Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 62

Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Bandaríkin unnu sveitakeppnina í fimleikum! — í fyrsta skipti í áttatíu ár KEPPNI er nú lokiö i sveita- keppninni í fimleikum og öllum á óvart þá sigraöi sveit Bandaríkj- anna í karlaflokki og er þetta í fyrsta sinn ( áttatíu ár sem Bandaríkjamenn sigra í þeirri keppni. Þeir tæplega 10.000 áhorfendur sem fylgdust meö síöustu keppnisgreinunum í fim- leikunum stóðu allir og öskruöu „USA, USA“ og minnti stemmn- ingin einna helst á úrslitaleikinn í íshokkí áriö 1980 milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Bandaríska sveitin sigraði eins og áöur sagöi í keppninni, hlaut 591,40 stig en Kínverjar uröu næstir og hlutu þeir 590,80 stig. f þriöja sæti varö sveit Japan meö 586,70 stig. Bandaríska sveitin haföi naumt forskot áöur en keppni hófst síöasta daginn og henni tókst aö halda forustunni allt til loka undir miklum hvatningar- ópum áhorfenda, en þessi íþrótta- grein hefur veriö einokuö af Asíu- þjóöum og ríkjum frá Austur- Evrópu. Dómarar í keppninni gáfu alls sjö sinnum hæstu einkunn sem hægt er aö fá fyrir æfingar í svelta- keppninni, 10,0 og fengu þrír Bandaríkjamenn þessa ágætis- einkunn, þrír Kínverjar og einn Japani. Mitch Gaylord í hringjum, Bart Connor á tvíslá og Tim Dagg- er á svifrá fengu tíu fyrir Bandarík- in. Kínverjarnir sem fengu tíu voru þeir Tong Fei og Li Ning sem kepptu í hringjum og Lou Yun í stökki. Japaninn Shinji Morisue fékk einnig tíu í einkunn en hann keppti á svifrá. Þeir sem kepptu fyrir hönd Bandaríkjanna í sveitakeppninni voru þeir Bart Conner, Tlm Dagg- er, Mitch Gaylord, James Hartung, Scott Johnson og Peter Vidmar. Morgunblaötó/ Símamynd AP. • Jinging Lu frá Japan fagnar hór eftir aö hafa akoraö glæsilega körfu í leik Japans og Frakklands sem þeir unnu 85:83 og þaö var einmitt Lu þessi sem skoraði sigurkörfu Japana þegar skammt var eftir af leiknum. Frakkar fengu þó tækifæri til aö jafna en þeim tókst það ekki og liö Japans fagnaöi því sigri í leiknum. Þaö er Frakkinn Philippe Szanviel sem fylgist hér vonsvikinn meö fögnuöi Lu. „Sorglegur endir á stórkostlegum leik“ — sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði landsliðsins Los Angeles, 1. ágúst. Frá Svelnl Svelnssynl, fréttamannl Mbl. „ÞETTA var sorglegur endir á stórkostlegum leik,“ sagöi Þor- björn Jensson, landsliösfyrirliöi íslands í handknattleiknum, í samtali viö Mbl. um leikinn við Júgóslava. „Ég er mjög ánægöur meö leik- inn aö undanskildum siöustu mín- útunum — sem voru hræöilegar af okkar hálfu. Ég átti ekki von á aö byrjunin yröi svona góö, en eftir fyrri hálfleikinn (12:8) var ég hræddur um aö viö myndum tapa Hörð keppni verð- ur í spjótkastinu Loe Angeles, 1. ágúst. Fri bórarni Ragnsrssyni, blaéamannl Morgunblaðsins. Undanúrslitin f spjótkasti fara fram hér í Los Angeles á laugar- dag. Keppnin hefst kl. 10 aö morgni og fá kastararnir þrjú köst. Þeir sem kasta yfir 83 metra fara í úrslitakeppnina daginn eft- ir. Einar Vilhjálmsson hefur sagt aö hann muni aöeins nota eitt kast og á hann aö vera nokkuö öruggur um aö komast i úrslitin, en stóra spurningin er hvernig honum kem- ur til meö aö ganga í keppni viö bestu spjótkastara heims á sunnu- deginum. Flestir spá Bandaríkja- manninum Tom Petranoff sigri en hans besti árangur í ár er 93,68 metrar. Landi hans, Duncan At- wood, hefur kastaö 93,43 metra i ár. En þaö eru fleiri en Bandaríkja- mennirnir sem gætu komist á verölaunapallinn. Finnar eiga mjög góöa spjót- kastara og sá besti þeirra, Raimo Manninen, hefur kastaö 92,42 metra í ár. Þá er Vestur-Þjóöverj- inn Klaus Tafelmeier mjög sterkur um þessar mundir og hefur marg- oft kastaö 90 metra en besti árangur hans er 90,10 metrar. Hann er mjög jafn kastari. Þá eiga Svíar góöan spjótkastara, Eld- enbrink aö nafni, og hefur sá kast- aö 90,06 metra. Af þessari upp- talningu má sjá aö Einar fær haröa keppínauta. Einar náöi sínum besta árangri, 92,40 metrum, á bandariska háskólameistaramót- inu og stóra spurningin er hvort hann hafi fariö of snemma á topp- inn eöa hvort honum hefur tekist meö ströngum æfingum aö finna út rétta daginn og vonandi verður sú raunin og aö allt springi út hjá honum á réttu augnabliki — á sunnudaginn kemur. A Ólympíuleikunum í Moskvu vannst spjótkastskeppnin á 91,20 metrum, en sigurvegarinn varð Kula frá Rússlandi. Heimsmetiö í greininni á Uwe Hohn, Austur— Þýskalandi, sem ekki keppir hér í Los Angeles, en hann kastaöi á dögunum 104,80 metra. Bandaríkjamenn: Komu á óvart í handboltanum Los Angslm, 1. ágúét. Frá Þórarni Ragnsrmyni, blaðamanni Morgunblaðaina. Bandaríkjamenn komu mjög á óvart gegn Vestur-Þjóöverjum ( landsleik þjóöanna ( handbolta hér á leikunum (gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka höföu Bandaríkjamenn forustu 18:17. Bandaríska liöiö lék góðan hand- bolta, sterka vörn og hefur fariö mikið fram. fslendingar eiga enn nokkuö góöa möguleika á ööru sæti ( riölinum, ef þeir vinna Sviss, Japan og Alsír þá ræöur markahlutfallið — veröi liðiö jafnt aö stigum ( 2. til 3. sæti ásamt Júgóslövum eins og margt bendir til. Stórsigur Sviss á Japan kom nokkuö á óvart, en Sviss sigraói 20:13. Þorbjörn Jensson forskotinu niöur í byrjun seinni hálfleiks, eins og svo oft hefur gerst áöur, en viö héldum foryst- unni — vorum allir í góöu formi — fram á síöustu mínútu. Þá fór allt í vitleysu hjá okkur — þá komu Júgóslavarnir fram í vörninni, — og þaö var hryllilega svekkjandl aö sjá á eftir ööru stiginu," sagöi Þorbjörn. Eftir leikinn sást á myndbandi aö vendiþunktur var í leiknum er Þorbjörn var sendur í baö — úti- lokaöur frá frekari þátttöku í leikn- um — og sást óöryggi og hræösla hjá leikmönnum, sem eflaust átti sinn þátt í slæmum lokamínútum. íslendingar voru einum færri í samtals tíu mínútur af leiknum og fengu þeir 3 víti á móti 9 vitum Júgóslava. Svíar er sáu leikinn sögöust ekki vilja lenda á móti fs- lendingum i þessum ham. Aframhaldandi sigurganga Bandaríkjamanna Los Angslss, 1. égúsl. Frá Þðrsrni Rsgnarssyni, blaðamsnni Morgunblaðsins. Sigurganga bandarísku íþróttamannanna á Ólympfuleik- unum heldur áfram. Þeir hafa hlotiö sextán gullverölaun, ajö silfurverölaun og ein bronsverö- laun þegar keppt hefur verið ( þrjá daga. Bandaríkjamenn hafa mikla yflr- buröi í sundi og síöan kom landsliö þeirra í fimleikum mjög á óvart ( gær er þaö sigraöi heimsmeistara Kínverja í liöakeppninni. Sigurlnn var aö vísu naumur en sigur engu aö síöur. Þetta er i fyrsta skipti i 52 ár sem Bandaríkjamenn vinna gull- verölaun í liöakeppni ( fimleikum og var gífurlegur fögnuöur yfir þessum óvænta sigri. Iþróttafólk Kfna hefur unnið til ellefu verölauna á leikunum og hefur frammistaöa þelrra vakiö mikla athygli. Þeir eiga án efa eftir að bæta mörgum verölaunum í safn sitt. Áhuginn á Ólympíuleikun- um er sífellt aö aukast hér f Banda- ríkjunum, frá því snemma á morgnana þar til langt fram á kvöld er ABC-sjónvarpsstööin meö beinar útsendingar frá hlnum ýmsu greinum og í könnun sem gerð var kom í Ijós aö þrír af hverj- um fimm Bandaríkjamönnum fylgj- ast meö leikunum. Þá hefur eftir- spurn eftir miöum aukist gífurlega en þaö er svo til alveg sama hvaöa keppnisgrein er um aö ræöa — alls staöar eru áhorfendastæöin þéttsetin og fjölmargir fylgdust t.d. meö landsleik islands og Júgó- slava.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.