Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 14

Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Flugleiðir semja um pflagrímaflug: Um 40.000 manns verða fluttir milli Alsír og Jeddah SAMNINGUR milli Flugleiða og aðila í Alsír um pílagríma- flug frá Alsír til Jeddah var undirritaður á þriðjudag. Flugið mun hefjast 15. ágúst næstkomandi og verða til þess notaðar þrjár leiguvélar, en starfsmenn Flugleiða munu annast af- greiðslu flugsins á jörðu niðri. Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Flugleiðir flyttu með þessum hætti rúm- lega 20.000 pílagríma fram og til baka frá fimm borgum í Al- sír og Jeddah eða rúmlega 40.000 manns í allt. Flogið yrði frá fimm borgum í Alsír, Al- sírborg, Konstantin, Oran, Gordea og Amaba til Jeddah. INNLENT Fyrri lota hæfist 15. ágúst og stæði til ágústloka við flutn- inga til Jeddah og 10 dögum siðar yrði svo byrjað að flytja pílagrímana heim. Til flugsins verða notaðar þrjár DC-8-leiguvélar frá Sterling í Danmörku, ONA í Bandaríkjunum og World Ways í Kanada. Sigfús sagði, að þetta væru veruleg viðskipti og Flugleiðum mjög þýðingar- mikil og nú væri að hefjast þriðja árið, sem fyrirtækið annaðist þetta flug eitt er- lendra flugfélaga. Það væri mjög mikilvægt að halda góðu nafni á þessum vettvangi og því yrði stefnt að því, eins og undanfarin ár, að veita eins góða þjónustu og mögulegt væri. Ósviklnn gædingur fyrír kr. 6.950, 12 gíra, 28“, 58 cm grind DBS-reiðhjólin hafa margsannað yfirburöi sína viö íslenskar aöstæöur. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FALKINN 105 REYKJAVIK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670 Hjólin fást einnig á eftirtöldum stööum: I Akranes Bolungarvík Pípulagningarþjónustan, Versl. Einars Ægisbraut 27. Guöfinnssonar. Borgarnes Dalvík Kaupfélag Borgfirðinga. Jón Halldórsson, Stykkishólmur Drafnarbraut 8. Versl. Húsiö. Akureyri Blönduós Viöar Garöarsson, Kaupfélag Húnvetninga. Kambageröi 2. Egilsstaöir ísafjöröur Versl. Skógar. Vélsmiöjan Þór, Neskaupsstaöur Suöurgötu 12. Kaupfélagiö Fram. Keflavík Hafnarfjöröur Henning Kjartansson, Músík og Sport, Hafnargötu 55. Reykjavíkurvegi 60. Ljóamynd Mbl. Jútfus. Bandarísku varnarliösmennirnir á Keflavíkurflugvelli og fjölskyldur þeirra geta fylgst meö viöburöum Ólympíu- leikanna um leiö og þeir fara fram í Los Angeles. Vamarliðsmenn horfa á beinar útsendingar frá Ólympíuleikunum: „Höfum ekki leyfi til þess að nýta efni sem varnarliðið fær“ — segir Gústav Arnar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma EINS og flestir landsmenn vita hófust 23. Ólympfuleikarnir f Los Angeles um helgina. Setningarat- höfnin fór fram aðfaranótt sunnu- dags að íslenskum tíma en lands- menn sáu hana f sjónvarpi síðastlióið sunnudagskvöld, tspum sólarhring seinna en varnarliðsmennirnir á Keflavfkurflugvelli. Þeir fylgjast með gangi leikanna um leið og þeir fara fram, í beinni útsendingu. Minna loftnetið hjá Skyggni tekur við send- ingunum og beinir þeim beint til Keflavíkur. „Við höfum ekkert leyfi til að senda þetta efni út til fslenskra sjónvarpsáhorfenda," svaraði Gústav Arnar yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, þegar Mbl. spurði hann nánar um ástæðu þess að varnarliðið nyti beinnar útsend- ingar frá leikunum en ekki aðrir hér á landi. „Samkvæmt samning- um gengur litla loftnetið allan sól- arhringinn og tekur við efni sem sjónvarpsstöð bandarfska hersins sendir á loft til stöðva sinna út um heiminn f gervitungli. Við beinum efninu beint til móttökustöðvar á Keflavíkurflugvelli og f fæstum til- fellum höfum við hugmynd um innihald þess, enda höfum við enga aðstöðu hér hjá Skyggni til að horfa á bandaríska sjónvarpið. Við fylgjumst einungis með að mynd- gæðin séu f lagi. Bandaríski herinn nýtur sérkjara við kaup á mynd- efni fyrir sína menn og ef við ætl- uðum að nýta efnið frá Ólympfu- leikunum fyrir islenska áhorfend- ur þyrfti að breyta samningum hersins við hlutaðeigandi aðila. Fyrir tveimur árum fengum við bréf frá dreifingarfyrirtækjum sem sjá um efnið frá leikunum, þar sem okkur var boðið að fá beinar sendingar frá Los Angeles. Við kynntum þær hugmyndir fyrir yf- irmönnum ríkisútvarpsins, en þeim fannst hagkvæmara að fá efnið sent á spólum frá Kaupmannahöfn, þannig að nú fáum við Ólympfuleikana frá Danmörku. Við höfum alla tækni til að taka við beinum sendingum frá leikunum en við getum ekki neytt útvarpið til að taka við efni sem það hefur ekki áhuga á,“ sagöi Gústav að lokum. Unglingaskákmótið í New York: Þrír íslenskir piltar unnu allar skákir sínar Ljósm. Mbl. Júlíus. Ungu skákmennirnir þrfr sem unnu allar skákirnar slnar á unglingamótinu f New York í júll. Á myndinni eru talið frá vinstri: Jóhann Sigurbjörnsson, Þráinn Vigfússon og Sigurður Daði Sigfússon. UNGLINGAMÓT í skák milli ís- lenskra unglinga og bandarískra var haldið í New York dagana 14.—22. júlí síðastliðinn. Ails fóru 25 skákmenn héðan á aldrinum 11—18 ára og unnu þeir bandaríska liðið með 44 vinning- um gegn 38. Þrfr íslensku skákmann- anna unnu allar sínar skákir, en hver skákmaður tefldi fjórar skákir. Ungu skákmennirnir þrír sem unnu allar sinar skákir á unglinga- mótinu í New York nú á dögunum eru: Þráinn Vigfússon 16 ára, Jó- hann Sigurbjörnsson 16 ára og Sig- urður Daði Sigfússon 12 ára. Þráinn tefldi við Elvan Turtel frá Bandaríkjunum og landa hans Kurt Holyst. Jóhann tefldi við Banda- rfkjamennina Ross Eldridge og EIv- in Lederman, og Sigurður Daði tefldi við Bandaríkjamanninn Nickolai Parker og Tomer Scachi frá ísrael, en ísraelar áttu nokkra skákmenn á þessu móti. Þráinn Vigfússon sagði f samtali við blm. Mbl. að hann hafi byrjað að tefla af alvöru fyrir fjórum árum, en hann lærði mannganginn 9 ára. Hann teflir með Taflfélagi Reykja- vfkur, eins og þeir Jóhann og Sigurð- ur Daði, og fer á æfingar þar einu sinni eða tvisvar í viku. Þá teflir hann stundum við bróður sinn, Hannes, sem einnig keppti á ungl- ingamótinu f New York og átti ein- mitt 12 ára afmæli þar. Hannes hef- ur getið sér gott orð sem skákmaður og þykir einn af þeim efnilegri hér á landi. Hann vann til að mynda ís- landsmeistaratitilinn f flokki 14 ára drengja og yngri sfðastliðið vor, en á mótinu í New York hlaut hann 2V4 vinning. Þráinn var f Fjölbrautaskólanum f Breiðholti sfðastliðinn vetur, á viðskiptasviði, og hyggst halda þar áfram næsta vetur. Sem stendur vinnur hann f Áburðarverksmiðju rfkisins í Gufunesi. Hann hefur 1650 fslensk ELO-skákstig. Jóhann Sigurbjörnsson lauk námi í 9. bekk Fellaskóla nú í vor. Hann hefur 1345 islensk ELO-skákstig og hóf að tefla fyrir tveimur árum með Taflfélagi Reykjavíkur. Sagðist hann áður hafa haft fótbolta sem sitt helsta áhugamál, en fyrir tveim- ur árum hafi hann farið á æfingu hjá TR með vini sfnum og heillast af skákfþróttinni. Hann segist fara á æfingar hjá félaginu tvisvar f viku og tefla þess á milli við bróður sinn. Sigurður Daði gekk f Taflfélag Reykjavíkur fyrir röskum tveimur árum og hefur teflt á mörgum ungl- ingamótum siðan. Einnig hefur hann m.a. tekið þátt í sveitakeppni grunnskólanna og á Skákþingi ís- lands síðastliðið vor. Þykir árangur hans f mótum á sföastliðnu ári mjög góður miðað við ungan aldur , en hann er, sem fyrr segir, aðeins 12 ára. Sigurður Daði, sem vann allar skákirnar sfnar á unglingamótinu í New York, hefur náð 1340 fslenskum ELO-skákstigum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.