Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 180. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Önnur ólympíuverðlaim íslendings: „Gleymi aldrei þessari stund“ Los Angeles, 10. ágúst. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaósins. „ÉG ER yfir mig ánægður med þennan góda árangur minn. Það var fyrst seint í gærkvöldi þegar ég fór að sofa að ég fór að átta mig á því að verðlaunapeningur á Ólympíuleikum var kominn í höfn,“ sagði Bjarni Ásgeir Friðriksson, sem hlaut bronz- verðlaun í 95 kg flokki í júdó á Loftárás á þorp í Sómalíu Nairobi, 10. ágúst AP. TVÆR herþotur frá Eþíópiu af gerðinni MIG-23S gerðu í morgun loftárás á bæinn Qolj- eit í Sómalíu, en voru reknar á brott af herþotum Sómalíu- manna. Ekki var skýrt frá mann- falli, en varnarmálaráðu- neyti Sómalíu hélt því fra, að tekizt hefði að reka her- þotur Eþíópíumanna á flótta, rétt áður en þær hugðust fljúga yfir Qoljeit til loftárásar. Stjórnvöld í Sómalíu halda því fram, að fjöldi skólabarna hafi misst lífið í loftárás Eþíópíu- manna á þorp á þessu svæði 30. janúar sl. Ólympíuleikunum í Los Angeles, í samtali við Morgunblaðið. Litlu munaði að Bjarni kæmist i úrslitaglímuna í sínum flokki. Segja má að aðeins hafi munað einni sekúndu að hann kæmist í úrslitin — en það voru Brasilíu- maður og Kóreubúi sem glímdu til úrslita. Kóreubúinn sigraði. Bjarni sigraði ítala í keppninni um bronzið. Bjarni náði á honum armlás og gafst ítalinn upp á fjórðu mínútu glímunnar. Sjá nánar viðtal við Bjarna og frásögn af keppninni á bls. 46 og 47. Bronzverðlaunahafi í gullstól! Bjarni Friðriksson hampar verðlaunum sín- um fyrir utan Ólympíuþorpið. Kol- beinn Gíslason og Gísli Þorsteins- son, þjálfari þeirra, halda á Bjarna. Símamynd/ Pórarinn Ragnarsson. Egyptar kenna Iran og Líbýu um sprengingarnar Kairó, 10. ágúst. AP. HOSNI Mubarak Egyptalands- forseti sagðist í dag álíta, að íran og Líbýa bæru ábyrgð á tundur- duflum þeim, sem komið hefði verið fyrir á Rauðahafi og Súez- Honecker kemur í lok september Áfram deilt um heimsóknina í A-Evrópu flóa að undanförnu. Jafnframt varaði hann við því, að Egyptar myndu meina öllum skipum för um skurðinn, sem tilheyrðu þeim löndum, er sannanlega ættu aðild að því, að tundurduflunum var komið fyrir. „Við munum svara fyrir okkur á þann veg, sem við telj- um viðeigandi," sagði Abu Ghazala, varnarmálaráðherra Egyptalands. Kvað hann allar líkur benda til þess, að íran og Líbýa hefðu komið tundurdufl- unum fyrir. Hann fullyrti hins vegar, að vegna þess hve mikið kapp hefði verið lagt á tundur- duflaslæðingu að undanförnu, þá væri sigling um Rauðahaf og Súez-skurð nú orðin hættulaus á ný. Samkvæmt alþjóðasamþykkt þeirri, sem í gildi er um Súez- skurð og kennd er við Konstant- inópel, þá hafa Egyptar heimild til refsiaðgerða gagnvart skip- um þeirra þjóða, er ógna sigl- ingum um skurðinn og öryggi Egyptalands. Egypzka blaðið A1 Ahram skýrði svo frá í dag, að líbýskt skip hefði siglt um Súez-skurð 6. júlí sl. Þremur dögum síðar varð sovézkt flutningaskip fyrir sprengingu á siglingu um skurðinn. Þá hefðu tvö írönsk skip farið um Súez-skurð 26. júlí sl., það er skömmu áður en sprengingar urðu í fimm skip- um á siglingu um skurðinn og sjö skipum á siglingu á Rauða- hafi. Bretland: Verkfall kolanámu- manna heldur áfram Höfnuöu nýjum tillögum til lausnar deilunni SheffieM, 10. igúst AP. FULLTRÚAR verkfallsmanna í breskum kolanámum höfnuðu í dag nýjum tillög- um til þess að binda enda á verkfallið, sem nú hefur staðið yfir nær 22 vikur. „Þessi verkfallsdeila er háð af jafnmikilli einbeitni nú og þegar hún byrjaði," var haft eftir Arthur Scargill, leiðtoga Sambands kolanámamanna, sem hefur um 183.000 manns innan sinna vébanda. Bonn, 10. ágúst. AP. HÁTTSETTIR forystumenn austur-þýzka kommúnista- flokksins hafa staðfest, að Erich Honecker, forseti Austur-Þýzka- lands, muni fara í heimsókn til Vestur-Þýzkalands í næsta mán- uði. Skýrði blaðið Bild Zeitung í Hamborg frá þessu í dag. Sov- ézkir ráðamenn ali hins vegar með sér miklar efasemdir varð- andi réttmæti slíkrar heimsókn- ar, en hún njóti aftur á móti mikils stuðnings á meðal forystumanna kommúnista- flokkanna í Ungverjalandi, Búlgaríu og Rúmeníu. Bild Zeitung segir, að heim- sókn Honeckers sé fyrirhuguð dagana 26.-29. september og muni Oskar Fischer, utanríkis- ráðherra, og Gíinter Mittag, helzti efnahagsráðunautur austur-þýzku stjórnarinnar, verða í föruneyti Honeckers. Þá heldur blaðið því fram, að Hon- ecker hafi hætt við að fara til Moskvu til viðræðna við Chern- enko forseta, áður en hann fer til Vestur-Þýzkalands. Fyrirhuguð heimsókn Hon- eckers til Vestur-Þýzkalands hefur verið gagnrýnd í sovézk- um fjölmiðlum að undanförnu. Blaðið Junge Welt í Austur- Þýzkalandi tók hins vegar í dag í sama streng og önnur austur- þýzk blöð og hélt uppi vörnum fyrir vaxandi og batnandi sam- skiptum milli þýzku ríkjanna og fyrir stórláni því, sem tekið var fyrir skömmu í Vestur-Þýzka- landi. Sagði Junge Welt, sem er málgagn æskulýðssamtaka austur-þýzkra kommúnista, að milliríkjalán, sem veitt væru án nokkurra óvenjulegra skilyrða væru „alvöruviðskipti", sem væru báðum aðilum hagkvæm. „Lántakandinn hefur ekki síður hag af slíku en bankinn,“ sagði Junge Welt. Yfirstjórn kolanámamanna hafði lagt fram nýjar tillögur til lausnar verkfallsdeilunni og tóku 200 full- trúar verkfallsmanna þær til með- ferðar á sérstökum fundi sínum í Sheffield í Norður-Englandi í dag. Ekki var sagt frá því hvernig at- kvæði féllu i atkvæðagreiðslunni um tillögurnar annað en að þær hefðu verið felldar með yfirgnæfandi meirihluta. Það vakti athygli, að 10 fulltrúar kolanámamanna frá Nottingham- shire mættu ekki til fundarins í dag. Skýringin er sú, að einmitt þar er andstaðan við verkfallið mest og þar hefur það haft lítil áhrif. Eftir fundinn í dag sagði Scargill, að verkfallið myndi halda áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. Hélt hann því fram, að einungis væri unnt að binda enda á verkfallið með því að yfirstjóm kolanámamanna félli frá áformum sínum um að loka þeim námum, sem hún telur svo óhag- kvæmar í rekstri, að ekki borgi sig að vinna þar kol áfram. Verkfallið hófst 12. mars sl. í mót- mælaskyni við þessi áform, en sam- kvæmt þeim á að loka 20 óhag- kvæmum námum, sem gæti leitt til þess að 20.000 manns misstu atvinn- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.