Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 27 Kjararannsóknanefnd um þróun launa 1983 til 1984: Kauptaxtar hækkuðu að meðaltali um 27,3 % ÁÆTLAÐ er að kauptaxtar hafi að meðaltali hækkað um 27,30% frá fyrsta ársfjórðungi 1983 til fyrsta ársfjórðungs 1984, og er þá átt við mcðaltalshækkun kauptaxta hjá verkamönnum, verkakonum, iðnað- armönnum og verslunar- og skrif- stofufólki. Þetta kemur fram í fréttabréfí Kjararannsóknanefndar, sem kom út í gær og gerir grein fyrir kjararannsóknum nefndarinnar fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Úrtakið nær til 105 fyrirtækja víðsvegar um landið, sem hafa 12.678 starfsmenn i vinnu. Tæpur helmingur þeirra er á höfuðborg- arsvæðinu, og 30% á Norðurlandi eystra, en það sem eftir er dreifist nokkuð jafnt á önnur kjördæmi. Meðaltímakaup allra verka- manna í úrtakinu á fyrsta árs- fjórðungi reyndist vera 106,88 krónur. Lægst kaup höfðu þeir sem vinna slippstörf í Reykjavík, en þeir höfðu 87,79 krónur í meðaltímakaup á meðan hafnar- verkamenn úti á landi höfðu 159,41 krónu á tímann í meðal- tímakaup. Rétt er að skilgreina hér hvað Kjararannsóknanefnd á við með meðaltímakaup, en það er meðaltal hreins tímakaups í dag- vinnu, eftirvinnukaups, nætur- vinnukaups, vaktavinnuálags og bónusgreiðslna. Meðaltímakaup iðnaðarmanna í úrtakinu var 132,58 krónur, og var ekki um jafnmikinn launamun á milli iðngreina að ræða og var á milli ólíkra starfa verkamann- anna, þar sem lægsta meðaltíma- kaup iðnaðarmanns reyndist vera 116,66 krónur en það hæsta 153,75 krónur. Verkakonur höfðu samkvæmt fréttabréfi Kjararannsóknanefnd- ar 98,17 krónur í meðaltímakaup á fyrsta ársfjórðungi og voru lægstu launin 72,03 krónur fyrir störf í kjötvinnslu utan höfuðborgar- svæðisins og hæsta meðaltíma- kaupið var í fiskvinnslu í Reykja- vík, 111,72 krónur. Afgreiðslufólk, karlar höfðu meðaltímakaup 112,27 krónur en konur 87,81 krónu. Skrifstofufólk, karlar höfðu 144,76 krónur í með- altímakaup en konur höfðu 108,56 krónur á tímann í meðaltalskaup. f fréttabréfinu segir að bæði Hafnarhreppur: Fiskimjölsverk- smiðja knúin jarð- gufu tekin til starfa Kina fískimjölsverksmiðjan i heiminum sem knúin er jarðgufu er á Reykjanesi. Tók hún til starfa í febrúarmánuði síðastliðnum og hef- ur verið starfandi á fullum krafti síð- an. Fær hún jarðgufu úr borholu sem boruð var til að sjá saltverk- smiðju fyrir orku sem Sjóefnavinnsl- an rekur. Til að byrja með vann hún úr 5.300 tonnum af loðnu og síðan hefur hún fengið til vinnslu fiskúr- gang frá frystihúsum og fíksverkun- um á Suðurnesjum. Hilmar Haraldsson er fram- kvæmdastjóri hinnar nýju fiski- mjölsverksmiðju, sem heitir Strandir hf., og sagði hann að nóg hefði verið hjá þeim að gera síðan verksmiðjan tók til starfa. „Mjölið sem þessi verksmiðja framleiðir er gufuþurrkað en ekki eldþurrk- að, eins og tíðkast hjá þeim verk- smiðjum sem notast við olíukynta þurrkun, og það hefur í för með sér að mjölið er mun hagstæðara til eldis á ungviði en það mjöl sem framleitt hefur verið með gamla laginu," sagði Hilmar. „Það er mun auðveldara fyrir skepnur að vinna prótein úr því mjöli sem er gufuþurrkað heldur en hinu og því hentar það þeim sem eru með loð- dýrarækt og t.d. eldi á kjúklingum og grísum." Hilmar sagði að undanfarin 20 ár hefðu nágrannar okkar í Fær- eyjum, Danmörku og Noregi ekki framleitt fiskimjöl með öðrum hætti en að gufuþurrka það. Kvað hann okkur Islendinga hafa dreg- ist aftur úr í þessari framleiðslu af þessum sökum en nú virtist vera komin hreyfing á þessi mál. Nú þegar væru þrjár fiskimjöls- verksmiðjur hér á landi, á Grund- arfirði, í ólafsvík og í Hafnar- hreppi, sem þurrkuðu fiskimjöl með gufuafli, en þeir væru þeir einu sem notuðu jarðgufu til þess. „Við seljum framleiðsluna til fóðurblöndunarstöðva, bæði hér- lendis og til Frakklands og Bret- lands, og svo hafa bændur einnig keypt af okkur fiskimjöl og segja þeir það étast mun betur upp en það mjöl sem er eldþurrkað. Fram að þessu hafa þeir sem eru með eldi á ungviði eða með loðdýra- rækt þurft að kaupa fóðurblöndu frá útlöndum, því fiskimjölið sem hér hefur verið framleitt hefur ekki hentað en fer vonandi að draga úr því, því nú framleiðum við mun auðmeltanlegra fiski- mjöl.“ Aðspurður um hve afkastageta verksmiðjunnar væri mikil sagði Hilmar að þegar nóg hráefni væri fyrir hendi mætti gera ráð fyrir að hægt væri að vinna fiskimjöl úr um 250 tonnum á sólarhring en það væri um 40—50 tonn af fiski- mjöli sem hægt væri að framleiða úr því, en færi eftir því úr hvers konar hráefni væri verið að vinna. „Við íslendingar rekum hér einu fiskimjölsverksmiðjuna í heimin- um sem knúin er jarðgufu og það er mjög gleðilegt að við skulum vera að ná valdi á þeirri orku sem hér er til staðar og það er okkur íslendingum mjög mikilvægt að geta notað eigin orkulindir til framleiðslu á vörum úr innlendu hráefni,“ sagði Hilmar Haralds- son, framkvæmdastjóri, að lokum. vísitala framfærslukostnaðar og vísitala vöru- og þjónustu hafi hækkað meira en tímakaupið frá 4. ársfjórðungi 1983. Kaupmáttur tímakaups allra þeirra starfs- stétta sem rannsóknin hafi náð til hafi því minnkað. Á línuriti sem gerir grein fyrir kaupmáttarþróun frá því 1980, en þá er vísitölu- grunnurinn settur á 100, er kaup- máttur verkakvenna, verkamanna og iðnaðarmanna miðað við fram- færsluvísitölu sagður vera um 80 eftir fyrsta ársfjórðung 1984. (Sjá meðfylgjandi línurit.) Launatengd gjöld, sautján tals- ins, sem atvinnureksturinn greiðir eru frá 31,4% —34,6% sem hlutfall af taxta eftir atvinnugreinum 1. júlí sl. Launatengd gjöld bætast við greidd laun og verða að metast sem slík í rekstraráætlunum og tilboðsgerð í verk. Þá kemur fram í fréttabréfi Kjararannsókna- nefndar að af 365 dögum ársins eru 115 eða tæpur þriðjungur ekki unnir — þ.e. laugardagar, sunnu- dagar og sérstakir frídagar. Sér- stakir frídagar eru 4,3% greiddra frídaga. Greiddir kaffi- og matar- tímar eru metnir frá 5,3%—9,5% sem hlutfall af kauptöxtum. Kamarorghestar: í Stapa í kvöld SÍÐASTA samkoman undir nafninu „Ágústfriður“ verður haldin í Stapa í Njarðvík í kvöld kl. 21. Þar verða flutt erindi um friðarmál og síðan leikur hljómsveitin Kamarorghest- arnir fyrir dansi til kl. 03. Hljóm- sveitin er skipuð 6 íslendingum bú- settum í Kaupmannahöfn, og hefur vakið athygli hér að undanfornu fyrir hresst og ákveðið rokk. í Stapa í kvöld flytur Bergljót Ingvadóttir erindi um friðarupp- eldi, Þorsteinn Vilhjálmsson, eðl- isfræðingur, ræðir um afleiðingar kjarnorkustríðs og Guðrún Hólm- geirsdóttir syngur vísur áður en Kamarorghestarnir hefja dans- leikinn. Samkomur undir heitinu „Ág- ústfriður" hafa verið haldnar víða um land undanfarnar vikur. /Gttarkórinn tekur lagið á kvöldvökunni. Afkomendur Magnúsar Krist- jánssonar efndu til ættarmóts Afkomendur Magnúsar Krist- jánssonar komu saman til ættar-. móts á Skeiðum hér f Bolungarvík dagana 21. og 22. júlí sl. Alls munu hafa verið saman- komin milli 80 og 90 manns sem slógu upp tjöldum á Skeiðinu og undu sér við ýmis skemmtiatriði sem oftast voru búin til á staðn- um. Magnús Kristjánsson eða Mangi Kitti eins og hann var gjarnan nefndur í daglegu tali var einn merkasti formaður hér í Bolungarvík, ákaflega fengsæll og happasæll alla sína for- mannstíð. Magnús fæddist 12. júlí 1893 og hefði því orðið 91 árs á þessu ári. Magnús var tvíkvæntur, fyrri kona hans hét Hansína Jó- hannsdóttir en hún lést 1925 frá fimm börnum. Seinni kona Magnúsar hét Júlíanna Magnúsdóttir. Þeim Magnúsi og Júlíönnu varð fjög- urra barna auðið. Magnús eign- aðist því níu börn og eru sjö þeirra á lífi. Eru afkomendur þeirra um hundrað manns. í tilefni af ættarmótinu var stofnaður Ættarkórinn sem söng ýmis lög frá þeim tíma er elstu afkomendurnir voru að al- ast upp. Stjórnandi kórsins var Ásgeir Sverrisson. Yngstu afkomendurnir komu sér fyrir undir regnhlífínni enda rign- ingarskúrir á meðan á kvöidvökunni stóð. srj ■ . * - v *■ . ■ ■ si !• Grillstcikin er ómissandi á slíkum mótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.