Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984
13
Fjallkonan, fris Baldvinsdóttir Ein-
arsson, og skjaldarmerki íslands,
málað af Gísla Bergmann, í baksýn.
Lýðveldi í 40 án
17. júní fagn-
að í Ástralíu
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ i New
South Wales, Ástralíu, boðaði til
fögnuðar 17. júní að vanda. Þar
kom m.a. fyrsta sinni fram fjall-
konan, íris Baldvinsdóttir Einars-
son, á upphlut og flutti hún ís-
lendingaljóð 17. júní 1944 eftir Jó-
hannes úr Kötlum.
Einnig var þar afhjúpað skjald-
armerki íslands sem ungur fslend-
ingur, Gísli Bergmann, málaði og
færði félaginu að gjöf.
Arnarflug
með aðalum-
boð fyrir
KLM
ARNARFLUG tekur við aðalumboði
fyrir hollenska flugfélagiö KLM á ís-
landi þann 15. ágúst nk., að ósk hol-
lenska félagsins.
Samningur milli félaganna um
þetta umboð var undirritaður í síð-
ustu viku og eru meginverkefnin,
sem Arnarflug sér um á íslandi
fyrir KLM, á sviði sölu- og kynn-
ingarmála. Arnarflug hefur frá
upphafi áætlunarflugsins til Hol-
lands annast sölu á farseðlum og
farmflutningum KLM og nýta fé-
lögin sameiginlega CORDA-þjón-
ustutölvuna til farskráningar og
upplýsingamiðlunar. Nú verður
sölustarfsemi fyrir hönd KLM auk-
in á f slandi og einnig er í undirbún-
ingi auglýsinga- og kynningarstarf
um þjónustu KLM.
Tveir af yfirmönnum KLM á sviði
sölumála í Evrópu eru væntanlegir
til fslands 14. ágúst nk. til viðræðna
við Arnarflug um sölu- og kynn-
ingarmál.
KLM er elsta starfandi áætlunar-
flugfélag heimsins. Starfsmenn fé-
lagsins eru yfir 17 þúsund talsins og
félagið rekur rúmlega 50 þotur og
flýgur til um 120 staða í 75 löndum.
(Fréttatilkynning.)
Ferð um
Hafnahrepp
NOKKUR örnefni misrituðust því
miður í blaðinu í gær í fréttinni um
náttúruskoðunar- og söguferð um
Hafnahrepp, sem verður í dag á veg-
um Náttúruverndarfélags Suövestur-
lands.
Hafnarberg á að vera Hafnaberg,
Hrafneyri á að vera Hafnareyri,
Litla-Sandvík á að vera Litla-
Sandhöfn, Stóra-Sandvík á að vera
Stóra-Sandhöfn og Árnastaðir á að
vera Árnagerði.
Þá má geta þess að Jón Thorar-
ensen fræðimaður frá Kotvogi verð-
ur einn af leiðsögumönnum í ferð-
inni.
Mikil ásókn í kvennaathvarf
ÁSÓKN í Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur verið óvenju mikil nú í sumar,
en frá því í desember á síðasta árí hafa á annað hundrað konur leitað til
athvarfsins. Elísabet Gunnarsdóttir hjá Samtökum um kvennaathvarf sagði f
samtali við Morgunblaðið, að fjöldi þeirra kvenna, sem leitað hefðu ásjár hjá
samtökunum nú í sumar, værí mun meiri en verið hefði sumarið 1983 og verí
þar um að ræða konur bæði af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi.
Elísabet sagði að ein skýringin oft þegar að þrengdist. í flestum
á þessu gæti verið sú, að nú væri
víða þröngt i búi hjá fólki og ef
ósamkomulag væri fyrir á heimil-
um magnaðist slíkt ósamkomulag
tilfellum er um það að ræða að
konurnar flýja af heimilunum eft-
ir að eiginmenn eða sambýlismenn
hafa lagt hendur á þær, en einnig
er nokkuð um að konur leiti til
athvarfsins eftir hjónaskilnaði og
hafi ekki f önnur hús að venda.
Elísabet sagði að meðaldvalartími
kvenna hjá athvarfinu væri um
ein vika, en gæti farið niður í einn
sólarhring og allt upp í tvo til þrjá
mánuði. I síðastnefndu tilfellun-
um væri einkum um að ræða kon-
ur sem leituðu til athvarfsins eftir
hjónaskilnaði.
Að sögn Elísabetar er fjöldi
þessara kvenna óvenju mikill í
ekki stærra samfélagi. Flestar
væru af höfuðborgarsvæðinu, en
einnig kæmu konur utan af landi
og benti hún á f því sambandi, að
nú hefði verið opnað kvenna-
athvarf á Akureyri enda hefði
reynslan sýnt, að þörf væri fyrir
svona starfsemi víðar en í höfuð-
borginni.
••
cn aðrirbankar bjóða
Paö er engin spurning, Iðnaðarbankinn býður aðrar sparnaðarleiðir.
Við bjóðum þér BANKAREIKNING
MEÐ BÓNUS í stað þess að kaupa
skírteini.
Þú týnir ekki bankareikningi. Pú
þarft ekki að endurnýja banka-
reikning. Þú skapar þér og þínum
lánstraust með bankareikningi.
Iðnaðarbankinn
Fer eigin leiðir -fyrir sparendur.