Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Dranganet eins og talað er um í fréttinnL Þarna flýtnr dauður fugl í netinu. Hætta stafar af drauganetum DRAUGANET eru net eða netahlutar sem rekur stjórnlaust um hafið. Ástæðan fyrir því er að við veið- ar festist net í botni og flýtur síðan upp í yfirborð sjávar. Af þessum netum stafar mikil hstta fyrir sjó- farendur, því ef þau festast í skrúfum skipa rekur þau stjórnlaust þar til búið er að losa netin úr skrúfunni. Ekki stafar síður hætta af netunum fyrir lífríki sjávar, því eftir að farið var að nota gerviefni í veiðarfæri rotna þau ekki og geta dýr eins og fugl- ar orðið sér að fjörtjóni i netunum. Af þessum sökum er æskilegt að hirða netadræsurnar úr sjón- um ef nokkur tök eru á þvi. 8 til 10% tap á saltfiskverkun — 15 til 18% tap á verkun smáfisks MEÐ 6% fiskverðs- og 2% launa- hækkun frá 1. júní sl. hefur staðan versnað. í stað 4—6% taprekstrar í heildina fyrir þessar hækkanir er tapið nú 8—10%, enda fékkst engin nýr tekjuauki við þessa ákvörðun. Viðbótartekjur vegna gengissigs krónunnar gagnvart dollar hverfa að mestu vegna lækkunar á söluverði, en söluverð er tengd SDR til að koma til móts við kaupendur í hækk- andi gengi dollarans. Tapið er nú 8—10% miðað við heilt ár, en í raun er vandinn mun meiri, þar eð smáfiskur er uppistað- an í verkuninni í sumar, en tap á verkun smáfisks er nú skv. kostnað- arútreikningum SÍF um 15—18%. Þessar upplýsingar um afkomu saltfiskverkunarinnar koma fram í fréttabréfi frá Sölusambandi ís- lenzkra fiskframleiðenda, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Þar segir ennfremur um afkomuna: „Burtséð frá taprekstri þá er sá „Rækjuviimslurnar gætu far- ið að stöðvast sjálfkrafa“ vandi, er framleiðendur glfma við í dag, fyrst og fremst rekstrarfjár- vandi, eftir langvinnan hallarekst- ur í flestum greinum sjávarútvegs. Það er kyndugt, að um taprekstur skuli vera að ræða í saltfiskverkun í dag, þegar litið er til þess í fyrsta lagi að markaðsverð hækkaði á ár- inu og er örugglega í hæsta marki á öllum mörkuðum; f öðru lagi að gæði hafa batnað og engar kvartan- ir hafa borist; í þriðja lagi að af- skipanir hafa líklega aldrei verið jafnörar — þessa dagana er verið að lesta sfðasta vertfðarfarminn — og greiðslur eru með skaplegum hætti. Að vísu vegur á móti þessu sam- dráttur f veiðum og vinnslu, en öll önnur ytri skilyrði eru hagstæð eins og áður er lýst. Um afkomuna f allra næstu framtíð er erfitt að spá, en ljóst er að framundan er meira tap í salt- fiski, ef ekkert verður gert til þess að laga rekstrargrundvöllinn, m.a. vegna þess að inneign saltfiskfram- leiðenda f Verðjöfnunarsjóði er nú að heita má þrotin, en greitt er úr sjóðnum á framleiðslu þessa árs. Stjórnvöldum er og verður að sjálfsögðu gerð grein fyrir stöðunni og knúið verður á um nauðsynlegar leiðréttingar." — segir Theódór Norðkvist framkvæmdastjóri á Isafirði „NEI, VIÐ treystum okkur ekki til að stöðva vinnsluna 10. ágúst og ég veit heldur ekki til að aðrar rækju- vinnslur hér ætli að gera það,“ sagði Theódór Norðkvist framkvæmda- stjóri Rækjuvinnslu O.N. Olsen á ísafirði í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður að því hvort rækjuvinnslurnar á ísafirði myndu stöðva rækjuvinnslu 10. ágúst og fara þannig að tilmælum aðalfundar Félags rækju- og hörpudiskvinnslu- stöðva. En eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær þá virðist ekki vera samstaða meðal eigenda rækju- og hörpudiskvinnslustöðva að fara að tilmælum félags þeirra og stöðva fyrirtækin. Theódór sagði að menn vildu sjá til enda ákaflega dýrt að stoppa. Sagði hann þó aö ástandið væri orðið mjög alvarlegt og frysti- geymslur að fyllast þannig að fyrirtækin gætu farið að stöðvast sjálfkrafa eitt af öðru. Þá sagði Theódór að á ísafirði væri rækjan það mikilvæg atvinnulífinu að ekki væri réttlætanlegt að stöðva hana fyrr en allt væri komið í strand. Guðmundur Stefán Marí- asson framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústssonar hf. sem rekur hörpu- diskvinnslu í Stykkishólmi sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tækið myndi hefja skelvinnsluna nokkurn veginn á eðlilegum tíma. Stefnt væri að því að hefja hana í næstu viku. Sagði hann að salan hefði glæðst heldur að undanförnu og væru þeir búnir að senda alla framleiðslu síðasta árs frá sér en verðið væri ennþá jafn lágt. Sagði hann að atvinnulífið í Stykkis- hólmi byggðist að svo miklu leyti á skelinni að útilokað væri fyrir fyrirtækið að stöðva þó vissulega væru erfiðleikar á ferðinni. Rækjunes hf. í Stykkishólmi er ein þeirra rækjuvinnslustöðva sem sagðar hafa verið stopp. Sig- urjón Helgason forstjóri Rækju- ness sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri vissulega rétt en það væri alltaf gert á þessum tíma á meðan starfsfólkið tæki sitt sumarfrí. „Ég fer ekkert eftir svona samþykktum frekar en öðr- um boðum og bönnum. Ég fer ein- göngu eftir markaðnum," sagði Sigurjón þegar hann var spurður um tilmæli Félags rækju- og hörpudiskvinnslustöðva um stöðv- un rækjumótttöku 10. ágúst. Sagði hann að rækjan frá sínu fyrirtæki væri eftirsótt vegna gæða og væri hann nú að verða búinn að selja allar sínar birgðir. Rækjunes hef- ur verið með hörpudiskvinnslu yf- ir vetrartímann undanfarin ár og sagði Sigurjón aðspurður að ekki væri víst að hún yrði sett af stað í þetta skipti. Sagði hann að ekkert vit væri í að hefja framleiðslu þegar markaðurinn væri jafn veikur og raun bæri vitni og birgð- ir til frá síðasta tímabili. „Við leggjum ekki upp laupana hér hjá Rækjunesi, við erum ekki vanir því,“ sagði Sigurjón aðspurður um hvað tæki við ef ekki yrði talið ráðlegt að hefja okelvinnsluna. „Ég sendi bátana þá bara á fisk, ég á ágætan þorskkvóta eftir," sagði Sigurjón. Tónleikar á sunnudag ÍSLANDSDEILD Ung Nordisk Musik-samtakanna heldur tónleika í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag, 12. ágúst, kl. 17.00. Þar gefur að heyra tónlist fimm ungra tónsmiða, sem sækja tónlistarhátíð UNM í Malmö 19.—26. ágúst næst- komandi. Höfundarnir eru Mist Þorkels- dóttir, Haukur Tómasson, Árni Harðarson, Lárus Grímsson og Atli Ingólfsson, en fluttur verður einleikur á flautu, sextett, raftón- list og Hamrahlíðarkórinn syngur. Ágóði tónleikanna rennur til starfsemi UNM á fslandi. (FrétUtilkynning) „Get ég fengið að tala við KRON?“ Ég skoðaði byggðina í Skerja- firði við Reykjavíkurflugvöll að kvöldlagi seint í júlímánuði síð- astliðnum þegar sólin var að setj- ast handan sjóndeildarhringsins. Skerjafjörðurinn hefur sjarma og er sér á parti á höfuðborgarsvæð- inu og ólikur annarri byggð í borg- inni. Þar er sæmilega friðsamt þrátt fyrir nærveru Reykjavíkur- flugvallar, þar eru engar sjoppur, hamborgarastaðir, diskótek eða þvílíkir staðir sem nóg er af í mið- borginni, í Skerjafirði er náttúru- fegurð sem ekki er annarsstaðar að finna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir um það bil þrjátíu árum hét Einarsnesið Þvervegur. Ég kom oft í hús við Þverveginn á árunum 1955—60 og í endurminn- ingunni er Skerjafjörðurinn baðaður ljóma ævintýrsins. Þá voru Flugfélagsvélarnar ýmist að lenda eða að búa sig undir flugtak handan götunnar og hávaðinn var aldrei þrúgandi, hann var líkastur suði í randaflugu eða gargi i kríu- hóp. í þá daga var algengt að sjá fólk í Skerjafirði á reiðhjólum, í dag, þrjátíu árum síðar, er varla nokkurn mann að sjá á reiðhjóli. Á gangstígnum við Einarsnesið kom ég auga á ljósbrúnan hund, íslenskan í báðar ættir að ég tel og hann bar sig greinilega vel, búinn að fá vitneskju um endalok hunda- málsins i borgarstjórn nú fyrir skömmu. Við Skildinganes, götuna sem liggur ekki langt frá sjónum, voru tvær seglskútur á skemmtisigl- ingu og í þeirri sem var nær landi stóð maður í stafni og veifaði til lands, líklega verið húsbóndi i ein- býlishúsi þarna við sjávarsíðuna sem var að gera vart við sig. Á blettinum við gamla Reynisstaða- húsið var verið að heyja. Ráðuneytisstjórinn, sem þar býr, var með hrífu í hendi og var að raka saman heyi I heysátur, og allt var það gert af slíkri kunnáttu að ókunnugur hefði getað haldið að þarna væri að verki bóndi utan af landi, kominn í bæinn til að heyja fyrir vinafólk. Hann stóð í hlaðvarpanum með uppbrettar skyrtuermar og gekk rösklega til verks með hafgoluna i fangið. Það hefur mikið verið byggt í Skerjafirði á liðnum árum og eng- in venjuleg hús sem þar hafa risið innan um gömlu húsin, hvort held- ur eru raðhús eða einbýlishús. Þau eru svo vegleg að ég gæti vel hugs- að mér að búa í einhverju þeirra, þó ekki væri nema sem leigjandi i þröngu herbergi fram á forstofu- gangi. Lengi hefur verið verslun i gráskeljótta steinhúsinu á horni Einarsness og Bauganess. Kaupfé- lag Reykjavikur og nágrennis verslaði þar fyrr á árum og gerir kannski enn f nýtísku kjörbúð, Skerjaveri. Einhvern tímann fyrir mörgum árum mun hafa komið inn í verslunina viðskiptavinur og spurt afgreiðslustúlku sem þar var innanbúðar: — Get ég fengið að tala vi hann Kron? — Hann Kron! sagði stúlka undrandi. — Já, hann Kron sem reku þessa verslun. Manninn sei stjórnar hér. Verslunarstjóran sjálfan. Viðskiptavinurinn var ekki liti undrandi þegar stúlkan við a: greiðsluborðið kvað verslunin rekna af Kaupfélagi Reykjavíki og nágrennis sem væri félagsskaj ur samvinnumanna og alþýði fólks. Viðskiptavinurinn loka útidyrahurðinni svo lftið bar á c hvarf síðan inn í bifreið við Þve veginn. Skerjaver er sennilega eir verslunin í Skerjafirði, ef þær ei fleiri þá eru þær vandlega faldi fyrir aðkomufólki. Heyrt hef ég i einhvers staðar leynist þarna sk vinnustofa i kjallarakompu ( nuddstofa en það alveg eins líklei að svo sé ekki. Gömlu húsin Skerjafirði bera ýmis nöfn eins < t.d. Grund, Borg, Staður, Skrúðu Berg, Helgastaðir og Vogur, þ; bjó eitt sinn grásleppukarl er sel fólki í soðið. Á síðari árum hafa ýmsir þekk ir íslendingar sest að í Skerjafir t.d. Friðrik ólafsson, lögfræðing og skákmeistari, Haraldur ólai son, lektor og varaþingmaði Svava Jakobsdóttir, rithöfund' og fyrrverandi alþingismaði Sigurður Helgason, forstjóri Flu leiða, og fleiri. Þar býr einn óþekkt alþýðufólk með draun sína og vonir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.