Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 43 9\ M 5 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny öjsu i ám if 111 meðferð á köttum Dýr eiga meira skilið en að vera meðhöndhið eins og lífvana leikföng. Steina Dóra skrifar: Kæri Velvakandi. Mikil er nú mannvonskan í þessum heimi. Eins og flestir vita, eru þeir til, hér sem annars stað- ar, sem ánægju hafa af því að kvelja sakiaus og varnarlaus dýr. Ein helsta íþrótt slíkra ill- menna hér í borg er að limlesta ketti á ýmsan hátt. „Vinsælust" virðist sú aðferð vera að bera eld- fimt efni að vesalings dýrunum og kveikja síðan í þeim. Má ætla að óþokkarnir skemmti sér konung- lega við þessa ómannúðlegu iðju. Ég veit af eigin raun að þetta eru engar getgátur eða rógburður því bæði þekki ég þess ótal mörg dæmi auk þess sem hurð skall afar nærri hælum mér í þessum efnum um daginn. Þannig var að eina nóttina vakna ég við það að kött- urinn minn stendur yfir mér, illa útlitandi og óttasleginn á svipinn. Ég sá strax að ekki var allt með felldu því kötturinn var allur löðr- andi í einhverri olíu um feldinn. Virtist sem ráðabrugg ódæð- ismannanna hafi misheppnast, þó að hluti af feldinum hafi verið ör- lítið sviðinn. Ekki þarf að lýsa örvæntingu minni og ofsareiði við þessa sjón og mátti ég á engan hátt vera fyrir bræði. Ég skrúbbaði köttinn hátt og lágt lengi vel og samt sem áður gekk erfiðlega að ná oliunni úr feldinum auk þess sem hann sveið greinilega mikið. Nú skora ég á alla þá sem ein- hvern pata hafa af því að verið sé að pynta dýr, að láta hendur standa fram úr ermum og koma upp um illvirkjana sem hlut eiga að máli. Það er staðföst trú min að þorri ibúa landsins sé góðhjartað fólk og dýravinir og geri þvi allt sem i þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkar pynt- ingar geti átt sér stað. Dýr eiga miklu meira og betra skilið af okkur mönnunum en að vera meðhöndluð eins og lifvana leikföng. Eitthvað upplífg- andi í morgunsárið 9999-9950 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Við erum hópur starfsfólks á fjölmennum vinnustað á aldrinum frá tvítugt til sjötugs, þar sem flestir hlusta á morgunþáttinn „1 bítið“, áður en haldið er til vinnu. Er almenn óánægja ríkjandi meðal okkar, með stjórnendur þáttarins, vegna þeirrar neikvæðu afstöðu sem einkennir þá og sér- staklega gagnvart veðurfarinu hér á suðvesturhorni landsins. Við er- um öll á einu máli um það, að fólk vill heyra eitthvað hressilegt og upplífgandi í morgunsárið, þegar langur vinnudagur er fyrir hönd- um. Við vonum að stjórnendur þátt- arins taki ábendingunni vel og hætti eða að minnsta kosti dragi úr þessu niðurdrepandi tali um veðrið, og reyni að hljóma aðeins lífsglaðari í framtíðinni, öllum til heilla." Limra að norðan Noröanvindur hringdi f Velvak- anda og kom i framfæri þessari limru: í Morgunblaði fékk ég fréttir litið: Á fjöllum nyrðra væri of mikið bitið, en sumir rexa þó og segja að gras sé nóg, það gengur úr sér Guðlaugsstaðavitið. Burkni Til góðs eða ills? Bfleigandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „í allri umræðu um bensínverð hér á landi, hefur sem kunnugt er, komið fram að ekki virðist vera möguleiki á því að lækka það. Hins vegar bjóða tvö olíufélög nú upp á „betra bensín" á sama verði með einhverjum aukaefnum í og á það að minnka bensíneyðslu, hreinsa úrfellingu og sót í blönd- ungi og sogkerfi og auk þess á það að innihalda ryðvarnar- og tær- ingarvarnarefni, sem vernda eiga vélina. Mönnum ber hins vegar ekki saman um, hvort umrædd auka- efni sé til góðs eða ills. Því langar mig til að fá skýringu á þvf, hvers vegna þeir gátu ekki lækkað bens- ínið, en látið f staðinn eigendum það eftir, að ákveða hvort þeir vilji aukaefni út f bensfnið eður ei? Til eru alls kyns aukaefni sem hægt er að setja í bensín s.s. redex og gera bíleigendur það að öllu jöfnu sjálfir. Ég veit um ótal marga sem ekki kæra sig um þessi nýju efni út í bensínið og þætti mér nú fróðlegt að vita hverjir það eru sem tryggja gæði nýju aukaefnanna? Bréfritara fýsir að vita hvort hin nýju aukaefni í bensíni séu til góós eða ills. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM StöÍRA OG EFNISMEIRA BLAÐ! ÞAÐ ER EKKI REIMT Á KILI Blaðamaöur Morgunblaðsins yfir há- lendiö á hestum meö erlendum feröa- mönnum. RICHARD BURTON ÁÐUR VAR MÉR GATAN GREIÐ Rætt viö Hinrik í Merkinesi 85 ára. ÞAÐ BYGGIST ALLT ÁÚTGERÐ Litiö viö á Seyöisfiröi. MYRTUR BISKUP Sagt frá moröi Jóns Gerrekssonar, biskups, 1433. BRÆÐURNIR ESPHOLIN FORFALLNIR FÁLKA- ÁHUGAMENN JAMES MASON 1909—1984 ÞEGAR KOKTEILAR KOMUST YFIR HAFIÐ FANNSTTAKA ÞVÍ AÐ GERA EITTHVAÐ FYRIR LANDIÐ í LEIÐINNI Rætt viö laxveiöimanninn Robert A. Maes. SVIPMYND Á SUNNU- DEGI: MAÐURINN Á BAK VIÐ KONUNA UM GUDBRAND BISKUP OG BIBLÍU HANS LITID INN í SUMARBÚÐIR í ÞINGHLÉI Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.