Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984
37
Geimfarar
Sovézku geimfararnir Vladimir Dzhaibekov, Svetlana Saviskaya og Igor Volk við komuna til Moskvu frá
geimvísindastöðinni Baikonur. Geimfararnir eru ásamt ættingjum fyrir framan minnismerki fyrsta geimfarans,
Yuri Gagarins.
Hafði rangt við
og reykti
+ Christie Brinkley, fyrirsæta
og unnusta söngvarans Billy
Joels, er mikil áhugamanneskja
um heilbrigt líferni og hefur
meira að segja skrifað bók um
útilíf og eilífan æskublóma. Nú
nýlega var hún á söngskemmtun
hjá Billy og vakti þá mikla at-
hygli fréttamanna og ljósmynd-
ara, ekki þó fyrir það hvað hún
er hraustleg og hefur gott útlit,
heldur fyrir það, að hún reykti
eins og strompur hljómleikana
út í gegn. Það þykir nefnilega
ekkert fínt lengur að reykja og
víða erlendis er farið að líta á
reykingafólk sem hverja aðra
pestarsjúklinga. Sem dæmi um
það má nefna, að á nýafstöðnu
flokksþingi demókrata í Banda-
ríkjunum var bannað að reykja í
aðalfundarsalnum. Þeir, sem
ekki gátu verið án sigarettunnar,
voru skikkaðir til að svæla hana
í smáskonsu þar sem enginn
hætta var á, að reykurinn angr-
aði aðra fundargesti.
COSPER
Mig vantaði innblástur, þegar ég málaði þessa mynd.
Eitthvað í þessa átt vilja fram-
leiðendur Dallas-þáttanna að
Lucy líti út.
„Lucy“ í Dallas:
Annaðhvort létt-
klædd og lauslát
eða látin fara
+ Framleiðendur Dallas-þátt-
anna hafa nú krafist þess af
Charlene Tilton eða Lucy, að
hún leiki framvegis léttlynda og
lausláta drós i þáttunum eða
hætti ella. Charlene, sem tekur
sína kristnu trú alvarlega, er
hins vegar ekki til viðtals um
það.
Framleiðendunum var farið
að leiðast hve Lucy var orðin
siðsöm og fannst tími til kom-
inn að áhorfendur fengju að
sjá dálítið meira af henni
sjálfri. Þess vegna var ákveð-
ið, að hún ætti sér tvo elsk-
huga samtímis, einn á hennar
aldri og annan eldri, og að
rúmið yrði hennar aðalvett-
vangur. Þegar Charlene voru
settir þessir kostir brást hún
reið við og sagði, að svona lifði
engin kristin manneskja. „Ég
hef engan áhuga á rúmsenum
eða þess háttar," sagði hún.
Framleiðendurnir bentu þá
Charlene á, að henni væri ekki
borguð nærri ein milljón ísl.
kr. fyrir þáttinn til þess eins
að stjórna sér sjálf. Samning-
urinn við Charlene rennur
brátt út og er fullyrt, að ef hún
taki ekki enn einum sinna-
skiptunum muni hún verða
látin fara.
Kristján
Kristjánsson
leikur á orgelið
í kvöld
Velkomin á
Skála
fell
#HOTEL«
Opiö í kvöld
frá kl.
18.00—03.00
Söng- og dansmærin
Leoncie
Martin
skemmtir.
kófiurmM
GULLNI HANINN
BISTRO A BESTA
STAÐÍEÆNUM
Veitingasalurinn er ekki stór í sniðum,
hann er mátulega stór til að skapa
rétta stemmningu, góð persónuleg tengsl
á milli gesta og þeirra sem þjóna þeim til borðs.
Svo eru fáir, sem slá Gullna hananum við
í matargerð.
Mjög fáir.
LAUGAVEGI 178, SÍMI 34780
I ... . ' ^
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær
Sjafnargata
Grettisgata 2—35
Grettisgata 37—98
Bergstaðastræti
Kópavogur
Álfhólsvegur
65—137
Víðihvammur
Birkihvammur
Vesturbær Tjarnargata I