Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Köfun niöur í flak Pourquoi pas? lokið:
Fundur vélsímans sann-
aði framburð skipbrots-
manns 48 árum seinna
Leidangursmenn höfðust við f tjöldum f Stranmfirði, þegar þeir voru við vinnu þar. Þeir urðu þó að flytja bækistððvar
sínar til Akraness vegna rigningar.
HÓPUR Frakka hefur dvalist hér á
landi undanfarinn mánuð við gerð
heimildarkvikmyndar um frönsku
rannsóknarskútuna Pourquoi pas?,
sem fórst í fárviðri út af Mýrum árið
1936. Skútan, sem var undir stjórn
vísindamannsins dr. Charcot, var að
koma úr leiðangri til Norðurskauts-
ins í september það ár og hafði orðið
of sein fyrir. Veður voru orðin slæm
og endaði förin því með skipbroti við
Mýrar. Aðeins einn skipverja komst
lífs af og er haft eftir honum, að það
síðasta er hann mundi var að skút-
unni var skyndilega sveigt á stjórn-
borða, í tilraun til að komast hjá
strandi.
Jean-Yves Blot er leiðangurs-
stjóri kvikmyndamannanna.
Hann sagði leiðangursmenn hafa
komið hingað til að gera heimild-
armynd um líf og starf dr. Charc-
ot, sem var virtur vísindamaður.
Þeir hefðu haldið að flak skútunn-
ar væri á vísum stað því íslenskir
kafarar hefðu nokkrum sinnum
kafað niður að þvi, sfðast 1962.
Það hefði þó tekið þá 4 daga að
finna flakið, þvf fyrst hefðu þeir
alltaf leitað að því við rangan
klett. Eftir leiðbeiningum ís-
lenskra kafara fundu þeir flakið
síðan um einn kílómetra frá öðr-
um kletti og síðan hefðu þeir kaf-
að oft niður að þvf og fundið
marga gripi. Má þar nefna kýr-
augu, koparbolta, riffilskot, við-
arbúta og vínflöskur. „Athyglis-
verðasti gripurinn sem við fund-
um er eins konar „svarti kassi“
skútunnar, þ.e. vélsíminn,“ sagði
Maria-Leuise Blot, eiginkona leið-
angursstjórans, með vélsímann sem
sannar að skútunni Pourquoi pas?
var sveigt til hægri áður en hún
steytti á skeri og sökk.
Ljósmyndari leiðangursins myndaði
alla munina úr skútunni, þ.á m.
þessi byssuskoL
Jean-Yves Blot, leiðangursstjóri, ásamt kvikmyndatökumanni, býr sig undir kvikmyndatöku á þeim slóðum er skútan
sökk.
Leiðangursstjóri ráðfærir sig við einn samstarfsmanna. Fremst á myndinni
má sjá nokkra muni úr flakinu. Vínflaskan Lh. er enn full af frönsku
eðalvíni. ... Ljtan. Mbl./ Árni Ssberg.
Jean-Yves Blot. „Á honum er unnt
að sjá að síðasta hreyfing skút-
unnar hefur verið á stjórnborða.“
Orð skipsbrotsmannsins hafa
landar hans því sannað 48 árum
síðar.
Jean-Yves sagði mikið álag hafa
fylgt starfinu hér á landi og leið-
angursmenn hefðu ekki séð Island
nema gegnum myndavél eða kaf-
aragleraugu. „Sjórinn var kaldur,
en þó ekki jafn kaldur og við
bjuggumst við,“ sagði hann. „Við
höfðum einnig ætlað okkur að haf-
ast við í tjöldum, en sem betur fer
fengum við inni í íþróttahúsinu á
Akranesi. Það er hætt við að ann-
ars hefðu tæki og menn verið orð-
in ansi slæpt eftir rigningarnar
undanfarið," bætti hann við og
brosti.
Frakkarnir luku við kvikmynda-
tökur hér á landi á sunnudag, en
auk myndatöku hér verða nokkur
atriði tekin í Frakklandi. Myndin
á að vera tilbúin til sýninga 1986,
en þá eru liðin 50 ár frá skipbrot-
inu. Mögulegt er að íslendingar fái
að sjá árangur erfiðis Frakkanna
hér á landi í íslenska sjónvarpinu
það ár. Munirnir úr flaki skútunn-
ar verða í vörslu Þjóðminjasafns-
ins í Reykjavík.
Jean-Yves Blot vildi að lokum
koma á framfæri þökkum til allra
íslendinga, sem lagt hafa þeim lið
og kvaðst mjög ánægður með mót-
tökur hér á landi.
„Sá Pourquoi pas? síð-
ast í blíðskaparveðri“
— segir Páll Björnsson, háseti á línuveiðaranum Sigríði 1936
„ÞENNAN dag lágu skipin sitt
hvoru megin við Grófarbryggjuna,
sem við kölluðum alltaf Sprengi-
sand,“ sagði Páll Björnsson, sem
var háseti á línuveiðaranum Sig-
ríði, 150 tonna skipi, sem hélt til
veiða sama dag og skútan Pourqu-
oi pas? sigldi frá Reykjavík, í sept-
ember 1936.
„Það eru margir sem halda að
Pourquoi pas? hafi verið að
koma beint frá Grænlandi, en
hið sanna er að skútan lá í
Reykjavíkurhöfn í nokkra daga
áður en hún hélt áleiðis til
Frakklands", sagði Páll. „Við á
Sigriði sáum síðast til skútunnar
í blíðskaparveðri. Hún sigldi út
úr höfninni um hálftíma á und-
an okkur upp úr hádeginu. Við
unnum á dekkinu en síðdegis
skall á kolvitlaust veður og við
vorum að baksa alla nóttina út
af Snæfellsnesi. Síðan leituðum
við í var og morguninn eftir vor-
um við undir Ólafsvíkurenni.
Það var slæmt veður marga daga
á eftir en við urðum nú ekki fyrir
teljandi skakkaföllum, a.m.k.
héldum við áfram veiðum. Einn
skipsfélaga minna , sem hafði
verið mörg ár á sjó, hafði nú
samt á orði að hann myndi ekki
setja hvít rúmföt í kojuna sína
aftur, því að í verstu hryðjunum
kom sjór í hana.“
Páll Björnsson og skipsfélagar
hans voru því ólíkt heppnari en
áhöfnin á frönsku rannsókn-
arskútunni, sem fórst í þessu
sama ofsaveðri.