Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 49

Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 49 íslendingar koma og fara í Minnesota — eftir Valdimar Björnsson Hátt upp í 40 Islendingar, nær eingöngu bændur og frúr þeirra, hafa verið á ferðalagi í Kanada og Bandaríkjunum núna í lok júlí og byrjun ágústmánaðar. Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins setti sig snemma í samband við Helga Austman í Gimli, Manitoba, sem er yfirmaður International Agri- cultural Exchange Association. Var Helgi lengi aðstoðarbúnaðar- málaráðherra Manitoba-fylkis með aðsetur í Winnipeg en hefur átt heima á höfuðbóli Nýja- íslands, Gimli, um nokkurt skeið. Þar hefur hann fengið hjónin Stefán og Ollu Stefánsson sem ferðaleiðtoga hópsins sem gerir „yfirreið" um stórt svæði frá komu þeirra til Winnipeg þriðju- daginn 24. júlí þangað til flogið er aftur þaðan til íslands laugardag- inn 11. ágúst. Ted Árnason, for- stjóri Viking Travel Service á Gimli, og margir aðrir víðsvegar í byggðum íslendinga, hafa staðið í undirbúningsráðstöfunum lengi. Bændur frá fslandi og aðrir úr ýmsum stéttum hafa farið í svip- aðar hópferðir i nokkur ár núna, bundnar venjulega við íslendinga- daginn í Gimli í kringum 2. ágúst. f bændahópnum í þetta skipti eru þátttakendur aðallega af Suður- landinu, fernt úr Árnessýslu, þrennt úr Rangárvallasýslu og svo fjórir úr Suður-Múlasýslu, fjórir úr Barðastrandarsýslu og nokkrir af Snæfellsnesinu, einnig úr Kjós, og Mýrasýslu og Norður-Þingeyj- arsýslu. Fyrstu áfangarnir fyrir lok júlí- mánaðar eru Winnipeg, Brandon, Argylebyggð og Morden í Mani- toba, og svo fslendingabyggðin í Norður-Dakota, í námunda við Cavalier, Garðar og Mountain. Þaðan er farið til Minneapolis, Minnesota, mánudaginn 30. júlí. Tveir dagar þéttskipaðir þar að sjá sig um í Minneapolis, St. Paul og nágrenni. Bændur fara í búnað- artilraunastöð og konurnar á matreiðslusýningu í Betty- Crocker’s Kitchen, rekið af Gener- al Mills-fyrirtækinu. Tími veitist til frjálsra ferða en einn hápunkt- urinn verður „picnic“-skemmtun með Heklufélagi íslenzkra kvenna nálægt Lake Nokomis í Minnea- polis 31. júlf. Frá Minneapolis fer „bus“, sem hópurinn hefur á leigu, um Bem- koma til mín, en bannið þeim það ekki því þeirra er guðsríki. Við samhryggjumst móðurinni og manni hennar, sem sátu yfir honum flestum stundum meðan hann var í öndunarvélinni í þrjár vikur á gjörgæsludeild Borgar- spítalans. Við vottum einnig föður hans, ömmum og öfum og litlu systkinunum, frændum og vinum okkar dýpstu samúð. Veri hann Guði falinn um tíma og eilífð. Dagbjört og Þorleifur. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu meö góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. idji fyrir norðan og svo alla leið til Riverton, Manitoba, nyrzt í Nýja- íslandi, 2. ágúst. Þá verða þrír dagar við hátíðahöldin á Gimli og viðkoma á Lundar i leiðinni suður til Winnipeg aftur. Aukadagur gefst þar að sjá sig um og hitta Vestur-Islendinga með heimferð hafna laugardaginn 11. ágúst, er flugvélin leggur af stað frá Winni- peg til íslands. Ferðafólkið hefur líklegast hlakkað til fararinnar en eins má segja um landa sem hafa ánægju af að hitta gestina „að heiman“ eins og sagt er. Stofnar skart- gripaverslun Ekki er alveg tíðindalaust með- al Vestur-íslendinga i Minnesota og í „nærliggjandi sveitum“. Heklufélags-konur og fleiri létu leið liggja til Ellsworth, Wiscons- in, ekki langt frá „tviburaborgun- um, 12., 13. og 14. júli. Þar var stallsystir þeirra, Helga Felt, sem fluttist frá Reykjavík fyrir nokkr- um árum, að opna fina skartgripa- verzlun, Helga’s Jewelry Store and Gift Shop. Hún keypti verzl- unina fyrir skemmstu, hefur aukið hana mikið frá þvi fyrrverandi eigendur fóru og var hún með góð- gerðir á boðstólum í „vígslunni". John Felt, maður Helgu, starfaði sem verkfræðingur á Keflavíkur- flugvelli um tíma og giftust þau hér í Bandaríkjunum 1962. John vinnur verkfræðingastörf sín að- allega í St. Paul. Hjónin eiga tvö börn, John Erik, 16 ára, og Önnu Huldu, 12 ára. Helga er Jónsdóttir Erlingssonar grasalæknis í Reykjavík Filippussonar, og eru ættir hennar aðallega af Austur- landi. Brúðkaup Brúðkaup voru tíð í fjölskyldu Braga og Gail Magnússonar ný- lega. Eiga þau heima i Fridley fyrir norðan Minneapolis og þar voru Lynn, dóttir þeirra, og Rich- ard Scarlato, gefin saman í hjóna- band laugardaginn 7. júlí. Munu þau eiga heima fyrst um sinn i Nashville, Tennessee, þar sem þau eru bæði við starf og nám. Dean, sonur Braga, og Gail Magnússon- ar, hefur starfað í Reykjavik í um það bil tvö ár hjá Otto Michelsen- fyrirtækinu í auglýsingum og hönnun og þar leggur hann lista- mannshönd á undirbúning aug- lýsinga og var hann að giftast unnustu sinni frá fslandi, í Frid- ley 11. júlí. Brúðurinn var Ragn- heiður Brynjólfsdóttir sem hefur starfað við kennslu og endurhæf- ingu vangefinna barna á Land- spítalanum. Hún fékk sina gráðu á Sorbonne-háskólanum í París og byrjaði á starfi sínu í Frakklandi. Heklufélags-konur voru með heið- urssamsæti handa frú Ragnheiði 23. júlí á heimili Matthildar Kvar- an i Minneapolis, konu Jóns Björnssonar. Skarpar gáfur og hlýleiki frú Ragnheiðar hrifu sessunauta þar eins og alla sem kynnast henni hér. Háskólafólk Sumir landar við nám í Minnea- sota-háskóla hafa „skroppið heim“ í sumarfrí. Fáeinir alfarnir aftur til íslands og má telja með þeim prest og fjölskyldu hans. Sá er séra Sigfinnur Þorleifsson, sókn- arprestur á Stóra-Núpi í Ár- nessýslu, þar sem Valdimar Briem var einu sinni prestur. Frú Bjarnheiður Guðmundsdóttir kona hans og börnin voru náttúru- lega með f heimferðinni. Eru þau til heimilis á Tröð í Gaulverjabæj- arhreppi. Séra Sigfinnur hefur stundað framhaldsnám á Luther Northwestern Theological Semin- ary í St. Paul eins og nokkrir aðrir prestar frá Islandi. Stofnunin upprunalega norsk-lútherskur prestaskóli. Kennari við þá stofn- un, séra Daníel Sæmundsson, og Sally kona hans eru nýlega komin hingað vestur heim til sín eftir ánægjulega dvöl á íslandi. Dr. Carol Pazandak er tekin við sinu starfi I Minnesota-háskólan- um síðan um mánaðamótin júní/ júlí, þar sem hún er titluð „Assi- stant to the President". Hún lætur vel af veru sinni á Islandi þar sem hún kenndi við háskólann i Reykjavík frá því í janúar fram í júní í sinu fagi sem sálfræðingur og var líka með leiðbeiningar um „student counseling". Nær lok veru sinnar í Reykjavík var hringt í hana frá Minneapolis og henni sagt frá því að G. Peter Magrath væri að fara um áramótin úr stöðu sinni sem rektor háskólans hér að taka við sama embætti í Mis- souri-háskólanum. I heimsókn til Islands fyrir nokkru byrjaði dr. Magrath á nánara samstarfi milli háskólanna í Minneapolis og Reykjavík og heldur Carol Paz- andak áfram með það starf sem hún hefur lagt mikið til síðari ár- in. Skiptir engu máli Hljóm plotur Finnbogi Marinósson Rick Springfield Hard To Hold — Kvikmyndatónlist. Hver Rick Springfield er, hvað hann hefur gert og hvaðan hann kemur veit ég lítið um. Hann er amerískur og ku vera dávinsæll þar vestan hafs. Tónlistin sem hann spilar er létt og vandað amerískt rokk. Fyrr á þessu ári kom út breiðskífa sem inniheldur lög úr kvikmyndinni „Hard To Hold“. R.S. hefur samið bróðurpart laganna en auk hans eiga Graham Parker, Peter Gabri- el og Nona Hendryx sitt lagið hvert. Lag G.P. er í hans vanalega stíl og hvergi betra né verra en það sem hann hefur gert áður. Hingað til hafa margir farið á mis við plötur hans og er það verr því drengurinn á til dágóða spretti. Peter Gabriel syngur lag sitt „I Go Swimming" og passar það vel inní plötunni. Gott lag frá góðum dreng. Ekki veit ég nein deili á Nonu Hendryx en R.S. hefur feng- ið Randy Crawford til liðs við sig í „Taxi Dancing". Saman syngja þau ágætan dúett en lagið er rétt eins og margir aðrir amerískir popp-rokkdúettar, ljúft og áreynslulaust. Ekki held ég að plata þessi komi til með að skipta okkur neinu máli. Hún er ágæt svo langt sem hún nær. I heilsteyptara lagi mið- að við að vera kvikmyndatónlist en hefur upp á frekar litið að bjóða. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast Rick Springfield má benda á plötu hans „Success Hasn’t Spoiled Me Yet“ en hún er sögð vera mjög góð. x,..... a ' Teikniborö Teiknivélar Teikniskápar Lampar á teiknivélar Hjólaborð ISKfflFSTDFUHUSGO^Nj Hallarmúla 2 - Simi 83211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.