Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
HOLLANDSPISTILL
283 verk eftir
VAN GOGH
Wageningen, 25. júlí '84.
Litla 100 km frá næturlífi Amst-
erdamborgar stendur Kröller-
-Miiller-safnið, eitt merkasta lista-
safn Hollands. Safn þetta er nefnt
eftir frú Hélén Kröller-MUIIer sem
lagði grunninn að því. Frú Kröll-
er-Muller keypti á 20 ára tímabili
283 málverk og teikningar eftir
Van Gogh. Hún dáðist að verkum
Van Gogh og áleit þau einn af há-
punktum I sögu myndlistarinnar.
Þetta sumar eru þessi 283 verk
sem hún keypti til sýnis aimenn-
ingi í Kröller-MUIIer safninu.
Verk Van Gogh hafa alltaf
gegnt aðalhlutverki í söfnum frú
Kröller-Muller og er í safni
hennar eitt besta yfirlit af verk-
um listamannsins sem til er.
Listamanninum sjálfum lýsti
hún sem: „einum af mestu and-
ans mönnum i okkar nútímalist,
sem tíðarandinn hafði engin
áhrif á vegna krafts hans eigin
persónuleika."
Van Gogh, sem lagði grunninn
að expressionismanum, lifði frá
1853—1890. Hann fæddist I
Brabant og átti þann draum
heitastan að verða trúboði fyrir
evangelíska trú. I hvert sinn sem
hann reyndi að komast að sem
slíkur var honum vísað frá. Að-
eins tíu árum fyrir dauða sinn
byrjaði hann að mála og var eft-
ir það mjög afkastamikill. Hann
hóf feril sem málari í Den Haag
og Drente, en dvaldist siðan um
tíma í Antwerpen og París þar
til hann hélt til Suður-Frakk-
lands, til Arles, þar sem hann
hreifst mjög af hinu fagra lands-
lagi og sérstöku birtu. í Arles
dvaldist hann þau ár sem hann
átti eftir ólifuð.
Frú Hélén Kröller-Múller
kvað Van Gogh einstakan i list
sinni og hrósaði honum „sem
einstaklingi sem reif sig lausan
frá ríkjandi þróun þess tima i
myndlist og reis langt uppúr“.
Þetta kom i ljós á námsárum
hans í Den Haag þar sem hann
reyndi að tileinka sér ríkjandi
skoðanir hollenska skólans en
vakti athygli fyrir aðferð við
málunina og litanotkun. Mikil-
vægir 19du aldar straumar sem
Van Gogh kom i samaband við
höfðu lítil sem engin áhrif á
hann. Van Gogh hélt sinn eiginn
veg og leið best úti í sveit á stöð-
um svo sem Arles. 1890 framdi
þessi snillingur sjálfsmorð með
þvi að skjóta sig í brjóstið eftir
að hafa verið tvisvar sinnum á
stofnun fyrir geðveika. Vegna
undarlegrar tilfinningalegrar
hegðunar héldu þorpsbúar að
hann væri hættulegur brjálæð-
ingur og þrír kröfuðst þess að
hann væri lokaður inni.
Áhrifamikil sýning
Sýningin í Kröller-Múller-
safninu er mjög áhrifamikil og
greinilegt er að aðstandendur
hennar hafa lagt sig fram við að
gefa gestum sem gleggsta mynd
af verkum listamannsins. Einnig
er þar bók með bréfum þeim sem
hann skrifaði Theo bróður sín-
um. Bréf þessi gefa góða mynd
af lífshlaupi Van Gogh og þess
afls sem hvatti hann til dáða. í
bréfi frá 1880 skrifaði hann til
Theo: „... Ég er maður með mik-
inn eldmóð og hef tilhneigingu
til að framkvæma meira og
minna óúthugsað, og án þess að
gera mér grein fyrir áhættunni,
með þeim afleiðingum að eftir á
sé ég oft meir og minna eftir því
sem ég hef gert. Ég tala eða
framkvæmi oft á tíðum of hratt
í staðinn fyrir að hlusta fyrst.
Ég held að annað fólk sé stund-
um einnig fljótfært. Svona er
þetta nú einu sinni. Hvað get ég
gert við þessu? Á ég að líta á mig
sem hættulegan mann sem ekki
er hæfur til neins ærlegs starfa?
Ég held ekki. Það sem skiptir
máli er að við reynum að slá
mynt úr slíkum eldmóði ...“
Van Gogh bar mikla virðingu
fyrir 19du aldar málaranum
':**■** ■ , ,I.*** ’ r. ^
Rannsókn á persónum, með turninn f Nunen í baksýn. Svartkrít, 1885.
Millet og myndum hans af
sveitalífinu. í bréfi frá 1885
stendur: „Segðu honum, að í
mínum augum séu Millet og
Lehrmitte hinir raunverulegu
málarar vegna þess að þeir mála
ekki hlutina eins og þeir koma
fyrir við fyrstu sín, heldur eins
Eskifjörður:
Gengið frá við
Sjóminjasafnið
KskiHrAi, 30. jnlí.
UNNIÐ befur verið við frágang sjó-
minjasafns Austurlands á Eskifirði I
sumar, aðallega að utan. Safnið er til
búsa í svonefndri Gömlubúð og var
húsið tjargað að utan og lóðin girt og
lagfærð. Þá var og reist mastur af
gömlum bát við húsið.
Safnið er opið flesta daga yfir
sumarið og safnvörður er Geir
Hólm.
Ævar.
Bláa lónið
Athugasemd frá landlækni
ÞANN 11. júlí 1984 birtist grein í
blaði yðar „Hagsmunabarátta í
stað heilbrigðis". 1 greininni er
staðhæft að ákveðnir aðilar innan
heilbrigðiskerfisins leitist við
bæði leynt og ljóst, að draga rann-
sókn á lækningamætti vatnsins f
Bláa lóninu á langinn og gera
hana þannig úr garði að sjúkl-
ingar fældust frá henni.“ í fram-
haldi af þessari fullyrðingu heldur
greinarhöfundur því fram „að
nærri lætur að innan heilbrigðis-
kerfisins séu ákveðnir aðilar sem
hafa sjónarmið og taka ákvarðan-
ir sem miða að því að viðhalda
ákveðnu óheilbrigði til þess eins
að hafa sjúklinga sem með því
einu að vera sjúkir gefa læknum
og lyfsölum atvinnu og möguleika
til þess að nota lyf og versla með
þau.“ Landlæknisembættinu var
falið að kanna lækningagildi
vatnsins í Bláa lóninu seint á ár-
inu 1980. Þrátt fyrir að ekki hafi
fundist neitt það efni í vatninu
sem talið er geta læknað psoriasis
hefur embættið gert fleiri tilraun-
ir til þess að koma á stað rann-
sókn á lækningamætti vatnsins.
Þetta hefur ekki tekist og eru
orsakir aðallega tvær.
1. Erfiðleikar eru á að fá nægilega
marga psoriasis-sjúklinga til þess
XJöföar til
X Xfólks í öllum
starfsgreinum!
að taka þátt í rannsókninni.
Nú má ekki skilja þessi orð mín
sem gágnrýni á psoriasis-sjúkl-
inga. Psoriasis eru erfiður sjúk-
dómur og sveiflukenndur og háður
margvíslegum þáttum. Sjúklingar
hafa nægar áhyggur þótt ekki séu
þær auknar t.d. með því að meina
helming hópsins, sem e.t.v. bindur
einhverjar vonir við Bláa lónið að
sækja lónið um töluverðan tíma.
Fleira kemur til, svo sem langt
ferðalag, e.t.v. vinnutap, kostnað-
ur o.fl.
2. Skortur á fjármagni.
Embættið hefur nú leitað eftir
fjárstyrk frá Norræna ráðinu og
voru a.m.k. fyrstu undirtekir góð-
ar. Ef þetta fjármagn fæst verður
gerð ein tilraun enn.
Rétt er að sumir húðsjúkdóma-
læknar eru vantrúaðir á lækn-
ingamátt Bláa lónsins með hlið-
sjón af efnainnihaldi þess en þó
féllust fjórir sérfræðingar á að
taka þátt í rannsókn og vitum við
ekki annnað en að þeir hafi fylli-
lega staðið við orð sín í því efni.
Benda má á að við mat á
árangri meðferðar er það álitinn
ókostur að læknar hafi fyrirfram
trú á meðferðinni. Mér finnst
ómaklega vegið að húðsjúkdóma-
læknum í greininni, því að lengi
hafa þeir verið helsta hjálparhella
psoriasissj úklinga.
Ég vil benda á að dylgjur grein-
arhöfundar um að Landlæknis-
embættið sé hallt undir lyfsala
stenst ekki. Á sl. átta árum hefur
t.d. sala í mörgum lyfjaflokkum
minnkað verulega m.a. vegna
beinna aðgerða embættisins.
Ólafur Ólafsson, landlæknir.