hækkun fiskverðs — uppbætur til útgerðar og sjómanna fjár- magnaðar með lántökum hins opinbera 140 þúsund laxaseiði flutt með tankskipi til Noregs Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins kemur saman til fundar klukkan 11 árdegis í dag og í sam- tölum við Morgunblaðið í gær voru sumir fulltrúanna þar bjartsýnir á að fiskverð yrði ákveðið á þeim fundi, þó þeir vildu ekki tjá sig um með hverjum hætti það gæti orðið. Nú eru 20 dagar síðan fiskverð átti að liggja fyrir. Lögregla send á Arn- arvatnsheiði TVEIR bflar sáust úr flugvél á Arnarvatnsheiði skömmu eftir há- degi í gær, en er ökumennirnir urðu flugvélarinnar varir breiddu þeir yfír númer bifreiðanna. Þyrla landhelgisgæslunnar fór að beiðni sýslumannsins á Blöndu- ósi með tvo lögreglumenn frá Reykjavík um kl. 15 í gær til að kanna málið. Fundust bílarnir strax mann- lausir við veiðihús nálægt norð- urenda Stóra-Arnarvatns og í húsinu var talsvert af fiski og matarbirgðum. Er Morgunblaðið fór í prentun voru lögreglu- mennirnir ekki komnir aftur til Reykjavíkur. SÚ hugmynd, að olíuverðshækkun- inni, 4,7%og 11,7%, verði að litlu eða engu leyti mætt með fískverðshækk- un, hefur meðal annars komið fram meðal fulltrúa í yfírnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins. Hefur í því skyni verið rætt um þá leið, að stjórn- völd útvegi lánsfé, sem notað verði til uppbóta á fískverð í gegnum Afla- tryggingasjóð. Mun hugmynd þessi hafa fengið misjafnar undirtektir, en með henni er talið að hægt verði að halda fiskverðsákvörðun í lág- marki, þó hún leysi ekki vandann heldur fresti því, að tekizt verði á við hann, að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins. Með þessari leið verður fiskverði til vinnslunnar haldið niðri, útgerðin fær olíuverðs- hækkunina bætta og sjómenn fá eitthvað í sinn hlut. MorgunbladiÖ/KEE Ólafur Skúlason á Laxalóni með sjógönguseiði við eldistjörnina í Hvamms- vík við Hvalfjörð. Ljósm. Mbl./Júlíus. Sprengjuleitarhundurinn Satan á Keflavíkurflugvelli ásamt gæslu- manni sínum. Satan í sóttkví? SATAN, sprengjuleitarhundur breska flughersins, sem var flutt- ur til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar í flugvél British Airways í sl. viku, á ekki sjö dag- ana sæla, ef marka má frétt sem breska blaðið Daily Telegraph birti nýlega. Blaðið segir að afdrif Satans eftir að hafa stigið fæti á er- lenda grund, verði annað hvort þau að hann verði sendur í sex mánaða sóttkví eða verði látinn eyða lífdögunum utan Bret- lands. Þar eru í gildi mjög ströng lög varðandi innflutning dýra, hvort sem þau hafa verið áður í Bretlandi eður ei, til þess að fyrirbyggja að þau geti borið hundaæði inn í landið. í lok fréttarinnar segir svo: „Yfirlýsing var fljótlega gefin út um að flugvélin væri sprengjulaus og allir voru flutt- ir til síns heima. Allir nema Satan, þar sem hann hefur nú stigið fæti á erlenda grund rík- ir óöryggi um framtíð hans og afdrif." FJÓRAR íslenskar laxeldisstöðvar hafa gert samning við samtök 16—20 nýrra laxeldisstöðva í Finnmörku í Noregi um sölu á 140 þúsund sjógöngulaxaseiðum. Reyn- ist seiðin vel, vilja Norðmenn kaupa hálfa til eina milljón seiða á ári næstu ár, en mun ódýrara er að framleiða þau hér á landi að sögn Ólafs Skúlasonar á Laxalóni en Laxalón er ein laxeldisstöðin. Stöðv- arnar í Noregi ala laxinn í tvö ár og slátra til manneldis. Seiðin verða flutt með tankskipi til Noregs og er von á því næstu daga. Eins og fram kom í frétt á for- síðu Morgunblaðsins í gær er gíf- urlega mikil aukning i fiskeldi í Noregi og hafa 100 ný rekstrar- leyfi fyrir fiskeldisstöðvar verið veitt það sem af er árinu og um- sóknirnar streyma til stjórnvalda. Ólafur Skúlason sagði að Norð- menn sjálfir önnuðu ekki seiðaframleiðslu fyrir allar þessar nýju stöðvar og keyptu þeir seiði frá öðrum löndum, svo sem Skot- landi, Finnlandi og Svíþjóð. Auk þess væri mun ódýrara að ala seið- in hér á Iandi frá hrogni í sjógöngustærð þar sem við hefð- um ódýran jarðhita en þeir þyrftu að hita vatnið upp með olíu. Ólaf- ur sagði að þessi sala hefði komið eins og happdrættisvinningur til stöðvanna því mikil offramleiðsla væri á laxaseiðum hér á landi. Hafbeit og flotkvíaeldi hefði ekki aukist í samræmi við framleiðslu laxaseiða vegna skorts á fjár- magni í fiskeldi hér, en norsku stöðvarnar taka við seiðunum og ala þau í tvö ár í flotkvíum í sjó þar til laxinn hefur náð hæfilegri stærð til slátrunar. Nokkur ár eru síðan hætt var að selja laxaseiði til Noregs en því var að sögn Ólafs hætt vegna þess að þau reyndust ekki nógu vel. Nú yrði þau flutt með tankskipi — 150 tonna olíu- skipi — og báðir aðilar gerðu allt sem þeir gætu til að láta þessa tilraun heppnast. Ef þetta aftur á móti gengi ekki upp væru uppi hugmyndir um að fá leyfi til inn- flutnings á norskum laxahrogn- um, ala þau hér upp í sjógöngu- stærð og flytja aftur til Noregs. Ef seiðin reynast vel hafa Norðmenn- irnir óskað eftir að fá einkaleyfi á seiðum frá þessum stöðvum og hafa rætt um kaup á hálfri til einni milljón seiða á ári en hér á landi eru nú framleidd eitthvað á aðra milljón laxaseiði á ári, og fer framleiðslan stöðugt vaxandi. Stöðvarnar fjórar sem standa að samningnum eru Laxalón í Reykjavík, Fiskeldi á Húsavík, Hólalax í Skagafirði og Fljótalax í Skagafirði. Sem fyrr segir er samningsupphæðin 4,5 til 5 millj- ónir fyrir seiðin komin um borð í tankskipið. Norðmennirnir ættu að öllu eðlilegu að fá 400 til 500 tonn af sláturlaxi út úr seiðunum eftir tvö ár sem er að söluverð- mæti nálægt 100 milljónum ísl. króna. Norðmennirnir hafa þegar sett bankatryggingu fyrir samn- ingnum og fengið nauðsynleg leyfi norskra yfirvalda til innflutnings seiðanna. Laxalónsbændur hafa þegar flutt sinn hluta söluseið- anna upp í Hvammsvík í Kjós þar sem þau eru geymd í tjörn þar sem blandað er saman ferskvatni og sjó. Þegar þau hafa aðlagað sig seltunni verður þeim dælt í flotkví í Hvalfirði þar sem tankskipið, sem von er á um 25. júní, tekur þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.