Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
ísrael:
Þjóðstjórn gæti
orðið ofan á
Jorú.salem, 1. ágúst AP.
SHIMON Peres, formaður Verka-
mannaflokksins og Yitzhak Shamir,
forsætisráðherra Israels, áttu með
sér 4 klukkustunda langan fund í
dag þar sem þeir ræddu möguleika á
því að mynduð yrði þjóðstjórn í land-
inu. Þeir Peres og Shamir hittust
þarna í fyrsta skipti síðan í kosning-
unum á dögunum, en fundurinn var
haldinn að áeggjan Chaim Herzogs
forseta landsins.
Sem fyrr segir stóð fundurinn
yfir i fjórar klukkustundir, en lítið
fréttist um hvað þeim Peres og
Shamir fór á milli. Stutt frétta-
tilkynning var gefin út í fundarlok
og þar var þess getið að það væri
með vilja gert að halda viðræðum
þeirra leyndum, það gerði frekari
fundarhöld auðveldari. Þeir hitt-
ast aftur á morgun, fimmtudag og
er þá vonast til þess að línur skýr-
ist betur en nú er. í tilkynning-
unni stóð einnig, að báðir aðilar
hefðu lýst yfir vilja sínum til þess
að þjóðstjórn gæti sest að völdum.
Á fundinum á morgun verður ein-
kum rætt um efnahags- og félags-
mál.
Angóla:
Sovésku skipi
sökkt í höfn
Lwmboi 1 íjrúsL AP
SKÆRULIÐAR í Angóla sögðust í
dag hafa með sprengiefni sökkt
sovésku flutningaskipi, og nánast
eyðilagt annað kúbanskt í lok síð-
ustu viku í höfninni í Luanda, höf-
uðborg Angóla.
í tilkynningu hreyfingar
skæruliða, Unita, sem berst fyrir
frelsi Angóla, segir að flutn-
ingaskipin tvö hafi verið sprengd
í loft upp 27. júli sl. Hafi hið
kúbanska verið með hergögn, en
hið sovéska með blandaðan
varning.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Unita játar á sig skemmdarverk
í Luanda í átta ár, eða sfðan
skæruliðahreyfingin hóf að berj-
ast gegn hinni marxísku stjórn
landsins.
Eitt helsta markmið Unita er
að hinir 25 þúsund Kúbanir, sem
nú eru í Angóla, hverfi þaðan á
brott.
Annað járnbrautarslys í Bretlandi
Birtley. Knelindi, I. ágúst. AP.
LEST, sem var á leiðinni frá Leeds
til Edinborgar, fór út af sporinu í
dag skammt frá Newcastle með
þeim afleiðingum, að 26 farþegar
slösuðusL
Þetta var annað lestarslysið á
tveimur dögum í Bretlandi, en í
hinu fyrra fórust 13 farþegar og
44 slösuðust.
Enginn þeirra sem lenti í lest-
arslysinu i dag slasaðist alvar-
lega. Lestin, sem að öllu jöfnu
hefði átt að vera á miklum
hraða, var á hægri ferð þegar
slysið átti sér stað vegna bilunar
annarrar lestar á sama spori.
Verkamannaflokkurinn, sem
er I stjórnarandstöðu, krafðist
opinberrar rannsóknar á lestar-
slysinu og gaf í skyn að það
mætti rekja til niðurskurðar á
viðhaldi járnbrauta.
Liðsandi írana
sagður í molum
Rússar sitja
við sinn keip
Moskvu, 1. ágúst AP.
YFIRMAÐUR Bandaríkjadeildar
sovézka utanríkisráðuneytisins, Al-
exander A. Bessmertnykh, sagði í
dag, að síðustu tillögur Bandaríkja-
stjórnar um viðræður um geimvopn,
fælu ekki í sér neina breytingu á
afstöðu Bandaríkjanna og „væru
ekki til þess fallnar að vekja vonir
um, að af viöræðum þessum gæti
orðið.“
Á fundi með fréttamönnum í
dag skýrði Bessmertnykh frá orð-
sendingu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, sem afhent var á
laugardag. Þar lýsti Bandarlkja-
stjórn sig reiðubúna til þess að
ganga til viðræðna um geimvopn.
Nýtízku fuglahræða:
Líkir eftir dauða-
skræk starrans
Kaupmannahörn, 1. ágú«t. AP.
DANSKUR útvarpsvirki telur sig
hafa fundið upp tæki, sem Ifki ná-
kvæmlega eftir dauðaskræk starr-
ans og slái þannig út öll önnur tæki
til þess að fæla fugla burt.
Erland Jörgensen, 25 ára gamall
útvarpsvirki, sem hefur snúið sér
að uppfinningum, segir hið nýja
tæki búið þeim kosti, að það gefi
stöðugt frá sér dauðaskræk starr-
ans.
Tæki þetta á að kosta 1.000,-
1.500 d. kr. (3.000,- 4.500 ísl. kr.).
Hyggst Jörgensen selja tækið til
Norður-Ameríku, Evrópu og Ástr-
alíu og kveðst vongóður um, að
eftirspurn eftir því eigi eftir að
verða mikil.
UmdáDum, 1. áfúst. AP.
HÖFUÐSMAÐUR í franska hernum
sem var handtekinn fyrir meinta
andstöðu við stjórn Khomeinis
erkiklerks fyrir tveimur árum, en
slapp síðan úr prísundinni, sagði á
fréttamannafundi í Lundúnum í dag,
að íranski herinn væri margklofínn í
afstöðu sinni til stríðsins við írak,
liðsandi væri I molum vegna mikils
manntjóns og herinn væri nánast
stjórnlaus og því ófær um að gera
skipulega árás á frak.
Höfuðsmaðurinn, Mohammed
Ali Aryafar, sagði fréttamönnun-
um að hann hefði verið bæði i
land- og sjóher írans í 27 ár. Hann
er einn háttsettasti hermaður sem
flúið hefur íran, en hann býr nú
ásamt fjölskyldu sinni í norður-
hluta Frakklands. Aryafar sagði
það segja sina sögu, að íranski
herinn hefði gert 11 áhlaup á
íraka árið 1983, en hefði unnið
sáralítið miðað við allan hama-
ganginn. „Nú er hálft ár liðið frá
því að síðast var látið til skarar
skríða, það sýnir best vindleysið,"
sagði Aryafar.
Það var einnig gegnumgangandi
í fluntingi Aryafars, að styrrinn
innan hersins stæði einkum milli
foringja f hernum og ofstækis-
fullra byltingarvarða sem stjórn-
völd sendu til að hafa eftirlit með
hernum. „Það er stanslaus ágrein-
ingur og hatur á báða bóga. Smátt
og smátt hefur herinn af þessum
sökum misst móðinn og er ekki
lengur fær um að ganga á hólm
með íraska hernum,“ bætti Arya-
far við.
frönsk stjórnvöld tjáðu sig ekki
um ásakanir Aryafars, en ónafn-
greindur starfsmaður íranska
sendiráðsins í Lundúnum, sagði að
þessi maður væri „einfaldlega
dauður“. Hann sagði einnig að
Aryafar væri af sama sauðahúsi
og þeir menn sem hvöttu fraka til
að gera innrás i fran án þess að
taka með i reikninginn að franski
herinn myndi veita mótspyrnu.
Walesa ræðir
við Gwiazda
Varajú, 1. igúnL AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu,
og Andrzej Gwiazda, sá úr forystu
Samstöðu, sem verið hefur hvað
lengst í fangelsi, héldu í dag fyrsta
fund sinn, eftir að sá síðarnefndi var
látinn laus í síðustu viku.
Gwiazda var handtekinn 13.
desember 1981, er herlög voru sett
i Póllandi og var honum haldið í
Rakowiecka-fangelsinu til 21. júlí
sl. án þess að mál hans kæmi
nokkru sinni fyrir rétt. Hann er 49
ára að aldri.
Papandreu
dregur í land
Aþenu, 1. ágúst. AP.
ANDREAS Papandreou, forsætis-
ráðherra Grikklands, kallaði í dag
Monteagle Stearns, sendiherra
Bandaríkjanna, á sinn fund og
ræddi við hann f 40 mínútur um
áframhaldandi spennu í samskiptum
Bandaríkjanna og Grikklands og
meintar ásakanir í garð Grikkja í
bandarískum blöðum.
Matarlausir á Grænlandshafi
TVEIR kajakleiðangursmenn, sem
um þessar mundir sigla suður með
austurströnd Grænlands, eru illa
haidnir af matarskorti og verður
reynt að varpa niður til þeirra mat
úr flugvél.
Matarforðinn var svo naumt
áætlaður, að reyndin hefur orðið
mönnunum erfíð, ekki síst vegna
þess, hve ferðin hefur verið mikil
þrekraun.
Knud Fischer, stöðvarstjóri
stuttby lgj uútvarpsstöðvarinnar
i Danmarkshavn, hefur stöðugt
talstöðvarsamband við leiðang-
ursmennina, danskan arkitekt,
John Andersen að nafni, og
grænlenskan veiðimann, Boas
Madsen. Þeir hafa verið á sigl-
ingu frá 6. júlí sl. og lögðu af
stað frá Station Nord. Ferð
þeirra er heitið til Scoresby-
sunds og hafa þeir félagar þegar
lagt að baki um 500 kílómetra af
leiðinni, sem er alls um 1600
kilómetrar.
— Ég ætla að reyna að sjá um,
að mat verði varpað niður tií
þeirra úr flugvél, sem fer norður
til Station Nord á laugardag,
segir Knud Fischer.
— Þetta hefur gengið bæri-
lega, hefur John Andersen sagt i
samtali við Fischer. — Við höf-
um aðeins lent i vandræðum út
af matarleysinu og svo höfum
við lent í rostungavöðum og fs.
Eftir fundinn vildi Stearns
sendiherra ekki tjá sig um viðræð-
urnar, en sagði við fréttamenn:
„Ég er sannfærður um, að hvaða
vandamál sem kunna að vera fyrir
hendi, þá muni okkur takast að
leysa þau með góðum vilja af
beggja hálfu. Ég vil leggja áherzlu
á, að Bandaríkjamenn og Grikkir
eru bandalagsþjóðir og hafa verið
það um langt skeið.“
Spenna hefur ríkt í samskiptum
þjóðanna að undanförnu í kjölfar
verkfalls griskra verkamanna við
fjóra herflugvelli Bandaríkja-
manna í Grikklandi.
ERLENT