Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
53
fclk í
fréttum
Herreys-brnAur njóta nú vaxandi vinasslda.
Aldrei á sunnudögum
+ Herreys-bræörunum sænsku
sem sigruöu í söngvakeppninnl
hefur vegnaö dálítiö misjafnlega
þrátt fyrir sigurinn en nú viröist
sem úr sé aö rætast fyrir þeim.
Þeir bræður eru mormónatrúar og
fara ekki í neinar felur meö sann-
færingu sína, syngja t.d. aldrei á
sunnudögum og í textunum þeirra
er hvorki aö finna guölast né gróf
orö. Sumu ungu fólki sem heldur
aö allt gangi út á aö vera „kaldir
karlar", líkar þaö ekki alls kostar
og sums staöar hafa pörupiltar
tekiö sig saman um aö gera aösúg
aö þeim á tónleikum.
Herreys-bræöur halda hins veg-
ar sinu striki og fara bæöi um Sví-
þjóö og Danmörku þar sem þeir
halda hljómleika viö vaxandi vin-
sældir. „söngvararnir okkar eru
ekki trúarlegs eölis. Viö stundum
ekkert trúboö á sviöinu,“ segir Per,
einn bræöranna sem í tvö ár ferö-
aðist um heiminn fyrir mormóna-
trúna. „Frægðin er ágæt svo langt
sem hún nær,“ segir Per, „en hún
er bara stundarfyrirbrigöi. Þaö eru
til önnur og meiri verömæti í lífinu.
Þaö hefur trúin kennt okkur.“
Jagger
og
dyraverðir
+ Þaö er engin miskunn hjá
Magnúsi þegar dyraveröir eru
annars vegar. Mick Jagger fékk
aö reyna þaö um daginn þegar
hann ætlaöi aö sækja góögerö-
arsamkomu ásamt konu sinni,
Jerry Hall. Jagger var í grænum
jakkafötum og meö skrautlegt
bindi en dyraveröinum líkaöi
ekki klæönaöurinn og skipaöi
honum aö skipta um föt. Jagg-
er varö því aö skilja Jerry eftir í
anddyrinu þar til hann kom aft-
ur í smóking og með viöeigandi
slaufu.
Shamir veit
ekkert um peninga
Þaö mæltist miölungi vel fyrir hjá Israelum þegar forsætisráöherrann
Yitzak Shamir sagöi í blaöaviötali aöspuröur um, hvaö fólk þyrfti aö
bera á sér mikla peninga daglega: „Ég er keyröur í vinnu, boröa í
vinnunni, er keyröur heim úr vinnu. Ég fer aldrei í búöir. Ég velti aldrei
fyrir mér, hvaö neitt kostar. Shulamit kona mín sér um þaö. Ég ber
aldrei á mér einn einasta sikil.“
Á myndinni er Shulamit fjármálastjóri forsætisráöherra á heimili
sínu aö heilsa upp á gyöinga sem eru nýfluttir til fsraels frá Eþíópíu.
Fyrir heimiliö
Öll tæki á einu bretti frá
Rlnmhpvn
Akstur
bifreiðar
krefst
athygli