Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 7

Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 7 Afmælishapp- drætti Hjarta- verndar 1984 HJARTAVERND, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, er tuttugu ára á þessu ári. í tuttugu ár hafa samtökin beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr og stemma stigu við hjarta- og *ða- sjúkdómum en meira en 40% dauðs- falla eru af þeirra völdum hér á landi. Hér er því ærið verkefni. Frá upphafi hefur Hjartavernd haft með höndum mikla fræðslu- starfsemi um einkenni, áhættuþætti og meinagerð sjúkdómanna og í 17 ár hefur hún rekið rannsóknarstöð til að leggja undirstöður að víðtæk- ara varnarstarfi. Megináhersla hef- ur jafnan verið lögð á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, bæði til að forðast hjartaáföll og eins til að finna leiðir til að styrkja þá sem orðið hafa fyrir áfalli en lifað af. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur lengst af barist í bökkum fjár- hagslega. Happdrættið hefur árlega rennt allstyrkum stoðum undir starfsemi stöðvarinnar og skilað henni drjúgum tekjum. Nú hefur sérstöku afmælishappdrætti verið hleypt af stokkunum og eru vinn- ingar 25, alls að upphæð 2,5 milljón- ir. Hæsti vinningur er 1 millj. kr. til íbúðarkaupa, annar vinningur er VW Santana-bifreið að verðgildi nær hálf milljón króna. (Úr frétutilkynningu) evrópirferðir Tækifæriö, sem þú hefur beöiö eftir — ódýrar orlofsferðir til Portúgal eyrópulerðir Ný ferðaskrifstofa, Klapparstíg 25—27 Símar 28181 og 27830 Ekki „veslast" upp um Verslunarmannahelgina skelltu þér frekar á sumargleöi " V I Dundrandi ,,i drif^aft?a á Ekkertvœl'to Verslunarmannahelgi í sóiskinsskapi á sumargieði. dansleikir Föstudagur: Sjallinn, Akureyri. Laugardagur: Skjólbrekka, Mývatnssveit. Sunnudagur: Kl. 14.04. Laugahátíð, Laugum. Sunnudagur: Ki. 21.00. Skúlagarður. og skemmtiatriöi þar sem helstu gleðigjafar landsins fara á kostum. Heiöursgestur kvöldins í Sjall- anum veröur feguröar- drottning íslands 1984 Berglind Johansen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.