Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
^SFOKT
GALLAR
SUMAR-
&BAUSI
nSKAN
'J'°a
*£S3fo3, ^el
se^'P0
paö^^p f\anós\';aa0
SWJÖa^ -o^-Spo^
ga*gy&*** —
S'^9 \ lt0ort93"a'n'
------^,rwa'artO'-
W
; ^lrt'e'
Sport
kma¥^
Drafnarfelli 12 - Laugavegi 97 • Póstkröfusími 91-17015
Metsölublad á hverjum degi!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MATTHEW C. VITA
Gwiazda (fyrir miðju), einn af sjö forystumönnum Samstöðu, sem látnir hafa verið lausir úr fangelsi
undanfarna daga.
Pólland
Andstaðan minnkar lítið
þrátt fyrir sakaruppgjöf
SÚ ÁKVÖRÐUN pólsku stjórnarinnar að láta mörg hundruð af hörðustu
andsUeðingum sínum lausa, endurspeglar bæði traust hennar á getu sinni
til þess að kæfa alla óánægju heima fyrir og jafnframt löngun til að
Pólland fái annað og betra álit á Vesturlöndum, en verið hefur.
Innan nokkurra vikna eiga
fjölmargir pólitískir fangar
— þeirra á meðal sjö af forystu-
mönnum Samstöðu — að vera
lausir úr fangelsi samkvæmt al-
mennum lögum um sakarupp-
gjöf handa 35.000 föngum, sem
flestir hafa hlotið dóm fyrir
minni háttar afbrot og brot í
fyrsta sinn.
Margir hinna 652 pólitísku
fanga voru meðlimir eða stuðn-
ingsmenn Samstöðu, samtaka
frjálsu verkalýðsfélaganna og
voru handteknir, er samtök
þeirra voru bönnuð samtímis þvl
sem herlög voru sett í Póllandi í
desember 1981. Leiðtogar kaþ-
ólsku kirkjunnar i landinu jafnt
sem margir forystumenn and-
stæðinga stjórnarinnar eru sam-
mála um, að sakaruppgjöfina
beri að virða sem mikilvæga við-
leitni til sátta af hálfu kommún-
istastjórnarinnar I landinu
gagnvart andstæðingum hennar.
Þeir viðurkenna einnig, að sú
pattstaða, sem pólskt samfélag
stendur frammi fyrir, mun halda
áfram, ef ekki koma til frekari
sáttaaðgerðir, en ólíklegt er tal-
ið, að til þeirra eigi eftir að
koma.
„Stóra spurningin er nú, hvort
þetta sé síðasta skrefið I sögu
herlaga i landinu eða fyrsta
skrefið I átt til sátta,“ var haft
eftir einum Pólverja nú ( vik-
unni, sem vitað er, að hefur náin
tengsl við stjórnarandstöðuna.
„Væri síðari tilgátan rétt, myndi
það þýða samninga um skoðana-
frelsi í fagfélögunum, sem væri
upphaf á stjórnmálalegri lausn
vandamálanna og hefði í för með
sér pólitiskan frið í landinu."
Ekki merki um
umburðarlyndi
Wojciech Jaruzelski hershöfð-
ingi og leiðtogi kommúnista-
stjórnarinnar varaði hins vegar
við því 21. júlí sl., eftir að pólska
þingið hefði samþykkt sakar-
uppgjöfina, að hún væri ekki
merki um nýtt umburðarlyndi
gagnvart pólitískri andstöðu i
landinu. „Lögin um sakarupp-
gjöfina, sem samþykkt voru i
dag, eru tákn um mannúð og
samtímis tákn um styrk rikis-
ins,“ sagði Jaruzelski í ræðu á
þinginu og bætti þvi við, að þetta
myndi ekki milda „viðhorf
stjórnvalda til starfsemi, sem
andstæð væri ríkinu."
Embættismenn stjórnarinnar
hafa einnig sagt, að samninga-
viðræður verði ekki teknar upp
að nýju við Samstöðu. Leiðtogar
hennar fögnuðu sakaruppgjöf-
inni, en báru fljótt fram nýjar
kröfur um að frjáls verkalýðs-
félög fái að starfa aftur. „Það
verður að skýra það nánar, hvað
átt er við með viðræðum,“ sagði
háttsettur embættismaður i við-
tali nú í vikunni. „Ég sé engan
tilgang í viðræðum við fifl. Ef
þetta þýðir viðræður við Walesa,
þá eru engir möguleikar á
árangri."
Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, tók undir það með sex öðr-
um þekktum forystumönnum
samtakanna, þeirra á meðal
Zbigniew Bujak, sem farið hefur
huldu höfði, að þakka bæri „öll-
um heima fyrir og erlendis", sem
studdu sakaruppgjöfina. „Við
lýsum því yfir afdráttarlaust, að
frjáls verkalýðsfélög og mann-
réttindi eru nauðsynleg skilyrði
fyrir því, að unnt verði að leiða
land okkar burt úr stjórn-
málalegri og efnahagslegri
kreppu,“ segir i yfirlýsingu
þeirra.
Krafan um frjáls
verkalýðsfélög
Án tilslakana gagnvart kröf-
unni um frjáls verkalýðsfélög
eiga fangelsin eftir að fyllast af
pólitiskum föngum á nýjan leik.
„Ekkert hefur verið gert til þess
að koma í veg fyrir, að menn
verði gerðir að pólitískum föng-
um,“ var haft eftir einum af fé-
lögum Samstöðu fyrir nokkrum
dögum.
Talsmaður stjórnarinnar,
Jerzy Urban, lagði á það áherzlu
á fundi með fréttamönnum 21.
júli, að sakaruppgjöfin ætti að-
eins rót sína að rekja til þess
mats stjórnvalda, að ástandið
innanlands væri orðið nógu
tryggt til þess að unnt væri að
láta pólitiska fanga lausa.
Það er samt sem áður ekkert
leyndarmál, að ein helzta ástæð-
an fyrir sakaruppgjöfinni var að
knýja Vesturlönd og þá einkum
Bandaríkin til þess að aflétta
efnahagslegum refsiaðgerðum,
sem gripið var til, eftir að lýst
var yfir herlögum 13. desember
1981, sem bönnuðu starfsemi
Samstöðu.
Bandarískir embættismenn
hafa gert pólsku stjórninni það
ljóst, að pólitísku fangarnir i
Pollandi væru ein helzta hindr-
unin i vegi fyrir þvi, að dregið
yrði úr refsiaðgerðunum, sem
Jaruzelski heldur fram, að kost-
að hafi Pólverja 13 milljarða
dollara.
Vestrænir sendistarfsmenn
jafnt sem forystumenn stjórnar-
andstöðunnar benda á, að
stjórnvöld hafi mikið að vinna
en litlu að tapa með þvi að láta
pólitiska fanga lausa, sem þeir
halda fram, að hafi verið orðnir
að byrði fyrir stjórnina.
Hræðir engan lengur
„í Póllandi er ekkert mark
tekið á þér, nema þú hafir verið í
fangelsi,“ er haft eftir einum
leiötoga Samstöðu, sem látinn
var laus úr fangelsi, er lýst var
yfir sakaruppgjöf að hluta i júli
1983. „Að halda fólki i fangelsi,
hræðir engan lengur. Það verður
aðeins stjórnarandstöðunni til-
efni til aðgerða."
„Áhrif sakaruppgjafarinnar
eru afar jákvæð i þeim tilgangi
að koma til móts við Vesturlönd
og koma á kyrrð innanlands,"
var haft eftir vestrænum sendi-
starfsmanni nú i vikunni. Þeir
35.000 fangar, sem látnir hafa
verið lausir, eru um 40% af öll-
um föngum landsins, en þeir eru
um 85.000.
Mattbew C. Vit* er fréttamaður rið
fréttastofuna Associated Press.