Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 64
OPIÐALLA DAGA FRA
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆtl, SlUI 11633
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SiMI 11340
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Sendum við
varðskip til
Jan Mayen?
„VIÐ MUNUM fylgjast grannt með þróun mála og veiðum á Jan Mayen-
svKðinu, en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það að senda
varðskip inn á svæðið. Þeir aðilar sem þetta snertir hafa frekari samráð á
morgun," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, þegar blaðamaður
Morgunblaðsins spurði hann hvort til greina komi að senda íslensk varðskip
inn á Jan Mayen-svæðið til að hindra veiðar fjögurra danskra nótaveiðiskipa
sem nú eru á leiðinni á loðnumiðin við Austur-Grænland og hugsanlega kunna
að sækja í loðnu austan miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen, sem ósamið er
um milli Norðmanna og Dana.
Að sögn Geir Hallgrimssonar
eru uppi getgátur um að Danir
kunni að senda varðskip til verndar
dönsku skipunum, en Gunnar
Bergsteinsson, forstjóri Landhelg-
isgæslunnar, sagði að nýlega hefði
danskt varðskip komið við á íslandi
á leið sinni til Grænlands. Gunnar
taldi líklegt að það héldi til mið-
anna austur af Grænlandi, en það-
an er stutt á Jan Mayen-svæðið.
Aðspurður sagði Gunnar Berg-
steinsson að engin skipun hefði
komið frá yfirvöldum þess efnis að
Landhelgisgæslan sendi skip á Jan
^Mayen-svæðið.
„Ég hef fylgst með málum f dag
og gert ráðstafanir til þess að allir
utanríkismálanefndarmenn Al-
þingis geti mætt hvenær sem er á
morgun með skömmum fyrirvara.
Þannig að ég geri ráð fyrir að fund-
ur verði haldinn í utanríkismála-
nefnd,“ sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson, formaður utanríkismála-
nefndar, þegar blaðamaður bar
undir hann ummæli Geirs Hall-
grímssonar, síðdegis I gær. Þegar
Eyjólfur Konráð var spurður hvort
rétt væri að hans dómi að senda
varðskip á Jan Mayen-svæðið,
sagði hann það ljóst að íslendingar
hlytu að gæta réttar síns á þessu
svæði: „Við höfum þar meiri rétt-
indi, sérstaklega hvað loðnuveiðar
varðar, heldur en nokkrir aðrir, þar
með Norðmenn, samkvæmt sam-
komulagi íslendinga og Norð-
manna frá 1980.“ Að öðru leyti
sagði Eyjólfur Konráð það ekki
rétt að segja meira að svo komnu
máli, enda hefði hann skýrt sín
sjónarmið áður í Morgunblaðinu.
En þar sagði Eyjólfur Konráð að
íslendingar ættu „bæði að senda
fiskiskip og varðskip inná þetta
svæði“.
mSSml
Morgunblaðið/ Júlíus.
5 ára og kominn í lögregluna?
Verslunarmannahelgin, mesta ferðahelgi ársins, er að ganga l' garð. Um
helgina ætla lögreglumenn að dreifa upplýsingabæklingi, sem nefndur er
Ferðafélaginn og gefinn er út af íþróttasambandi lögreglumanna í samvinnu
við Umferðarráð, til vegfarenda um land allt. f gær var fyrsti bæklingurinn
afhentur. Það gerði fimm ára gamall strákur, Hrólfur Hreiðarsson að nafni,
á Vesturlandsvegi við ána Korpu. Myndin er af athöfninni og er Sigurður
Snorrason lögreglumaður með Hrólfi á myndinni.
Rás 2 um helgina:
Útvarpað
til kl. 5 á
morgnana
ÚTVARPAÐ verður frá mið-
nætti til kl. 5 á morgnana aila
helgina hjá rás 2, þ.e. aðfaranótt
laugardags, sunnudags og
mánudags, að því er Þorgeir
Ástvaldsson, stöðvarstjóri rásar
2, sagði í samtali við blm. Mbl. í
gær. Á þessum tíma heyrast út-
sendingar stöðvarinnar um land
allt, þar sem útvarpað verður í
gegnum endurvarpskerfí rásar
1.
Auk þessara næturútsendinga
verður útvarpað á sunnudag frá
kl. 13.30 til 18 og á mánudag frá
10—12 og 14—18 eins og venja
hefur verið. Alls munu 11 út-
varpsmenn vinna við útsend-
ingarnar um helgina. Samtals
verður útvarpað í 25'A klukku-
stund frá rás 2 þessa mestu
ferðahelgi ársins. Hefur aldrei
fyrr verið útvarpað svo lengi frá
stöðinni eina helgi.
Samkomulag um Eyvindarstaðaheiði:
Upprekstrarmenn fall-
ast á að ná í hross sín
Efnt verður til umræðna í haust um hrossabeit á heiðinni
Vmrmahlíð 1. ájfúst Frá Valdimar Kristinssyni,
SAMKOMULAG hefur tekist í deil-
um upprekstrarmanna og yfirvalda
vegna upprekstrar hrossa á Eyvind-
arstaðaheiói ( sumar. Heimamenn
hafa skuldbundið sig til að reka hross
sín niður af heiðinni og skal því lokið
fyrir 20. ágúst. Jafnframt skuldbinda
þeir sig til að sækja öll hross jafnóð-
um og þau fara norður fyrir Ströngu-
kvísl þar sem uppgræðslureitir eru.
Sveitarstjórnir munu hafa eftirlit með
bladamanni Morfpinblaósins.
framkvæmdinni. í samkomulagi aðila
er gert ráð fyrir því að landbúnaðar-
ráðuneytið efni til umræðna í haust
um afréttarmál heiðarinnar og öðrum
sameiginlegum afréttum, þar sem
fjallað verði um nýtingu afréttarlanda
með tilliti til nýtingar beitilanda fyrir
hross sem hægt verði að byggja nýt-
ingu afréttarlandanna næsta sumar á.
Eftir að Húnaversfundinum lauk
án samkomulags síðdegis í gær hóf-
ust samningafundir upprekstrar-
manna og yfirvalda í Varmahlið að
frumkvæði Halldórs Þ. Jónssonar
sýslumanns Skagfirðinga. Auk
hans sátu fundinn flestir upp-
rekstrarmanna, oddvitar Lýtings-
staða- og Seyluhreppa, Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri, Svein-
björn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri
og Tryggvi Gunnarsson deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu.
Þórður Ásgeirsson, forstjórí Olís:
Þremur mismunandi förmum
bensíns var blandað saman
OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olíuverslun íslands, Olíufélagið og Skeljungur,
blönduöu fyrir nokkrum vikum saman þremur mismunandi förmum bens-
íns. Staðfesti Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslunar íslands, Olís, þetta
í samtali við blm. Mbl. í gær.
Sagði Þórður, að sökum þess að
Rússar hefðu ekki staðið við
gerða samninga hefði verið gripið
til þess að kaupa nokkurt magn
bensíns frá V-Evrópu. Olís fékk
1.600 tonn af 98 oktan bensíni frá
Hollandi og siðan fékk Skeljung-
ur 1.800 tonn af 90 oktan bensíni
frá Englandi. Eftir þessar send-
ingar kom skip frá Portúgal með
10.000 tonn af 93 oktan bensini.
Þessum förmum var öllum bland-
að saman að sögn Þórðar enda
standa olíufélögin saman að inn-
flutningnum.
„Ég hef ekki nokkra trú á að
þetta sé ástæðan,“ sagði Þórður
og vísaði þá til fréttar Morgun-
blaðsins um óvenjumiklar
gangtruflanir í bílum undanfarn-
ar vikur og grunsemdir manna
um að bensínið kynni að vera
orsökin.
Morgunblaðið hafði samband
við verkstæðisformenn tveggja
bifreiðaumboða þar sem gang-
truflana hafði orðið vart í ríkum
mæli að undanförnu og spurði þá
að því hvort það væri vætutíðin
sem hefði getað orsakað þessar
truflanir eða hvort um væri að
ræða áhrif bensinsins.
„Ég er ekki það mikill sérfræð-
ingur í þessum málum að ég geti
fullyrt hvort þarna sé um áhrif
bensínsins að ræða eða eitthvað
annað,“ sagði Sigurður Óskars-
son, verkstæðisformaður Bíla-
borgar, er hann var að þessu
spurður. „Undanfarið höfum við
lent í óvenjulegum gangtruflun-
um og okkur datt í hug að það
gæti verið bensínið sem væri
orsakavaldurinn því bensín með
of lágri oktantölu getur haft i för
með sér gangtruflanir. Ég vona
bara að ef bensininu hafi verið
um að kenna að sá farmur sé upp-
urinn og gangtruflunum af þeim
völdum þar með lokið, og það má
heldur ekki gleyma þvi að það er
mikið hagsmunamál fyrir bif-
reiðaeigendur að rétt sé að þess-
um málum staðið,“ sagði Sigurð-
ur.
Loftur Hauksson, verkstæðis-
formaður hjá Toyota-umboðinu,
sagði að sér hefði fundist það
skrýtið að komið var með svotil
nýja bila, sem einungis var búið
að keyra um tvð til þrjú þúsund
kílómetra, vegna gangtruflana.
„Hvernig ætti ástandið að vera
hér á veturna þegar allt er á kafi
í snjó, þetta hefði þá átt að koma
i ljós i vetur sem leið því þá snjó-
aði talsvert og veður var all um-
hleypingasamt," sagði Loftur.
„Ég trúi því varla að það sé vætu-
tíðin sem hefur þessi áhrif á nýja
bíla, en ef einungis væri um 6—7
ára gamla og eldri bila að ræða
þá gætu þessi ummæli Herberts
staðist. Okkur datt fyrst í hug að
það væri bensínið sem ætti alla
sök á þessu og héldum þá að kom-
ið hefði einn farmur af þessu
bensini," sagði Loftur Hauksson
að lokum.
Lauk fundinum seint í gærkvöldi án
samkomulags en flestir fundar-
menn fóru þá fram á Varmalæk þar
sem málin voru rædd á óformlegum
næturfundi fram undir morgun.
Klukkan 11 í morgun mættu menn
síðan aftur til formlegra funda i
Varmahlíð. Fljótlega var kosin sér-
stök samninganefnd sem i áttu sæti
4 heimamenn, ráðuneytismennirnir
og sýslumaður. Komust þeir síðan
að ofangreindu samkomulagi um
klukkan 14 í dag.
Það var greinilegur léttir í öllum
hér þegar samkomulagið hafði
náðst. Upprekstrarmenn sem ég
ræddi við eftir fundinn voru sumir
hverjir ekki allskostar ánægðir með
samkomulagið en allir þó ánægðir
með að einhver bráðabirgðalausn
skuli hafa fundist. Sama var að
segja um landgræðslustjóra, Svein
Runólfsson. Hann tók ekki þátt í
lokahrinunni og sagðist ekki vera
ánægður með þessa lausn en
ánægður með að samkomulag hefði
tekist. Hann sagði að þegar tveir
semdu yrðu báðir að gefa eitthvað
eftir. Sagði hann að afrétturinn
yrði skoðaður seinni hluta ágúst-
mánaðar með tilliti til þess hvort
taka þyrfti búfé niður fyrr en venja
væri til.
Alvarlegt
umferðarslys
ALVARLEGT umferðarslys varð
á Miklubraut í gærmorgun þegar
65 ára gömul kona varð fyrir bif-
reið skammt frá heimili sínu. Bif-
reiðin var á leið austur Miklu-
braut er slysið varð. Konan slas-
aðist mikið og hlaut alvarlega
áverka, m.a. á höfði. Hún var þeg-
ar flutt á gjörgæslu og lá þar
þungt haldin er síðast fréttist.