Morgunblaðið - 11.08.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 11.08.1984, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Listasafn íslands: Sýning 5 danskra myndiistarmanna opnuð í dag í DAG verður opnuð sýning á verk- um fimm danskra myndlistar- manna í Listasafni íslands, en þeir eru listmálararnir Mogens Ander- sen, Ejler Biller, Egill Jacobsen, Robert Jacobsen, myndhöggvari. Carl-Henning Pedersen og mynd- höggvarinn Robert Jacobsen. Listasafn íslands á aldaraf- mæli um þessar mundir, en það var stofnað í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnasyni. Danskir lista- menn lögðu til drýgsta hlutann af stofngjöf safnsins og útvegaði Björn fjölda verka í upphafi þess. „Okkur þótti vel við hæfi að hafa sýningu á danskri sam- tímamyndlist í tilefni aldaraf- mælisins," sagði Selma Jóns- dóttir, forstöðumaður, þegar blm. hitti hana. „Stieen Bjarnhof, sem er við- gerðarmaður hjá Statens Muse- um for Kunst í Kaupmannahöfn, á heiðurinn af þessari sýningu og gerði í raun mögulegt að sýn- ingin er haldin, en hann þekkir listamennina persónulega," sagði Selma ennfremur. Þess má geta að Egill Jacob- sen, Ejer Biller og Carl-Henning Pedersen voru í Cobra-samtök- unum ásamt Svavari Guðnasyni og fleiri myndlistarmönnum, en Mynd eftir Egil Jacobsen. Mynd eftir Carl-Henning Pedersen. samtökin voru stofnuð í París árið 1948. 1 tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýn- ingarskrá með fjöld ljósmynda, svart-hvítra og í lit, en í skránni eru einnig greinar um hvern listamann og ýtarleg æviatriði. Ýmsir aðilar hafa styrkt sýn- inguna svo sem Eimskipafélag íslands, Flugleiðir, menntamála- ráðuneyti Dana og Danmarks Nationalbanks Jubileumsfond. Á sýningunni, sem stendur til 2. september, eru 89 verk sem eru unnin á tímabilinu 1938—1984. Hún verður opnuð eins og áður segir í dag kl. 14.00 og verða listmálararnir Mogens Andersen og Egill Jacobsen viðstaddir ásamt Stieen Bjarn- hof. „Við höfum frétt að Egill Jacobsen ætli að gefa okkur nýja grafíkmöppu við opnunina," sagði Selma að lokum. Afkoma A-hluta ríkíssjóðs fyrstu sex mánuði ársins SÍDDEGIS í gær barst Morgunblaó- inu fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu um afkomu A-hluta ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs og fer hún hér á eftir í heild: Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs í júnílok 1984 var neikvæð um 322 m.kr. í samanburði við greiðsluhalla að fjárhæð 1.263 m.kr. á sama tímabili 1983 og er þvi greiðsluafkoman betri í ár um 941 m.kr. Betri afkomu A-hluta ríkissjóðs fyrri helming þessa árs má fyrst og fremst rekja til þess að rekstrarafkoma á greiðslu- grunni er 579 m.kr. hagstæðari en hún var á árinu 1983. Rekstrar- hallinn nam 2,4% af gjöldum A- hluta ríkissjóðs til júníloka 1984, en það hlutfall hefur aðeins einu sinni frá árinu 1977 verið hag- stæðara. Árið 1982 var rekstrar- afkoman hagstæð um tæpt 1% af gjöldum þess árs. Innheimtar tekjur A-hluta rík- issjóðs námu 9.553 m.kr., sem er 3.151 m.kr. hærri fjárhæð en til júníloka 1983 eða 49%. Greidd gjöld námu aftur á móti 9.785 m.kr. sem er 2.572 m.kr. hærri fjárhæð en á sama tímabili 1983 eða 36%. Útstreymi lána og við- skiptareikninga nam nettó 90 m.kr., en á árinu 1983 nam út- streymi sömu reikningaflokka 452 m.kr., eða betri staða er nemur 362 m.kr. þessarar hækkunar stafar m.a. af því að fyrirframgreiðsla skatta er í ár hærra hlutfall af heildartekj- um vegna beinna skatta en var á árinu 1983. óbeinir skattar, arð- greiðslur o.fl. nema 7.978 m.kr. eða 83,5% af heildartekjum. Hækkun frá fyrra ári nemur 48%. Aðflutn- ingsgjöld hafa hækkað milli ára um 53%, sölu- og orkujöfnunar- gjald 52%, vörugjald 23% og hagnaður ÁTVR 40%. Gjöld: Greidd gjöld námu 9.785 m.kr. Til heilbrigðis- og tryggingamála var ráðstafað 37% af heildargjöld- um, sem hækkað hafa frá árinu 1983 um 34%. Til fræðslu-, menn- ingar- og kirkjumála gengu 16% af heildargjöldum og hafa hækkað um 30%. Hækkun dóms- og lög- gæslu nemur 18%. Framlög til vega- og samgöngumála hafa hækkað um 40%. Uppbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir hafa aukist um 173%. Iðnaðar- og orkumál um 64%. Hins vegar hafa niðurgreiðslur iækkað milli ár- anna um 4%. Heildarlaunagreiðslur A-hluta ríkissjóðs til loka júni 1984 námu 2.276 m.kr. og hafa hækkað frá ár- inu 1983 um 25,4% en launagjöld nema 23% af heildargjöldum A-hluta ríkissjóðs. Reikningar Janúar—júní 1984 1983 Frávik % Gjöld 9.785 7.213 2.572 36 Tekjur 9.553 6.402 3.151 49 Gjöld umfram tekjur 232 811 (579) Lánahreyfingar 399 (165) 564 Viðskiptareikningar (489) (287) 202 Greiðsluhalli 322 1.263 (941) Tekjur: Innheimtar tekjur námu í heild sinni 9.553 m.kr. Beinir skattar 1.575 m.kr. eða 16,5% af heildar- tekjum. Hækkun beinna skatta milli ára nemur um 56%. Hluti Lánahreyfingar: Staða lána- og viðskiptareikn- ings sýnir útstreymi að fjárhæð 90 m.kr., en á árinu 1983 nemur út- streymi sðmu reikningaflokka 452 m.kr. Tekin ný lán námu 1.012 m.kr. en afborganir lána á sama tímabili námu 550 m.kr. Þá hefur ríkissjóður greitt fyrir útlánum Byggingarsjóðs ríkisins í formi bráðabirgðaláns til sjóðsins að fjárhæð 140 m.kr. Þá hefur ríkis- sjóður lagt fram til hlutafjár- og stofnfjárframlaga 28 m.kr., sem er 19 m.kr. lægri fjárhæð en var á árinu 1983. Fjáröflun: Endurskoðuð lánsfjáröflun A- og B-hluta ríkissjóðs um innlend- ar og erlendar lántökur á árinu 1984 gera ráð fyrir heildarlántök- um að fjárhæð 3.511 m.kr. þar af 765 m.kr. innlend fjáröflun. Til loka júní nam innlend fjáröflun nettó 246 m.kr. sem er 32% af áformuðum innlendum lántökum. Seld spariskírteini nema 205 m.kr. Verðbréfakaup lífeyrissjóða nema 299 m.kr. til aðila sem tilheyra A- og B-hluta ríkissjóðs. Þá er inn- heimtufé spariskírteina neikvætt um 151 m.kr. og skyldusparnaður unglinga 107 m.kr. eða samtals út- streymi að fjárhæð 258 m.kr. í lántökuáætlun ársins er gert ráð fyrir að þessar tvær fjáröflunar- leiðir myndu sýna innstreymi að fjárhæð 232 m.kr. Erlendar lántökur A- og B-hluta ríkissjóðs nema til júní- loka 1.264 m.kr. sem er 46% af erlendum lántökum ársins. Veröbréfakaup lífeyrissjóðanna: Verðbréfakaup lífeyrissjóðanna nemi í heild 484 m.kr. sem er um 48% af áætluðum heildarkaupum ársins. Af ríkissjóði og húsbygg- ingarsjóði hafa lífeyrissjóðirnir keypt fyrir 299 m.kr. eða 37% af áætluðum kaupum ársins. Hins vegar voru veðskuldabréf lífeyr- issjóða við veðdeildir banka og stofnlánasjóði samvinnufélaga og verslunarsjóði um 113 m.kr. sem er 40% hærri fjárhæð en áætluð kaup á árinu 1984. Samkvæmt kaupáætlun ráðuneytisins var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir keyptu af opinberum sjóðum fyrir 133 m.kr. hærri fjárhæð en reynd var á. Ríkissjóðsvíxlar: Ríkissjóður hefur boðið ríkis- víxla til sölu á árinu 1984 að nafn- verði 134 m.kr. Tekin voru tilboð að fjárhæð 126 m.kr. Meðalávöxt- un svarar til um 25,77% ársvaxta. Nettó-innstreymi ríkisvíxla í júni- lok var 84,5 m.kr. Einangnmarstöðm í Hrísey: Hafnar tilraunir með flutning frjóvgaðra eggja á milli kúa í einangrunarstöðinni I Hrísey verða síðar í mánuðinum hafnar til- raunir með að flytja frjóvguð egg á milli kúa. Er þetta gert I því skyni að flýta ræktun galloway-nautgripa- stofnsins í Hrísey og næsta sumar verða egg úr Hríseyjarkúm flutt f kýr í Gunnarsholti og hafin þar framrsktun stofnsins í landi. Þor- steinn Ólafsson dýralæknir sem er forstöðumaður Einangrunarstöðvar- innar í Hrísey stendur fyrir þessum tilraunum sem ekki hafa verið reyndar áður hér á landi en hafa verið að þróast erlendis á undan- fornum árum. Þorsteinn hyggst einnig gera tilraunir með flutning frjóvgaðra eggja á milli áa í vetur ef tilraun- irnar í Hrísey ganga vel. Þá hefur hann einnig fengið fyrirspurnir frá bændum sem vilja flytja frjóvguð egg úr afburðakúm sem af einhverjum ástæðum þarf að fella. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væru mikil not fyrir þessa tækni hér á landi í almennu ræktunarstarfi vegna þess hve kúastofninn væri jafn og lítið um afburðagripi. Notin væru mest i sambandi við holdanaut- gripastofninn. Þorsteinn sagðist eiga von á tækjabúnaði á næst- unni og myndi hann hefjast handa þegar hann kæmi. Frjóvguð egg er hægt að frysta en Þorsteinn sagð- ist ekki koma sér upp aðstöðu til þess til að byrja með. Eggjaflutningurinn fer þannig fram að kýr sem taka á egg úr er sprautuð með tveim tegundum af hormónalyfjum til að framkalla fjöldaegglos og koma gangmálun- um af stað. Við það losna yfirleitt 10 til 15 egg. Samtímis eru kýrnar sem ætlað er að ganga með kálf- ana sprautaðar til að þær gangi á sama tíma. Síðan er fyrri kýrin sædd og frjóvgast þá öll eggin. Viku seinna eru eggin skoluð út úr kúnni. Þau sem virðast vænlegust eru valin úr og notuð I hinar kýrn- ar. Með þessu fást fleirburar sem fóstraðir eru af mörgum kúm. Þorsteinn sagði að með þessu móti væri hægt að flýta ræktunarstarf- inu á þann hátt að mögulegt væri að nota kýr í Hrísey sem væru orðnar til lítils gagns til að fóstra kálfa af nýjasta ættliðnum og fá þannig meira úrval. Þá sagði hann að fyrirhugað væri að flytja egg úr nýjasta ætt- liðnum af Hríseyjarkúm í kýr í Gunnarsholti eða annars staðar þar sem aðstæður væru fyrir hendi og hefja þar framræktun galloway-stofnsins. Sagði hann að með þessu móti væri hægt að ala upp stofn í landi til sæðistöku, til dæmis í nautastöðinni á Hvann- eyri. Þorsteinn sagði að þessar til- raunir væru gerðar í samráði við Pál A. Pálsson yfirdýralækni og ólaf E. Stefánsson nautgripa- ræktarráðunaut Búnaðarfélagsins og væru þeir þessu hlynntir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.