Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 31 Suður-afrísku sendiráði lokaö WellingUm, Nýja-SjáUndi, 1. ágúat AP. YFIRVÖLD í Suður-Afriku tilkynntu f dag að þau hefðu lokað sendiráði sínu í Nýja-Sjálandi, eftir viðvaranir frá ný-sjálensku stjórninni um að því yrði lokað til að mótmæla minni- hlutastjórn hvítra manna í Pretoríu. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði fyrr í vik- unni að sendiráðinu yrði lokað innan fárra mánaða, til að mót- mæla aðskilnaðarstefnu i Suður- Afríku. Robert Muldoon, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, gagnrýndi ákvörðun nýju stjórn- arinnar á þeirri forsendu að önnur ríki, s.s. Sovétríkin, fengju að hafa stór sendiráð á Nýja-Sjálandi, þrátt fyrir að þau væru þekkt fyrir allt annað en góða stefnu í mannréttindamálum. Lange fullyrti að lokun sendi- ráðsins hefði engin áhrif á við- skipti milli þjóðanna tveggja og væri það stefna stjórnar hans að opna tvö sendiráð í Kenýa og Níg- eríu, en þar ráða svartir menn. Vann í happdrætti; dó hálfu ári síðar Toronto. I. ágvst AP. MAÐUR nokkur í Kanada, sem vann hæsta happdrættisvinning þar fyrir um 6 mánuðum, lést úr krabbameini á sunnudag, 57 ára að aldri. Stuart Kelly fékk rúmlega 11 milljónir bandarikjadala í vinn- ing i janúar og fullyrti hann að peningarnir myndu ekki breyta lífi hans né eiginkonunnar, því „hamingjan verður ekki mæld í peningum”. Hann hætti þó vinnu sinni sem vörubílstjóri og settist í helgan stein. Vinningur Kellys var sá hæsti sem um gat í Norður-Ameriku, en síðan þá hafa tveir vinningar í Bandaríkjunum verið hærri. Flugránið á Kanbahafi: Ræningjarnir hótuðu að kveikja í vélinni Caracas, Venezúela, 1. ágúst AP. GÍSLARNIR um borð í vélinni sem rænt var á Karíbahafi á mánudag, þustu út um neyðardyr vélarinnar þegar ræningjarnir hótuðu að kveikja í vélinni. Höfðu þeir þá verið í gíslingu í 36 stundir. Yfirmaður lögreglustormsveitar- innar, sem réðst inn í vélina og skaut ræningjana tvo til bana, sagði að lögreglumennirnir hefði neyðst til að ráðast inn í vélina, þegar allar samn- ingaleiðir höfðu verið reyndar árangurslaust. Yfirmaðurinn sagði að aðeins mennirnir fjórir inn í vélina og fjórir lögreglumenn hefðu tekið þátt í aðförinni að vélinni og sagði að björgunaraðgerðirnar hefðu tekist svona, vegna þess að þeir gátu séð ræningjana i gegnum glugga vélarinnar og því borið kennsl á þá tafarlaust þegar þeir réðust um borð. skutu ræningjana til bana. Enginn farþeganna slasaðist. Ræningjarnir höfðu krafist 2—5 milljóna bandarikjadala og vopna í skiptum fyrir gislana, en neitað var að verða við óskum þeirra til að gefa ekki öðrum flugræningj- um fordæmi. Einn farþeganna sagði að lög- reglan hefði ekkert hafst að, fyrr en ræningjarnir hófu skothríð á eftir farþegunum sem hlupu út þegar einn ræningjanna kveikti i dagblaði og hótaði að kveikja i farþegarými vélarinnar. Þegar skothriðin hófst, þustu lögreglu- Farþegarnir héldu ró sinni mest allan tímann, en þegar liðið var á annan dag frá þvi að vélinni var rænt, voru margir aðframkomnir. Mjög heitt var f vélinni og stund- um skipuðu ræningjarnir fólkinu að sitja þráðbeint í sætunum og horfa fram. Franskur læknaprófessor, Jean-Louis Martineau, opnar dyr að grafhýsi í kastala sínum í NueikSur-Layon, þar sem lík konu hans er geymt fryst Stutt er síðan frú Martineau lézt en eiginmaður hennar, sem hefur fengið viðurnefnið Frost læknir, gerir ráð fyrir að hún vakni aftur til lífsins þegar lík hennar hefur verið varðveitt frosið í nokkurn tíma. Martineau trúir staðfastlega á líf eftir dauðann. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.