Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
GaU steypt á Akranesi. Morgunblaíia/Jón Gunnlaugsson. J|in nýja heimavist Fjölbrautaskólans, sem tekin verður í notkun í haust.
Miklar framkvæmdir á vegum Akranesbæjar:
Götur steyptar í fyrsta sinn
í mörg ár í sementsbænum
Akranexi, 30. júlí.
MIKLAR framkvæmdir hafa sUðið
yfir hjá Akranesbæ nú í sumar og ber
þar hæst framkvæmdir við gatnakerfi
bæjarins en nokkrar ^ötur verða
steypUr á þessu sumri. A undanförn-
um árum hefur nær eingöngu verið
lagt malbik eða olíumöl á göturnar.
Þær götur, sem steyptar verða í
sumar, eru Einigrund og Vallar-
braut en við þær götur eru nær
eingöngu fjölbýlishús og búa þar
nær 500 manns. Auk þeirra verður
Innnesvegur einnig steyptur en
hann er um 450 m að lengd. Fyrr-
nefndu göturnar tvær eru alls 458
m, þannig að steyptir verða alls
röskir 900 m á þessu ári. Við
steypuvinnu á götunum er unnið
samkvæmt tilboði frá Þorgeir &
Helga hf. og sjá þeir um mótun á
götunum og stillingu niðurfalla, en
steypuvinna er unnin í samráði við
bæjarstarfsmenn.
Akranesbær er búinn að koma
sér upp þjálfuðum mannskap i
steypulagningu. Tækjabúnaður
þeirra er mjög einfaldur og auð-
veldur í notkun en starfsmennirnir
sjálfir hafa hannað hann. Jafn-
framt þessu verða væntanlega
lagðar gangstéttir við þessar götur
og verða þær einnig steyptar. Alls
lætur nærri að steyptir verði um
2.500 m* af gangstéttum en um
8.000 m2 af götum en steypuþykkt
þeirra er 12—18 cm.
Af öðrum gatnagerðarframkv-
æmdum sem unnið er að má nefna
að búið er að undirbyggja um það
bil 500 m langa götu á Breiðinni, en
þar munu væntanlega rísa hús
tengd fiskverkun til viðbótar þeim
sem fyrir eru. í nýjasta bygginga-
hverfi bæjarins, Jörundarholti,
verður haldið áfram uppbyggingu.
Akurnesingar eru enn nokkuð vel
birgir af lóðum í því hverfi. Rólegt
er yfir byggingaframkvæmdum nú
sem stendur, enda hefur aðeins
verið úthlutað 8 einbýlishúsalóðum
það sem af er þessu ári. Aætlað er
að Jörundarholt fullnægi eftir-
spurn eftir lóðum næsta árið, en
eftir það verður að taka ný svæði
til skipulagningar.
Brekkulækjar-
skóli stækkaöur
Hafnar eru framkvæmdir við
stækkun Brekkulækjarskóla en
vegna mikilla þrengsla í skólanum
var sú framkvæmd orðin mjög
brýn. Alls er grunnflötur nýju
byggingarinnar 786 m2 að stærð og
er stefnt að því að byggingin verði
fokheld nú í haust.
Heimavist fjöl-
brautaskólans
í haust verður tekin í notkun ný
heimavist fyrir fjölbrautaskólann.
Er það aðeins hluti af því sem
koma skal þvi aðeins verður f
fyrstu tekin i notkun önnur hæðin
af tveim. Alls eiga 64 nemendur að
geta búið þar og batnar þá mjög
aðstaða aðkomunemenda skólans.
Heimavistin er byggð að mestu úr
forsteyptum einingum, líkt og
verknámshús skólans, sem tekin
voru í notkun árið 1982.
íþróttamannvirki
við Jaðarsbakka
Samþykkt hefur verið í bæjar-
stjórn að hefja byggingu iþrótta-
miðstöðvar við Jaðarsbakka. í
þessari miðstöð er áætlað að gera
laug og hafa búningsaðstöðu og
einnig íþróttasal af fullri stærð. I
fyrsta áfanga verður lögð mesta
áhersla á byggingu laugarkars,
sem verður steinsteypt og 25 m
langt og breidd þess 12,5 m. Bún-
ingsaðstaða verður í sömu bygg-
ingu og vallarhúsið er nú, en verður
stækkuð mikið. Auk búningsað-
stöðunnar er gert ráð fyrir rými
fyrir félagslega aðstöðu og annað
tilheyrandi.
fþróttabandalag Akraness mun
sjálft standa að byggingu íþrótta-
salarins.
Heilsugæslustöð
Hafnar eru framkvæmdir við
byggingu heilsugæslustöðvar við
Sjúkrahús Akraness. Unnið er að
jarðvegsskiptum og síðan er áætlað
að í fyrsta áfanga verði grunnur
byggingarinnar fullgerður.
Aðrar framkvæmdir
Verið er að byggja þjónustuibúð-
ir fyrir aldraða við dvalarheimilið
Höfða. Fyrsti áfangi er núna full-
búinn og standa vonir til að flutt
verði í fbúðirnar nú í haust. Ákveð-
ið er að halda áfram byggingu
þjónustuíbúða og verða lfklega
byggðar 8—10 íbúðir í næsta
áfanga og munu framkvæmdir
hefjast fljótlega. Ýmis fyrirtæki
eru að byggja yfir starfsemi sína
og má þar nefna að 7—8 fyrirtæki
hafa tekið sig saman og byggja yfir
sig í svokölluðum iðngörðum og er
þar um að ræða nokkur smærri
fyrirtæki.
OLÍS er að hefja byggingu á
nýrri bensín- og olíustöð við Kal-
mansbraut. Vélaleiga Birgis Hann-
essonar hefur að mestu lokið við
byggingu 800 fermetra húss undir
starfsemi sina og sömuleiðis
Trésmiðjan Jaðar, svo nokkrir séu
nefndir. — JG
Vjdterum komin
i eina sæng