Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 feœOsSínáö Umsjónarmaður Gísli Jónsson 255. þáttur Fyrst af öllu langar mig til þess að taka upp hluta af grein Baldurs Jónssonar dósents, þeirri sem birtist hér í blaðinu fyrir rúmri viku (3. ágúst). Baldur segir meðal annars: Islensk sagnorð beygjast á ýmsa vegu, og þeim er skipað í marga beygingarflokka eftir því. Vitað er, að einn þessara flokka er í örum vexti og sogar til sín obbann af öllum nýjum sagnorðum, sem bætast við orðaforðann nú á tímum, hvort sem þau eru tökuorð eða smíð- uð úr innlendu efni. Þetta eru veikar sagnir, sem enda á -aði i þátíð. Af þessu leiðir, að aðrir beygingarflokkar sagna eiga í vök að verjast. Það er því ekki með öllu meinlaust að lofa ekki sögn- inni að skrykkja að fylgja sín- um gamla flokki. Við þurfum ekki siður að hlynna að beyg- ingarflokkum, sem standa höllum fæti, en einstökum orð- um eða orðasamböndum. Beygingunni skrykkja — skrykkti — skrykkt veitir ekki af liðstyrk Morgunblaðsins öll- um, og raunar allra íslenskra fjölmiðla... Þá er það gerandnafnið. Sá, sem skrykkir, má auðvitað heita skrykkdansari sem fyrr sagði, en ef svo vill verkast, má líka hugsa sér að leiða nafn hans af stofni sagnorðsins. Þá liggur nokkuð beint við, að gerandnafnið verði skrykkir (sem ætti að beygjast eins og læknir), en fleirtalan yrði ofurlítið andkannaleg (skrykkj- ar — (um) skrykkja o.s.frv.), svo að ég á ekki von á, að það orð nái skjótum vinsældum. Þá er að bregða á annað ráð, og mér dettur helst í hug að stinga upp á orðinu skrykkill, í fleirtölu skrykklar. Það orð finnst mér eins og spriklandi af lífi, og á það ekki einmitt svo að vera?“ ☆ Umsjónarmaður vill sem sagt taka hið besta undir það sem segir í grein Baldurs. Hann (umsjónarmaður) hefur stundum fellt leiðinlega sleggjudóma yfir þeim beyg- ingaflokki sem Baldur minnt- ist á, þar sem sagnirnar enda á -aði í þátíð (1. flokkur veikra sagna, eða stundum kallað ó-beyging). Má það reyndar til sanns vegar færa, að þetta sé „óbeyging", enda flatasta og ljótasta sagnbeyging málsins. Hún er hins vegar auðveldust í meðförum og „sogar því til sín obbann af öllum nýjum sagn- orðum". Þótt sögnin að skrykkja endi á -kkja, er ekki lögmál að hún lendi utan 1. flokks. Að vísu er miklu algengara að slíkar sagnir fari í 3. flokk (ia-beyg- ingu), þá sem Baldur gerði grein fyrir. Þess vegna er full ástæða til þess enn að styrkja þá beygingu og flokka sögnina með klykkja, rykkja og hnykkja, en ekki með hlykkja og lykkja. Gerandnafnið skrykkill minn- ir mig á viðurnefni af mínum heimaslóðum, eins og SkriAill (maður frá Skriðu) og Rikkill (maður frá Rifkelsstöðum). Fleirtalan rímar beint á móti lyklar og þágufall eintölu á móti sprikli. Og þá er ekki öðru við að bæta en því að Jón frændi minn Sigfússon var kallaður Skrikkur (með ein- földu), sem er stytting úr Skriðukotslangur, af því að maöurinn var frá Skriðukoti og var langur. Kannski hefði hann orðið ágætur skrykkdans- ari eða skrykkill nú á dögum. * Þessu næst koma hér nokk- ur dæmi úr hinu fróðlega og skemmtilega málvöndunar- kveri Jóns Jónassonar (1914), því sem fyrr hefur kynnt verið: baktería gerill, sóttkveikja balstírugur óþægur, þrjóskur, óstýrilátur begravelsi erfidrykkja, erfi behollari geymir, hylki; lampa- behollari olíugeymir billetti aðgöngumiði bólverk bryggja, hafskipa- klöpp, sjóvarnargarður brandlið slökkvilið; brandgafl eldtraustur gafl brostfeldugur bilaður, brot- gjarn brýðerí fyrirhöfn, umstang, rask búðingur býtingur búi loðskinnskragi dádera dagsetja, hann dáderar oft við það hann vitnar oft til þess dobull tvöfaldur, í tvennu lagi; tvídobull tvítvöfaldur! (= fjór- faldur) drauja snúa, renna; draujari rennismiður; rokkadraujari rokkasmiður dúsjur uppbót, þokkabót, ofan- álag dæilegur fallegur, indæll; þetta er dæileg frammistaða, þetta er þokkaleg frammistaða, eða hitt þó heldur. ónefndur bréfritari hefur ekki fyrir löngu spurt mig um óeiginlegar hjálparsagnir. Ég reyni að skilgreina þær svo, að það séu sagnir, aðrar en hinar venjulegu hjálparsagnir (hafa, munu, vera, verða) notaðar til þess að mynda samsetta nútíð eða þátíð. Við það missa þær venjulega merkingu sína. Al- gengt var að hafa óeiginlegar hjálparsagnir í gömlum kveðskap, og eimdi lengi eftir af því. Taldist stundum tæki- legur kostur að grípa til þeirra, ef rím eða hrynjandi þótti krefjast þess. Nú þykir ekki lengur smekklegt að hafa slíkar sagnir í ljóðum. Vinna, ráða, nema og gera voru tíðar sem óeiginlegar hjálparsagnir og minnir notkun þeirra að vísu á notkun ensku sagnar- innar to do. Dæmi úr misgöml- um kveðskap: Egill Skalla-Grímsson: Jöfurr hyggi at hvé ek yrkja fat... Yrkja fat = orti. Stefán Ólafsson: Eg veit eina baugalínu, af henni tendrast vann... Tendrast vann = tendraðist. Hallgrímur Pétursson: Þetta, sem helst nú varast [vann, varð þó að koma yfir hann. Varast vann = varaðist. Una Jónsdóttir: Efalaust sá öðlingsmann árið það nam deyja. Kunnu margir kenna þann kaupmann Vestmannaeyja. Nam deyja = dó; kunnu kenna = kenndu (þekktu). Gæðaskýrsla Fiskifélags íslands: Aukning 1. flokks þorsks Fiskifélag íslands hefur gefið út gæðaskýrslu yfir fyrstu fimm mán- uði þessa árs. Skýrslunni er skipt niður og er fyrst yfirlit yfir bátaflotann. Hon- um er skipt niður þannig að heild- aryfirlit er yfir einstök veiðarfæri. f skýrslunni kemur m.a. fram, að þorskafli flokkast betur en í fyrra og má sem dæmi nefna, að 72% þorskafla báta fóru í fyrsta flokk nú, en í fyrra 66,7% og er aukning 1. flokks þorsks þvf um 5,3%. Mestu munar hjá bátum sem veiddu með botnvörpu, en sá hluti þorskafla þeirra sem fór í 1. flokk var 6,5% meiri en í fyrra. Bátar, sem stunduðu handfæraveiðar, komu lakast út, þar fór 0,8% minna af þorskinum f 1. flokk nú en á sama tfma síðasta ár. Ef litið er á einstaka staði jókst 1. flokks þorskur mest í Þorlákshöfn, eða um 21,2%, en minnkaði mest í Hnífsdal, alls um 55,1%. í yfirliti yfir skuttogara er ekki samanburður við fyrri hluta síð- asta árs, þar sem ekki munu vera til heildartölur, sambærilegar töl- um yfir bátaflotann. Mesta afla- verðmæti þorskafla á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er hjá togar- anum Páli Pálssyni frá Isafirði, alls 15,928 milljónir, en af þorsk- afla togarans sem var 1.505 tonn fóru 87,4% í fyrsta flokk. Sá tog- ari, sem skilað hefur mesta afla- verðmæti annars afla en þorsks er Haraldur Böðvarsson frá Akra- nesi, alls 16,366 milljónum, en að auki var aflaverðmæti þorskafla togarans 2,738 milljónir. Margar skýringar hafa verið nefndar á því hversu mjög fyrsta flokks þorskur hefur aukist. Hall- dór Asgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, nefndi þær ástæður í samtali við Morgunblaðið að hér væri um árangur af bættu gæða- eftirliti að ræða og að árangurinn af kvótakerfinu væri að koma í ljós. Auk þess nefndi Halldór að aukin umræða um gæðamál hefði skilað árangri. íbúöir til sölu Einbýlishús í Kóp. Skipti á 2ja herb. íbúö í Reykja- vík möguleg. ; Parhús í Kóp. í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö í Fannborg eöa Hamraborg. Raóhús viö Hraunbæ, 4ra herb. viö Vesturberg og 2ja herb. íbúöir viö Hraunbæ og Austurbrún. Sölumaður Gunnar Björnsson. Uppl. í síma 18163 eftir kl. 5. Hdl. Sveinn Skúlason. Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar; Tvö námskeiö Fimmtudaginn 16. ágúst næst- komandi verður haldið námskeið í Reykjavík fyrir allt kirkjuáhugafólk. Hefst það í Bústaðakirkju kl. 13.00 og lýkur kl. 18.00. Leiðbeinendur verða sænsku hjónin Ingeborg og Lars Áke Lundberg og reifað verður efnið „Att leva tillsammans". Ingeborg, sem er félagsráðgjafi og sálfræðingur, fjallar um efnið og tekur fyrir einstaka liði þess. Lars sem er prestur, rithöfundur og lagasmiður, fléttar inn í þætti úr biblíunni. Því næst verður hópvinna, þar sem þátttakendum gefst kostur á að ræða hugmynd- ina frá sínum sjónarhól. Ef áhugi verður fyrir hendi segir Ingeborg frá fjölskylduráðgjöf á vegum sænsku kirkjunnar. Allir eru hvattir til að mæta, jafnt foreldr- ar og börn og ekki láta þetta tæki- færi ganga sér úr greipum. Síðara námskeiðið hefst föstu- daginn 17. ágúst á Löngumýri í Skagafirði og verða leiðbeinendur þeir sömu og á því fyrra. Það hefst kl.18.00 síðdegis og lýkur sunnu- 17. júní- fögnuður í Chicago íslendingafélagið í Chicago fagn- aði 40 ára afmæli lýðveldis á íslandi sunnudaginn 17. júní með hátíðar- samkomu að Hotel Orrington í Ev- anston, úthverfi Chicagoborgar. Viðstaddir voru heiðursgestir félagsins, ræðismenn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Islands og konur þeirra ásamt rúmlega 50 fé- lagsmönnum og Islandsvinum frá Chicago og nágrenni. Paul Sveinbjörn Johnson, aðal- ræðismaður í Chicago, flutti aðal- ræðu og Áslaug R. Johnson, kona hans, minntist aðdraganda lýð- veldistökunnar. Aðalræðismenn Danmerkur og Noregs fluttu kveðjur Norðurlanda og Lovísa Ruesch, forseti félagsins, las kvæði. daginn 19. ágúst einnig kl. 18.00. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Efni þess verður „Guds- tjánsten och vardagen samt Bönen - hoppets sprák". Allar upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar í Reykjavík og þar fer innritun fram' (Fréttatilkynning.) Fasteignasala • leigumiðlun Hverfisgötu 82 22241 - 21015 Hverfisgata 3ja herb. íb., 80 fm. Verð 1350 þús. Njálsgata 3ja herb. íb., 80 fm. Verð 1,5 millj. Geitland 3ja herb. íb., 90 fm. Sérgaröur. Verð 1950 þús. Ásbraut 4ra herb. íb., 100 fm auk bílsk. Verö 2,1 millj. Engihjalli Sérlega falleg 4ra—5 herb. ib., 117 fm. Verð 1950 þús. Suðurvangur Hf. 3ja—4ra herb. íb. 100 fm falleg íb. með suöursv. Verð 1.850 þús.—1,9 millj. Túngata Álftanesi Einb.hús, 5 herb., 140 fm auk bílsk. Fallegt hús á fallegum staö. Verö 3.150 þús.—3,2 millj. Hlíöarbrún Hverag. Endaraöhús 5 herb. 100 fm. Verð 1,8—2,0 millj. Útb. 60— 70%. Laust fljótt. Skoöum og verðmet- um samdægurs Heimasími sölumanna 77410 - 20529 Friðik Friðriknson Wgfr. Sími 2-92-77 — 4 línur. 'ignaval Laugavegi 18, 6. hæó. (Hús Máls og menningar.) j Opið kl. 1—3 Skriðustekkur — einbýli Fallegt 320 fm einb.hús á tveimur hæöum meö innb. bílsk. Húsiö er allt í ágætu standi meö sér svefnherb.gangi, fataherb. o.fl. Fallegur garöur. Húsiö er í ákv. sölu. Víðihvammur — Kóp. Glæsilegt nýtt einbýli. 200 fm á tveimur hæöum + 30 fm bílskúr. 4—5 svefnherb. Tvö baðherb. Vandaöar innr. Arinn í stofu. Viöarklædd loft. Húsiö er ekki alveg fullgert. Uppl. á skrifstofu. Vantar allar tegundir ffasteigna á söluskrá M.a.: Raöhús í Neðra-Breiðholti, sérhæö í austurbæ Kópavogs, ca. 120 fm sérhæö í Hlíöum, 4—5 herb. í Noröurbæ Hf., 2ja—3ja herb. í Engihjalla, 2ja herb. viö Grandann. Fjöldi eigna á skrá — Hafiö samband Fjöldi eigna á skrá - Hafiö samband Eggert Magnússon og Grétar Haraldsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.