Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Eiginmaöur minn.
t
HJÁLMAR MAGNÚSSON,
Nýjalandi (Gardi,
varö bráökvaddur 13. júli.
Sigrún Oddadóttir.
t
Unnusti mlnn, sonur og bróðir,
JÓNATAN VALGARÐSSON,
Framnesvegi 17,
lést af slysförum 17. júlí. Jaröarförin auglýst síöar.
Margrét Jónsdóttir,
Þórlaug Bjarnadóttir,
aystkini.
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, sonur, afi og tengdafaölr,
BJÖRN SIGURDSSON,
Rauóarérstíg 20,
lést í Landakotsspítala 31. júlí sl.
Ása Ragnheiöur Ásmundsdóttir,
Guörún Björnsdóttir, Benedikt Haröarson,
Siguröur Hreinsson,
Ása Hlín Benediktsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÞORVALDUR ARINBJARNARSON,
toltvðröur,
Hlföavegi 32,
Njaróvík,
lést í Borgarspítalanum 1. ágúst sl.
Rannveig Filippusdóttir,
Rannveig Þorvaröardóttir, Þórarinn Arnórsson,
Gunnar Þorvaröarson, Hrafnhildur Hilmarsdóttir,
barnabörn.
t
Móöir mfn og amma,
HAFLIÐÍNA GUÐRÚN HAFLIDADÓTTIR
tré Fossi é Rangárvöllum,
Hvolsvegi 17, Hvolsvelli,
lést 17. júlí. Útför hennar fór fram 28. júli frá Skaröskirkju (
Landssveit í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna,
Guörún Inga Magnúsdóttir,
Magnús Benediktsson.
t
SÆMUNDUR EIRÍKSSON
Iré Berghyl
til heimilis aö Hraunteig 19
er lést 29. júlí, veröur jarösunginn aö Hruna, laugardaginn 4. ágúst
kl. 14.00.
Ferð verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30.
Vandamenn.
t
Sambýlismaöur minn,
GUÐMUNDUR Á. EYJÓLFSSON,
fré Hraundal,
sem lést fimmtudaginn 26. júlí, veröur jarösunginn frá ísafjaröar-
kirkju í dag 2. ágúst kl. 14.00.
Fyrir mina hönd og annarra vandmanna.
Bjarney Guömundsdóttir.
Ingólfur Jónsson
fv. landbúnaðar-
ráðherra — Kveðja
Við andlát Ingólfs Jónssonar fv.
landbúnaðarráðherra og alþing-
ismanns hljótum við bændur, sem
verka hans nutum, að staldra við
og líta yfir farinn veg. Að sjálf-
sögðu hafa bændur átt marga
góða málsvara á Alþingi fslend-
inga og ber þeim margt að þakka.
En á engan þeirra er hallað þó
sagt sé að þar hafi Ingólfur Jóns-
son borið höfuð og herðar yfir alla
hina. Ingólfur var skyldu sinni
trúr, honum mátti treysta, þegar
Ingólfur iofaði stóð það sem stafur
á bók, óhaggað á hverju sem gekk.
Margt af því, sem Ingólfur
Jónsson barðist fyrir og kom
fram, var ekki vinsælt af sumum
samráðherrum hans, sem ljóst og
leynt höfðu látið sínar skoðanir í
ljós á landbúnaðarmálum. Þá ekki
síst varðandi útflutningsbætur á
landbúnaðarvörur. En Ingólfur
kom á 10% reglunni, sem kunnugt
er. Ingólfi varð hvergi haggað, það
sem hann sagði af sannfæringu
sinni, það hlaut að verða að veru-
leika, hvort sem mönnum líkaði
betur eða verr. Hann var óvenju
traustur maður og heilsteyptur,
ákveðinn og sókndjarfur. Ekki
þekkti ég Ingólf persónulega, en ég
naut verka hans og ég mætti þar
sem hann var ræðumaður og til
svars á fundum. Það leyndi sér
ekki festan og heiðarleikinn, hann
hlaut að heilla okkur, sem sann-
leikanum unnum. Það var engin
moðveglja í málflutningi þessa
trausta útherja, sem bændastéttin
hefur átt um langt árabil.
Það var annað búskaparárið
mitt, óþurrkasumar það mesta
sem menn mundu. Ég var getulít-
ill barnakarl, að glíma við búskap-
arbaslið verkfæra- og vélalaus.
Það var vonlaust að leggja útí
traktorskaup það ár, 1955, hjá
mér, þó Ferguson með sláttuvél
kostaði ekki nema kr. 28.000. En
ekki bar næsta framtíð farsæld f
fari sínu, því næsta ár, þegar
varla varð hjá þvf komist að
kaupa dráttarvél, þá kostuðu þess-
ar sömu vélar yífir kr. 50.000, —
hreint út sagt rothögg. Þá sagði
Ingólfur Jónsson þessi ógleyman-
legu orð: „Bíðið bændur með
traktorskaupin, við tökum bráðum
við stjórnartaumunum, þá skulum
við hjálpa ykkur, svo að gagni
verði.“ Vissulega var slfkum orð-
um stjórnmálamanns mátulega
trúað. En menn höfðu þó álit á
Ingólfi og vildu sannreyna orð
hans. Því biðum við með frekari
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
GUÐRÚNAR FRIÐFINNSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju é Böggvisstööum,
sem andaöist á Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyrl 26. júli, fer fram
frá Daivíkurkirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 14.00.
Jarösett veröur aö Upsum.
Hildur Loftsdóttir,
Bergljót Loftsdóttir,
Guöjón Loftsson,
Björgólfur Loftsson,
Garöar Loftsson,
Þórgunnur Loftsdóttir, Ásgeir Sigurjónsson,
Léra Loftsdóttir, Marinó Þorsteinsson,
Sigriöur Loftsdóttir, Magnús Jónsson,
Aðalsteinn Loftsson, Jónlna Kristjénsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Eíginmaöur minn, faöir og tengdafaðir,
SKARPHÉÐINN MAGNÚSSON,
Hraunbæ 92,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. ágúst kl.
13.30.
Aöalheióur Siguröardóttir,
Magnús Skarphéöinsson,
Reynir Skarphéöinsson,
Sigrún Jónsdóttir Kundak, Omer B. Kundak,
Sig. Ægir Jónsson, Helga Guömundsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum öllum sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát
og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR,
Kaplaskjólsvegi 11.
Þórhildur Jónsdóttir,
Kristín Þóröardóttir, Magnús Axelsson,
Jens Jónsson, Valdís Kristmundsdóttir,
Valur Péll Þóröarson, Erla Þórðardóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
BJARGMUNDUR ÓSKAR TRYGGVASON,
Öldugötu 48,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspitalanum 22. júlí. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökk-
um innilega auösýnda samúö.
Kristín Þréinsdóttir,
Margrét Bjargmundsdóttir, María Bjargmundsdóttir,
Þorgeröur Bjargmundsdóttir, Jakob H. Richter,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og lang-
ömmu,
KATRÍNAR BERGRÓSAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
Aöallandi 1, Raykjavfk
(éöur Hólmgaröi 37).
Sveinn Sigurösson, Sigurdís B. Sveinsdóttir,
Siguröur I. Sveinsson, Halldóra S. Guönadóttir,
Sigrún Sveinadóttir, Vignir Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
vélakaup að sinni. Nú, svo tók við-
reisnarstjórnin við stjórnartaum-
unum og Ingólfur varð landbúnað-
arráðherra. Hann hafði ekki
gleymt orðum sínum, þá frekar en
endranær. Hann vann ekki ein-
ungis að því að lækka stórlega eða
fella niður aðflutningsgjöld af
landbúnaðarvélum og þar með
dráttarvélum, hann opnaði einnig
lánadeild, sem lánaði bændum
hluta andvirðis vélanna til 6 ára
með allgóðum kjörum, sem allir
réðu við. Þessi vinargreiði varð
bændum ómetanlegur. Það mátti
segja, að flóðgátt opnaðist, nýjar
díseldráttarvélar flæddu inní
landið, ásamt fleiri góðum tækj-
um. Nú urðu benzínvélar úreltar.
Þetta var byltingu líkast, reyndar
gjörbreytti öllum störfum bónd-
ans og afkomu bændafólks, sem
gjörbreyttist í kjölfarið. Nú var í
garð gengið framfaratímabil
sveitafólks. Þrátt fyrir mikið
vinnuálag þessa fólks, léttu vél-
arnar verkin og juku afköstin.
Uppbygging og ræktun tóku fjör-
kipp, búin stækkuðu og fram-
leiðsluaukning varð. Veltan varð
stærri, bændafólk gat látið meira
eftir sér, þekktist ekki lengur frá
öðru fólki vegna klæðnaðar og
þreytumerkja, og þannig er það,
þrátt fyrir það þó bændur séu enn
þann dag i dag undir miklu vinnu-
álagi og mikilli ábyrgð hlaðnir.
Ekki er það I anda Ingólfs
Jónssonar, sem nú er um skrifað í
blöð, að skera skuli bændur niður
við trog, eða hella niður mjólkinni
fyrir þeim, til að knýja þá til að
leggja niður búskap. Það er köld
kveðja, sem bætist við áhyggjur
vegna óþurrka og annarra erfið-
leika. Slíkt siðleysi, sem slíkur
málflutningur er, telst ekki aðeins
til atvinnurógs, heldur hrein föð-
urlandssvik og landráð. Þeir menn
sem leggja nafn sitt og æru við
slíka iðju eru ekki íslendingar i
eðli sínu og ekkert annað en föð-
urlandssvikarar.
Hugsjónamaðurinn Ingólfur
Jónsson vissi manna best hvað
gera þurfti þegar vanda bar að.
Hann var sá maður sem tókst á
við vandann af visku og velvild,
dugnaði og ráðdeild. Það sem hér
hefur verið nefnt og margt fleira,
sem Ingólfur Jónsson beitti sér
fyrir, var bændum ómetanlegt í
oft harðri baráttu við að koma fót-
unum undir sig i baslinu. Við
bændur stöndum í mikilli þakk-
arskuld við þennan látna heið-
ursmann. Nafn hans kemur ætið i
hugann þegar góðs samherja er
getið. Ég á ekki betri ósk til
bændafólki til handa, reyndar
þjóð minni allri, en þá að okkur
auðnist að eignast slíka málsvara
á Alþingi íslendinga, sem Ingólfur
Jónsson var.
Ég vil trúa þvi og treysta að
arftakar hans leggi metnað sinn
og manndóm i það að feta í fótspor
hans af sömu dáð og drengskap,
sem hans var venja. Þá mun elsti
undirstöðuatvinnuvegur þjóðar-
innar dafna og færa þjóðinni
ómældan auð um ókomna framtíð.
í þeirri von lifum við, að svo verði,
þannig verður minning þessa heið-
ursmanns best varðveitt með ís-
lendingum. Þannig hefði best orð-
ið við óskum Ingólfs Jónssonar,
hann var Islandi allt. Við bænda-
fólk flytjum föllnum foringja
bestu þakkir við leiðarlok. Blessuð
sé minning hans.
Valgarðtir L. Jónsson frá
Eystra-Miðfelli.