Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 45 Góð byrjun en botninn vantar Hljóm (322351 Siguröur Sverrisson HLH-flokkurinn í rokkbuxum og strigaskóm Steinar Þá eru þeir mættir á ný eftir nokkurra ára hlé, þremenn- ingarnir Björgvin Halldórsson, Þórhallur og Haraldur Sigurðs- son í HLH-flokknum. Það verð ég að segja, að þessi atlaga þeirra að sjötta áratugnum finnst mér mun meira sannfær- andi en sú fyrri — kannski er maður bara orðinn svona gam- all. Svo mikið er víst, að þessi plata á eftir að njóta mikilla vinsælda hérlendis þótt mér finnist „væmnu" lögin allt of mörg og áberandi. Platan fer annars mjög vel af stað. Trausti Bergsson í gervi minksins (Wolfman Jack?) stendur sig eins og hetja áður en bestu lög plötunnar koma hvert á fætur öðru. Fyrst er það Vertu ekki að plata mig eftir Björgvin og síðan Með Haley-lokk (og augað i pung), einnig eftir Björgvin. A eftir fylgir hrotta- lega væmið lag áður en tvö nokk- uð hress lög mæta til leiks. Það síðara, Tjúttað í hlöðunni, er með ósvikinni sveiflu þótt inntak lagsins sé príl upp og niður tónstigann. Tvö siðustu lög plöt- unnar eru lítt athyglisverð. Síðari hliðin byrjar afleitlega. Bæði lögin hans Ladda máttlaus og á milli þeirra er Venus eftir þá Greenfield og Neil Sedaka. Heldur ekki beysið að minu viti. Hamingjulagið á vafalítið eftir að gera það gott í óskalagaþátt- unum enda texti þess beinlínis saminn með slíkt fyrir augum. Söngur Haralds í þessu lagi þó undarlega áreynslumikill og beinlínis leiðinlegur. Gamall slagari, Angelina, fylgir á eftir og gerir lítt til að bæta B-hlið- ina. Sama gildir um Æskuást Ladda. Það er aðeins í lokalagi plötunnar, sem reyndar er eftir Björgvin, að platan nær aftur fyrri „standard" í laginu Vöru- bílstjórablús. Það, sem og svo nokkur önnur lög á plötunni, sver sig þó ekkert sérstaklega í ætt við sjötta áratuginn. Þegar málin eru gerð upp eftir að hafa hlustað á lögin 15 i nokk- ur skipti er niðurstaðan sú, að hér sé á ferðinni hinn ágætasti afþreyingargripur, sem hefði þó orðið enn sterkari ef fleiri lög Björgvins, á borð við þau sem halda plötunni uppi að mínu viti, hefðu fengið að fljóta með. Laddi sýnir því miður hér að hann er vita staðnaður lagasmiður. Tæknileg hlið plötunnar er í mjög góðu lagi. Hljóðfæraleikur óaðfinnanlegur, sömuleiðis upp- taka og hljóðblöndun. Engir fúskarar á ferðinni í þeim efn- um. Gestir plötunnar, þau Sig- ríður Beinteinsdóttir, Siggi Johnnie og Erna Gunnarsdóttir, skila sínum hlutverkum mjög vel. ÚTISAMKOMA í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina Discotekiö Stúdeó Bara flokkurinn HLH flokkurinn Hljómsveitin Lótus Hátíöarræöa Kiza flokkurinn Breikdans Hljómleikar Flugeldasýning og fjöldinn allur af öörum skemmtiatriöum Dansaö á tveimur pöllum öll kvöldin kl. 21—03 Allir sem mættu í fyrra velkomnir og svo auövitaö allir hinir sem bætast viö. Sætaferðir frá BSÍ: Föstudag kl. 16.00, 18.30 og 20.30. Laugardag kl. 14.00 og 21.00. Sunnudag kl. 21.00. Til baka allar nætur kl. 03.00. Verö inná hátíðarsvæöið 900.00 kr. Sætaferðir aðra leiðina 200.00 kr. Sóratakar sætaferðir í sundlaugina í Þjórsárdal. AUGLYSING Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fcestar krónur Skúli er snillingur Landsins bezta veitingahús ArnarhóU er bezta veitingahús landsins. Á þvi leikur ekki hinn minnsti vafi. Þar með er ég ekki aö lasta mjög góða staði á borð við Holt og GríUið á Sögu. En AmarhóU ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðr- ar matstofur. Meðan sumar aðrar eru mjög góóar, þá er AmarhóU frá- bær. Gæfumuninn gerir, að Skúli Hansen er snillingur i eldhúsinu. Hann er dæmigerður fuUtrúi hinnar nýju, frönsku línu i eldamennsku, sem sigraði heiminn fyrir nokkrum árum. Þar á ofan er hægt að treysta staðnum. Þegar SkúU er ekki á vakt- inni, heldur Guðmundur Guðmunds- son uppi merkinu. Ég minnist þess meö brosi, að kunnur matreiðslumaður reiddist einu sinni, þegar ég gagnrýndi stað hans. Sagðist hann ekki hafa veriö á vaktinni, þegar ég kom. Samt fengu viðskiptavinir enga aðvörun um slíkt og urðu að borga fullt verð. Ef fólk vill ekki taka slíka áhættu, þegar þaö fer út aö borða, er Amarhóll staður, sem aldrei bregzt. Amarhóll er meira en góður mat- ur. En i þjónustu og umhverfi sker staðurinn sig minna úr hópnum. FaUegar veitingastofur og góð þjón- usta eru sem betur fer algeng fyrir- bæri hér á landi. Það er fyrst og fremst matreiðslan, sem víðast bU- ar. Nútíminn hefur þar ekki haldið innreiðsina. Meðal islenzkra matreiöslumanna er útbreitt virðingarleysi fyrir hrá- efnum, óhófsnotkun á frystikistum, örbylgjuofnum, dósamat og stöðlun I meðlæti, of langir eldunartímar, óhófsnotkun á hveiti og salti, ofurást á köldu borði og tormeltum djúp- steikingum og ýmislegt annað tU- finningaleysi fyrir matargerð sem listgrein. Engu sliku er til að dreifa í Amar- hóli. Þar fá gestir hoUan, faUega upp settan og frábærlega bragðgóðan mat, sem fer einstaklega vel i maga. Þegar viö bætist góð þjónusta i faUegu umhverfi, fullkomnast um- gerð veizlunnar. I upphafi sættu innréttingar Arnarhóls nokkurri gagnrýni. Sumt hefur veríð lagað, tU dæmis meö hljóðeinangrun í lofti og með gömlu hljóöfærunum, sem nú hressa veggina. Annað hefur vanizt, eins og flísamar á neðanverðum veggjunum. SkU- rúmið nýja hefur lánazt sæmUega, mun betur en hliðstæðar tilfæringar í Holti og Grilli. Eftir stendur ósamræmið milli hinna þriggja hluta staðarins, for- drykkjastofunnar <tppi, matsalarins niðri og kaffistofunnar inn af honum. Ráöagerðir eru um að koma upp bókasafnsstíl í kaffistofunni. Eg held, að þaö geti oröiö tíl bóta. Þjónustan i AmarhóU er fyrsta flokks. StarfsUðið fylgist árvökulum augum með þörfum gesta sinna, án þess að vera aö ónáða þá að óþörfu. Þetta er ágætt dæmi um, að skólun og þjálfun á þessu sviði er á Islandi betri en i flestum öðrum löndum, sem ég þekki. Landsmts ffúfústu sóstr En ætlunin var raunar aö skrifa um það, sem fyrst og fremst greinir Arnarhól frá öðrum stöðum, — mat- inn. Eg hef að undanförnu verið svo heppinn aö fá nokkur tækifæri tU aö reyna að koma staðarmönnum á óvart. Heitt snigla-ragout með ferskum rifsberjum, blaðlauk og ferskum sveppum i kampavínssósu var faUegur réttur og einkar bragð- góður. HvUik tUbreytni og dásemd er að finna ekki vott af hveiti i sósu. Fersk grásleppuhrognakæfa með spinatsósu var sérlega ljúf upp- finning Guðmundar Guðmunds- sonar, gott dæmi um, að Skúli er ekki einn um hituna í AmarhóU. SUungasúpa með kampavíni og diU-rjóma var frábær súpa, vel rjómuð og með votti af tómatakeim. Reyksoðinn regnbogasUungur meö hvítlauksspínatsósu og kartöflu- gratíni hafði náð hinum ljúfa og létta reykkeim, sem er aðal þessarar matreiðslu. Með voru alfa-alfa spirur og mddUega sýrðar gúrkur. Gufusoðin smálúðuflök með kampavíns-ostrusósu voru hæfUega skammt soðin, borin fram með röspuöu grænmeti og vægri tómata- sósu. Karrísteiktur smokkfiskur í japanskri sakisósu var afar bragð- góður, borinn fram með gulrótar- ræmum og tvenns konar papríku. Pönnusteiktur hörpuskelfiskur með ferskum sveppum i estragon- ostasósu var einstaklega meyr og bragöljúfur, borinn fram með flisum úr seljustönglum og alfa-alfa spirum. Pönnusteiktur karfi í paprikusósu á hádegisseöli var mjög góður, bor- inn fram með hrísgrjónum. Sósan var létt og ljúf, eins og allar sósur Skúla. Gufusoðinn skötuselur i dillsósu á hádegisseðli var litillega ofsoðinn og þvi ekki eins meyr og hann hefði veríð, ef tímasetning hefði veríð nákvæm. Meistara verk í svartfugh' Aliönd meö appelsínuhjúp var sérlega bragðgóð og fallega húöuð. Léttsteikt svartfuglsbrínga með vínberjum og trönuberjasósu var meistaraverk, svo léttsteikt, að kjötið var allt rautt og meyrt. Lambabuff með jurtakryddi og blóðbergssósu og piparsteik með rósavíns-negulsósu var hvort tveggja fyrsta flokks matur. Vanilluterta með karamellusósu og valhnetukjömum var eins konar búðingur, mjög skemmtilegur og léttur eftirréttur. Enn Iéttari var kampavíns- og melónukraumísinn. Vinlisti Amarhóls er i stQ við annað. Þar er flest þeirra góðu vina, sem fást í Ríkinu og sáralítiö af ruslinu. Miðjuverð forrétta er 330 krónur, súpa 132 krónur, fiskrétta 375 krónur, kjötrétta 510 krónur og eftir- rétta 140 krónur. Með kaffi á 60 krónur og hálfri vinflösku á 130 krón- ur ætti þríggja rétta veizla aö kosta 1003 krónur á mann. Það er dýrt, en ekki það dýrasta i borginni og ekki dýrara en gæðin. 1 hádeginu er svo boðiö upp á súpu og fimm aöalrétti. Miðjuverðið á þvi tilboði er 275 krónur. Þar sem mat- reiðsla þessara rétta er eins fin og annarra, er þetta langbezta kosta- boðið í veitingamennsku landsins. Mig f urðar raunar, að ekki skuli vera sneisafullt i hádeginu dag eftir dag. Eru viðskiptahöldar landsins bragð- laukadaufir? Amarhóll er angi af París hér á hjara veraldar. Jóuas Krlstjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.