Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984
Margrét og Sigurjón ásamt hópi af hresaum krökkum í nuddpottinum. Kátir krakkar á heimleið með Akraborginni. Ljóem./Andfa.
Leikjanámskeið Æskulýðsráðs:
Kátir krakkar í Akranesferð
ÆSKULÝÐSRÁÐ hefur á undan-
fornum árum gengist fyrir leikja-
námskeiðum fyrir börn á aldrinum
6—12 ára. Þessi námskeið eru ha-
Idin í tengslum við félagsmiðstöð-
varnar. Heimsótt eru ýmis fyrir-
taekí og stofnanir og farið er í leiki
og föndrað. Nú í sumar var í fyrsta
skipti haldið slíkt námskeið f
Ölduselsskóla. Ákveðið var að
hafa einungis 3 tveggja vikna nám-
skeið til reynslu. Tókust þessi
námskeið mjög vel og virðist ekk-
ert því til fyrirstöðu að halda slík
námskeið í öllum hverfum, þótt
ekki séu félagsmiðstöðvar við
höndina. Krakkarnir fengu inni í
einni skólastofu og á gangi í skól-
anum, þar sem hægt var að föndra
og leika sér.
Síðasta dag námskeiðsins var
farin ferð á Akranes og slóst
blaðamaður Morgunblaðsins í
för með hópnum. 27 krakkar og 3
umsjónarmenn lögðu af stað
með Akraborginni kl. 10 einn
föstudaginn í byrjun ágúst. Þau
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Sigurjón B. Sigurðsson og Marg-
rét Sverrisdóttir, sem var fengin
lánuð úr Fellahelli, stjórnuðu
hópnum af mikilli snilld. Veðrið
hefði mátt vera betra, því vont
var í sjóinn og hafði það áhrif á
heilsu nokkurra ungra ferða-
langa. En þegar á Akranes kom
hresstust allir og tóku gleði sína
á nv.
A bryggjunni á Akranesi fóru
krakkarnir i beina röð og héldu
af stað í átt að Sementsverk-
smiðjunni. Auðsótt var að fá
leyfi til þess að skoða hana. Allir
fengu gula hjálma á höfuðið og
gengu af stað í fylgd með einum
starfsmanni verksmiðjunnar.
Þarna var margt að sjá, m.a.
mjög stórvirk tæki og vélar og
í kolageymslunni.
var greinilegt að þetta vakti at-
hygli krakkanna. En skemmti-
legast var að komast í sandbing-
inn. Þar fundu krakkarnir fal-
legar skeljar og steina. Krakk-
arnir fóru upp í stjórnstöð skófl-
unnar og fengu nokkrir að reyna
við sandmoksturinn.
Þegar verksmiðjan hafði verið
skoðuð var haldið af stað á ný og
numið staðar rétt við sundlaug-
ina, þar sem nestið var borðað.
Síðan var farið i sund í Bjarna-
laug. Þar var mikið fjör og var
farið í boltaleiki og fleira. Dvalið
var í sundlauginni drjúga stund
og var mikill hamagangur og
fjör. Klukkan hálftvö var blásið
til brottfarar því það getur tekið
nokkurn tíma að drífa 27 krakka
af stað. Síðan lá leiðin niður á
bryggju þar sem Akraborgin lá.
Á leiðinni til Reykjavíkur var
horft á Tomma og Jenna og skip-
ið skoðað. Heilsan virtist vera
góð hjá öllum í þetta sinn.
Blaðamaður spurði nokkra
krakka um hvernig þeim hafi
líkað á leikjanámskeiðinu. Fyrst
var raett við Guðmund Þórodds-
son, 10 ára gamlan. Hann hafði
útvegað sér lepp fyrir augað,
yfirvararskegg og útbúið sér-
stakan sjóræningjahatt í tilefni
ferðarinnar og var hinn víga-
legasti. „Mér fannst þetta mjög
skemmtilegt. Við erum búin að
fara í Nauthólsvík, Saltvík,
Vesturbæjarlaugina og margt
fleira. Ég er ákveðinn í því að fá
að fara aftur á svona námskeið."
Eiríkur Sigurjón Svavarsson
verður 12 ára á þessu ári. Hon-
um fannst mjög gaman á nám-
skeiðinu, en bjóst ekki við að
fara aftur, þar sem hann vonast
til að fá vinnu næsta sumar.
Næst var talað við Birgi Kára-
son 9 ára. „Þessi ferð er búin að
vera mjög skemmtileg og allt
námskeiðið," sagði hann. Hann
var spurður hvað hafi verið
skemmtilegast. „Ég get eiginlega
ekki gert upp á milli. Mér hefur
fundist allt mjög skemmtilegt.
Við fórum í Hallgrímskirkjuturn
og heyrðum klukkuna slá tólf.
Það var gaman." Birgir var mjög
röskur í sundi og sagði hann að
hann væri að hugsa um að fara
að æfa sund einhvern tíma. Sal-
óme Huld Garðarsdóttir, 6 ára,
sagði okkur að hún væri á leið í
sveitina sína um verslunar-
mannahelgina. „Ég ætla að
heimsækja vin minn, sern á
heima í sveitinni og reka með
honum beljurnar." Þegar Salóme
var spurð um námskeiðið sagði
hún: „Við gerðum svo margt og
það var alltaf gaman."
Á leiðinni til Reykjavíkur
ræddi blaðamaður við einn um-
sjónarmanninn, Sigurjón B. Sig-
urðsson. Hann sagði að þau vildu
líta á þetta námskeið sem
sumarfrí fyrir börnin og vildu
þar af leiðandi reyna að gera það
eins skemmtilegt og mögulegt
væri. „Námskeiðið byrjar kl. 10 á
morgnana og er til klukkan 4.
Við reynum að skipta deginum
þannig að hluta úr degi notum
við í leiki og föndur og reynum
svo að fara i heimsókn annað
hvort í fyrirtæki eða á söfn. Við
höfum heimsótt t.d. ölgerðina,
Slökkvistöðina, Kjarvalsstaði,
Þjóðminjasafnið o.fl. Einnig fór-
um við í Nauthólsvík, fjöruferð f
Saltvík og fleira. í sumar hafa
verið haldin þrjú námskeið og
eru tekin 30 börn í mesta lagi á
hvert námskeið. Þetta hefur ver-
ið mjög skemmtilegt og er
ástæða til að hafa svona nám-
skeið í fleiri hverfum, svo sem
Miðbænum og gamla bænum,
sem hafa orðið útundan."
Þegar til Reykjavíkur kom var
rigning og rok. En krakkarnir
voru allir kátir og hressir og
virtust allir vera ánægðir með
ferðina.
ÁH
Guðmundur Þóroddsson og Eiríkur Sigurjón Svavarsnon.
Salóme Huld GarAarsdóttir í Björgvin og Finnbogi búnir að fi gulu hjálmana og tilbúnir að fara í
sundlauginni. skoðunarferð um Sementsverksmiðjuna.