Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Þorbjörg Magnús- dóttir — Minning Fædd 26. nóvember 1914 Dáin 24. júlí 1984 í dag kveðjum við hrygg í huga Þorbjörgu Magnúsdóttur, Böggu eins og hún ævinlega kallaðist meðal vina, sem eftir langa og þunga sjúkdómslegu varð loks að gefa sig fyrir sláttumanninum mikla, sem svo marga og þunga atlöguna hafði að henni gert. Kom hann þar jafnan að vel vörðu húsi þar sem ekki kvað við uppgjafar- tón og mátti á hinstu stundu sætta sig við skammvinnt vopna- hlé, áður en Þorbjörg var öll. Ekki má halda að ævi Böggu hafi verið ein pfslarganga, þvert á móti. Hún fékk þó ef til vill ríf- legri skammt örðugleika að fást við en margir. Ung fékk hún að horfa eftir frumburði sinum 5 mánaða. Síðar með þrjú korna- börn varð hún að skipta upp heim- ili og kljást við lungnaberkla, fyrst á Vífilsstöðum, síðar á Akur- eyri og Kristnesi. Var hún þar seinheppin, því einmitt um sama leyti hafði komið fram nýtt berklalyf, en vegna lítillar reynslu af því þá, var ákveðið að leggja hana f þá aðgerð sem helst þótti til árangurs en sem samtfmis varð heilsufarslegur fjötur hennar æ síðan og hjálpaði við að koma henni á kné. En óhrædd sem hún var knúði hún á um stórar aðgerð- ir á efri árum og kláraði sig vel af, því Bagga var baráttukona bæði fyrir sig en þó mest fyrir aðra. Bagga fæddist í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, 26. nóvember 1914, frumburður hjónanna önnu Pétursdóttur og Magnúsar Stef- ánssonar, ættstórt fólk og stolt. 1923, þá átta ára, fluttist hún með foreldrum sínum að Vetleifsholti, Ásahreppi, ásamt þremur yngri systrum. Hópurinn óx og varð alls 8 börn, 7 systur með bróður næst- yngstan. Þau Magnús og Ánna brugðu búi og fluttust á mölina, bjuggu lengst af á Sólvöllum, Seltjarnarnesi, en eru bæði látin nú. Systkini Böggu eru hinsvegar öll á lífi og búsett á Reykjavík- ursvæðinu og af þeim kominn mikill kynstofn. Þau eru Una, Sig- ríður, María, Þóra, Pálina, Jóhann Kr. og Helga. Ung fór Bagga f vist á vetrum, sem þá var tftt, að afla launa, en ævinlega heim í heyannir um sumur og jólahald að vetri. Eftir að til Reykjavíkur kom héldu þrjár elstu systurnar lengi heimili saman að Jófríðarstöðum við Kaplaskjólsveg. Það var á þeim árum sem Bagga kynnist eftirlifandi eiginmanni sínum, Gfsla Kristjánssyni þá sjó- manni frá Hvallátrum, Rauða- Fæddur 13. júlí 1978 Dáinn 29. júlí 1984 í dag kveðjum við litla frænda okkar, R. Pál Ragnarsson, sem f daglegu tali var kallaður Palli. Palli litli varð ekki nema 6 ára, en þrátt fyrir ungan aldur varð hann fyrir því láni að bjarga lífi lítils frænda síns í vor. Það er því sárt til þess að hugsa að honum hafi ekki verið ætlað lengra líf. Hvf var þessi beður búinn, barnið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sfn. Þú ert blessuð hans i höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (B. Halld.). Elsku Hildur, Siggi, Páll og Þóra og aðrir ættingjar, við send- um ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessari sorg- arstund. Ransí og Siggi sandshreppi, og opinbera trúlofun í mars 1949 og gifta sig siðan 15. október sama ár. Bjuggu þau alla ævi f Reykjavfk, m.a. á Skúlagöt- unni í 9 ár, 8 ár í Álftamýri og síðustu 13 árin að Keldulandi, Fossvogi. Var sambúð þeirra góð, svo ævinlega voru bæði nefnd í umræðu. Bagga og Gfsli eignuðust þrjú börn, sem öll hafa með þeirra stuðningi og hvatningu komist til góðs þroska. Þau eru doktor Gísli Már Gfslason, dósent f Ifffræði, f. 18.2. 1950, hans kona Kristín Haf- steinsdóttir meinatæknir; Hall- dóra Gfsladóttir myndlistarkona, f. 12.4. 1951, hennar maður Eirík- ur Lindal, i doktorsnámi í sál- fræði; og Ánna Gfsladóttir röntg- enaðst.maður, f. 26.5.1952, hennar maður Kjartan örn ólafsson verksmiðjustjóri. Eiga þau Bagga og Gfsli nú 7 barnabörn, þeim til óblandinnar ánægju. Þegar Bagga fékk berkl- ana með börnin lítil, hætti Gísli til siós, og hóf störf við byggingu Áburðarverksmiðju ríkisins og gerðist sfðan vélgæslumaður þar, er hún tók til starfa og hefur verið þar síðan. Voru þau mikið útivistarfólk. Hafa þau æ síðan haldið heimili með rausnarskap. Vegna veikinda Böggu færðust hin þyngri störf heimilisins yfir á Gísla, sem tók því sem öðru með rósemd. Var þá helst að honum þætti Bagga ætla sér um of, þvf henni var ekki að skapi að slá af. Bagga var ættrækin með af- brigðum og ættfróð. Ráðagóð var hún og deildi með sér og var oft til þeirra leitað. Bagga var málsvari lftilmagnans og ófeimin að segja skoðun sfna, reiðilaust. Var helst að henni hitnaði í skapi ef þjóðmál voru rædd, og sá oft þriðju víddina á hlutunum. Glaðvær var hún með eindæm- um og kímni hennar slfk að maður veltist um af hlátri, og hrókur fag- naðar. Breyttist það í engu þrátt fyrir erfiða sjúkdóma, svo ókunnir hafa ekki greint að þar væri nokk- uð að. Átti hún margt vina bæði hér og erlendis, og átti það til að skjóta skjólshúsi og fæða ókunna erlenda stúdenta við Háskóla ís- lands, sem á leið hennar urðu auralitlir. Var slfkt gert svo að all- ir héldu virðingu sinni og þyrftu ekki að vera þiggjendur. Slík var Bagga. Hún átti líka góða að þar sem voru eiginmaður hennar og börn, sem studdu hana f einu og öllu. Kjörkuð sem hún var, dreif hún sig sl. haust nýkomin úr mjög þungri sjúkdómslegu ásamt eig- inmanni til Svíþjóðar að heim- Hann gleymist aldrei sá voða- dagur, 9. júlf, er fregnin kom að Palli litli hefði dottið og slasast illa. Né bílferðin til slysavarðstofu og biðinni þar, svo kom úrskurður læknisins, að hann myndi senni- lega ekki lifa þetta af. Hann var nýbúinn að vera hjá okkur þennan dag og sitja f fanginu á ömmu. Hann var að bíða eftir að fá að koma aftur og vera nótt hjá afa og ömmu, eins og svo oft áður, þegar slysið varð. Guð einn veit hvernig svona lagað getur skeð, við sem eftir lifum fáum það ekki skilið. Hann varð 6 ára 13. júni. 5 ára afrekaði hann að bjarga frænda sínum 2ja ára frá drukknun. ö, það er svo tómt svo tómt nú, elsku drengurinn okkar. Sólargeisli lífs okkar. Því bið ég Guð að vernda og leiða um Drottins dal okkar ást- kæra dótturson. Guð blessi ykkur og styrki í ykkar miklu sorg, elsku dóttir mín, Siggi minn, systkini, Ragnar minn, og allan stóra ástvinahóp- inn. Starfsfólki gjörgæsludeildar sækja dóttur sína og fjölskyldu f Lundi. Sló hún hvergi af og naut fararinnar. Um áramótin síðustu kom enn ein sjúkdómslegan og svo aftur nú í vor, sú sem til lykta leiddi, og stóðu þá eiginmaður og bðrn dag og nótt við rúm hennar. Ávallt hélt Bagga þó heiðríkju hugans. Þær stundir sem gáfust milli stríða voru notaðar til að spyrja um velferð ættingja. Var þó augljóst að henni var það ekki ljúft að verða að kyngja því að þurfa að vera háð öndunarvél og láta sjá sig svo hjálparlausa. Við vinir Böggu, fjölskylda og ættingjar, erum hrygg í dag. Hrygg að sjá á bak svo góðum vini og heilsteyptum. Við beygjum okkur í auðsveipni fyrir hinum stóra dómi almættisins, og erum stolt yfir að hafa þekkt Böggu. Sjálfum er mér ofarlega í minni, lítill sveinn, sem fékk aufúsugest- ur að banka á hjá Böggu frænku, „Bagga kaffisopa" og syngja „Si baba“. Bagga bar virðingu fyrir börnum og kenndi að börn eru lfka fólk. Við sendum Gísla og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur og árnum Böggu velfarnaðar á ferð hennar yfir móðuna miklu. Arnar Hauksson frændi Látin er Þorbjörg Magnúsdótt- ir. Mér fellur þungt að eiga ekki eftir að sjá hana framar. Hún var bæði glögg og góður mannþekkjari og ætíð reiðubúin að setjast niður og ræða málin. Hún fékk berkla á besta aldri og var því hrifsuð burt frá heimili sínu og börnum. Þetta var henni erfið dvöl, ekki síst vegna fjarverunnar frá fjölskyldu sinni. Hún náði sér aldrei full- komlega eftir þessa sjúkrahúss- dvöl. Hún lét þó ekki þessa skertu starfsorku draga úr þeim krafti er hún notaði við að hvetja þá áfram er áttu í erfiðleikum. Sér við hlið hafði hún ætíð eiginmann sinn, Gísla, sem ég dái mjög fyrir fyrir- myndartrygglyndi og fórnfýsi. Þau ráku saman heimili þar sem hagur barnanna var alltaf fyrir mestu. Um leið og ég kveð með þessum fáu orðum flyt ég Gfsla og börnum þeirra, Gísla Má, Hall- dóru og önnu, mínar samúðar- kveðjur. Eiríkur Líndal Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) í dag kveð ég Böggu mína eftir langa og stranga sjúkralegu. Ég er nýbúin að kveðja hana eftir heim- sókn mina á sjúkrahúsið, en þessi kveðja er öðruvísi. Borgarspítalans þökkum við hlýju og góða umönnun litla drengsins okkar. Amma og afi. Þegar svo ungur drengur er kallaður á brott, fer ekki hjá því að við spyrjum okkur: „Af hverju endilega hann?“. Þegar Guð tekur frá okkur svo ungan og elskulegan dreng sem Palli var hlýtur honum að hafa verið ætlað annað og Bagga var gift Gísla Kristjáns- syni og eiga þau þrjú börn, Gfsla Má, Halldóru og Önnu — en bara fyrir það að við Anna urðum vin- konur um 10 ára aldur varð ég svo lánsöm að kynnast þessari sóma- fjölskyldu, og hefur sú vinátta haldist óslitin til dagsins í dag. Minningar minar um Böggu eru flestar tengdar okkur önnu þvf hún var vinkona okkar beggja öll okkar stelpu- og unglingsár og gátum við því treyst henni fyrir hugsunum okkar og gerðum f trausti þess að það fór ekki lengra. Hún átti það til að hlæja að okkur og kalla okkur hinum ýmsu nöfn- um sem vel áttu við okkur og þau voru oftast ansi skondin, en hún skammaði okkur báðar stundum þegar henni fannst við eiga það skilið. Bagga var að eðlisfari létt f lund og gerði gaman að öllu og var orðheppin mjög þegar hún vera vildi, ekki breyttist það núna þrátt fyrir hversu mikið veik hún var orðin. Sjúkrahúslegan — á undan þessari sfðustu — var henni og hennar mikil og þung, en Bagga komst heim og var þar f nokkra mánuði. Var það hreint ótrúlegt að sitja og spjalla í eldhúsinu hjá önnu, heyra hana og sjá gera gaman að sjálfri sér og sínum, já, hún var sú sama þá og til síðasta dags, hún hafði ekki áhyggjur af sér — nei, hún hafði áhyggjur af öllum öðrum, þannig var Bagga. Ég á margar og góðar minn- ingar af Böggu sem ég ætla ekki að rekja hér en þar sem helgi verslunarmanna er í nánd dettur mér í hug góð ferð f Húsafellsskóg með þeim hjónum Böggu og Gisla, þegar við Anna vorum unglingar. Elsku Gísli minn, Gilli, Dóra og Anna mfn, ég og fjölskylda min biðjum góðan Guð að vera með ykkur og fjölskyldum ykkar f þess- ari miklu sorg, en þetta er vegur- inn sem bíður okkar allra — „ein- hverntímann". stærra hlutverk. En þrátt fyrir það er sorgin mikil hjá þeim sem eftir lifa. Elsku Hildur og Siggi, við vilj- um með þessum fáu orðum kveðja lítinn frænda og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, viðskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strfð. (V. Briem.) Ásgerður og Viddi. Það er stutt bilið á milli lffs og dauða, — gleði og trega. Hann Palli litli frændi okkar er dáinn. Hann sem fyrir aðeins nokkrum vikum bjargaði litla frænda sinum honum Svani úr bæjarlæknum. Mann skortir orð þegar svo hörmulegt slys verður og okkur veitist erfitt að skilja hvers vegna Reinhold Páll Ragn- arsson — Minning Sérstakar samúðarkveðjur til þín, elsku Eygló Björk, sem nú sérð á eftir ömmu Böggu, en þið voruð svo kærar og mikið saman. Og þú aðeins 10 og 11 ára passaðir ömmu Böggu á nóttunni þegar afi var á næturvöktum, en nú veistu að ömmu Böggu líður vel, nú er hún engill hjá Guði og Hann pass- ar hana núna. Þótt við sjáumst oftar eigi undir sól, er skfn oss hér, á þeim mikla dýrðardegi, Drottins aftur finnumst vér. (Sálmur.) Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Böggu mína. Blessuð sé minning hennar. Ásta £g er hjá þér, ó Guö, sem bam hjá blfðrí móður sem lftill fugl á mjúkrí mosasæng. Ég er hjá þér, ó Guð, já þú ert hér, ó Guð og nóttin nálgast óðum. Ef þú ert hér, þá sef ég sætt og rótt (Sálmur.) Það er erfitt að trúa því að hún amma mín sé dáin og ég eigi aldrei eftir að sjá hana hér aftur — ömmu mina, sem mér þótti svo vænt um. Fyrstu árin mín bjó ég hjá ömmu og afa. Ámma passaði mig meðan mamma var að vinna og hún kenndi mér margar fallegar bænir, sem ég mun ávallt geyma í minni. Þegar ég var 4ra ára flutti ég í næsta hús, en þó hélt ég áfram að vera í pössun hjá ömmu. Þegar ég svaf þar, spiluðum við oft og röbb- uðum saman fram eftir kvöldinu og var fróðlegt að heyra hana tala um lífið f gamla daga. Mér fannst mjög gott að koma til ömmu og tala við hana, því alltaf var hún tilbúin að gleðja fólk. Ámma bak- aði oft pönnukökur handa mér, þegar ég kom til hennar, og mun ég geyma margar ljúfar minn- ingar um hana ömmu mína. Á hverju ári fór ég með afa og ömmu um verslunarmannahelgina f Galtalækjarskóg, nema siðasta ár, því þá var amma veik og treysti sér ekki til að fara. Amma mín var oft veik, en lét aldrei neinn finna það og hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Nú fer verslunarmannahelgin f hönd á ný — en amma fer ekki með okkur oftar — en hún lifir í hug- um okkar allra og hún lifir hjá Guði, sem engum gleymir. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt svona góða ömmu og bið um styrk handa okkur öllum, sem þótti svo vænt um hana. Þökk sé þér fyrir svefninn, fyrir kyrrðina, — þögnina, — og myrkrið mjúka. Þðkk fyrir vonina um nýjan dag, og fyrir von eilífs lffs. (Sálmur). Eygló Björk sex ára hnokki er horfinn úr lífi manns. En minningin um einlæg- an og skemmtilegan strák lifir, eins og hann var með okkur á Þingvöllum f sól og sumri, daginn fyrir slysið. Við munum alltaf minnast Palla litla með hlýju og þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir okkur. Við samhryggjumst ykkur, Hildur og Siggi, Ragnar og litlu systkini, og öllum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Anna, Kalli, Eygló, Tómas og Svanur. Oft hefur geimsteinninn glitrað skært í dag, en glerbrot verið orð- ið um næsta sólarlag. Það var mikið áfall að missa þennan duglega og prúða dreng, hann var búinn að afreka mikið, fyrir nokkrum vikum bjargaði hann tveggja ára gömlum frænda sfnum frá drukknun úr Vffils- staðalæknum, það var mikið afrek af fimm ára barni. Hann hefur ör- ugglega verið kallaður til meiri starfa Guðs um geim. Við erum öll harmi lostin en við eigum eftir fagra minningu um ljúfan vin, hana getur enginn frá okkur tekið. Jesús sagði: Leyfið börnunum að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.