Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
5
„Unnt að greina sjúkdóm-
inn um tveimur árum áður
en einkenni koma í ljósu
— segir Steinunn Bækkeskov, lífefnafræðingur, sem
hefur gert merka uppgötvun í baráttu gegn sykursýki.
_ »l|t tó treimur inun
einkenni kom» 1W* Zrg?>
Wur en «njnle« e,-
ÍSLENSK kona, Steinunn
Bækkeskov, sem búsett er í
Danmörku, hefur vakið
mikla athygli vegna uppgötv-
unar sem hún og sam-
starfsmenn hennar á Hage-
dorn-rannsóknarstofunni í
Kaupmannahöfn hafa gert.
llppgötvun þeirra hefur gert
kleift að sjá hvort einstakl-
ingur er haldinn sykursýki
a.m.k. tveimur árum áður en
einkenni sjúkdómsins koma
í Ijós.
„Það hefur verið vitað í nokkur
ár, að áður en fólk verður sykur-
sjúkt hefur það í blóði sínu mót-
efni gagnvart þeim frumum sem
mynda insúlín," sagði Steinunn
þegar blm. sló á þráðinn til henn-
ar til að fræðast um uppgötvun
þessa. „Þessi mótefni hafa hingað
til verið fundin á þann hátt að
vitað hefur verið að þau bindast
yfirborði frumanna. Hins vegar
hefur ekki verið vitað áður gagn-
vart hvaða eggjahvituefnum þessi
mótefni eru. Það sem við fundum
hins vegar núna er að þetta er
eggjahvítuefni sem situr á yfir-
borði frumanna sem mynda insúl-
ín. Þegar við erum nú búin að
finna eggjahvítuefnið getum við
notað það til að mæla mótefni i
blóði hjá fólki sem hefur tilhneig-
ingu til að fá sykursýki. Ég á þá
fyrst og fremst við það fólk sem
fær hættulega sykursýki, þ.e. þarf
að fá insúlín á hverjum degi. Það
er ekki sú sykursýki sem fólk fær
þegar það er tekið að eldast og
oftast er hægt að ráða við með
sérstöku mataræði og lyfjagjöf."
Sykursýki er tvenns konar, ann-
ars vegar sykursýki sem fólk fær
oftast á unga aldri og stafar af
því, að þær frumur sem mynda
insúlín eru ónýtar. Insúlín er lík-
amanum nauðsynlegt og er þessi
tegund sykursýki því lífshættuleg.
Hin tegund sykursýki kemur yfir-
leitt ekki fram hjá fólki fyrr en
það hefur náð nokkuð háum aldri.
Sú sykursýki stafar ekki af þvi að
líkaminn geti ekki framleitt insúl-
ín, heldur af því að frumurnar i
likamanum geta ekki notfært sér
það. Með hollu mataræði og lyfja-
gjöf er því unnt að lifa eðlilegu
lífi, þrátt fyrir sykursýkina.
— Hvers vegna eyðileggjast
frumurnar, sem mynda insúlin?
„Fyrir nokkrum árum fór menn
að gruna, að það stæði í sambandi
við skekkju í mótefnakerfi likam-
ans, þannig að það myndast allt i
einu mótefni, sem ráðast á eigin
frumur i stað þess að ráðast gegn
ókunnum efnum, sem komast inn i
líkamann," svaraði Steinunn. „Það
hafa síðan komið fram sifellt fleiri
sannanir sem styðja þessa tilgátu.
Við á Hegedorn-rannsóknarstof-
unni fundum siðan þetta sérstaka
eggjahvítuefni á yfirborði frum-
anna sem mynda insúlín og getum
nú mælt mótefni í blóðinu. Hættu-
lega sykursýkin gengur mikið i
ættir og ef einstaklingur hefur
sérstaka vefjategund eru líkur á
því að hann fái sjúkdóminn. Eftir
nokkur ár, og ég vil leggja áherslu
á að þetta tekur langan tima, ætti
því að vera unnt að taka blóðsýni
úr einstaklingum með þessa vefja-
gerð og mæla hvort likaminn
myndar þessi mótefni. Ef slíkt
uppgötvast nógu snemma, þá
verður unnt að beita lyfjum til að
hemja mótefniskerfið."
Steinunn sagði enn fremur, að
gerðar hefðu verið tilraunir með
rottur og hefðu þær sýnt að
80—90% dýranna fengju sykur-
sýki þegar þau væru 60—80 daga
gömul. Rotturnar hefðu hins veg-
ar verið farnar að mynda mótefni
þegar þær voru milli 12—20 daga
gamlar. Það hefði sannað að eyði-
legging frumanna hefst mjög
snemma en langur timi liður þar
til einkenni koma i ljós.
Steinunn Bækkeskov lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1968 og hélt siðan til
Kaupmannahafnar þar sem hún
lagði stund á lifefnafræði.
sasssssts
>u “u,n , , r,nn» elnio.
'TSZJsíz 'iTJSÍ
W* ■t*1 M6N
**'***. *? ^ttu »6 »•«*• **V
urúákur hlAterufu
■ maaí k»n> ’•““'
\7i, M- *•* ‘
Frétt Morgunblaðsins 24. júlí sl. um uppgötvun Hagedorn-hópsins, sem
Steinunn Bækkeskov tilheyrir.
-60%
afsláttur
stendur
sem hæst
í sex verslunum
samtímis.
Tækifæri til
að fá topp
sumarvörur
um há-
sumar.
Laugavegi 66 — Austurstræti 22 — Glæsibæ. Sími frá skiptiboröi 45800.
Bonaparte ^SWffl® GARBO
tjfe JL Austurstræl, 22 , _
Laugavegi 30.