Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 44
44
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Uppskera ríkisforsjár
eftir Kristin
Pétursson, Bakkafirói
Fyrirtæki í sjávarútvegi eiga nú
í miklum erfiðleikum. Þau hafa
verið dæmd til taprekstrar undan-
farin ár með þeim hætti að segja
má að hér hafi verið um ríkiskúg-
aða starfsemi að ræða. Útgerðar-
aðilar og framleiðendur sem
skapa um 75% gjaldeyristekna
landsmanna ráða litlu sem engu
um afkomu sina. Leita verður á
náðir ríkisins, betla þar og suða,
með þeim árangri sem allir eru
vitni að, fyrir svo utan það að slikt
er fyrir neðan virðingu nokkurs
manns.
Hagstæö skilyrði voru hér frá
því landhelgin var færð út í 200
milur, fram á árið 1982, ef undan
er skilin hækkun oliuverðs. Afli
jókst alltaf á þessum árum. Samt
söfnuðu fyrirtækin skuldum á
þessu tímabili. Þótt að einhverju
leyti megi kenna rangri fjárfest-
ingu þá er höfuðorsökin sú að ís-
lenskur sjávarútvegur býr við
ómögulegar leikreglur sem hefur
einkum komið fram í rangri geng-
isskráningu á hverjum tíma.
Þegar afli dregst svo saman
(öllum að óvörum) þá verða góð
ráð dýr. Einu „varasjóðirnir",
staflar af vanskilaskuldum sem i
tölum eru svo háar, að staðgreiða
mætti fyrir það sæmilegt álver
væri það handbært fé.
Það má því segja að núverandi
stjórnvöld séu ekki öfundsverð að
skapa „rekstrargrundvöir í þess-
ari stöðu.
Hlutverk stjórnvalda og
ábyrgra aðila i sjávarútvegi er
ekki síður að skapa þessari at-
vinnugrein nýjar leikreglur. Þar
ber hæst að skera niður rikisaf-
skipti og ríkisforsjá. Fer vel á því
að skera niður ríkisútgjöld i leið-
inni og slá tvær flugur í einu
höggi.
Fyrir menn í viðskiptum, hvort
sem það heitir sjávarútvegur eða
önnur viðskipti, er óþolandi að
hafa afskiptaseggi á vegum rikis-
ins við hvert fótmál. Hreinlega
niðurdrepandi. Heilbrigð verslun,
viðskipti eða kaupsýsla getur
aldrei gengið gegn um þröngsýnis-
gleraugu stofnanastjóra á vegum
rikisins sem eiga (að eigin vitund)
að passa alla þessa asna — að þeir
fari sér nú ekki að voða, og steli
engu.
Um þátt Þjóöhags-
stofnunar
í þessari hægfara útrýmingu
sjávarútvegsfyrirtækja hefur for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar gegnt
yfirdómarastöðu. Undir hans
stjórn sitja menn og „framreikna"
stöðuna I hinum ýmsu greinum
sjávarútvegs. Til grundvallar er
haft meðaltal ársreikninga síðari
ára hjá um 100 fyrirtækjum í
sjávarútvegi. Síðan „framreikna"
blessaðir mennirnir helstu breyt-
ingar fram til nútímans og telja
síðan sjálfum sér og öðrum trú um
að þessi aðferð sé raunhæf við að
finna út afkomu á hverjum tíma.
Svo er því miður ekki.
I fyrsta lagi eru gamlir árs-
reikningar ekki nothæfir sem
grundvallaratriði fyrir aldurs sak-
ir, en þó nothæf skráning sögu-
lega.
í öðru lagi er engan veginn hægt
með neinni nákvæmni að „fram-
reikna" allar þær breytingar sem
verða á tímabilinu frá síðasta
ársreikningi til þess tima er út-
reikningurinn er miðaður við.
Smáatriðum er sleppt, einungis
helstu breytingar teknar inn í
„framreikninginn". Einnig eru
sveiflurnar á sama tímaskeiði
ekkert metnar. I raun og veru eru
margar breytingar á dag í gengis-
og markaðsmálum ásamt ótal
smábreytingum sem ógjörningur
er að hafa tölu yfir, hvað þá
reikna út eftirá með einhverri
nákvæmni.
í þriðja lagi er ekkert tillit tekið
til náttúrulegra breytinga eins og
smækkandi fisks og þar af aukins
vinnulaunakostnaðar, mismun-
andi aðstæðna að ná i fiskinn
o.s.frv. Þarna er um að ræða
stærðar gat I útreikningunum
ofan á annað. Gagnrýni hags-
munaaðila hefur stofnunin látið
sem vind um eyru þjóta, jafnvel
þótt ágreiningur hafi verið upp á
annan tug prósenta.
Þá kemur að ákvörðun fisk-
verðs. Yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins er skipuð fimm
mönnum. Tveim fulltrúum kaup-
enda og tveim seljenda og odda-
maður er enginn annar er for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar. Þar sem
þessir tveir og tveir verða aldrei
sammála hefur oddamaðurinn
svotil alræðisvald. Yfirdómari i
þvf að dæma verðgildi alls aflans
upp úr hafinu, sem við veiðum
innan 200 milna lögsögunnar!
Ekki nóg með það. Til grund-
vallar ákvörðun sinni notar odda-
maðurinn „framreikninginn" sem
áður er lýst.
Er þetta lýðræði?
Svo er það smiðshöggið. Geng-
isskráningin. Þjóðhagsstofnun
skilar þá til ríkisstjórnarinnar
eftir pöntun nýjustu útreikning-
um stofnunarinnar um stöðuna í
hinum ýmsu greinum sjávarút-
vegs, ásamt pantaðri ráðgjöf í
meðlæti að svona verði þetta ef
gengið verði þetta og svona og
svona.
Seðlabankinn blessaður skráir
síðan stofngengi íslensku krón-
unnar „að höfðu samráði við ríkis-
stjórnina" eins og hann á að gera
samkvæmt lögum um Seðlabank-
ann. Hvað þetta „samráð" þýðir
hefur ekki fengist upplýst þrátt
fyrir áskoranir þar um.
Niðurstaða um útreikninga
Þjóðhagsstofnunar:
Yillandi útreikningar, gáleysislega
unnir, sem nánast tilvíljun er að séu
réttir og hafa yfir sér lítið vísinda-
legt yfirbragð.
Þótt ótrúlegt sé hefur stjórnun
efnahagsmála hér á landi grund-
vallast í aðalatriðum á þessum út-
reikningum, hin síðari ár. Já enn í
dag er verið að hjakka í sama far-
inu, reyna að stjórna eftir ónýtum
upplýsingum.
Uppskeran blasir við. Hún talar
sínu máli.
Nýjar aðferöir
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
verða nú þegar að taka þessi af-
komumál föstum tökum og stofna
upplýsingabanka. Aðalfundur SÍF
í vor ályktaði í þessa átt.
Mánaðarlegar framleiðslu-
skýrslur keyrðar í tölvu slíks upp-
lýsingabanka ættu að geta verið
Kristinn Pétursson
„Ríkisforsjá í banka-
málum er afleit og hefur
leitt til ómældrar ógæfu
í atvinnu- og peninga-
málum þjóðarinnar.
Sala ríkisbankanna er
með brýnustu verkefn-
um stjórnvalda á ís-
landi.“
tilbúnar fyrir 15. næsta mánaðar
eftir framleiðslumánuð. Þar væri
bót fyrir fyrirtækin sjálf til þess ð
geta beitt nákvæmni við stjórnun
framleiðslunnar.
Stjórnvöld gætu fengi raun-
verulegar og réttar upplýsingar
um gjaldeyrisframleiðsluna og
hlýtur það að vera algjört grund-
vallaratriði til þess að hægt sé að
stjórna peningamálum þjóðarinn-
ar.
Síðast en ekki síst myndi slíkur
upplýsingabanki geta orðið einn af
hornsteinum þess að koma hér
upp frjálsum gjaldeyris- og verð-
bréfamarkaði.
Slíkur markaður er einmitt það
sem vantar. Þá fá menn sannleik-
ann daglega. Dóm þeirra sem
skipta við markaðinn, almenning
og fyrirtæki. Enginn stjórnmála-
maður eða opinber starfsmaður,
ekki einu sinni hópur stjórnmála-
manna og opinberra starfsmanna,
getur haft vit fyrir almenningi og
viðskiptalífinu. Þeir sem skipta
við markaðinn, kaupa þar og selja
í samkeppni hver við annan, eru
réttu aðilarnir til þess að dæma
verðgildi þess sem á markaðnum
er.
Hlutverk stjórnvalda er að
skapa leikreglurnar (lögin). Síðan
fylgjast stjórnvöld með markaðn-
um og geta haft áhrif á hann með
ýnisum hætti eins og gerist ann-
ars staðar á Vesturlöndum.
Það þýðir ekkert fyrir stjórn-
málamenn að vera hræddir við að
fara sömu leiðir og aðrar sið-
menntaðar þjóðir. Ef þeir ekki
vilja þetta þá eru þeir að segja um
leið að ríkjandi kerfi sem hér hef-
ur verið lýst sé betra. Við þá sem
þannig hugsa vil ég segja þetta:
Fáið ykkur aðra vinnu ef þið þorið
ekki að sjá sannleikann.
Það sem við orðið vitni að er:
„Hæg gengisaðlögun", „gengissig",
„hratt gengissig". „Hratt gengis-
sig í einu stökki", og svo gengis-
fellingarnar blessaðar. Nú síðast
„fastgengisstefna" sem var jú hár-
rétt stefna fyrir ári. Þá skeði það
furðulega að sömu menn og
ákváðu fastgengisstefnu neituðu
að viðurkenna hana sem viðmið-
unarpunkt til ákvörðunar vaxta.
Þannig hefur íslenska krónan ver-
ið sterkasti gjaldmiðill í Evrópu
síðan í mai 1983, en vextir hér þeir
hæstu í heimi. Frjáls markaður
hefði aðlagað sig sjálfkrafa nýjum
ákvörðunum. Það þýðir ekkert
fyrir veðurstofuna að negla bar-
ómetið á „smukt" og spá góðviðri
fyrir árið.
Það er algjörlega útilokað að ís-
lenskir atvinnuvegir geti greitt
meira fyrir lánsfé en erlendur
lánsfjármarkaður býður upp á.
Opinn verðbréfamarkaður hefði
strax svarað fastgengi og háum
vöxtum með því að hlutabréf
hefðu hrunið í verði. Þannig hefðu
strax verið teknar ákvarðanir til
að bæta úr og ná jafnvægi.
Nýjar aðferðir í þessum málum
gerast að sjálfsögðu ekki á einum
sunnudegi. Fyrst verður umræðan
að komast af stað, ákvarðanir
teknar og tímasettar. Oft hefur
verið þörf en nú er náuðsyn á
breyttum vinnubrögðum.
Um þátt bankamála
Bankar í lýðræðisríki gegna
mikilvægu hlutverki. Þeirra hlut-
verk á að vera að geyma sparifé og
lána það til arðbærra verkefna.
Alvörubankar fylgjast vel með
viðskiptavinum sínum og þjóna
vel þeim sem standa sig, en loka á
þá sem ekki gera það, eða bjóða þá
upp ef þeir ekki borga. Jafnvel
lána þeim meira sem sýnt geta
fram á að þeir komist út úr tíma-
bundnum erfiðleikum.
Svona á hlutverk banka að vera
í grófum dráttum.
En hvernig hefur nú tekist til
hér á landi í þessum málum?
Herfilega. Sparifé brunnið upp í
óðaverðbólgu og bankarnir lagt
blessun sína yfir offjárfestingu á
flestum sviðum þjóðlifsins. Dug-
legastir hafa þeir verið sjálfir i
offjárfestingunni og engu til spar-
að.
Spurning: Hver er munur á
Landsbankanum og Fram-
kvæmdastofnun? Svar: Bæði
opinberar stofnanir, en ívið betra
að borða í Framkvæmdastofnun
vegna þess að þeir hafa fullkomn-
ara eldhús. Landsbankinn hefur
hins vegar betur í palísander.
Meinsemd sjávarútvegsmála
liggur að verulegum hluta í hálf-
ónýtu bankakerfi sem virkar ekki
eins og það á að gera vegna þess að
stærstu bankar landsins eru í eigu
ríkisins.
Þess vegna skulu ríkisbankarnir
seldir og það ekki siðar en strax.
Breyta þeim nú þegar í hlutafélög
og selja hlutabréfin öllum sem
vilja kaupa og helst sem flestum
landsmönnum. Hver ætti svosem
að geta keypt spyr þverhausinn.
Talar hjá
Hjálpræð-
ishernum
Major Guðfínna Jóhannes-
dóttir taiar á samkomu í
Hjálpræðishernum í kvöid
klukkan 20:30 í Herkastalan-
um.
Guðfínna er deildarstjóri í
austurdeild Hjálpræðishersins
í Suður-Noregi og er stödd hér
um þessar mundir. Hún er
Hafnfírðingur.
Ótrúlegustu óhöpp gera ekki boö á undan sér. Barn-
iö er öruggt í barnaöryggisstól. KL-Jeenay eru viö-
urkenndir stólar og hafa hlotiö verölaun fyrir hönnun
og öryggi.
na
SIOUMULA 7-9 • SIMI 82722
ust h.f
Almenningur fer létt með það því
fyrir óstjórn bankanna sjálfra eru
þeir harla lítils virði markaðslega
þessa stundina. Enginn hlutur er
meira virði en einhver vill borga
fyrir hann, svo einfalt er það. Með
sölu ríkisbankanna væri þvi brotið
blað í íslandssögunni og von til
þess að við gætum a.m.k. haldið
upp á 50 ára lýðveldisafmælið eft-
ir tíu ár.
Hlutverk stjórnmálamanna er
að skapa leikreglurnar sem bank-
inn á að vinna eftir, en ekki að
vera að kássast í starfseminni
sjálfri eins og hefur verið hér, með
þeim árangri sem við blasir.
{ fótboltanum fær Nonni ekkert
að sparka af sérstaklega stuttu
færi ef hann er seinn að hlaupa.
Nonni verður bara að taka sig á
eða hætta boltaleik og snúa sér að
öðru. Pólitíkusar fá ekkert að
hvísla í eyra dómarans. Leikregl-
urnar gilda.
Þeir sem ekki standa sig í
bankakerfinu eiga að fara á haus-
inn. Gera það með sóma og byrja
siðan aftur. Sparifjáreigendur
sjálfir ættu að mynda samtök og
krefjast þess að rikisbankarnir
verði seldir í ljósi reynslunnar, að
fé þeirra fuðraði upp. Víti eiga að
vera til varnaðar og kenna
mönnum að krefjast úrbóta.
Ríkisforsjá í bankamálum er af-
leit og hefur leitt til ómældrar
ógæfu í atvinnu- og peningamál-
um þjóðarinnar. Sala ríkisbank-
anna er því með brýnustu verkefn-
um stjórnvalda á íslandi.
Að lokum
íslenskur sjávarútvegur stendur
nú á tímamótum. Hagsmunaaðilar
ættu nú að efna til fundar og
marka hér nýja stefnu í ljósi
reynslunnar.
Þar ber hæst að ná samkomu-
lagi um að hætta öllu millifærslu-
sukki með fjármuni og afnema út-
flutningsgjöld af sjávarafurðum
sem nú eru 5,5%. Þannig verður
hver framleiðandi ábyrgur gerða
sinna eins og vera ber.
Þessi höfuðatvinnuvegur íslend-
inga þarf nú á einu að halda ofar
öðru sem er stuðningur og þátt-
taka almennings í þessum rekstri.
Það ætti að geta gerst með því að
koma á verðbréfamarkaði þar sem
hlutabréf í útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum yrðu til sölu.
Jafnframt verður að koma til
markaður með gjaldeyri, annars
kaupin enginn. Þannig ættu fyrir-
tæki i þessari atvinnugrein að
geta I framtíðinni skipað þann
sess sem þeim ber og gegnt því
hlutverki sem þeim er ætlað og
þjóðinni er nauðsyn á.
íbúar sjávarplássa á íslandi
ættu í slíku skipulagi ekki að
þurfa að kvíða framtíðinni sem að
óbreyttu ástandi er vægast sagt
tvísýn. Þorskafli á eftir að aukast
aftur. Það er einungis spurning
um tíma. Vonandi er að þetta
greinarkorn opni augu einhverra
fyrir því að vandamálin eru orðin
að mestu vegna þess að löggjafinn
hefur ekki skapað þessari atvinnu-
grein réttar leikreglur. Það er
kjarni málsins.
Kristinn Pétursson er fram-
kvæmdastjóri fiskverkunar á
Bakkafirði.
Guðfínna Jóhannesdóttir