Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 33 Útgefandi tMbifeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakið. Forseti íslands Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, var sett inn í embætti þjóðhöfð- ingja öðru sinni við hátíð- lega athöfn í dómkirkju og þinghúsi í gær. Athöfnin fór fram með tilheyrandi virðu- leika. Ljóð og lög, trúarleg og þjóðræknisleg, sem spegla menningarlegan bak- grunn að fornu og nýju, settu svip sinn á dagskrána. í fjörutíu ára sögu ís- lenzka lýðveldisins hefur forseti, sem gefur kost á sér til endurkjörs, aldrei sætt mótframboði. Þetta er eftir- tektarverð staðreynd. Ræt- ur hennar kunna að vera margþættar. Tvennt skiptir þó mestu. Hið fyrra er að forsetar lýðveldisins hafa í starfi og framkomu unnið traust og hlýhug þjóðarinn- ar. Það síðara er, að forseta- embættið er þjóðinni dýr- mætt sameiningartákn. í vitund okkar er forsetaemb- ættið tákn fyrir allt það sem knýtir okkur saman sem þjóð; allt, sem hvetur ís- lendinga, hver sem búseta þeirra er og hvert sem starf þeirra er, til samstöðu og samátaks. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, hefur gegnt embætti þjóðhöfð- ingja með ágætum bæði heima og heiman. Hún hef- ur kappkostað að halda tengslum við almenning með heimsóknum til flestra byggðra bóla í landinu og gegnt mikilvægu kynn- ingarstarfi víða erlendis. Hún hefur lagt áherzlu á samstöðu lítillar þjóðar gegn margslungnum vanda, sem að steðjar, og nauðsyn þess að standa vörð um menningu okkar, tungu og land. í ávarpi sínu til þjóð- arinnar í gær sagði hún orð- rétt: „Maður og land, maður og tunga, maður og minningar um land og sögu, skráðar á eina tungu. Það er fjöregg sem íslendingum hefur ver- ið falið að varðveita og gefur oss þjóðerni, frjálsri þjóð í frjálsu landi, meðal virtra þjóða heims." Síðar í ræðu sinni sagði hún: „En það er með tunguna eins og landið. Þjóðernisvitund lands- manna verður að vera á varðbergi svo hún verði ekki uppbiástri að bráð við ágengni nýrra tíma og nýrra siða. Orðin geta eins og gróðurinn blásið burt, fyrnst og týnst. Og það eru gömul sannindi að það tekur margfaldan tíma að rækta upp aftur það, sem lagt hef- ur verið í auðn ..." Forset- inn sagði ennfremur: „Vit- und þjóðarinnar má ekki slævast að því marki að hún gleymi að gera kröfur til sjálfrar sín — þær kröfur að hún eigi að búa yfir jafn mikilli og ríkri þekkingu og leikni til munns og handa og aðrar þjóðir. Þekking er lyk- ill að þroska, þroski og þekking lykill að staðfestu." Það er mjög margt sem tengir íslendinga saman sem heild og þjóð. Það er sameiginlegt markmið þeirra að varðveita menn- ingarlegt, efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt — og þjóðfélagsgerð þingræðis og borgararétt- inda, sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Til þess að svo megi verða þarf að virkja hugvit, menntun, þekkingu og framtak lands- manna á sviði lista, menn- ingar, vísinda og síðast en ekki sízt atvinnulífsins. Á þeim vettvangi þurfum við að nýta öll þau tækifæri sem forsjónin hefur lagt okkur í hendur til að tryggja framtíðaratvinnuöryggi og framtíðarh'fskjör lands- manna. Til atvinnuveganna sækja allir þættir þjóðlífs- ins, þ.e. lífskjör okkar í víð- ustum skilningi, kostnaðar- lega undirstöðu. Einka- neyzla okkar og samneyzla ráðast af þeim verðmætum sem til verða í þjóðarbú- skapnum. Ef þjóðin stefnir efnahagslegu sjálfstæði sínu í hættu gildir hið sama um stjórnarfarslegt sjálf- stæði. Forsetaembættið er ís- lendingum veigamikið sam- einingartákn. Það hefur ver- ið og er gifta þjóðarinnar að forsetar lýðveldisins hafa allir lagt rækt við að sam- eina þjóðina og brýna hana til átaka. í því efni hefur frú Vigdís Finnbogadóttir geng- ið dyggilega í fótspor for- vera sinna á forsetastóli. Morgunblaðið árnar henni heilla í starfi á því kjör- tímabiii íslenzks þjóðhöfð- ingja, sem nú fer í hönd. „Þjóðernisvitund landsmanna ætti einatt að vera vakandi fyrir því sem gæti brotnað" Ræða frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands við embættistökuna í gær Góðir Islendingar og erlendir fulltrúar. f sögu íslenska lýðveldisins hefur hinn 1. ágúst fjórða hvert ár verið dagur þeirra tíma- móta er forseti íslands vinnur drengskapar- heit um að hafa í heiðri stjórnarskrá lýðveld- isins, þá undirstöðu sem þjóðskipulag og rétt-- arskipun er byggð á, dýrmæta sameign þjóð- arinnar sem kveður fast á um einstaklings- frelsi og lýðræði. Á þessum degi er mér, sem einstaklingi, efst í huga að þakka það traust sem þjóð mín sýnir mér með þvi að fela mér á ný að gegna miklu trúnaðarembætti til enn ókominna fjögurra ára, embætti forseta fslands. Ég þakka árnaðaróskir hæstaréttar fslands, Al- þingis fslendinga, ríkisstjórnar, biskups fs- íands og ótal aðrar hlýjar kveðjur sem borist hafa víða að, hér heima og erlendis frá. í þeim felast heillaóskir til þjóðarinnar allrar því ekki fær forseti fslands búið við hamingju ef þjóð hans á við óhamingju að stríða. Það má öllum ljóst vera að það er mikil og óvenjuleg lífsreynsla að gegna embætti for- seta þjóðar sinnar. Með hverjum þeim sem tekur við því embætti hlýtur að búa einlæg von um að komast frá þvi áfallalaust. Gnginn getur fyrirfram fyllilega gert sér grein fyrir því hvernig það starf er og hvað í því kann að vera fólgið fyrir utan þau embættisverk sem um er getið í stjórnarskránni. Til forseta- starfa er hvergi hægt að læra á skólabekk. Þau verða að fara fram i samhljómi við þjóð- ina sjálfa, á þeim strengjum sem kunna að eiga sér enduróm hverju sinni. Fegnastur hlýtur forseti landsins ávallt að vera þegar honum við störf sín tekst að slá á þá strengi að þjóðin finni ekki í þeim hjáróma tón. Þegar ég stóð hér við embættistöku fyrir fjórum árum, hygg ég, að tiltölulega fáir hafi gert sér fulla grein fyrir að íslendingar höfðu þá brotið blað i mannkynssögunni, með því að velja konu sem forseta lands sins fyrstir allra í almennum kosningum. Þau fjögur ár sem ég hef verið í þessu embætti hafa mjög mótast af því að aðrar þjóðir veittu þessu athygli og gerðu úr talsvert mál. Fyrir þær nýjungar í fjölmiðlatækni að fréttir geysast um heiminn — og oft á tíðum fréttir sem ekki ættu að vera í frásögur færandi — skapaðist ný forvitni Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, boó- aði blaðamenn i sinn fund að Bessastöðum eftir athöfnina í Alþingishúsinu. um ísland og íslenska þjóð, sem þótti hafa sýnt nokkra dirfsku. Fleiri þjóðir en áður vildu meira um eylandið i Norðurhöfum vita og treysta vináttubðnd. Mikið hefur verið gengið eftir nærveru forseta íslands sem full- trúa þjóðar sinnar — og stundum Norður- landanna allra — reyndar miklu oftar en komið hefur verið til móts við. Með góðri ráðgjöf ríkisstjómar og embættismanna hafa þjóðir verið heimsóttar sem vér íslendingar höfum haft aldagömul menningar- og við- skiptatengsl við. Ég á góðar minningar úr þessum ferðum, ekki síst með þakklæti í huga til þeirra forráðamanna þjóðarinnar sem mér hafa verið og reynst bestu vinir og bræður að eiga að baki. En öllum þeim sem falið er að búa á Bessa- stöðum trúi ég þó að sé ávallt hugleiknara að vera með sínu fólki, sinni þjóð. Heima í eigin landi, á heimilinu góða á Alftanesi eða með öndvegisfólki utan þess hvar sem er i landinu. Gestrisni, og vinátta, rausn og menningar- bragur í hvívetna, hvar sem tekið hefur verið á móti forseta landsins er og verður mér ógleymanlegt og sannkölluð uppspretta gleði. Ég veit að svo var einnig um forvera mína í embætti forseta. Það fór vel á því þegar farið var að huga að lýðveldisstofnun fyrir rúmum 40 árum að velja Bessastaði sem þjóðarsetur. Þar fléttast saman í heild þjóðarminningar allt aftur til miðalda, — minningar um erlenda valdamenn á íslandi, niðurlæginu og dapra tíð í þjóðar- sögunni og svo þar á móti minningar um menn sem með einarðri þjóðernisvitund eygðu birtu sjálfstæðis og gáfu líf sitt og orku til að vekja þjóð sína til dáða. Allir þeir sem koma í gömlu Bessastaða- stofu, sem reist var fyrir 220 árum, hljóta að finna hið sögulega andrúmsloft sem þar rikir. Um vistarverur þar gengu námsmenn í Bessa- staðaskóla á fyrri hluta síðustu aldar, helstu stórskáld okkar og miklar hugsjónahetjur um framtíð íslands. Framsýn þeirra var mikil i fullvissu um að frjáls myndi þjóðin rétta úr örbirgð og nýta vitsmuni sina til góðrar af- komu og mannlifs sem eftirsóknarvert væri. Þeim hefur í öllu orðið að spá sinni, þótt sveiflur séu i þjóðarbúinu á stundum. Með þakklæti og virðingu leitar hugurinn einnig til fyrri forseta íslands. Allir hafa þeir og makar þeirra setið Bessastaði með mikilli sæmd, mótað embættið og lagt grunn að þvi þjóðarheimili sem Bessastaðir eru nú. Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson sem ásamt frú Georgíu Björnsson, konu sinni, bjó á Bessastöðum tii dauðadags 1952. Annar for- Morgunblaðið/Emilía. Handhafar forsetavalds, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, Þór Vilhjálmsson, forseti hæstaréttar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, afhenda forseta fslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, kjörbréf sitt við athöfnina í Alþingishúsinu í gær. seti lýðveldisins, Ásgeir Ásgeirsson, og kona hans, frú Dóra Þórhallsdóttir, réðu þar hús- um til 1968, en frú Dóra féll frá nokkru áður en embættistíð Ásgeirs forseta lauk, og svo forverar mínir, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Ingólfsdóttir, sem áttu þar heimili frá 1968 til ársins 1980. Dr. Kristján féll frá haustið 1982, langt um aldur fram. Lítil þjóð hefur illa ráð á að missa sína bestu menn svo fljótt. Á tímamótum leitar hugurinn einatt víðar en ella. Ég vildi á þessari stundu mega staldra við og hugleiða með íslendingum þá mynd sem þjóðin geymir í vitund sinni af sjálfri sér, í hverju hún er fólgin og hverjir eru höfuð- drættir hennar. Allar þjóðir eiga sér sjálfsmynd, sem ofin er úr mörgum þráðum. Einn aðalþráðurinn er fullvissa um hvar maður á heima. Að fara burt, þó ekki sé nema af bæ, og rata heim aftur. Á hverju skyldi sú ratvísi byggjast, — ratvísi fslendings, hvar sem hann er staddur í veröldinni, heim til íslands? Það má engum óljóst vera að hið eina sanna sameiningartákn íslendinga birtist í orðum skáldsins góða; ný sannindi og gömul í senn: Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné, ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Maður og land, maður og tunga, maður og minningar um land og sögu, skráðar á eina tungu. Það er fjöregg sem íslendingum hefur verið falið að varðveita og gefur oss þjóðerni, frjálsri þjóð í frjálsu landi meðal virtra þjóða heims. En fjöregg eru brothætt og þjóðernisvitund landsmanna ætti einatt að vera vakandi fyrir því sem gæti brotnað og týnst ef ekki er farið með gát. Enda þótt landið sé gjöfult og gott er það svo afar auðsært, að ganga verður varlega um það í hverju fótmáli. Því léttar sem stigið er til jarðar, því fegnara og þakklátara er þetta land, sem í senn er eign vor og eigandi, og á engan betri að en vin sinn, þjóð sina til að græða sárin, þegar hinir fornu féndur hafa farið um — eldur, ís, eða snarpir vindar. Vér eigum orðríka tungu og þann munað að skilja saman blæbrigði hennar betur en nokk- ur annar. fslensk þjóð er víða kunn fyrir að hafa haldið þessari tungu við. En hún er ekk- ert sameiginlegt leyndarmál þjóðarinnar. Með íslenskri tungu hafa skáld íslendinga sagt stórbrotnar sögur af manninum og mannlegum samskiptum með margvíslegum fléttum um aldir, sem aðrar þjóðir hafa allt frá upphafi Islands byggðar vitað af. Lista- menn og hugvitsmenn verkmenningar hafa skapað verk sín með hugsun á þessari tungu. En það er með tunguna eins og landið. Þjóð- ernisvitund landsmanna verður að vera á varðbergi svo hún verði ekki uppblæstri að bráð við ágengni nýrra tíma og nýrra siða. Orðin geta eins og gróðurinn blásið burt, fyrnst og týnst. Og það eru gömul sannindi að það tekur margfaldan tíma að rækta upp aft- ur það, sem lagt hefur verið í auðn, án þess að menn veiti því athygli frá andartaki til andar- taks, sem ekki sýnist svo mikilvægt og dýr- mætt fyrr en litið er til baka og það hefur runnið inn i liðna tíma. Mál er manns aðal. Hið frjálsa orð verður aldrei fullmetið — og fyrir það ber að þakka. Enginn getur allar stundir talað svo öllum líki. í því felst sá ómetanlegi auður að sérhver íslendingur á það frelsi að fá að vera með sínu sniði og þann þjóðfélagsrétt að flytja skoðun sína í heyranda hljóði þegar honum sýnist. Þetta mikla og dýrmæta frelsi verður aldrei ofmetið. Biðja þarf þó hvern mann í sambúð sinni með hinu frjálsa orði að beita aðhaldi svo orð verði ekki fánýt, að sleppa ekki fram af sér beisli heldur reyna að halda í tauminn við ótemju hleypidóma eða heiftar með stór- yrðum sem glata merkingu séu þau ofnotuð. Því að þegar frelsið er orðið hömlulaust, er það ekki lengur sá eðalsteinn sem lýsir af heldur ófrjó mold sem ekkert fær vaxið í eða kviksandur þar sem enga staðfestu er að finna. Frelsi til orðs og æðis er gulls ígildi. Það verður aldrei metið til fjár og má aldrei selja fyrir peninga. Þess munu fá dæmi að frelsi hafi fengist aftur keypt fyrir veraldleg- an auð. Þannig er sjálfsmynd íslendinga þjóðernis- kennd sem eflir til sameiginlegra dáða og aldrei má rugla saman við né beita sem þjóð- arrembu. Þjóðerniskennd er alla daga verðugt umhugsunarefni, því afkoma sjálfstæðrar þjóðar á miklum breytingartímum er henni undirorpin. Sérhver dagur sem vér lifum er boðberi nýrra tíma. Smáþjóð hér norður í höf- um verður stöðugt að taka afstöðu til allra nýjunga heimsbyggðarinnar — svo og til þeirra nýjunga sem hugvitsmenn þjóðarinnar færa henni og þá jafnframt heimsbyggðinni. Ekkert i heiminum er eins í dag og það var í gær. Allir menn hljóta á líðandi stundu að hugsa í ljósi þess sem var í gær. Á hverjum degi verður og að undirbúa morgundaginn og framtíðina til lengri tíma. Mér verður að sjálfsögðu hugsað til æsku landsins, sem ég ber til djúpan kærleika og ber sérstaklega fyrir brjósti. Metnaður allra hlýtur að vera að leggja rækt við æskuna, sem þarf að finna sér sömu samsemd og þjóðarvit- und í landinu og fullþroska fólk telur sig eiga. Það er eins með mannveruna og landið og þjóðtunguna. Hún má aldrei smækka né tær- ast upp fyrir vanrækslu. Við gnótt nútímans, þegar alheimsmyndin, góð sem vond, er komin inn á svo til hvert islenskt heimili, ber að gæta þess hversu miklum tíma á að sóa í að gleypa gagnrýnislaust við öllu sem nýtt er. Þar er sameiginlegt átak til aukinnar þekk- ingar sterkasta vopnið. Vitund þjóðarinnar má ekki slævast að því marki að hún gleymi að gera kröfur til sjálfr- ar sín, — þær kröfur að hún eigi að búa yfir jafn mikilli og ríkri þekkingu og leikni til munns og handa og aðrar þjóðir. Þekking er lykill að þroska, þroski og þekking lykill að staðfestu. Fyrir • rúmri öld þegar skútusiglingar franskar voru í hámarki gekk út dreifibréf frá frönskum vfirvöldum til allra franskra sjó- manna á lslandsmiðum. Þar voru þeir upp- lýstir um verðuga umgengnisháttu við ís- lenska þjóð sem á þeim tima átti hvorki há- hýsi né myndarlega byggðarkjarna, enga fjár- muni yfirleitt. í þessu bréfi var brýnt fyrir öllum að varast þá freistni að taka ófrjálsri hendi nokkuð úr búi íslendinga, kvikfénað eða fiðurfé, því enda þótt þeir væru fáir og lítils megnugir og svo sýndist sem þeir gengju til verka út úr grasivöxnum hólum sem væri húsakostur þeirra, væru þeir allir læsir og vel upplýstir. Þeim væri því létt að lesa og skjal- festa nöfn skipa og kvarta yfir áreitni til yfir- valda. Slika umsögn sem þessa má víða finna í heimildum fyrri tíma um menntun íslend- inga og kunnáttu. Um leið og ég bið þess og vænti að vér íslendingar megum ávallt finna í landinu alla kosti mannlegs lífs, á ég enga ósk betri þjóð- inni til handa en þá að um hana verði fjallað um alla framtíð af slíkri virðingu. Guð blessi land vort og þjóð. Kallað er nafn Prédikun Ólafs Skúlasonar vígslubiskups í Dómkirkjunni Texti: Jesaja 43, lb ó lífsins faðir, herra hár, vor hjörtu minnast þinna gjafa. Vort skjól varst þú í þúsund ár í þungu róti storma og hafa. Þinn geisli laut að lágum gluggum, að litlum báti oggrýttri strönd. Þú lagðir veg úr Ijósi og skuggum og lézt oss ganga þér við hönd um ár og aldur. (Helgi Sreinanon) Þaö er hátíð í dag. Einskis eins manns há- tfð, heldur hátíð þjóðar. Við erum sögð há- tíðaglöð. Það undrar margan, hvílikur fjöldi daga er frátekinn fyrir þær. Finnst hagsýnum þar nokkuð ríflega skammtað, jafnvel svo að liggi við eyðslu, ef ekki sóun. Vitað er það líka, að hátíð verður aldrei ákvörðuð fyrir annan, svo að tryggt sé að hugur fylgi. Hin sanna tilfinning hátíðar verður að koma að innan, rétt eins og flest það annað, sem gott er og lengi skal vara. „I hjarta mínu er hátíð", kvað Davfð og mun það ekki fjarri Iagi um rétta lýsingu þess þels, sem eitt tryggir rétta kennd. Hátíðin, þegar allt er sem skyldi, sprettur fram og á þær uppsprettur, sem ekki þarf að óttast að þverri. í dag er verulegt tilefni hátfðar. Þó er þetta ekki hátíð forsetans eins, hvað þá þeirra einna, sem hér er boðið til til sæta innst í Dómkirkju. Þetta er hátfð þjóðarinnar, ís- lenzkrar þjóðar. Forseti Islands hefur störf á nýju fjögurra ára timabili, og það er gengið f kirkju. Síðan skal eiðstafur undirritaður f söl- um Alþingis. En hátfð er ekki bundin af hús- um, hvað þá hér af þeim húsum einum, sem að framan eru nefnd. Þótti þó í fámenni fyrri alda nægjanlegt tilefni hátíðar að ríða til kirkju eða jafnvel ganga, þótt drjúgur spölur væri. Þá var hver kirkjuferð tækifæri til þess að rjúfa ein- angrun og til að fullvissa sig um samstöðu með fleirum en heimilisfólkinu einu, jafnvel til að forða heimalningnum frá hugsanlegri heimsku. En nú er heimur annar. Meira virð- ist þurfa til þess að snerta svo sál, að sá ljómi fylgi, er lýsi svo hið innra sem hið ytra. Og þó erum við enn um sumt svo næm, að við erum gripin og hafin í hæðir gleði, svo að þumbara- skapur víkur fyrir hátíðarþeli. Sólargeisli brýst fram úr skýjum og tillir sér niður í skyndiheimsókn, þar sem hans hefur lengi verið saknað, og megnar með nálægð sinni að kalla fram bros, og séu þeir margir saman, geislarnir, og doki þeir við góða stund, þá ríkir sönn gleði hjá okkur. Eða vinarhendi er lögð á öxl, og þegar röddin berst og eigandi sést, stafar frá slíkur ljómi, sem bæði lýsir af og varmi fylgir. I sjálfu sér engin stórkostleg tilefni, en eru þó nægjanleg til þess, að frá þeim stafi slíkri birtu, að hún dugar til þess Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup flytur ræðu við messu f Dómkirkjunni í gær, áður en forseti íslands var á ný settur í embætti. að lýsa upp hugann og ná til nágrennis. Og það er sönn hátfð, þegar lýsir hið innra og þakklætið fær útrás f brosi, sem vermir aðra. En ríkulegt er tilefnið nú. Skal þó viður- kennt, að endurtekning á það sameiginlegt með nálægðinni, að ekki er alltaf fyllilega metið sem skyldi. Hið upphaflega, fyrsta, verður sérstakt, rétt eins og fjarlægð þarf til þess að marka sönn hlutföll. En dagurinn f dag er ekki í neinu síðri bróður sínum fyrir fjórum árum, enda þótt sumum kunni að þykja hann hafa annað yfirbragð, af þvf að mannshugurinn er misviðkvæmur og hættir jafnvel til þeirrar gleymsku, sem því fylgir að skoða ekki allt sem skyldi. Hér heima getum við sungið sálminn, sem varðveitir þessa bæn: Vertu oss fáum, fátækum, smáum lfkn i lífsstríði alda“ án þess greina megi svipbrigði eða nokkur geðhrif. En langt, langt í burtu, þar sem Rauðáin hefur mótað sléttur og frumbyggjar héðan settust að, hef ég ftrekað séð tár vökva augnkróka, þegar þessi bæn var flutt. Og höfðu þó sumir þeirra, sem þannig viknuðu vegna fjarlægs lands hvorki litið það né fundið andblæ lofts hér leika sér um vanga. En þeir höfðu þegið í arf lotningu ásamt kærleika, sem gerði ísland þeim dýr- mætt, enda þótt fjarlægt væri og um margt ókunnuglegt. En þeir sönnuðu rækilega, að blóðið í æðum var íslenzkt og þá skiptu fjar- lægðir engu máli. Kenndin var hin sama. Og þó, sennilega hefur hún verið ennþá sterkari en hér samkvæmt þeim lögmálum, að það er betur metið oft á tfðum, sem er hulið eða fjarlægt heldur en hitt, sem nálægt er og auðvitjað. Það þarf því stundum að minna á tilefni hátíðar og skoða vel, til þess að sem flestir geti áttað sig á því, hvað er um að vera. Og er það þó ekki gleymt, sem ég fyrr sagði um vanda þeirra, sem eiga að leiðbeina öðrum, svo að hátiðarkennd ríki í huga þeim. Það er ekki aðeins einstaklingur að taka nú við miklu embætti. Þjóðin öll á sér brennipunkt hér á þessari stundu, þar sem vonirnar birtast í persónu þjóðhöfðingjans og draumar margir öðlast veruleika. Hver kynslóð, sem tekur við af annarri, þiggur í arf, það sem fyrr hefur verið unnið. En hún skiíar líka af sér þeim f hendur, sem á eftir fylgja. Við erum ekki að- eins þiggjendur úr hendi forfeðra, hvort held- ur við staðnæmumst nú við tfmamótin fyrir 110 árum, þegar mikil saga var að gerast, eða fyrir 40 árum, þegar straumhvörfin miklu áttu sér stað. Nei, við erum líka f raun að fá lánað hjá börnum okkar og þeirra börnum. Visinn stofn ber engan ávöxt. Eydd mið metta engan. Glötuð saga kveikir hvorki bál né mýk- ir geð. Hvað höfum við þegið? Hverju hyggj- umst við öðrum í hendur skila? Þetta eru spurningar stórrar stundar. Skapari veraldar gekk fram og var spurður að nafni. Það lét hann ekki uppi, en sagðist vera sá, sem hann var. Hann er í eilífri nútíð og er stöðugur gerandi. En slíkur er kærleikur hans, að hann vill, að við berum nafn frammi fyrir honum. „óttast þú eigi“, segir hann, „þvi ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni“. Hug- sjónir kvikna, en við rekjum þær til einstakl- inga. Afrek eru unnin og við viljum vita meira um þann, sem slíku fékk áorkað. Jafnvel getur einhver risið svo hátt, að áhuga vekur á efni, sem fyrr var deyfðinni einni ofurseld. Islenzk þjóð heyr þetta sama frelsisstríð nú og um framtið alla. Ekki endilega vegna annarra þjóða, heldur fyrst og fremst í átökum sjálfr- ar sín. Og þar hlýtur nú sem ætíð að vera leitað nafns, svipazt um eftir leiðtoga, lagt eyra við, hver sá er, sem Drotinn kallar með nafni og lætur ganga fram fyrir aðra. Hér er hátíð í dag. Nafn er nefnt og við leggjum við eyru. Fyrir fjórum árum voru miklar vonir við það bundnar. Þær fylgja þvf enn við nýja embættistðku, en nú er stolt með mikilli virðingu þvf samfara og er þá byggt á þeim tfma, sem liðinn er frá því hafizt var handa þá, fyrir fjórum árum til dagsins í dag. Bæn kirkjunnar er sú, að í starfi forseta, persónu, orðum sem verkum fari sá, sem forði þjóð frá þvf að glata helgi trúar og sökkva f pytt kæruleysisins, en ljái þjóð vængi til flugs, svo að hið lága togi ekki niður til saurg- unar af hinu óhreina. Það þarf að hjálpa æsk- unni til þess að gera sér grein fyrir draumi forfeðranna og gera hann að sínum, og það þarf að styðja hinn fulltiða, svo hann horfist f augu við veruleikann og vinni sigra þótt fórn- ar sé krafizt. Glatist kærleikur, þar sem land- ið er nefnt, og hollusta, þegar hugsað er til þjóðar, fækkar ekki aðeins hátfðum, heldur er hafin skráning sfðustu kafla sögunnar. Það er ekki aðeins hefð að ganga í kirkju á stórum stundum, og engin tilviljun, að hátíðir flestar, sem rfsa undir nafni, eru kirkju og kristni tengdar. Sá Guð, sem f árdaga gaf ekki upp nafn sitt, heldur lýsti eiginleika, gaf síðar son sinn og steig þannig á foldu, að vilji him- ins er ljós öllum, sem skilja vilja. Drottinn Jesús á það nafn, sem öllum er æðra og okkur er ætlað að vera hólpin fyrir. I hans nafni beygir islenzk þjóð höfuð og biður forseta sfn- um blessunar á stórri hátið, sem er eign okkar allra. Og í þessum orðum er köllunin fólgin: Sjá, ég kalla þig með nafni, segir Drottinn. Verði náðin hans þjóð sem þjóðhöfðingja leið- arljós. I Jesú nafni. Amen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.