Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 íslenski torfbær- inn og byggingarlist Garðhús Þórðar Ben. — eftir Tryggva Gunnar Hansen Torfumóðir er nýtt tímarit um íslenskar menningarhefðir. Hleðslulist er efni þessa rits, þar er skoðað hvernig hin bjartasta framtíð byggir á gömlum hefðum í byggingarlist. Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður ritar um byggingarlist fyrir íslenskar aðstæður. Hann talar um nauð- synlegt endurmat á aðferðum, sem nú tiðkast við húsagerð hér á landi. Hús Þórðar skiptist í burð- arveggi, einangrun, loftrúm og veðrunarveggi úr náttúrulegu efni, sem ekki eru málaðir en hafa sína náttúrulegu áferð. Þessi hugsun lauslega kynnt hér er skyld þeim aðferðum sem þróuð- ust hér á þúsund árum, þ.e. í torf- bænum, þar er burðargrind úr timbri og þá kemur einangrun og loftrúm og loks hlaðinn veggur úr náttúrulegu efni, i hrynjanda við umhverfi sitt. Nú vaknar spurningin: Hvernig er hægt að koma þessu við nú í dag, að tengja hinar gömlu aðferð- ir hefðarinnar, sem svo lengi hafa þróast og aðlagast að náttúru landsins, við hinar nýrri aðferðir og kröfur um gæði nútimahúss? í stuttu máli má sjá gæði hins vel- byggða torfbæjar; að hann er timburhús, því er valinn staður á hól, þar sem stutt er í vatn, læk eða brunn. Þar er þurrt og þvi er húsið grafið að hluta niður og jarðvegur hlaðinn upp að þvi en þó svo að loftrúm er og loft leikur um viðinn og jarðvegurinn er lagður yfir þekjuna meða sama hætti. Nú þarf að huga að einu mikil- vægu atriði áður en lengra er haldið. Sá jarðvegur sem Hörður Ágústsson kallar „moldir", og þar á hann ekki við mold i venjulegri merkingu, hann er einmitt alls ekki mold, það er mórinn. Efni það sem hefðin geymir og íslendingar, arkitektar jafnt sem aðrir, hafa ruglast og kallað mold og húsin moldarkofa, það er mór og torf og grjót. Þessi hefð sem hefur þróast um þúsundir ára er þegar orðin hefð þegar ísland byggðist, á írlandi og viða um meginlandið norðlægt. Ef mórinn er skoðaður út frá reynslu hleðslumannanna okkar fáu sem eftir eru. Stefán Stefánsson á Brennigerði í Skagafirði lýsir því svo þegar hann er að rífa klömbruvegg að efnið sé hart eins „Vel hlaöinn veggur úr torfi og grjóti er ekki síður endingargóður en steinsteyptir veggir og getur enst hundrað og steinn eða frosin jörð og þarf því að höggva móinn niður. Eins er svo sagt frá i iðnsögu íslands að þegar veggur er þjapp- aður þarf svo vel að þjappa að vatn sem látið er standa í veggn- um yfir nótt sé á sínum stað að morgni (reyndar er talað um að pissa í vegginn). Þegar mórinn var notaður til einangrunar á rör hita- veitunnar um og eftir strið þá var hann þjappaður reiðingur úr 10 sm í 5 sm og varð við það drag- heldur. Sveinn Einarsson á Egils- stöðum, hleðslumaður, man eftir því þegar borið var grjót á reið- ingstorfu með fjöl yfir að hún varð stinn eins og motta og ryklaus með öllu. Að framansögðu og með varnar- orð hleðslumanna i huga að gera ekki of mikið úr hlutunum og þjappa vegginn vel má segja að vel hlaðinn veggur úr torfi og grjóti sé ekki siður endingargóður en steinsteyptir veggir og getur enst hundruð ára, og má i því sam- bandi vísa til veggja frá land- námsöld, sem Ásbjörn vegghamar hlóð í Njarðvíkum eystri og getið er um í Fljótsdælu. Enn má sjá þann vegg sumstaðar í brjósthæð þar sem gott er undirlag. Þ.e.a.s. vel gerður veggur úr góðu efni er byggingaraðferð sem má skoða sem möguleika fyrir islenska byggingarlist og þá er ég að tala um hinn hefðbundna islenska vegg og engar nýjungar og þá verður að fara eftir reglum um vel valið efni og enga mold. Sá sem áttar sig á eðli efnisins og gerir sér grein fyrir gildi hefð- arinnar getur leyft sér að fara að tala um nýjungar og þá byggja þær nýjungar á því sem fyrir er. Sú nýjung sem hér verður rædd er í beinu framhaldi af umræð- unni hér á undan um efni, þ.e. ef mórinn er skoðaður og efnasam- setning könnuð kemur i ljós að hér er afbragðs byggingarefni. Þessi efni eru lignin, kolefni, prótein og vax auk snefilefna sem hér hafa ekki þýðingu. Lignin er trénið i jurtinni og hefur bræðslumark um 200°C og það hefur bindieigin- leika. Vaxið er þéttiefnið, það hrindir frá sér vatni. Út frá aðeins þessu verður að álykta að þegar veggurinn eldist og þar sem vel er þjappað að trénið i jurtinni leysist upp og myndi binding en vaxið ver vel troðinn vegginn vatni. Það sem hér er rætt er upphafið að nýjum verkháttum og ætti nú að vera augljóst hvert stefnir. Með þvi að framkalla þetta ferli sem gerist við eldingu veggjarins, þ.e. að pressa og hita móinn, höf- um við eignast íslenskt byggingar- efni sem er fullkomlega sam- keppnisfært við steinsteypu og við. Þá komum við aftur að arkitekt- úr Þórðar Ben, sem í upphafi var Norðurstafn gömlu bæjarhúsanna í Laufási í Eyjafirði. Handverk Magnúsar Snsbjarnarsonar. Ormlaga klumbruveggur við íbúðarhús á Egilsstöðum. nefndur, það nefnir hann arkitekt- úr fyrir íslenskar aðstæður. Að- ferðirnar eru i sjónmáli að byggja hús úr þjöppuðum „mósteinum" sem veðrunarveggi og jafnvel heilu einingarnar því mórinn er fljótandi á vinnslustigi og fellur vel í mót eins og fjölframleiðsla gerir ráð fyrir. Arkitektúr Þórðar gerir ráð fyrir samsetningu af þungum og léttum efnum, steini og gleri og er það vel að tengja þannig saman himin og jörð því ekki eru það íslenskar aðstæður nú að búa inn í jörðinni og sjá ekki útúr augum. íslenskur arkitektúr þarf að líta sér nær og ekki ein- vörðungu á skólabók heimsmenn- ingarinnar heldur út í víðáttur heiða landsins og í eigið brjóstvit og víðáttur ástríðufullrar hugsun- ar sem byggir á þekkingu á hefð- bundnum aðferðum. Og vissulega er það þröngur hringur sjónar að ekki skuli vera sjálfstæður skóli til í þessu landi sem heitir íslensk- ur arkitektúr. Allt er það á sömu bókina lært, heimsmenningarinn- ar, og lítill vilji fyrir því hjá þeim byggingarmönnum nútímans þar sem ég þekki til að slíkur skóli verði að veruleika. Og þó er hér ekki verið að gæla við einangrun- arhugmyndir heldur það að hugsa sjálfstætt og til rótar. Látum svo verða og byggjum yfir andann, rannsóknarvinnustofu íslenskrar byggingarlistar. Hristum af okkur móðurlausar ungar hefðarleysur nytjahyggju steypukassans. Ég vil > taka það fram að ég er ekki I stríðshugleiðingum við íslenskan arkitektúr nútímans né heldur þá sem þar eru að verki. Ég er að skoða hefðir og gefa í skyn áfram- hald. íslenskðr torfbær er lífvera. Þegar rakin er saga bæjar eins og Hörður Ágústsson hefur verið að gera þá má sjá hvernig þessi líf- vera „iðar { skinninu", húsin stækka og minnka og vaxa í eina áttina og deyja í aðra eftir þörf- um. Grjótið liggur í fallinni tóft og bíður þess að það verði þörf fyrir það á nýjan leik. „Það er ævarandi eign,“ segir í iðnsögu ís- lands. Ég er að fjalla um nýjar víddir en ekkert er nýtt undir sól- inni. Það sem er nýtt í þessu eru aðeins við, við sjáum bæinn á nýj- an leik og alla þessa lifandi heild sem er sagan, dalur og bær og himinn. Við verurnar, við erum ótæmandi möguleikar, þurfum ekki að hafna neinu, allra sist hinni ævintýralegu sögu, karl og kerling í koti. Þetta er spurning um þarfir, garðurinn, garðhleðsla, húsið, það er skjól, hlýja. Hvað hefur svo sem breyst? Tijggri Gunnar Hansen er torf- og grjóthleðslumaður. | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er ca. 110 fm skrifstofuhúsnæöi á besta stað í gamla bænum. Upplýsingar hjá Arkitektum, Þingholtsstræti 27, símar 10870 og 15445. óskast keypt Vélsmiöja eða vélaverkstæði Óskast til kaups eöa leigu. Tilboö sendist á augl.deild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „A — 3704“. | fi| til sölu Vegaræsi Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi, rillustyrkt, mjög sterk úr gavj-efni. Stæröir: 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 40, 44 og 48 tommur. Nýja Blikksmiöjan hf., Ármúla 30. Sími 81104. Samborgarar Hjálp óskast til aö koma smábát í lag. Er 62 ára öryrki og hef í tekjur 10.189 kr. Viögeröin kostar 25.000. Er bjarglaus án bátsins. Svar sendist augld. Mbl. fyrir 10. ágúst, merkt: „Hjálp — 3706“. Frá stjórn Félags sjálf- stæðismanna í Nes- og Melahverfi Gjaldkeri lelagsins minnlr þá félagsmenn sem ekki hafa greitt félags- gjald starfsáriö 1983—1984 aö gera þaö sem fyrst. Jafnframt mlnnir gjaldkerinn fulltrúaráösmeöliml á aö þelr fá ekki afhent fulltrúaráösskírteinlö fyrr en þelr hafa greitt ársgjaldlö. Þess vegna hvetjum viö ykkur alla, jafnt félaga sem fulltrúa aö gera skil nú þegar. Greiösluna má Inna af hendl i öllum bönkum, sparisjóö- um svo og aöalpósthúsinu og útibúum þess. Takmarkió er: Verum öll skuldlaus fyrir næsta aöalfund félagsins. Stjórnln
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.