Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Terylenebuxur, kr. 555,00, 595,00, 625,oo og
785,00.
Karlmannaföt, kr. 1995,00, 2450,oo og
2975,00.
Gallabuxur, kr. 475,00 og 595,00.
Kvensnið, kr. 490,00 og fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavördustíg 22A, sími 18250.
Kynning
áPROLOG
á vegum Reiknistofnunar
Háskólans
Kynning Reiknistofnunar Háskólans á forritunar-
málinu PROLOG, hefst mánudaginn 20. ágúst nk.,
kl. 16—18 og verður auk þess dagana 21., 23. og 27.
ágúst, eða alls 8 tíma. Þess á milli er frjáls aðgang-
ur að tölvum til æfinga. Þátttökugjald er kr. 3.000,-.
Kennari er prófessor Oddur Benediktsson.
Stuðst verður við bók Clark og Mccabe: Micro-
Prolog, Programming in logic og fæst hún í Bók-
sölu stúdenta.
PROLOG er um flest ólíkt heföbundnum forritunar-
málum, svo sem Fortran, Cobol, Pascal o.fl. PROL-
OG hefur ásamt LISP náö mikilli útbreiöslu á sviöi
tölvurits (Artificial Intelligence), m.a. viö gerð
svonefndra þekkingarkerfa (Expert Systems).
Ástæöa er til aö ætla aö PROLOG eöa svipuö mál
eiga eftir aö gerbreyta notkun tölva í framtíöinni. Til
dæmis hafa Japanir valiö PROLOG til notkunar á
fimmtu kynslóöar tölvum sínum.
Námskeiöiö er öllum opið, en gert er ráö fyrir að
þátttakendur hafi kynnst a.m.k. einu forritunarmáli.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Ólafar Eyjólfsdóttur í
síma 25088 (fyrir hádegi).
Reiknistofnun Háskólans.
OFBELDI GEGN BÖRNUM
HVER ÍBÚÐ MEÐ SÍNU
LAGI
— Hugmyndir bandaríska arkitektsins
Susan A. Roeder um hvernig megi lífga
upp á íslensk fjölbýlishús.
Á FJÖLLUM MEÐ FRÆNDA
— Feröasaga Indriöa G. Þorsteinsson-
ar, rithöfundar, ásamt fleiri „sögum í
farteskinu".
FATNAÐUR OG FÖRÐUNí
LITRÍKUM HRÆRIGRAUT
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina
Bæjarstjóm Eskifjarðar:
Afkoma
óhóflega
EskinrAi, 30. júlí.
Á FUNDI bæjarstjórnar Eskifjarðar
24. júlí var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt samhljóða:
„Bæjarstjórn Eskifjarðar skor-
ar á stjórnvöld, að grípa þegar í
stað til aðgerða er leiðrétt geti hag
sjávarútvegs í landinu svo ekki
þurfi að koma til stöðvunar fiski-
skipanna. Það er alrangt, sem
haldið hefur verið fram itrekað nú
undanfarið, að rekstrarörðugleik-
ar útgerðar og fiskvinnslu stafi af
offjárfestingu og minnkandi afla.
Hann stafar augljóslega fyrst
og fremst af því, að allur kostnað-
fólks byggist á
mikilli yfírvinnu
ur innanlands svo sem olíuverð,
flutningsgjöld og viðgerðir hafa
hækkað úr hófi fram á sama tíma
og genginu er haldið stöðugu svo
fiskafurðir, sem seldar eru úr
landi og skila þjóðarbúinu 70% af
gjaldeyristekjum þess, hækka
ekkert í krónum talið. Nú, þegar
kreppir að og atvinna dregst sam-
an, kemur það berlega í ljós, að
þokkaleg afkoma fólksins í sjávar-
plássunum hefur byggzt á óhóf-
lega mikilli yfirvinnu. Enginn get-
ur lifað mannsæmandi lífi af
13.000 króna mánaðarlaunum eins
og dagvinnutekjur fiskvinnslu-
fólks eru nú. I bæjarfélögum, þar
sem langflestir íbúanna vinna við
útgerð og fiskvinnslu, heldur nú
við stöðvun allra framkvæmda af
þessum sökum.
Bæjarstjórn Eskifjarðar treyst-
ir því að ríkisstjórnin meti fram-
lag sjávarútvegsins í landinu og
þess fólks, sem að honum vinnur
svo mikils, að hún geri sitt ítrasta
til að koma á jafnvægi milli at-
vinnugreina og landshluta, þannig
að stöðvaður verði sá fólksflótti,
sem nú er úr dreifbýli til þéttbýlis
til stórskaða fyrir alla íslendinga,
hvar sem þeir búa.“ — Ævar
Dagverðames:
Fjölsótt kirkjuhátíð
Sunnudaginn 22. júlí var kirkju-
hátíð í Dagverðarnesi í Dalasýslu.
Þá var minnst 50 ára vígsluafmælis
Dagverðarneskirkju en hún var vígð
22. júlf 1934.
Hátíðin hófst með guðsþjónustu
í Dagverðarneskirkju kl. 2 e.h. þar
sem sr. Þórir Stephensen, dóm-
kirkjuprestur, prédikaði, en hann
þjónaði kirkjunni um 5 ára skeið á
árunum 1955—60. Altarisþjónustu
önnuðust sóknarpresturinn sr.
Ingiberg J. Hannesson, prófastur
á Hvoli, og sr. Friðrik J. Hjartar í
Búðardal og sr. Gísli H. Kolbeins f
Stykkishólmi. Sóknarprestur
flutti ávarp f messulok og sagði
m.a. sögu kirkjunnar.
Athöfnin í heild var hin hátíð-
legasta og var fjölsótt, því nokkuð
á annað hundrað manns munu
hafa sótt hátíðina. Veður var
fremur gott, skýjað en þurrt, og
komu menn bæði sjóveg og land-
veg eftir því sem aðstæður leyfðu,
en þess verður að geta að ekki er
hlaupið að því að komast á kirkju-
staðinn á landi, þvf þangað er
naumast akfær vegur nema þegar
þurrast er og best að sumarlagi og
þá helst á torfærubifreiðum, enda
Dagverðarnes í eyði og vegagerð
þangað lítið sinnt.
Þeim mun ánægjulegra var það
hversu margir komu til hátíðar-
innar, og mun það næsta fátftt nú
orðið að sjá kirkjugesti koma
gangandi um langan veg til kirkju
sinnar, en svo var um flesta
kirkjugestina, sem ekki lögðu bfla
sína í torfæruakstur eða vildu
njóta þess að koma gangandi til
kirkju. Mun vera um klukkutíma
gangur frá aðalvegi og niður í
Dagverðarnes en kirkja hefur ver-
ið þar lengi staðsett, því frá því á
13. öld eru heimildir um hálf-
kirkju þar, en sóknarkirkjan verð-
ur þar fyrst með konungsbréfi 9.
júní 1758. Þegar núverandi kirkja
var byggð í Dagverðarnesi 1934
var sóknin allstór og nærliggjandi
eyjar allar í byggð, en nú er öldin
önnur, eyjarnar allar komnar í
eyði og sóknin orðin fámenn, því
þar eru nú aðeins heimilisfastir 24
menn og þeir þó ekki allir þar með
fasta búsetu. Það var því allmikið
átak fámennum söfnuði að minn-
ast þannig hálfrar aldar afmælis
kirkju sinnar, við erfiðar aðstæð-
ur, en þó myndarlega á allan hátt.
Á eftir messu voru veitingar fram
bornar f tjöldum á hlaðinu í boði
sóknarnefndar og var þar vel
veitt.
Áthöfnina sóttu allmargir
brottfluttir sóknarmenn og sveit-
ungar og áttu allir þarna sérlega
ánægjulegan dag. í tilefni afmæl-
isins var gefinn út veggplatti með
mynd af kirkjunni, teiknaður af
Lísbet Sveinsdóttur, í 400 tölusett-
um eintökum. Er hann fáanlegur
hjá sóknarpresti og formanni
sóknarnefndar, Selmu Kjartans-
dóttur á Ormsstöðum. Fréttaritari
VINNUHESTAR
frá Talbot og Peugeot
Sendiferðabifreið
Framhjóladrifinn
Sparneytinn
Burðarmagn 500 kg
Allar frekari upplýsingar veittar á staðnum.
HAFRAFELL
Vagnhöfða 7, Reykjavík
Símar 685211 og 685537
Pallbifreið
Sparneytinn
Með sjálflæsandi mismuna-
drifi
Burðarmagn 1250 kg