Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Kjólar — Kjólar Vorum aö taka fram enska sumarkjóla. Seljum enn- fremur nýja enska kjóla á kr. 450, 500 og 600. Verslunin Dalakofinn, Linnetstíg 1, Hafnarf., s. 54295. _____________________________________✓ „Lukkudagar“ Vinningsnúmer 1,—31- júlí 1984: 1 14704 11 2 30545 12 3 13316 13 4 20500 14 5 32851 15 6 14763 16 7 33079 17 8 06639 18 9 48448 19 10 25255 20 4603 21 29574 5154 22 58532 47187 23 5826 54465 24 4174 35048 25 06620 24879 26 53365 39266 27 41001 37186 28 47833 19933 29 54310 02001 30 12013 31 25509 Vinningshafar hringi í síma 20068. —— Pillðna á rúðusprautuna Hún eróbrigðult meðal við óhreinum framrúðum! Olíufélagið hf Splendo pillan fæst á bensínstöðvum ESSO * Áskriftarsíminn er 83033 Enginn vandi að selja kerti ef verðið skiptir engu — segir Kristinn Björnsson um nýja kertaverksmiðju í Vestmannaeyjum „EF UM venjulegan aðila væri að ræða, sem væri með verksmiðju af þessu tagi, eins og hvert annað fyrir- tæki, þá þýddi ekkert fyrir okkur að barma okkur, því hann þarf að híta sömu lögmáium markaðarins og við, en í þessu tilfelli er því ekki til að dreifa,“ sagði Kristinn Björnsson framkvæmdastjóri, Nóa-Síríusar og Hreins hf. þegar hlaðamaður Morg- unblaðsins innti hann eftir áliti hans á fyrirhugaðri kertaverksmiðju í Vestmannaeyjum, en hún á að hefja framleiðslu í september og er reist á kostnað Framkvæmdasjóðs fatlaðra. í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag var frá því greint að Framkvæmdasjóður fatlaðra hef- ur kostað uppsetningu kertaverk- smiðju í Vestmannaeyjum, sem hlotið hefur nafnið, Heimaey og er verndaður vinnustaður. Verk- smiðjan verður í nýju eigin hús- næði, er metið var um síðustu ára- mót á 4,6 milljónir króna, og auk þess munu vélar kosta um 500 þús- und danskar krónur, eða tæplega 1,5 milljónir íslenskra króna. Þá hefur Heimaey fengið, samkvæmt upplýsingum Bjarna Jónassonar framkvæmdastjóra verksmiðj- unnar, fyrir því loforð frá ríkis- sjóði að uppsetning véla, markað- söflun og „allt annað" verði fjár- magnað. „Svo virðist sem forráðamenn Kristinn Björnsson Heimaeyjar," sagði Kristinn Björnsson, „hafi sjálfdæmi um hvaða vélar þeir kaupa. Og auðvit- að væri það æskilegt að venjuleg fyrirtæki gætu gert það einnig, til þess að vera betur samkeppnisfær við innflutninginn. Það sem við hjá Hreini hf. erum fyrst og fremst hræddir við er að ef Heimaey þarf ekki að reikna út sitt verð samkvæmt þeim stofn- kostnaði sem settur hefur verið í fyrirtækið og föstum rekstrar- kostnaði, getum við ekki keppt við Heimaey. Bjarni Jónasson kom að máli við mig, ásamt Ingibjörgu Hall- dórsdóttur í Norðurljósum, sem einnig framleiðir kerti, og tjáði hann okkur að ef við værum til í að eiga samvinnu við hann, þá væri það gott, ef ekki þá sagði hann að við yrðum að þola sam- keppnina við Heimaey. Bjarni tók það einnig fram að Heimaey er ekki bundin við eitt eða neitt frá hendi opinberra aðila, og verð- lagningu verður þannig háttað að kertin seljist. Hinir dönsku ráð- gjafar Heimaeyjar segjast vera búnir að tryggja útflutning 70% framleiðslunnar til Norðurland- anna, sem mér finnst vera með ólíkindum, vegna þess að þeir framleiðendur kerta sem hafa ver- ið í hvað harðasti samkeppni við okkur íslensku framleiðendurna eru frá Norðurlöndunum. Þeirra framleiðsla er oft miklu ódýrari en okkar, þrátt fyrir að tilkostnað- ur hér sé i lágmarki, þar sem við erum fyrir löngu búnir að afskrifa vélar og hús. Það er hins vegar ekkert mál að selja kerti til út- flutnings ef söluverð skiptir engu.“ Áð sögn Kristins Björnssonar, vinna að meðaltali 8—12 manns hjá Nóa-Síríus og Hreini hf. sem vegna skertrar starfsorku eiga erfitt að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Þessu fólki er borg- uð nákvæmlega sömu laun og öðr- um. „Ef við þurfum hins vegar að fara að draga saman seglin, vegna þeirrar samkeppni er við fáum frá Heimaey, sem ætlar að því er Bjarni Jónasson segir að fram- leiða „góðu gömlu Hreinskertin", þá er hætt við að það bitni á þeim er hafa skerta starfsorku, ef til uppsagna kynni að koma, sem er þvert á stefnu forráðamanna Nóa-Síríusar og Hreins hf.,“ sagði Kristinn Björnsson að lokum. Stykkishólmur: Mikið að gera á hótelinu Stykkishólmi, 31. júlí. ÞAÐ SEM af er sumri hefur verið mikið að gera á hótelinu í Stykkis- hólmi og ekki sízt fyrir það hversu góð kjör og aðbúnað hótelið býður gestum sínum. Um helgar býður það gistingu í tvær nætur með morgunmat og sjóferð út á Breiðafjörð fyrir tæp- ar 2.000 krónur. Vilji menn fram- lengja tímann, greiða þeir 700 krónur til viðbótar hver maður fyrir nótt og morgunmat. Margir hafa notfært sér þetta og virðast allir ánægðir. Hótelstjórinn sagði mér, að þetta væri meðal annars viðleitni hótelsins til þess að lækka ferðakostnað um landið og gera ferðir ekki dýrari en til út- landa. VERÐTILBOÐ SUIHARSINS Þetta fallega bíltæki, meö LW—MW—FM stereo og kassettu, á aðeins Kr. 3.985,- Passar í flestar geröir bifreiöa og aö sjálfsögöu í Subaru. 10 aörar gerðir af bíltækjum, kraftmagnarar og mikiö úrval af hátölurum. ísetning á staönum. D i .i ÍXdUlO ARMUIA 38 iSelmúla megirn - 105 REYKJAVIK SIMAR 31133 83177- POSTHOLF 1366 é • STEREO.MONO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.