Morgunblaðið - 11.08.1984, Side 16

Morgunblaðið - 11.08.1984, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Leikrit um gamlan harm Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eugene O’Neill: DAGLEIÐIN LANGA INN í NÓTT. Leikrit í fjórum þáttum. Thor Vilhjálmsson sneri á íslensku. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983. Eugene O’Neill (1888-1953) kallaði Dagleiðina löngu inn í nótt leikrit um „gamlan harm, skrifað með tárum og blóði“. Leikritið á rætur sínar í hans eigin lífi eða að minnsta kosti uppruna. Faðir hans, James O’Neill, var dáður leikari og ferðaðist með leikhóp- um um Bandarikin ásamt fjöl- skyldu sinni. O’Neill var eiginlega alinn upp á ferðalagi. Eftir mis- heppnaða skólagöngu í Princeton stakk hann af til sjós og kom aftur tveim árum seinna reynslunni rík- ari og með mikinn efnivið í leikrit. Móðir O’Neill átti við geðræn vandamál að stríða. Eugene O’Neill varð fyrir áhrif- um frá norrænum höfundum, Ibsen og Strindberg. Hann var löngum mikils metinn af Svíum, en einkum á sjötta áratugnum voru verk hans leikin í Svíþjóð. Hann fékk Nóbelsverðlaun 1936. Dagleiðin langa inn i nótt gerist frá morgni til miðnættis í sumar- húsi Tyrone-fjölskyldunnar í ág- Góður drengur Hljóm otur Finnbogi Marinósson Stevie Ray Vaughan and Double Trouble Couldn’t Stand the Weather Ein besta hljómplata siðasta árs er „Texas Flood" með gítar- leikaranum Stevie Ray Vaughan og hljómsveit hans Double Trouble. Það var upptökustjórinn John Hammond sem uppgötvaði drenginn á litlum bar i Texas. Stráksi var byrjaður að spila með David Bowie áður en hann vissi af og átti hann stóran þátt í að gera „Let’s Dance“-plötu Bowies jafn góða og hún er. En drengurinn hætti að leika hjá Bowie sökum þess að honum fannst hann ekki fá nógu hátt kaup. f fyrra sendi hann svo frá sér sina fyrstu sólóplötu og fyrir nokkrum vikum kom út önnur sólóplata hans, „Couldn’t Stand the Weather" heitir hún og á henni eru átta lög. Þegar hlustað er á þessa plötu kemur í ljós að „sándið“ á plöt- unni er ekki eins skemmtilegt og á þeirri fyrstu. Hún hljómaði mjög gamaldags án þess að vera óskýr. Nú er „sándið“ hinsvegar mun nútímalegra og á vissan hátt ekki eins heillandi. Ástæð- an fyrir þessu gæti verið sú að Stevie stjórnar sjálfur upptök- unni á þesari plötu en John Hammond er einungis sem að- stoðarmaður. Annað sem vekur athygli er að gamla Hendrix- lagið „Voodoo Chile (Slight Re- turn)“ er á plötunni. Stevie spil- ar það eins og Hendrix en ein- hver sagði að þetta lag tilheyrði Hendrix og engum öðrum. Ann- ars eru lögin ekki eins gripandi og á fyrri plötunni. Annað er hinsvegar ekki hægt að mæla henni til miska. Stevie er snill- ingur á borð við Eric Clapton og hljómsveit hans er frábær. Þétt og óaðfinnanleg. „Couldn’t Stand the Weather“ er góð hljómplata. Smekkur ræður hvor er f meira uppáhaldi þessi eða sú fyrri. Kannski má segja það sama um þessar tvær plötur og sagt hefur verið um fyrstu tvær Dio-plöturnar. Sú fyrri er sígild samkvæmisplata en seinni platan alvöru plata og krefst hlustunar. Eugene O’Neill úst 1912. James Tyrone er leikari sem ekki hefur náð þeim frama sem vonir stóðu til. Mary, kona hans, er taugaveikluð og orðin eit- urlyfjaneitandi. Synirnir James og Edmund hafa báðir hlotið í arf hið írska blóð, eru drykkfelldir og gefnir fyrir svall og vafasamt líf- erni. Þeir eru líka orðhákar, Jam- es sannkölluð eiturtunga eins og vera ber. Þeir eru bókmenntalega sinnaðir með tilvitnanir á hrað- bergi. Edmund er farinn að yrkja. Þennan ágústdag er það ljóst að hann er kominn með berkla. Það verður enn eitt reiðarslagið fyrir fjölskylduna og leggst þyngst á móðurina. Eugene O’Neill kvaðst skrifa leikritið „með djúpri meðaumkun og skilningi og fyrirgefningu til handa hinum fjórum kvöldu i Tyrone-fjölskyldunni“. Það eru orð að sönnu. En leikritið er ákaf- lega nærgöngult, uppgjör pærsón- anna miskunnarlaust. Lestur verksins getur verið beinlínis óþægilegur á köflum. Svo djúpt er kafað. Leikritið má lesa eins og skáldsögu þvi að höfundurinn gef- ur mjög nákvæmar lýsingar á persónum sínum og umhverfi; svipbrigði, hlutir verða lifandi. I lífi Tyrone-fjölskyldunnar er orðið áliðið. Henni verður ekki bjargað. Framundan er ekkert annað en brostnar vonir, fall, dauði. í eiturvímunni rifjar Mary upp liðna tíð. Hún er á valdi minn- inga um það sem hefði getað beint lífi hennar inn á aðra braut. Hún tautar: „Eitthvað sem ég sakna óskaplega sárt. Það getur ekki verið algerlega glatað." Draumurinn um að verða nunna rættist ekki. í lokaorðum Mary og þar með leikritsins er á sérkenni- legan hátt staðnæmst við það sem óhamingjunni olli: „Þetta var vet- urinn þegar ég var í efribekk. Síð- an var það um vorið að það kom eitthvað fyrir mig. Já, nú man ég. Ég varð ástfangin af James Tyr- one og var svo hamingjusöm um sinn.“ Sú hamingja var aðeins um sinn. Edmund lýsir fyrir föður sínum reynslu sinni af sjónum, siglingu til Buenos Aires, þeirri alsælu að skynja að hann átti heima „innan einhvers sem var voldugra en mitt eigið líf, eða líf Mannsins, það var Lífið sjálft!" í þessum orðum finn- um við Eugene O’Neill sjálfan sem líka sigldi ungur til Argentínu. Og ekki síður í eftirfarandi ályktun Edmunds: „Það voru mikil mistök að ég skyldi fæðast sem maður, mér hefði famazt ólíkt betur sem mávi eða fiski. Eins og málum er háttað verð ég ætíð framandi gestur sem finnst hann hvergi eiga heima, sem á sér enga ósk og hans er í rauninni ekki óskað, sem aldrei getur átt heima neins staðar, sem alltaf verður ofurlítið ástfanginn af dauðanum." Dagleiðin langa inn í nótt verð- ur tvímælalaust talið eitt af merkari leikritum aldarinnar. Á frummálinu heitir leikritið Long Day’s Journey into Night. Þýðing Thors Vilhjálmssonar á titlinum er tilgerðarleg. En þeirr- ar tilgerðar gætir ekki mikið i textanum, hann er yfirleitt trú- verðugur. Tilvitnanir í Shake- speare eru þýddar af Helga Hálf- danarsyni, en ljóð eftir nokkur skáld þýddu þeir í sameiningu Guðmundur Andri Thorsson og Thor Vilhjálmsson. I Dagur í Djúpinu Myndlist Valtýr Pétursson Dagur Sigurðarson er eitt af þekktustu skáldum okkar af yngri kynslóð. Hann er reyndar ekki svo mjög ungur lengur og farinn að nálgast fimmtugt. Hann hefur alla tíð stundað nokkuð myndlist og haldið nokkrar sýningar á verkum sín- um. Oft hefur það einkennt myndgerð Dags, hve hann hefur verið léttur í lund í viðhorfi sínu til þess sem hann hefur verið að fást við. Á stundum hefur maður ekki verið viss um, hvort honum hefur verið alvara eða hvort grín hefur haft þar yfirhöndina og hann verið að hæðast að um- hverfi sínu og þeim sem hann hefur sýnt verk sín. Hvað um það, þá hefur Dagur ætíð verið snjall í meðferð lita og hann hef- ur átt í erfiðleikum með að gera nægilega vondar myndir. Svo er honum i vöggu gefið sjálfræði með liti. Hann hefur alla sina tíð verið óstýrilátur i list sinni, hvort heldur í kveðskap eða þeg- ar hann heldur á pensli. Nú er orðið nokkuð siðan hann hefur komið fram með verk sin, og þessi sýning í Djúpinu er þvi tímabær. Þar eru eingöngu myndir gerðar á pappir með akryl-litum, og ekki er hægt að segja þetta veigamikla sýningu, en hún er snotur og gefur ágæta mynd af Degi Sigurðarsyni sem mynd- listarmanni. Það er eins og fyrri daginn ekki gott að henda reiður á, hvað alvarlegur Dagur er í myndgerð sinni. Það mætti segja mér, að hann stundaði mynd- gerðina svona á köflum, en ekki að staðaldri; það hefur auðvitað sín áhrif, en breytir samt ekki hæfileikum hans sem málara. Þarna er ástin í hávegum, og fólk faðmast í verkum Dags. Það er yfirleitt skemmtilegur tónn í þessum myndum, og það er þó nokkur snerpa á köflum. Meira verður nú varla sagt með sanni um þessar myndir, en þær bera allar svipmót Dags, og það eitt ætti að vera nokkuð forvitnilegt fyrir þá, er fylgst hafa með skáldskap pilts. Ég hef fylgst með myndgerð Dags Sigurðarsonar frá því hann fyrst fór að fást við myndgerð. Hann hefur ekki tekið neinum stórbreytingum, en hann hefur ætíð verið laginn og nokkuð djarfur í litameðferð, svo hefur hann alltaf verið revólúsjóner að eigin sögn, en konservatívur í músík. Það er margt verra á markaðnum en þessar myndir Dags Sigurðarsonar. Skrykkt dátt við Beat Street Línudans Laugarásbíó: Monty Python’s The Meaning of Life Leikstjóri: Terry Jones. Höfundar og leikarar: Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jon- es og Michael Palin, eða M.P.-gengið. Bresk, frumsýnd 1983. Hinu sturlaða Monty Python- gengi, þessum ómissandi, ein- staka ruglhópi í sögu sjónvarps- og kvikmyndagerðar, er einkar lagið að dansa á mörkum vel- sæmisins, þannig að þegar áhorfandinn er búinn að setja sig í hneykslunarstellingar þá koma þessir absúrdfyndnu ruglukollar með eitthvað mein- fyndið svo manni fatast og erg- elsið og pirringurinn víkur fyrir oft illstöðvandi hlátursrokum. Efnisþráður M.P.M.O.L. er ætíð, líkt og í öðrum M.P.-mynd- um, ein fáránleg uppákoman á fætur annarri. Sumar bráð- fyndnar, aðrar jaðrandi við guð- last (sem löngum hefur fylgt þeim félögum) og yfirgengilega ósmekklegar. En oftast verður hláturinn blessunarlega yfir- sterkastur. Hvað fyndnast er atriðið um kynfræðslu i skólum, átsukkið á veitingastaðnum (sem minnti nokkuð á Le Grande Bouffe), það eftirminnilegasta, og þátturinn um fæðinguna verður líklega að teljast sá ósmekklegasti af mörgum keppinautum. En það var aldrei meiningin að fara mörgum orðum um þennan fjölskrúðuga sirkus Chapmans, Jones, Cleese og co. Þeirra makalausa leikhús fár- ánleikans er svo yfirgengilegt að hér sýnist sitt hverjum í mun ríkari mæli en endranær. En hvað sem smekk manna líður þá fá flestir örugglega um annað að hugsa en hversdags- grámann lengi eftir sýningu. Hvort sem þeim Hkar betur eða verr. Kvikmyndír Sæbjöcn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: BEAT STREET Leikstjóri: Stan Lathan. Framleiö- endur: David Picker og Harry Belefonte. Kvikmyndataka: Tom Priestly Jr. M.a. með New York City Breakers og Rock Steady Crew. Frumsýnd 1984. Bandarlsk frá Orion Pictures „Skrykk-myndir“ eru nýjasta tiskufyrirbrigði barna og ungl- inga, í kjölfar samnefnds „dans“ sem víða nýtur vinsælda æsku- lýðs en á ættir sínar að rekja til slömmhverfa litaðra í stórborg- um Bandaríkjanna. Þar hófst þessi strætisballett göngu sina fyrir allnokkrum árum og hefur náð geysivinsældum. Allt i einu hættu götustrákar hnífabardög- um og öðrum ofbeldisverkum og tóku heilu gengin til við að há frekar einvígi í skrykklist þess- ari. Um þessa þróun er því ekki annað en allt gott að segja og staðreyndin er sú að hún hefur dregið úr glæpastarfsemi ungl- inga þar vestra, þeir hafa fengið um annað að hugsa. Þær kvik- myndir sem gerðar hafa verið um fyrirbærið eru líka harla áróðurskenndar. í þeim bregður ekki fyrir óknyttum, reykhnoðra né hnifsblaði. í þeim eru allir góðu börnin i Bronx. Sem fyrr segir eru myndir af þessu sauðahúsi, einkum ætlað- ar smáfólkinu, enda nýt ég ómældrar aðstoðar ellefu ára gamals sonar mins þegar fyrir- brigðum sem Beat Street bregður fyrir. Um myndina er fátt að segja. Þetta er saklaus skemmtun, full af líflegri tónlist og þar er „breakað“ af meiri krafti en i fyrri myndum um þessa göfugu listgrein ... Og sonur minn kvað hana „alveg frábæra, kannski svolítið langdregna", og ég hafði svoldið gaman líka...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.