Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 35 Sænsk glysrokksveit á ferðalagi um ísland SÆNSKA glysrokksveitin Candy Roxx er komin til landsins og mun á næstu vikum ferðast vítt og breitt um ísland og efna til tónleika. Candy Roxx til- beyrir þeim hópi hljómsveita, sem leika það sem kallað er á ensku „glamrock". Á meðal frægra manna, sem leikið hafa þessa tónlist, má nefna Gary Glitter, Kiss, finnsku sveitina Hanoi Rocks og fleiri. Candy Roxx hef- ur m.a. komið fram á tónleikum með Kiss og Whitesnake, kunnri breskri þungarokksveit. Candy Roxx er skipuð sex mönnum, sem allir eru á aldrinum 18 til 23 ára: Magnus Brunzell, Tord Peterson, Ulf Waldecrantz, Johan Malmgren, Johan Boding og Mats Johannson. Fyrstu tónleikar Candy Roxx hérlendis verða á morgun, fimmtudag, í Safari. Á föstudag mun hljómsveitin leika að Logalandi í Borgarfirði ásamt Upplyftingu og síðan á útihátíðinni í Viðey á laug- ardag. Á sunnudag og mánudag verður hún svo í skemmtistaðnum H-100 á Akureyri. Candy Roxx hefur þegar vakið nokkra athygli í Svíþjóð og víðar. Fyrsta plata sveitarinnar er í bígerð og tónleikahaldið hér á íslandi er liður í umfangsmikilli tónleikaferð um Norðurlöndin. Leikur sveitin á 80 tónleikum áður en hún tekur sér hvíld. Ágústfriður Sænska glysrokksveitin Candy Roxx verður á ferðinni víðs vegar um land um helgina. Friðarhreyfing Þingeyinga gengst fyrir fundum og skemmtunum um land allt frá og með deginum í dag til 12. ágúst, undir heitinu Ágústfriður. Ágústfriður er skipulagður f samráði við aðrar friðarhreyfingar á landinu, sem og heimamenn á einstökum stöðum. Ágústfriðurinn verður boðaður með sérstakri menningar- og fræðsludagskrá, sem lýkur síðan með dansleik við undirleik hljómsveitarinnar Kam- arorghesta. Friðaraðgerðir þessar hefjast á Höfn í Hornafirði í dag og fara síðan andsælis um landið: Sauð- árkrókur 6. ágúst, Akureyri 7., ísa- fjörður 9., Akranes 10., Keflavík 11. og Selfoss 12. ágúst. Dagskráin á Höfn hefst kl. 21 í kvöld í Sindrabæ. Þar koma fram dr. Gunnar Kristjánsson, Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirs- dóttir, tónlistarmenn, Sigurður Hannesson, úr Leikfélagi Horna- fjarðar, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og Bergljót Ingva- dóttir frá Samtökum um friðar- uppeldi. Hljómsveitin Kamarorghestar er skipuð 5 Islendingum, sem bú- settir eru í Kaupmannahöfn. Þau spila nær eingöngu frumsamið efni og hafa gefið út hljómplötuna Bís- ar f banastuði. Meðfylgjandi mynd er af meðlimum Kamarorghesta. (Úr frétUtilkynninKu) Gos í Geysi Ákveðið hefur verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 4. ágúst næstkomandi kl. 15.00 og má þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar, ef veðurskilyrði eru hagstæð. (Frétutilkynníng) Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! — Fæst i byggingavöruverskjnum má/ning’f vöruverslunum um land allt Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 6/8 Dísarfell 20/8 Dísarfell 3/9 Dísarfell 17/9 ROTTERDAM: Dísarfell 9/8 Dísarfell 21/8 Dísarfell 5/9 Dísarfell 18/9 ANTWERPEN: Dísarfell 10/8 Disarfell 22/8 Dísarfell 6/9 Dísarfell 19/9 HAMBORG: Dísarfell 8/8 Dísarfell 24/8 Dísarfell 7/9 Dísarfell 21/9 HELSINKI/TURKU Hvassafell 2/8 Hvassafell 25/8 LARVIK: Jan 30/7 Jan 13/8 Jan 27/8 Jan 10/9 GAUTABORG: Jan 14/8 Jan 28/8 Jan 11/9 KAUPMANNAHÖFN: Jan 15/8 Jan 29/8 Jan 12/9 SVENDBORG: Jan 2/8 Jan 16/8 Jan 30/8 Jan 13/9 ÁRHUS: Jan 2/8 Jan 17/8 Jan 31/8 Jan 17/9 LENINGRAD: Hvassafell 3/8 'l GLOUCESTER MASS.: Skaftafell 22/8 HALIFAX, KANADA: Jökulfell 2/8 1 Skaftafell FALKENBERG: 23/8 Arnarfell 7/8 1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.