Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 21 EFTIR EGGERT H. KJARTANSSON og þeim Millet, Lehrmitte og Michel Ange finnst þeir vera. Segðu honum að vilji minn sé að læra að vinna líkt og þeir, með slíkum frávikum og breytingum á raunveruleikanum að það megi verða, nú já, lygi ef menn vilja, en — virði hinn fullkomna sannleika." í málaralist sinni náði Van Gogh meiri og meiri hæfni í því að mála sinn eigin sannleika. Allt sitt líf seldi Van Gogh að- eins eitt málverk og það var síð- asta árið sem hann lifði. Þegar hann dvaldi i Parfs skrifaði hann að hann hefði gjarna unnið með fyrirsætum ef hann hefði haft peninga til þess. Þar sem hann hafði enga peninga, málaði hann blómin „til þess að reyna að endurskapa kröftuga liti en ekki gráma meðalmennskunn- ar“. Van Gogh málaði eigin sann- leika og það er þessi sannleikur sem hrífur þá gesti sem heim- sækja sýninguna. Um eitt af sin- um verkum, „Kornakurinn með sláttumanninum og sól“ frá 1889 skrifaði Van Gogh: „Ég tókst á við dúkinn, nokkrum dögum áð- ur en veikindi min byrjuðu, hugmyndin bakvið verkið er fal- leg og einföld. Ég sá þá í þessum sláttumanni, óljósa persónu sem hamaðist eins og ljón i miklum hita við það að komast í gegnum verk sitt, ég sá þá mynd dauðans í þeirri merkingu að korn akurs- ins var mannleg náttúra sem slegin var. Það er sem sagt — ef þú vilt — hið andstæða við sán- ingarmanninn sem ég reyndi að mála áður fyrr. í þessum dauða er ekkert sorgmætt, þetta gerist í dagsbirtu og gullnum geislum sólarinnar." Víst er að þær myndir sem nú hafa verið teknar fram úr geymslunni verða ekki til sýnis aftur næstu árin. Hætt er við að vegna ljósnæmni geti þær skað- ast. Sýningin er opin fram til 2. september. Vegurinn með cyprus og stjörnum. Olfulitir á dúk, 1889—’90. Skagafjörður: Fjölmennt kristniboðsmót MikUbte, Skaganrði. í júlf. FJÖLMENNT kristniboðsmót var haldið dagana 20.—22. júlí að Löngumýri í Skagafirði. Þátttakend- ur voru víðsvegar af Norðurlandi og slógu mótsgestir upp tjöldum f garð- inum fagra, sem prýðir staðinn. Kristniboðar sögðu frá reynslu sinni og sýndu litskyggnur frá starfinu í Afríku (Kenýa). Langamýri er í eigu þjóðkirkj- unnar og þar fer fram félagslegt starf af ýmsu tagi. Frá vori fram á haust dvelja þar hópar aldraðra. Hver hópur samanstendur af rúmlega 30 einstaklingum sem dvelja 10 daga í senn. Yfir vetrartímann er Langa- mýri miðstöð kirkjulegs starfs í Skagafirði, og reyndar Norður- landi vestra. Þar eru haldin æsku- lýðsmót, fermingarbarnamót, námskeið ýmis konar, ráðstefnur og fundir og fl. Einnig fer þar fram heimilisfræðikennsla frá Varmahliðarskóla. Þessari öflugu starfsemi stýrir Margrét K. Jónsdóttir, forstöðukona. Með tilstuðlan góðra manna var sundlaug tekin i notkun á Löngu- mýri fyrir nokkrum dögum og bætir hún ennþá góða aðstöðu þar. Og ekki er ónýtt að geta kælt sig niður, þegar hitinn er um 20°C dag hvern. Slikt veður kunna bændur einnig að notfæra sér og eru nú óðum að fylla hlöður sínar og ljúka fyrstu yfirferð í heyskap. Ef að likum lætur munu bændur slá upp þau tún, sem slegin voru snemma í júlí, og fer þá seinni sláttur fram um eða upp úr miðj- um ágúst. Jöfn og þung umferð er um þjóðveg nr. 1 og margir bílar draga hjólhýsi eða tjaldvagna á leið úr eða i sumarfrí. Þórsteinn Morgunblaðid/Þorsteinn. Kristniboðarnir sem störfúðu í Kenýa og Eþíópíu, Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir, og börn þeirra, Skúli Svavarsson og Kjelbrún Svavarsson ásamt börnum sínum og Helgi Hróbjartsson og Margrét Hróbjartsdóttir. fttot&tsstMafeife Áskriftarsíminn er 83033 úrval af nykomnum skom, samfestingum o.m.fl. á góöu verði t/ ■ Laugavegi 24, s. 12880
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.