Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Greiddum bændum fullt afurðaverð — segir Friðrik Magnússon fram- kvæmdastjóri sláturhússins í Þykkvabæ um ummæli Gunnars Guðbjartssonar „ÉG KANNAST ekki við þessa vöntun sem framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðsins nefnir í þessari grein sinni því við greiðum bændum fullt verð fyrir framleiðslu þeirra," sagði Friðrik Magnússon framkvæmdastjóri verslunar Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ er álits hans var leitað á þeim ummælum Gunnars Guðbjartssonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs í Mbl. í fyrra- dag að 6,10% hefði vantað upp á að sláturhúsið skilaði bændum fullu afurðaverði og vöxtum við síðasta uppgjör. Friðrik sagði að sláturhúsið í ráð að birta samanburð sláturhús- Þykkvabæ hefði greitt bændum fullt grundvallarverð, fulla vexti og fullar uppbætur og kvaðst hann ekkert skilja hvernig Framleiðslu- ráð færi að fá 6,10% vöntun út úr því. Skoraði hann á Framleiðslu- anna i heild og forsendur útreikn- inga sinna, þessi skýrsla væri ekki meira trúnaðarmál en svo að þeg- ar væri búið að birta niðurstöður varðandi fjögur sláturhús. Landsbanki og Búnaöarbanki: Útlán stöðvuð Verðandi laxveiðimenn Reykvíkingar nutu veóurbiíðunnar í gær. Þessir ungu veiðimenn voru í Sundahöfn í gær og renndu fyrir fisk. Kannski verða þetta laxveiðimenn, þegar þeir vaxa úr grasi. ÚTLÁN Landsbankans og Búnað- arbankans hafa verið stöðvuð fram til 13. ágúst næstkomandi. Þetta kemur í framhaldi af ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að gefa innlánsstofn- unum aukið frelsi við ákvörðun vaxta, en þeim er skylt að leggja fram tillögur um vexti inn- og útlána til Seðlabankans fyrir 11. ágúst. Ef Samgönguráðiuieytið: Ólafur Steinar Valdimarsson skipaður ráðu- neytisstjóri FORSETI íslands hefur, að tillögu samgönguráðherra, skipað Ólaf Stein- ar Valdimarsson i embætti ráðuneytis- stjóra samgönguráðuneytisins. Jafn- framt hefur Halldór S. Kristjánsson veríð skipaður skrífstofustjóri sam- gönguráðuneytisins. Auk Ólafs Steinars sóttu Jón Thors deiidarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu og Ólafur Stefánsson um embætti ráðuneytisstjórans. Þeir ólafur Steinar og Halldór hafa báðir i eitt ár verið settir til að gegna þeim embættum sem þeir voru nú skipaðir í. Þeir voru skipaðir frá 1. júli 1983. Seðlabankinn gerir ekki athuga- semdir við tillögurnar öðlast ákvarð- anir viðskiptabankanna og spari- sjóðanna gildi frá og með 13. ágúst. Að sögn þeirra bankamanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær, er gert ráð fyrir að flestar innlánsstofnanir muni halda að sér höndum og minnsta kosti draga úr útlánum næstu tvær vik- urnar, en búast má við að vextir útlána hækki, samfara hækkun inniána, þar sem vaxtamismunur má ekki hækka. Við ákvörðun vaxta er bönkum og sparisjóðum bannað lögum samkvæmt að hafa samráð. Þessi stöðvun gildir ekki um þau lán sem afgreidd voru fyrir 1. ág- úst. Brenndist á vítissóda STARFSMAÐUR Sláturfélags Suð- urlands brenndist illa i andliti i gærkvöldi er hann fékk vítissóda i andlitið. Maðurinn var að losa stiflu úr niðurfalli er lögurinn spýttist á andlit og í augu hans. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans ásamt félaga sinum sem brenndist minna. Enn er allt í óvissu með hrossin á Auðkúluheiði: „Ótilneyddir sækj- um við ekki hrossin“ — segir Einar Höskuldsson á Mosfelli ENN er ekki vitað hvort þeir fjórir bændur í Svínavatns- hreppi sem ráku hross sín á Auðkúluheiði þrátt fyrir bann landbúnaðarráðuneyt- isins muni fara eftir þeim til- mælum sem til þeirra var beint á sameiginlegum fundi hreppsnefnda þeirra þriggja hreppa sem upprekstur eiga á heiðina, ráðuneytismanna og fleiri, sem haldinn var að fnimkvæði sýslumanns í Húnaveri á mánudag. Á fundinum var samþykkt til- laga þar sem upprekstur þeirra var harmaður og þess óskað að þeir sæktu hross sín sjálfir nú þegar. Jón ísberg, sýslumaður Hún- vetninga, sagði I samtali við Morg- unblaðið I gær að hann væri búinn að boða tvo upprekstrarmenn til sín og koma boðum til þess þriðja en þar sem góður þurrkdagur hefði verið í gær og menn átt mik- ið hey flatt vildi hann gefa þeim tima til að sinna heyskapnum. Jón sagðist ætla að gera þeim ljóst um hvað málið snerist og kvaðst vona að í framhaldi af því væri hægt að ná svipuðu samkomulagi og náðist varðandi Eyvindarstaðaheiðina. Vildi hann sem minnst um það segja hvað gert yrði ef bændur neituðu að reka hross sín af heið- inni en sagði það meira en líklegt , Vinnuyeitendasambandið svarar Alþýðusambandínu: Kaupmáttur í ár jafnvel ívið meiri en í lok 1983 7% kauphækkun 1. sept. stefnir atvinnu í voða Vinnuveitend&samband íslands (VSÍ) hefur skýrt afstöðu sína til þeirra sjónarmiða sem fram koma hji Alþýðusambandi íslands (ASÍ) vegna uppsagnar kjarasamninga 1. september næstkomandi og til röksemda ASÍ um þróun kaup- máttar á þessu ári miðað við síð- asta ársfjórðung 1983. Telur Vinnuveitendasambandið að mun- urinn á útreikningi sínum og ASÍ á þróun kaupmáttar felist í tvennu: f fyrsta lagi geri verðbólguspá Al- þýðusambandsins ráð fyrir meiri verðbólgu en Vinnuveitendasam- bandsins. f öðru lagi meti Vinnu- veitendasambandið félagslegu að- gerðirnar sem gripið var til á síð- asta vetri ekki til lækkunar á kaupmætti eins og Alþýðusam- bandið gerL í greinargerð um þetta efni sem Vinnuveitendasambandið sendi Morgunblaðinu í gær segir, að VSÍ meti stöðuna þannig að frá upphafi til loka árs 1984 hækki framfærsluvísitalan um 13,8% en ASf telji hins vegar að hækkunin verði 14,3%. Félagslegu aðgerðirnar í vetur miðuðu að því að færa byrðar frá hinum betur settu til þeirra sem verr standa, sérstaklega ein- stæðra foreldra, barnafólks og aldraðra. Vinnuveitendasam- bandið telur að vinnuveitendur eigi ekki að gjalda þessara fé- lagslegu aðgerða. Þeir hefðu hugsað sig um tvisvar þegar þeir ákváðu að standa að tillögum um þær, ef Iegið hefði fyrir í febrú- ar, að það yrði notað gegn þeim síðar og vísað til þeirra sem for- sendu fyrir uppsögn samninga 1. september. Telur VSÍ að félags- legu aðgerðirnar svari til 1% kaupmáttaraukningar frá maí- byrjun, en þær hafi kostað um 1% af ráðstöfunartekjum. Vinnuveitendasambandið tel- ur að meðalkaupmáttur kaup- taxta miðað við 100 á 4. ársfjórð- ungi 1983 verði 100,2 á árinu 1984 enda sé tekið tillit til fé- lagslegu aðgerðanna í vetur, og sambærileg tala er 99,9 I ár sam- kvæmt útreikningum Alþýðu- sambandsins að sögn VSf, en 99,2 hjá ASÍ í ár sé áhrifum fé- lagslegu aðgerðanna sleppt og 99,5 hjá VSÍ, þannig að mest munar 0,8 stigum í kaupmætti í ár og í lok síðasta árs í útreikn- ingum ASf. I greinargerðinni segir Vinnu- veitendasambandið að krafa ASÍ um 7% launahækkun 1. sept- ember næstkomandi samhliða fullyrðingum um að samþykkt á henni muni ekki raska þeim áformum ríkisstjórnarinnar að halda gengissigi innan 5% marka á árinu byggist á of mik- illi bjartsýni. Svo kunni að fara nái 7% krafan fram að stóraukin hætta verði á atvinnuleysi eink- um vegna þrenginga sjávarút- vegsins og þar með aukist þrýst- ingur á gengisfellingu. Af þessu megi sjá, að sögn Vinnuveit- endasambandsins, hve lítið þurfi útaf að bera til þess að krafa um kauphækkun sé ekki jafnframt krafa um kaupmáttarlækkun. að þá yrðu hrossin sótt. Einar Höskuldsson bóndi á Mosfelli sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að þeir upprekstr- armenn hefðu ekkert nýtt ákveðið I málinu eftir Húnaversfundinn. Þeir væru algerlega mótfallnir því sem þar hefði verið samþykkt og stæðu á því fastar en fótunum að þeir væru að berjast fyrir réttlæt- ismáli. „ótilneyddir sækjum við hrossin ekki,“ sagði Einar. Olís: Bætiefni sett í allt bensín OLÍUVERSLUN íslands, Olís, hefur ákveðið að blanda sérstöku bætiefni í það bensín, sem félagið selur. Segir í fréttatilkynningu frá Olís, að bæti- efnið, sem ber nafnið Orobis OGA- 3369, eigi að vera komið í allt bensín á Olís-stöðvum frá og með 1. ágúst. í fréttatilkynningu Olís segir einnig, að það muni kosta félagið á bilinu 2,5—3 milljónir árlega að bæta þessu efni I bensínið. Þrátt fyrir þennan aukna tilkostnað verði þó ekki farið fram á leyfi til að hækka bensínverð. Verði þetta bætta bensín því selt á sama verði og annað bensín á markaðnum. I fréttatilkynningu Olís segir ennfremur að orobis hafi þá eig- inleika að hindra útfellingar og sótmyndun í vélum nýrra og gam- alla bifreiða og hreinsi að auki sót, sem þegar hefur náð að myndast. Án sóts og útfellingar gangi vélin léttar, afköstin batni og oktanþörf vélarinnar lækki. Vélin haldi lágu hitaútstreymi, blöndungurinn haldi betur stillingu og með betri eldsneytisnýtni dragi úr bensín- eyðslu. óreglulegur hægagangur lagist, bilunum fækki og dragi úr loftmengun. Ofangreindar breyt- ingar eigi að koma í ljós eftir 4—6 áfyllingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.