Morgunblaðið - 02.08.1984, Qupperneq 58
58
M0RGUN6LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGCST 1984
„HamngícM. 5anna,í j-lún seg'ir c£é> í ruesta
mdnabi iaki eg <6oo Kr A/rir heimAÓkn'tna./'
3.-2.
c 1984 llniveftal Press Syndicate
Þé glasió heiti viskýglas þá er
h«gt að drekka vodka úr því, viss-
ir þú það ekki?
HÖGNI HREKKVtSI
HVEKNIö VAfZ UÁMSKEIP'P 1 HJ/^LP
/ i/iPLÖúOMr"
Bréfrítari er ekki allskostar ánægður með nýjar reglur sem settar hafa verið varðandi umgengni í þjóðgarðinum á
Þingvöllum.
Um þjóðgarðinn
á Þingvöllum
Júlíana G. Bender skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég spyr: Hver á þjóðgarðinn á
Þingvöllum? Ég hef alltaf haldið
að hann væri sameign þjóðarinn-
ar, hingað til hef ég ekki haft
ástæðu til að láta mér detta annað
i hug.
Við hjónin eigum mjög oft leið
um þjóðgarðinn, því við erum í
hópi þeirra heppnu sem eiga hús-
kofa til að dvelja í þegar tími leyf-
ir, svo við þurfum engan að ónáða.
En það hefur svo sannarlega glatt
augað að sjá allt þetta unga og
glaða fólk að leik með börnum sín-
um þarna á flötunum. Við höfum
oft á vorin haft það að leik að geta
okkur til um hvað mörg hjólhýsi
eða tjaldvagnar væru komnir á
sinn stað. Okkur hefur hlýnað um
hjartarætur við að horfa á allt
fólkið njóta þessara fáu sólskins-
daga, sem guð gefur okkur að ég
held algerlega hlutdrægnislaust,
hvort sem um er að ræða Jón eða
séra Jón.
Þarna hafa foreldrar gengið
með börnum sínum og kennt þeim
að ganga vel um og láta sér þykja
vænt um staðinn. Þau hafa sjálf-
sagt horft með tilhlökkun til
næsta sumars, er þau skyldu við
staðinn sl. haust, og ekki gátum
við hjónin séð að um óeðlilegar
skemmdir eða rask á svæðinu væri
að ræða, af völdum þessa fólks.
Við höfum heyrt að þarna hafi átt
að vera um óhóflega vinneyslu að
ræða, en aldrei höfum við séð
merki þess. Það má vel vera að
einhverjir hafi átt flösku en þeir
hafa þá farið vel með vínið, og
ekki er síður um slikt að ræða hjá
þeim sem búa í tjöldum og eru
barnlausir. Margt af þessu fólki
hefur varið stórfé til kaupa á
hjólhýsum eða tjaldvögnum, i
þeirri góðu trú að geta notið
sumarsins á þessum fagra stað.
En hvað skeður? Allt í einu
heyrum við það ótrúlega, að ekki
sé leyft lengur að skilja þessa
hluti eftir yfir sumarið, eða á milli
helga. Fólki er sem sagt ætlað að
flytja hjólhýsi sin og tjaldvagna
með sér fram og aftur um hverja
helgi. Þessu neita ég hins vegar að
trúa. Hver ætlar að taka ábyrgð á
slíkum flutningum?
Mér hefur nú ekki fundist ís-
lenskt vegakerfi bjóða upp á of
mikið álag. Nóg er vist samt um
framúrakstur og rúðubrot. Hætt
er við að margir yrðu óþolinmóðir
og reyndu að komast fram úr lest
hjólhýsa úti á vegum og ekki er
víst að allir slyppu eins vel og Jón-
as og fjölskylda forðum, þó að það
gengi nú á ýmsu í hjólhýsinu hjá
þeim.
Eitt langar mig til að spyrja
um: hvenær var farið að leyfa
hrossabeit í þjóðgarðinum? Við
höfum oft séð fjölda af hestum á
beit inn um allar flatir. Ekki hefði
ég nú haldið að þeir skyldu betur
við staðinn en börnin. Mér er
kunnugt um að fólk hefur þurft að
greiða fyrir að fá að dvelja á
staðnum, og mér dettur svona í
hug að kannski mætti bæta
eitthvað hugsanlegar skemmdir
með því fé. Hvað umgengnina
snertir, þá höfum við þjóðgarðs-
vörð til að hafa auga með henni.
Ég tek það hér fram að ég hef
enga persónulegra hagsmuna að
gæta, hef hvorki verið með hjól-
hýsi, tjald eða tjaldvagn i þjóð-
garðinum.
Óskiljanlegir
hleypidómar
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
Heiðraði Velvakandi.
Hleypidómar Alþýðubandalags-
ins og Þjóðviljans eru verðugir
rannsóknar. Nú skamma þeir
Davíð Oddsson borgarstjóra allt
hvað af tekur fyrir útboðið á lóð-
unum i Stigahlið sem seldar voru
hæstbjóðendum.
Þeir halda þvi fram að borgar-
stjórinn hafi ætlað að halda verð-
inu leyndu, því fljótlega var það á
flestra vitorði, en hefðu alþýðu-
bandalagsmenn grafið það upp
með leynd, hefðu þeir örugglega
hælt sér af þvi. Nú er það einu
sinni þannig, að ef rétt væri farið
með staðreyndir, en það gera all-
aballarnir sjaldan, þá mættu þeir
vera borgarstjóra þakklátir fyrir
að ná þarna inn peningum til
borgarsjóðs og í félagsþjónustuna
þeirra elskulegu, sem alltaf er
misnotuð og mætti rekja mörg
dæmi þess.
Þeir mættu dáðst að borgar-
stjóranum okkar fyrir að ná sér
rækilega niður á skattsvikurunum
með svona klókindalegu bragði.
Var það ekki gott hjá Davíð?
Skattsvikarar hafa löngum verið
uppáhaldsumræðuefni Þjóðvilja-
manna og ættu þeir nú að sanna
sitt mál, því fyrr trúi ég þeim ekki.
Ef hægt er að svíkja undan
skatti, er það álagningarkerfinu
að kenna. Ég spyr því: Er það
kannski lygi að menn sem eiga
innistæður í bönkum, þurfa ekki
að greiða skatta af þvi? Er það þá
bara til að tæla fólkið til að telja
fram innistæður sínar og læðast
svo aftan að því og láta það greiða
skatta tvisvar af peninum sem það
hefur sparað? Þetta væri skiljan-
legt undir stjórn Alþýðubanda-
lagsins, sem engum getur unað að
eiga peninga.
Það er lítilmótlegt að vera með
heiftarlegar árásir á fólk sem
sparar, því öðruvísi verður þetta
ekki skýrt, þar til annað verður
sannað. ÞjóðViljamenn þykjast
hafa borið saman útsvör þessara
manna, sem keyptu lóðirnar, í
skattaskránni og fundið aðeins lít-
il útsvör eða engin. Eftir því
dæma þeir síðan. Ekki hefur þetta
farið mjög leynt, en þeir grípa um-
svifalaust til heiftarlegra árása á
saklaust fólk.
Það er áhugavert að rannsaka
hugsunarhátt Þjóðviljamanna því
margt undarlegt kemur fram í
dagsljósið ef grannt er skoðað.