Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 25 Á þessum myndum sést vel hvernig Sóleyjar-stóllinn er í hönnun. smíða sjálfur. Maður byggir ekki hús í tilraunaskyni, en það getur maður hins vegar gert með hús- gögn. Hugmyndina að Sóleyjar-stóln- um má hins vegar rekja til þess, að ég keypti mér eitt sinn Vínar- stól á uppboði úti í Englandi, á skransölu. Þessir stólar eru hringlaga, úr gufubeygðum við með bastsetu. Þeir voru hannaðir um 1920 og hafa orðið mjög fræg- ir, sennilega mest seldu stólar í heiminum, hafa selst i milljóna tali. Þetta var á öllum „pöbbum" í Bretlandi og víðar. Stóllinn fylgdi mér svo til Svíþjóðar, enda einkar þægilegur og léttur og raunar fal- legur að formi til og eftir því sem ég átti hann lengur sannfærðist ég betur og betur um hversu af- bragðsgóður stóll þetta var. Eitt kvöldið var ég að hlusta á tónlist og stóllinn var úti á miðju gólfi, krakkarnir höfðu verið að leika sér með hann. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað þetta hringlaga form væri fallegt og þægilegt. Þetta var einmitt á þeim árum þegar allt átti að vera svo heilsusamlegt og sérstaklega tröllreið þetta öllum hugmyndum í Svíþjóð og Skandinaviu. Hús- gögn voru öll hönnuð með það fyrir augum að vera bætandi fyrir heilsuna. Raunar má tengja þetta allt þróunarsögu húsgagna frá árinu 1960. Á árunum ’60 til ’70 voru tímar mikilla umróta í hönnun, þar sem ný efni, svo sem plast og stál, voru mikið 1 tísku. Segja má að þá hafi verið mikið „popp“ í hönnuninni, friskir og bjartir litir og ný form. Á næsta áratug, á ár- unum ’70 til ’80 dró mjög úr þess- ari liflegu þróun. Menn sökktu sér niður i vangaveltur um vinnu- vistfræði og heilbrigði húsgagna. Allir stólar t.d. áttu þá að vera hannaðir, að mér liggur við að segja, til að hjúkra aumu baki. Náttúruleg efni voru þá allsráð- andi og engir litir í neinu. Þetta var í eðlilegu samhengi við hina félagslegu og vistfræðilegu strauma þessara ára. Nú er hins vegar aftur að losna um þetta og nýir litir og ný form eru að ryðja sér til rúms og ég á von á að bjart- ari tíð sé framundan, timi meiri listrænnar hönnunar. Því má kannski segja um Sóleyjarstólinn, að hann sé réttur hlutur, á réttum stað og réttum tíma. Ef ég hefði komið með svona stól fyrir 10 ár- um hefði enginn litið við honum. t dag eru kannski húsgögnin eina leiðin fyrir fólk til að gera um- hverfið líflegra, því íbúðir eru að miklu leyti orðnar staðlaðar. í húsgögnunum geta menn hins vegar fundið leið til að gefa heim- ilum sínum sérstakan blæ og það opnar leið fyrir fjölbreyttari hönnun á því sviði. En ég, sem sagt, sat þarna, mitt í „heilbrigðis-tímabilinu" og horfði á gamla „Vínarstólinn" minn og þá datt mér í hug hvort ekki væri hægt að sameina þetta. Eg hafði keypt þennan stól af þvi að ég var blankur og fór að velta því fyrir mér, mitt í allri umræð- unni um vinnuvistfræði og heil- brigði, hvað þessi stóll með ein- földu trébaki, var i rauninni þægi- legur og góður i notkun. Auk þess hafði hann mjög sterkt form, hringlaga eins og hann var, en það fylgdi þessu tímabili að það mátti ekkert gera i formi. Þessi stóll var hins vegar ekki með neinu sér- stöku baki fyrir hrygginn, þetta var bara fínn stóll og formfastur. En þarna fór ég að velta því fyrir mér hvort hægt væri að fella svona sterkt hringlaga form í klappstól. Auk þess var það dálitið freistandi að brjótast út úr þess- ari vistfræðihefð, sem var alls ráðandi. Ég ákvað þvi að gera til- raun til að búa til hringlaga klappstól og þá byrjaði ballið." Vangaveltur og yfírlega „Ég var búinn að reyna heil ósköp áður en stóllinn fékk á sig þá mynd sem hann hefur í dag. Fyrst þegar ég kom honum saman var ég búinn að basla i tvö ár. Sá fyrsti var til dæmis úr rörum og leit allt öðruvísi út. Hann var all- ur miklu þyngri og klossaðri og það var ekki hægt að renna bakinu eins og á þessum nýja. Ég fór til framleiðanda með stólinn, þótt mér finndist ég ekki vera kominn neitt áleiðis með þessa hugmynd. Það var fyrirtækið DUX i Svíþjóð og þeir íramleiddu þennan stól. En hann var mjög dýr í fram- leiðslu og ekki nógu þróaður og seldist því ekkert. En ég vissi allt- af að þessi stóll myndi aldrei hitta markaðinn, til þess var hann ekki nógu þróaður og ég nefndi þetta við þá hjá DUX. En þeir vildu ekki leggja neina vinnu eða tima i að þróa þessa hugmynd og þvi fór sem fór. Annars voru öll mín viðskipti við DUX tóm leiðindi, en það er önnur saga. Sjálfur var ég sannfærður um að ég væri ekki búinn að ná tökum á viðfangsefninu og jafnframt, að það væri hægt að þróa þessa hugmynd áfram. Ég fann að það vantaði allan léttleika i þetta, en var ekkert á því að gefast upp. Einnig gerði ég mér grein fyrir að tæknibúnaðurinn var ófullkominn og úr þvi varð ég að bæta. Eftir að ég kom heim byrjaði ég að reyna fyrir mér með tein, sem var miklu léttari og meðfærilegri en rörin. Einnig breytti ég öllum hlutföllum og reyndi að gera hann með létt- ara yfirbragði. Þá byrjaði þetta að rúlla, þó ég væri þá ekki enn búinn að leysa vandamálið með bakið, það er þennan renniútbúnað sem er i bakinu á honum núna. Svo kom þetta smátt og smátt með stöðugum vangaveltum og yfir- legu. Það var svo komið fram á árið 1982 að ég fór að sannfærast um að þetta væri að smella saman. Ég smíðaði sjálfur fyrsta stólinn af þessari endanlegu gerð og lagði i það mikinn kostnað. Ég eyddi til dæmis talsverðum tíma í vél- smiðju og það kostaði sitt. í fram- haldinu fékk ég síðan aðstoð frá föður minum og frænda mínum Böðvari Sigurðssyni, þúsund þjala smiði, eins og ég kalla hann. Hann annaðist tréverkið og formbeygði hvert bakið á fætur öðru og setur. Faðir minn vann hins vegar að stálverkinu og allt þetta hjálpað- ist að. Einnig það, að ég er alinn upp á bilaverkstæði og hafði þvi sæmilega þekkingu á vinnu með jám og stál. Þegar hér var komið fór ég að svipast um eftir framleiðanda. Ég var strax ákveðinn i að leita ekki til Skandinaviu. Bæði hafði ég slæma reynslu af DUX og svo vissi ég að Norðurlöndin voru uppfull af heilbrigðis- og vinnuvist- fræðihugsjóninni. Ég hafði reynd- ar áður leitað til islenskra fram- leiðenda, þegar ég var að gefast upp vegna kostnaðarins, en þeir kveiktu ekki á þessu. Mér fannst því Þýskaland koma einna helst til greina. En i þessu sambandi má geta þess, að það er eitt, að vera kominn með hlutinn i hendurnar og annað að koma honum á fram- færi. Maður getur aldrei verið sannfærður um ágæti þess sem maður er að gera, þó maður hafi mikla trú á þvi, fyrr en kunnáttu- menn hafa lagt blessun sína yfir það. Ég var á báðum áttum um hvort ég ætti að slá til, og má helst þakka það ágætum vinum mínum hér heima að ég mannaði mig upp í að fara út með stólinn. Þetta kostaði að ég þurfti að fara út, og ég var skitblankur, en vinir mínir stöppuðu i mig stálinu og einn þeirra, Helgi Jóhannsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn, lánaði mér fyrir farinu." Dæmigerður sveitamannsbragur „Það hljómar eiginlega eins og brandari, hvernig ég komst i sam- band við framleiðendurna þarna úti. Það var svona dæmigerður sveitamannsbragur á því og fram- leiðandanum sjálfum finnst það bráðfyndið hvernig þetta gerðist. Maður fer þarna út i eitt virtasta húsgagnafyrirtæki Þýskalands og bankar upp á ef svo má að orði komast. í upphafi var ég sjálfur ekkert of sannfærður, en sendi skeyti í „Kusch + co“ og spurði hvort ég gæti hitt framkvæmda- stjórann á sýningu, sem þá var framundan i Köln. Þvi var svarað játandi og tilgreindur timi, klukk- an 12 á hádegi ákveðinn dag. Þá pantaði ég mér farseðil og fór með stólinn undir hendinni. Þegar ég kem svo út á sýning- una er mér bannað að fara með stólinn inn. „Enga pakka hér inn“ sögðu þeir svo að ég setti stólinn í fatahengið i geymslu. Svo þegar ég hitti manninn var hann auðvitað hissa á þvi að ég var ekki með neitt, ekki einu sinni teikningar af stólnum. Ég sagði honum að þetta væri niðri i fatahengi og hann sagði að við skyldum þá bara fara niður og skoða hann þar. Svo fór- um við niður og hann hélt að þetta væri bara einhver vitleysa í mér. Svona menn fá ótal álika heim- sóknir í hverri viku, menn með alls konar hugmyndir, sem í mörg- um tilfellum eru einskis virði. Og maður getur rétt ímyndað sér hvað hann hefur haldið um þenn- an sveitamann norðan af íslandi. En hann kom samt með mér niður og þegar þangað kom neitaði ég að sýna honum stólinn i fatahenginu. Hann spurði mig hvers vegna og ég svaraði því til, að ég vildi ekki að aðrir sæju þetta. Þá upphófust mikil vandræði með að koma stólnum inn á sýninguna og finna herbergi fyrir okkur, en þar sem maðurinn var í miklu áliti þarna tókst honum að koma mér með pakkann inn á skrifstofuna sína. Þar reif ég umbúðirnar utan af stólnum og smellti honum einu sinni sundur og saman fyrir hann og það tók hann ekki nema rétt það augnablik að ákveða sig. Hann spurði mig hvort ég hefði sýnt ein- hverjum þetta og ég neitaði því.. Þá sagði hann: „Þú hefur náð þér í kaupanda." Hann var svo ákveð- inn og „dóminerandi" i þessu öllu að ég var sannfærður um að ég hafði þarna fundið rétta manninn til að framleiða stólinn. Hann heitir Dieter Kusch og er eigandi þessa fyrirtækis, og við innsigluð- um samninginn með handabandi. Skriflegi samningurinn var undir- ritaður síðar.“ Hvarflaði aldrei að þér að mað- urinn myndi einfaldlega stela hugmyndinni eftir að hafa séð stólinn þarna? „Nei, svoleiðis hlutir gerast ekki hjá svona virtu fyrirtæki. Það samræmist einfaldlega ekki þeirra vinnubrögðum að reyna að svikja menn. Að visu hafði ég áður hug- leitt að slíkt gæti komið fyrir, en eftir að hafa ráðfært mig við lögfræðinga vissi ég að þetta gæti ekki gerst, ekki hjá þessu fyrir- tæki. Ég lét reyndar í ljósi efa- semdir við manninn um að samn- ingurinn myndi standa, en hann sagði þá við mig: „Kannski hefur þú slæma reynslu, en min orð standa," og ég trúði honum. Siðan hófst þróunarvinna hjá þeim og ég fór út á meðan á því stóð og þetta var unnið í miklu bróðerni. Það var talsvert mikið verk óunnið, til dæmis fellibúnað- urinn i bakinu og samsetningar ýmiss konar. Þessi þróunarvinna tók um það bil eitt ár og siðan var stóllinn settur á sýningu núna i janúar ’84. Það var talsverð spenna í kringum það, bæði hjá mér og þeim, því þó maður hafi sjálfur verið nokkuð sannfærður um ágæti stólsins þá eru það viðbrögð fólks fyrst og fremst, sem skipta öllu máli þegar upp er staðið. Én hann var ekki búinn að vera nema einn dag á sýningunni þegar menn voru orðnir sannfærð- ir um að hér væri stórmál á ferð- inni. Þá hófst undirbúningurinn að framleiðslunni. Þeir eru nú búnir að fjárfesta i vél, sem kostar um 11 milljónir króna og hún framleiðir eina stólgrind á min- útu, þannig að það er greinilegt að þeir hafa trú á þessu." En hvað þýðir þetta fyrir þig? Ertu ánægður með samninginn við Þjóðverjana? „Já, ég get ekki sagt annað. Þetta er hefðbundinn samningur, sem þýðir að ég fæ ákveðna pró- sentu af sölunni. Annars er það auðvitað atvinnuleyndarmál hvað menn fá fyrir svona samning. Ég hef hins vegar orðið var við að fólk hér heima miklar þetta fyrir sér og ég er stundum spurður að þvi hvort ég sé ekki orðinn, eða á góðri leið með að verða milljónamær- ingur. En mér leiðist allt þetta milljónatal, þvi það er ekki raun- hæft. Hins vegar má kannski segja, að ef vel gengur gæti þetta þýtt umtalsverðar breytingar á mínum fjárhag. Og það gæti kannski gefið mér svigrúm frá hinu daglega brauðstriti til að ein- beita mér að nýjum verkefnum i framtíðinni. Ég er nú þegar farinn að huga að nýrri hönnun fyrir þetta sama fyrirtæki og ég reikna ekki með að leita neitt annað með mín mál í framtíðinni. Þeir hafa staðið sig svo afbragðs vel.“ Ertu þá kannski á leiðinni út til Þýskalands? „Nei, hvernig sem allt fer mun ég búa og starfa hér á íslandi. Ég var sjö ár við nám erlendis og það var alveg nóg. Börnin eru líka að komast á þann aldur að ég held að það sé vissara að annast uppeldið hér heima. Líklega verð ég þó eitthvað á ferðinni milli íslands og Þýskalands á næstu árum, en hversu mikið það verður fer auð- vitað eftir þeim verkefnum sem upp kunna að koma í framtíðinni." — Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.