Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Rustafengin reisa
Kvikmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
Chevy Chase og Beverly D’Angelo í merkilegu ferðalagi um vesturríkin í
myndinni „Ég fer í fríið“ í Austurbæjarbíó.
Austurbæjarbíó: Ég fer i fríið
(„National Lampoon’s Vacation")
★ ★'A
Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit:
John Hughes. Kvikmyndataka:
Victor J. Kemper. Tónlist: Ralph
Burns. Aðahlutverk: Chevy Chase,
Beverly D’Angelo, Anthony Mic-
hael Hall, Imogene Coca, Randy
Quaid. Sýningartími: 98 mín.
Frumsýnd 1983. Bandarísk, fri
Warner Bros.
Háðfuglarnir sem standa á
bak við skopblaðið National
Lampoon hafa gert nokkrar
kvikmyndir á siðustu árum. M.a.
þá ágætu N.L. Animal House og
jafn lélegu N.L. Class Reuninon.
Nú er röðin komin að N.L. Vacat-
ion og að venja eru það kraftar
úr Saturday Night Live sjónvarps-
þáttunum sem fara með aðal-
hlutverkin báðum megin mynda-
vélarinnar.
Að þessu sinni tekst flestum
virkilega vel upp. Ég fer í fríið er
bráðfyndin á sinn rustafengna
hátt. Við fylgjumst með ósköp
venjulegri, bandarískri fjöl-
skyldu í sinu árlega sumarfrii.
Það er skemmst frá því að segja
að það fer allt i handaskolum og
á annan veg en ætlað var, sjálf-
umglaður og klaufskur eigin-
maðurinn (Chevy Chase), missir
allt úr böndunum.
Hér er gert púragrín að frí-
tímamunstri meðalhjóna. Ferð-
inni er heitið frá Chicago til
„Wally World" í Californiu.
óheppnin eltir söguhetjurnar á
röndum, allt frá því að þau fá
rangan bíl afgreiddan i upphafi,
uns til Wally World er komið og
þessi gríðarlegi skemmtigarður
er lokaður um stundarsakir,
vegna viðgerða — svo Chase
grípur til örþrifaráða...
Ég fer í friið er röð af uppá-
komum, sem velflestar eru
hlægilegar i orðsins fyllstu
merkingu. Fyndnustu atriðin eru
þegar Chase heimsækir frænd-
fólk sitt í dreifbýlinu, ferðalagið
með frænku gömlu og þá einka-
nlega óhöppin i eyðimörkinni —
sem reynist vera Monument
Valley, án vitundar fararstjór-
ans og heimilisföðurins!, svo og
endalokin í „Walley World".
Sem að líkum lætur eru önnur
ekki jafn fyndin, eða kannski
full „amerísk" fyrir okkar
smekk. Ég get til dæmis ekki séð
hvaða tilgangi nærvera hinnar
íðilfögru fyrirsætu Christie
Brinkley þjónaði. Henni rétt
bregður fyrir, uppá punt?
Sjálfsagt þykir einhverjun
fyndnin í grófari kantinum, líkt
og þegar hundskömmin gleym-
ist, hnýtt aftan í bílinn, eða þeg-
ar frænka gamla hrekkur uppaf
og er flutt á toppnum til síns
heima. Skilin þar eftir á verönd-
inni í ruggustól, bíðandi heimil-
isfólksins með regnhlíf í úrfell-
inu! En þetta er línan sem Nat-
ional Lampoon gefur, og þrátt
fyrir að hún sé ekki beinlínis
smekkleg á köflum þá verður
grínið oftast ofaná.
Þar kom að því að Chase sýnir
að hann er i rauninni ágætis
gamanleikari — ef efnið er fyrir
hendi. Beverly D’Angelo hefur
úr fátæklegra hlutverki að moða
sem hin samvinnuþýða eigin-
kona. Fær naumast tækifæri til
að viðra kyntöfrana, hvað þá
heldur annað.
Randy Quaid er óborganlegur
sem Eddie frændi og þau standa
sig einnig dável Imogene gamla
Coca og Anthony Michael Hall.
„Ég fer í fríið“ er í flesta staði
meinfyndið og eftirminnilegt
ferðalag.
Franskt geimskip
í Regnboganum
Kvikmyndir
ÓlafurM. Jóhannesson
Handrit: Jacques Vilfred.
Kvikmyndun: Alain Darbon.
Tónlist: Raymond Lefevre.
Leikstjóri: Jean Girault.
Sýnd í Regnboganum.
Hvað ætli myndi gerast, ef
eitthvert okkar kæmi hlaupandi
um bæinn, hrópandi upp þá
fregn að ... fljúgandi diskur
væri sestur á mosabarð uppi
Heiðmörk? Ætli slíkur hrópandi
í eyðimörkinni fengi ekki álíka
móttökur og sá sem segðist hafa
hitt frelsara vorn endurborinn?
Ég er næstum viss um að slíkum
hrópanda yrði skutlað í meðferð,
enda álitinn haldinn tunglsýki
eður messíasarkomplex. I nýj-
ustu kvikmynd Regnbogans,
Löggan & Geimbúarnir, kynn-
umst við einum slíkum hróp-
anda, nánar tiltekið á hinni sól-
ríku Saint-Tropes-strönd Suð-
ur-Frakklands. Maður þessi hef-
ir því borgaralega hlutverki að
gegna, að halda uppi löggæslu
við hina fögru strandlengju og
dag einn þegar hann ekur um
sveitir i nafni embættisins,
slokknar á mótor embættisbíls-
ins. Hér er auðvitað að verki
hinn fljúgandi diskur sem áður
gat, en ekki er sopið kálið þótt i
ausuna sé komið, þvi ekki trúir
nokkur maður blessaðri lögg-
unni, þá hún kemst loks heim við
illan leik, og færir fréttir af
undrum og stórmerkjum annars
heims. Spinnst síðan söguþráður
myndarinnar i kringum eltinga-
leik löggunnar viö geimbúana,
sem gæddir eru þeim hæfileika
að þeir geta tekið á sig mennskt
gervi að vild.
Ekki get ég sagt með góðri
samvisku að ég hafi haft mikið
gaman af tiltektum löggumanns-
ins, er Louis De Funes leikur, og
geimbúanna sem eru í höndum
síður þekktra leikara. Einstaka
sinnum gat ég reyndar brosað
útí annað, en einhvernveginn
fannst mér einsog frönsku leik-
ararnir sem þarna böksuðu við
að mæla á enskri tungu — væru
hreint ekki í essinu sínu.
Kannski skárra að þeir héldu sig
við móðurmálið blessaðir, og
vafalaust er Louis De Funes,
mikill brandarakarl á rómanska
vísu. En sá húmor, sem karl er
þekktur fyrir í heimalandi sínu,
er kannski ekki endilega heims-
markaðsvara. Samt er Louis De
Funes alls góðs maklegur, slík-
um þyrnum er listabraut þessa
þrautseiga franska leikara vörð-
uð. En þar sem saga De Funes er
efni í nýja grein, læt ég hér stað-
ar numið umfjöllun um þessa
franskættuðu „gríngúrkumynd",
sem ég er næstum viss um að
hafa barið augum einhverntím-
ann í fyrndinni. En nú er von að
„gúrkutíð” sloti senn í Regnbog-
anum, þvi ekki sá ég betur en
kvikmyndin Fanny och Alexand-
er, þetta lífsuppgjör Bergmanns,
sé komin í viðbragðsstöðu í
A-salnum.
4x í viku í 3 vikur
Og nú hætta allir aö slóra!
Suöurver opnar meö fullum
krafti. Tímar 4x í viku í 3 vik-
ur 13.—30. ágúst.
★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á
öllum aldri.
★ Morgun — dag — kvöldtímar.
☆ Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk.
★ Sturtur — sauna — Ijós.
Þú finnur örugglega flokk viö þitt hæfi (
Suöurveri. Byrjendur — framhald eöa
rólegri æfingar.
Innritun í síma
83730
frá kl. 9—18 í dag og 7.—8.—9. ágúst.
OIO j O PTO O O EH o c HH 0X0
Bolungarvík:
Verkalýðs-
og verzlunar-
mannafélögin
sögðu samn-
ingunum upp
Bolungarvík, 31. júlí.
VERKALÝÐS- og sjómannafélag
Bolungarvíkur og Verzlunarmanna-
félag Bolungarvíkur bafa samþykkt
að segja upp launaliðum gildandi
kjarasamninga sinna. Aðeins um
13% félaga f Verkalýðs- og sjó-
mannafélaginu tóku þátt f allsherjar
atkvæðagreiðslu um uppsögnina, en
hún stóð í þrjá daga.
Allsherjar atkvæðagreiðslan
stóð yfir frá klukkan 13 til 19 á
föstudag, 10 til 19 á laugardag og
10 til 16 á sunnudag. Alls kusu 43
og voru 38 fylgjandi uppsögn en 5
voru henni andvígir. Atkvæða-
greiðsla þessi var mjög vel aug-
lýst, bæði með götuauglýsingum
og í útvarpi auk vinnustaðafunda,
þar sem staða mála var rædd.
Kemur þessi dræma þátttaka því
nokkuð á óvart.
Á félagsfundi 1 Verzlunar-
mannafélagi Bolungarvíkur 1
gærkvöldi var uppsögn samning-
anna ennfremur samþykkt. Alls
mættu 11 manns á fundinn, eða
um 25% félagsmanna og sam-
þykktu þeir uppsögnina sam-
hljóða.
Gunnar