Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 35

Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 35 Sænsk glysrokksveit á ferðalagi um ísland SÆNSKA glysrokksveitin Candy Roxx er komin til landsins og mun á næstu vikum ferðast vítt og breitt um ísland og efna til tónleika. Candy Roxx til- beyrir þeim hópi hljómsveita, sem leika það sem kallað er á ensku „glamrock". Á meðal frægra manna, sem leikið hafa þessa tónlist, má nefna Gary Glitter, Kiss, finnsku sveitina Hanoi Rocks og fleiri. Candy Roxx hef- ur m.a. komið fram á tónleikum með Kiss og Whitesnake, kunnri breskri þungarokksveit. Candy Roxx er skipuð sex mönnum, sem allir eru á aldrinum 18 til 23 ára: Magnus Brunzell, Tord Peterson, Ulf Waldecrantz, Johan Malmgren, Johan Boding og Mats Johannson. Fyrstu tónleikar Candy Roxx hérlendis verða á morgun, fimmtudag, í Safari. Á föstudag mun hljómsveitin leika að Logalandi í Borgarfirði ásamt Upplyftingu og síðan á útihátíðinni í Viðey á laug- ardag. Á sunnudag og mánudag verður hún svo í skemmtistaðnum H-100 á Akureyri. Candy Roxx hefur þegar vakið nokkra athygli í Svíþjóð og víðar. Fyrsta plata sveitarinnar er í bígerð og tónleikahaldið hér á íslandi er liður í umfangsmikilli tónleikaferð um Norðurlöndin. Leikur sveitin á 80 tónleikum áður en hún tekur sér hvíld. Ágústfriður Sænska glysrokksveitin Candy Roxx verður á ferðinni víðs vegar um land um helgina. Friðarhreyfing Þingeyinga gengst fyrir fundum og skemmtunum um land allt frá og með deginum í dag til 12. ágúst, undir heitinu Ágústfriður. Ágústfriður er skipulagður f samráði við aðrar friðarhreyfingar á landinu, sem og heimamenn á einstökum stöðum. Ágústfriðurinn verður boðaður með sérstakri menningar- og fræðsludagskrá, sem lýkur síðan með dansleik við undirleik hljómsveitarinnar Kam- arorghesta. Friðaraðgerðir þessar hefjast á Höfn í Hornafirði í dag og fara síðan andsælis um landið: Sauð- árkrókur 6. ágúst, Akureyri 7., ísa- fjörður 9., Akranes 10., Keflavík 11. og Selfoss 12. ágúst. Dagskráin á Höfn hefst kl. 21 í kvöld í Sindrabæ. Þar koma fram dr. Gunnar Kristjánsson, Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirs- dóttir, tónlistarmenn, Sigurður Hannesson, úr Leikfélagi Horna- fjarðar, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og Bergljót Ingva- dóttir frá Samtökum um friðar- uppeldi. Hljómsveitin Kamarorghestar er skipuð 5 Islendingum, sem bú- settir eru í Kaupmannahöfn. Þau spila nær eingöngu frumsamið efni og hafa gefið út hljómplötuna Bís- ar f banastuði. Meðfylgjandi mynd er af meðlimum Kamarorghesta. (Úr frétUtilkynninKu) Gos í Geysi Ákveðið hefur verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 4. ágúst næstkomandi kl. 15.00 og má þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar, ef veðurskilyrði eru hagstæð. (Frétutilkynníng) Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! — Fæst i byggingavöruverskjnum má/ning’f vöruverslunum um land allt Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 6/8 Dísarfell 20/8 Dísarfell 3/9 Dísarfell 17/9 ROTTERDAM: Dísarfell 9/8 Dísarfell 21/8 Dísarfell 5/9 Dísarfell 18/9 ANTWERPEN: Dísarfell 10/8 Disarfell 22/8 Dísarfell 6/9 Dísarfell 19/9 HAMBORG: Dísarfell 8/8 Dísarfell 24/8 Dísarfell 7/9 Dísarfell 21/9 HELSINKI/TURKU Hvassafell 2/8 Hvassafell 25/8 LARVIK: Jan 30/7 Jan 13/8 Jan 27/8 Jan 10/9 GAUTABORG: Jan 14/8 Jan 28/8 Jan 11/9 KAUPMANNAHÖFN: Jan 15/8 Jan 29/8 Jan 12/9 SVENDBORG: Jan 2/8 Jan 16/8 Jan 30/8 Jan 13/9 ÁRHUS: Jan 2/8 Jan 17/8 Jan 31/8 Jan 17/9 LENINGRAD: Hvassafell 3/8 'l GLOUCESTER MASS.: Skaftafell 22/8 HALIFAX, KANADA: Jökulfell 2/8 1 Skaftafell FALKENBERG: 23/8 Arnarfell 7/8 1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.