Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 3

Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 3 Íslenskír Aðalverktakar: 70 mönnum var sagt upp Óvíst hvort til uppsagnanna kemur, segir framkvæmdastjórinn Sjötíu starfsmönnum íslenskra aöalverktaka á Keflavíkurflugvelli hefur verid sagt upp störfum frá og meö 1. október og þrjátíu starfs- mönnum verður sagt upp í septem- ber. Að sögn Thors ó. Thors, fram- kvæmdastjóra íslenskra aðal- verktaka, er með öllu óvíst hvort þessar uppsagnir koma til fram- kvæmda, en eins og nú er ástatt er ekki ljóst hvort næg verkefni eru framundan. Kvað hann samt ekki ástæðu til örvæntingar þvi svona lagað hefði hent áður fyrir nokkr- um árum en þá hefðu þeir, sem sagt var upp, verið ráðnir aftur án þess að hafa misst úr vinnu. Aðspurður um hvort þessar uppsagnir stæðu i einhverju sam- bandi við þá ákvörðun stjórnvalda að hætta við byggingu flugskýl- anna á flugvellinum sagði Thor það ekki vera en kvað ástæðuna vera þá að ekki lægi fyrir hvort Islenskir aðalverktakar fengju fleiri verkefni i bráð og þvi væri ástæðulaust fyrir þá að sitja uppi með fleiri starfsmenn en nauð- synlegt væri. Hann sagðist þó bú- ast við að með haustinu færu lin- urnar varðandi ný verkefni að skýrast og vonandi yrði ljóst áður en uppsagnarfresturinn rynni út hvort segja þyrfti þessu starfs- fólki upp eða ekki. Nýr sveitar- stjóri ráðinn Sigurdur Valur Ásbjarnarson, bygg- ingartreknifræðingur, hefur verið ráö- inn sveitarstjóri í Bessastaðahreppi frá og með 1. ágúst Sigurður hefur starfað sem byggingarfulltrúi og tæknimaður við bæjarfélagið undanfarin tvö ár. Umsækjendur um starf sveitar- stjóra voru 15, en jafnframt hafa verið auglýst laus til umsóknar störf tæknimanns hreppsins og veitu- stjóra. Dræmt í Langá. f GÆR VORU komnir um 430 laxar á land úr Langá á Mýrum og er það heldur döpur veiði miðað við hvað sú á hefur best gert. Á neðstu svæðunum, Langárfossi og Ánabrekku, höfðu 260 laxar veiðst, um 120 á miðsvæðunum, Jarðlangsstöðum, Stangarholti, Hvítstöðum og Háholti, loks um 50 fiskar af efsta svæðinu fyrir löndum Grenja og Litla-Fjalls. Að sögn Ingva Hrafns Jóns- sonar fréttamanns og veiðirétt- areiganda hafa veiðst um 10 merktir smálaxar sem eru úr seiðasleppingum frá síðasta sumri og eru þeir aðeins 3—4 pund, eða mun smærri en jafn- aldrar þeirra sem veiddust í fyrra. Nokkuð hefur veiðst af stórum laxi í Langá og hafa margir þeirra verið merktir, af- rakstur seiðasleppinga úr haf- beit 1982 eins og frá hefur verið greint í Mbl. Annars er meðal- þunginn ekki hár fremur en endranær i Langá og sem fyrr segir hefur smálaxinn verið sannkallaður smálax, iðulega 2—4 punda. Sagði Ingvi það láta nærri að það veiddust 10 til 15 laxar dag hvern í ánni allri og útlitið væri ekki eins dökkt og margir hefðu viljað vera láta, því Langá hefði löngun verið sein til og eftir væri allur ágúst og hálfur september. Smálax að ganga í Laxá í Aðaldal VEIÐI hefur verið viðunandi í Laxá í Aðaldal það sem af er og að sögn Jóhönnu Pálsdóttur í veiðiheimilinu Vökuholti á Laxa- mýri voru 709 laxar komnir á land í morgun. „Þetta er yflrleitt held- ur rólegt, en svo koma dagar þeg- ar veiðin sprettur upp. í raorgun komu fimm fiskar á land,“ sagði Jóhanna. Talsverð smálaxagengd hefur verið neðst í ánni síðustu daga, þannig veiddi ólafur Ágústsson Veiði hefur verið köflótt í Veiði- vötnum á Landmannaafrétti f sumar eins og gengur, stundum hafa komið hrotur en minna veiöst á milli. Á meðfylgjandi mynd eru tveir kappar með stórvæna urriða úr Litla-Breiðavatni. Þetta eru rúmlega 6 punda fiskar. 7 laxa fyrir neðan Æðarfossa 29. júlf og voru flestir smáir. í morgun veiddust slíkir laxar bæði í Bjargstreng og Mjósundi. Stærsti laxinn var 20 pund og veiddist í Kistukvísl. Meðal- þunginn nyrðra er enn mjög góður, en hefur minnkað eilítið með fjölgun smálaxa á svæðinu. FERÐANESTI ðöv' <SB£3t. "VornaUö. *C svepPorn’ ft6'sK ?úiöápö^una- kt>9- Sam'oKurn sa\at, 2* r*klusal- saiat, amerrsK 33 "■9*- W stK „c t00W KQ- I2S0W-W- S\\datsaW kg- ■"'S,"""»*•■ i b'andaö itaWót. vepP^’ lauK. Mjög gott marineraó lambakjöt í grillið: Kryddlegnar grillkótelettur 215 kr. kg. Marineraöar lærissneiöar 238 kr. kg. Framhryggssneiöar 238 kr. kg. Lado-lamb, úrbeinaö læri 295 kr. kg. Lado-lamb, hryggur m/beini 210 kr. kg. Grillpinnar 355 kr. kg. Urvals nautakjöt Okkar tilb. 375.00 327.00 490,00 347,00 192,00 Skráö verð 608.00 487,00 709,70 590,00 325,50 26 kr. pr. stk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.