Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Aðalsteinn Björnsson bifreiðastjóri, Borgar- nesi — Minningarorð Faeddur 25. desember 1925 Dáinn 31. júlí 1984 Þó að maðurinn með ljáinn, hafi gert boð á undan sér í desember á sl. ári, þá vorum við farin að trúa því og vona að hann hefði skipt um skoðun og að við fengjum að njóta samvista við mág minn, Að- alstein Björnsson, enn um sinn. Sú varð ekki raunin, hann and- aðist á Reykjalundi 31. júlí sl. Hann var á leið til vígslu húss SÁÁ, 28. desember 1983, er hann veiktist skyndilega, en bygging og rekstur hjálparstöðvarinnar átti hug hans allan. Því áhugamáli sem öðru er hann tók ástfóstri við fylgdi hann eftir af festu. Hann var einn af stofnendum AA- samtakanna í Borgarnesi. Aðalsteinn fæddist á jóladag 1925 á Kjalvararstöðum í Reyk- holtsdal, sonur Guðríðar Hall- dórsdóttur og Björns Stefáns- sonar. ólst hann upp hjá afa sín- um og ömmu, þeim Halldóri Þórðarsyni og Guðnýju Þor- steinsdóttur á Kjalvararstöðum, þar til móðir hans giftist Sumar- íiða Sigmundssyni frá Gróf í sömu sveit. Fluttust þau í Borgarnes árið 1932 og átti Aðalsteinn þar heima alla tíð síðan. Reyndist Sumarliði honum ætíð sem eigin syni. Sýndu þeir hvor öðrum ávallt kærleika, traust og virðingu. Tvo bræður átti Aðalsteinn, þá Sigfús og Gísla Sumarliðasyni. Var mjög kært með þeim bræðr- um. Sumarliði lést fyrir réttum tveimur árum, en Guðríður lifir son sinn. Votta ég tengdamóður minni, elskulegri, innilega hlut- tekningu. Eftir fermingu hóf Aðalsteinn störf hjá Vegagerð ríkisins, undir traustri handleiðslu nágranna síns og heimilisvinar, Jóns Þor- steinssonar, sem einnig kenndi honum fyrstu handtökin við lax- veiðar. Annars var bifreiðaakstur ævistarf Aðalsteins frá því að hann tók bílpróf 18 ára gamall. Árið 1947 hóf hann störf á bif- reiðastöð Kaupfélags Borgfirðinga og ók fólks- og vöruflutningabif- reiðum um árabil hjá kaupfélag- inu og síðar Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Hann var afburða aðgætinn og öruggur bílstjóri og sérstaklega kurteis og þægilegur við farþega. Fyrir um það bil tveimur árum tók hann að sér húsvörslu hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Öll vinna hans ein- kenndist af snyrtimennsku og vandvirkni. Aðalsteinn mat Ind- riða Albertsson mjólkurbússtjóra mjög mikils og þótti ákaflega vænt um hann, enda reyndist Indriði honum einstaklega vel. Gaman var að heyra Aðalstein segja frá. Hann var sjófróður, af- burða minnugur og kunni ógrynni af ljóðum og vísum. Hann þekkti alla sveitabæi meðfram þjóðvegin- um frá Reykjavík austur í Vopna- fjörð, einnig fjöldan allan af ör- nefnum. Síðast þegar við hittum hann, spurði Sigfús bróðir hans um bæjarnafn, sem okkur lék for- vitni á að vita um, það stóð ekki á svari, þó að staðarlýsingu væri ábótavant hjá okkur. Tómstundum sínum varði Aðal- steinn helst við laxveiðar á sumrin og gæsa- og rjúpnaveiðar á haust- in, en við veiðiskap sem annað var það vandvirknin sem einkenndi hann. Hann hafði mikið yndi af útivist og ferðalögum. Á yngri árum lagði Aðalsteinn stund á íþróttir og fram á fertugs- aldur lék hann knattspyrnu með Ungmennafélaginu Skallagrími og reyndist þar sem annarsstaðar traustur liðsmaður. Hann var um skeið formaður + Eiginmaöur minn, ERLENDUR GUDMUNDSSON, matavainn, Hlíöarvagi 51, Kópavogi, lést í Landspítalanum aöfaranótt fimmtudags 9. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar. Kriatfn Gunnaradóttir. Sonur okkar, GUONI SVAVAR KRISTJÁNSSON, Hátúni 12, Raykiavfk, andaöist aöfaranótt 7. ágúst sl. Fyrir hönd aöstandenda, Kriatján Gfalason, Halldóra Stafánsdóttir. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HÓLMFRÍOAR EYSTEINSDÓTTUR, Miklubraut 82, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GÍSLA VALDIMARSSONAR frá Ósi. Margrét Magnúsdóttir, börn, tangdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför mannsins mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞÓRHALLS EINARSSONAR, Salási 4, Egilsstööum. Agnes Árnadóttir, börn, tangdabörn og barnabörn. + Innilegt þakklæti sendi ég ölium þeim sem auösýndu samúö og vinarþel viö fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, RAGNHEIOAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Björk viö Vestmannabraut 47, sem jarösungin var frá Landakirkju 28. júlf sl. Mikill styrkur er viö hlýhug og vlröingu ykkar viö minningu hennar öllu minnar. Meö vinsemd og viröingu, Guö blessi ykkur og varöveiti. Haraldur Þorkalsson, Björk viö Vestmannabraut. Garðar Hólm Páls- son — Minning Fæddur 2. janúar 1916 Dáinn 31. júlí 1984 Það er góður siður að ferðalok- um, eða þegar vegir skiljast, að þakka samfylgdina og kveðja. Þótt segja megi að góða samfylgd sé jafn vert að þakka hvort sem hún hefur verið svo sem ein bæjaleið eða staðið árum saman, jafnvel áratugum, er þó nokkur munur á þegar svo langa leið er að líta til baka. Svo fer mér er Garðar Hólm Pálsson er allur. Kunningsskapur okkar hófst sumarið 1941 í Hvíta- nesi í Hvalfirði þar sem við vorum við störf á vegum breska her- námsliðsins. Við vorum ungir þá, fullir bjartsýni á lífið og framtíðina þrátt fyrir stríðið sem setti sinn svip á þjóðlífið með boðum og bönnum en veitti öllum næga at- vinnu sem höfðu til hennar heilsu og dug. Einhvernveginn varð það þannig, að þótt Garðar hefði 5 ár yfir mig f aldri, þróaðist kunn- ingsskapur okkar í vináttu sem entist alla tíð. Þegar við báðir höfðum fest ráð okkar og eignast okkar eigin heimili tengdust fjöl- skyldurnar þeim böndum sem aldrei hafa slitnað. Saman fórum við Garðar ófáar ferðir um vegi og vegleysur við veiðiferðir á sumri og vetri í mis- jöfnum veðrum oft tveir einir og enda einnig með öðrum veiði- og ferðafélögum. Samfylgd hans brást ekki þegar á reyndi. Þegar ár líða frá verða minningarnar um ánægjustundirnar dýrmætar og að hafa jafnan borið gæfu til að hafa komið heilir úr hverri för. En á hina hliðina spinna örlaga- nornirnar sinn mikla þráð. Rúm- lega hálf fimmtugur mátti Garðar þola þá raun að missa heilsuna og ganga aldrei fyllilega heill til skógar eftir það. Að finna þrótt sinn og getu til að hrærast og taka þátt í eðlilegri framrás lífsins, fjara út smátt og smátt, er sjálf- sagt sárara en orð fái lýst. En þáttur eiginkonunnar sem stóð við hlið manns síns alla tfð þar til yfir lauk verður vart metinn á þá mælistiku sem mannleg skyggni hefur yfir að ráða. Garðar Hólm Pálsson fæddist 2. janúar 1916 að Brúarlandi í Deild- ardal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Páll Þorgilsson og Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Þegar Garðar var 8 ára gamall lést faðir hans og ólst hann upp hjá móður sinni eftir það. Uppvaxtar- og unglingsár hans munu i engu hafa verið frábrugðin því sem hendir þann sem missir foreldri svo ungur að aldri. Sterkur var hugur hans + Elskulegur eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SNÆBJÖRN TRYGGVI ÓLAFSSON, skipstjóri, Erluhólum 4, Reykjavlk, lést í Landakotsspítala föstudaginn 10. ágúst. Sigríöur Jóakimsdóttir, Jóakim Snasbjörnaaon, Guöfinna Snnbjörnsdóttir, Margrót Snnbjörnsdóttir, Helga Snnbjörnsdóttir, Anna S. Snnbjörnsdóttir, Guörún Snnbjörnsdóttir, Ólafur T. Snnbjörnsson, Brynjólfur Aöalsteinsson, Björn Birnir, Birgir Guömundsson, Kristján Birgir Kristjánsson, Guöni S. Gústafsson, Oddný Siguröardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö útför móö- ursystur okkar, KRISTBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Jódisarstööum. Rósa Árnadóttir, Svanhildur Árnadóttir, Kristján Árnason, Gunnella Jónasdóttir, Auöur Jónasdóttir, Steingrimur Jónasson. Stangveiðifélags Borgarness, og klúbbsins öruggur akstur, þá var hann um árabil i trúnaðarmanna- ráði Verkalýðsfélags Borgarness. Árið 1952 kvæntist Aðalsteinn Margréti Kristínu, elstu dóttur Helga Pálssonar, framkvæmda- stjóra á Akureyri, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og konu hans Kristínar Pétursdóttur, sem bú- sett er á Akureyri. Sendi ég henni samúðarkveðjur. Margrét reyndist manni sínum traustur lífsförunautur til hinstu stundar og var honum ávallt best er hann þurfti hennar mest með. Heimili þeirra hjóna var aðlað- andi og fagurt, utan húss sem inn- an, þar sem hennar naut við innan dyra en hans utan dyra. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: Helgi Kristinn, trésmiður, kvæntur Þorgerði Þorgilsdóttur, Gunnar bílstjóri, unnusta hans er Inga Jóna Guðlaugsdóttir, Sumar- liði málarameistari, kvæntur El- ínu Hjörleifsdóttur og Anna Margrét gift Sævari Magnússyni vélstjóra. Barnabörnin eru níu. Með þessum fátæklegu orðum votta ég vinkonu minni, Margréti, börnum hennar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og virð- ingu. Aðalsteini Björnssyni bið ég fararheilla. Helga Guðmars. jafnan til æskustöðvanna en það- an lá leið hans til ýmissa staða á Vestur- og Norðurlandi þar sem hann stundaði vinnu á sjó og landi á kreppuárunum fyrir 1940. Svo sem ég gat um fyrr er hann kom- inn til vinnu I Hvitanesi 1941 og átti jafnan heimili í Reykjavik upp frá því. Hinn 3. júlí 1943 kvæntist hann Guðríði Pálmadóttur og eignuðust þau 5 börn sem öll eru á lifi. Elst er Sólrún, maki Reynir Sigurðs- son, þá Erlingur, kvæntur önnu Jónsdóttur, Gerður, maki Helgi Sigurgeirsson, Rut, maki Friðgeir Haraldsson og Gréta, maki Þor- leifur Stefánsson. Áður en Garðar gekk i hjóna- band eignaðist hann þrjú börn: Ástu, Sigrúnu og Hörð. Garðar lést á gjörgæsludeild Landa- kotsspítala 31. júli sl. Við Svanfriður þökkum kynnin sem aldrei bar á skugga. Við vott- um eftirlifandi konu hans, börn- um og barnabömum samúð okkar. Óskar Þórðarson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tiÞ efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.