Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Huldumaður á N-írlandi Belfaat, 10. igúst. AP. Stjómmálaarmur írska lýdveldis- hersins, Sin Fein, tilkynnti á fimmtudag að Bandaríkjamaður frá nefnd til hjálpar N-írlandi (Noraid), væri staddur í Londonderry, þrátt fyrir að breska stjórnin hefði lagt bann við heimsókninni. Lögreglan í Belfast segist engar upplýsingar hafa um heimsókn Bandarikjamannsins. Bandaríkjamaðurinn, Martin Galvin, á að hafa komið í stutta heimsókn til Londonderry á fimmtudag, samkvæmt tilkynn- ingu IRA. Hann flaug til Dublin í síðustu viku og hét þess að virða ekki bannið og átti síðan viðræður við Martin McGuinness, fyrrum með- lim IRA í Londonderry. Blaðafulltrúi lögreglunnar í Belfast sagði að ekkert hefði sést né heyrst til Galvins á N-írlandi annað en það sem Sin Fein fullyrti í tilkynningunni. Ef til hans næst á N-írlandi, á hann á hættu handtöku og brott- rekstur úr landi, en lögreglan sagði að sennilega hefði Galvin laumast yfir landamærin eftir heimsóknina til Londonderry, ef hann hefði þá nokkurn tíma verið þar. Bretar bönnuðu heimsókn Galv- ins af ótta við að vera hans á N-Irlandi kæmi af stað óeirðum. Karmal kvartar yfír skæruliðum Nýju Delhí, 10. ágúst. AP. BABRAK Karmal, forseti Afgana með fulltingi Sovétmanna, sagði í dag, að þótt Sovétmenn og stjórn- arherinn hefðu náð á sitt vald mik- ilvægum héruðum héldu skæruliðar áfram að vinna efnahagslífinu mikið tjón. „Óvinir okkar eyðileggja efna- hagsáætlanir stjórnarinnar, sprengja upp byggingar og brýr. Það verður að brjóta þá á bak aft- ur,“ hafði Kabúl-útvarpið eftir Karmal á fundi með stjórnmála- ráði kommúnistaflokksins. Sagði hann ennfremur, að hið „vanhelga bandalag Kínverja, Bandaríkja- manna, Pakistana og írana ógnar friði í þessum heimshluta og öll- um heiminum". Afganski stjórnarherinn telur nú ekki nema 30.000 manns en herstyrkur sovéska innrásarliðs- ins er um 105.000 manns. Öldungadeild franska þingsins hefur fellt frumvarp Mitterrands um þjóðaratkvæði í mikilvægum málum. Hér er Etienne Dailly öldungadeildarmaður í ræðustól og sýnir ávarp sem kallast „La Memoire Courte“. Almenningur styður frumvarp Mitterrands Parín, 10. ágúst. AP. ÞRÁTT FYRIR að tillaga Mitterr- ands forseta um þjóðaratkvæða- greiðslur hafi verið felld í öld- ungadeild franska þingsins, getur verið að fylgi við forsetann verði meira fyrir bragðið. í fyrstu var álitið að neikvæð viðbrögð öldungadeildarinnar við tillögunni væri persónulegur ósigur fyrir forsetann, en í skoð- anakönnun sem gerð var eftir að tillagan var felld, kom í ljós að um 70% þjóðarinnar styðja for- setann í þessu máli. Fólkið telur sig hafa rétt til að tjá sig um málefni er varða „frelsi almenn- ings“ og studdi því tillögu for- setans um að ákvæði um þjóðar- atkvæðagreiðslur yrði bætt við stjórnarskrána. I Frakklandi hefur forsetinn mikil völd og hafa tillögur frá honum ávallt verið taldar spurningar um hylli hans. Charles de Gaulle, fyrrum for- seti, sagði t.d. af sér árið 1969 eftir að fremur ómerkileg til- laga frá honum hlaut ekki góðar móttökur í þinginu. Átta teknir af lífi í Sovétríkjunum Sagaði næstum af sér höfuðið en æðraðist ekki SJÖTÍU og fjögurra ára gamall skógarhöggsmaður, Fortman Murff, varð þess valdandi, að læknarnir á læknamiðstöðinni í Norður-Mississippi í Bandaríkjunum voru við það að fá taugaáfall. Það gerðist þegar sá gamli kom höktandi inn á spítalann og hafði næstum sagað af sér höfuðið, auk þess sem hann var fótbrotinn. „Eg hef séð ýmislegt á læknis- ferli mínum, en ekkert f líkingu við áverkann á Fortman Murff. Nafn hans verður tengt krafta- verki í sögu læknisfræðinnar," sagði dr. Roger Lowrey, einn af læknunum sem tóku á móti hon- um. Fortman Murff vinnur við skógarhögg í Tupelo í Mississ- ippi. Og hann hafði verið að vinna sína, þegar snörp vind- hviða svipti til trénu, sem hann var að fella, og það lenti ofan á honum. Hann festist undir trénu. Og það sama gerðist með keðjusög- ina hans, sem var i gangi og byrjaði nú að skerast inn í háls- inn á honum framan frá. Óskiljanlegt „Ég er furðu lostinn yfir, að þetta skuli hafa hent gamlan skógarhöggsmann eins og mig. En ég gat stöðvað sögina og komist undan trénu," segir Murff. „Þegar ég sá, að blóðið lagaði úr sárinu, en spýttist ekki, taldi ég, að það væri von. Svo skreidd- ist ég upp í Land-Roverinn og ók heim á leið. Til allrar hamingju keyrði ég fram á fólk, sem kom mér á spítalann." Þegar Fortman Murff komst undir læknishendur, tolldi höfuð hans við bolinn aðeins vegna þess, að sögin hafði ekki náð að vinna á hryggsúlunni, áður en hún var stöðvuð. „Barki, vélinda ásamt flestum sinum og æðum fóru í sundur. Það er með öllu óskiljanlegt, að Murff skuli hafa haft þetta af,“ segir dr. Roger Lowrey, sem gerði að meiðslum gamla skógarhöggsmannsins. Gerir ekkert til Nú orðið getur Fortman Murff lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi. Hann andar gegnum gervi- barka og talar gegnum op á háls- inum. Og hann etur með hjálp gervivélinda. En læknarnir eru á því, að innan skamms muni sá gamli geta plumað sig á eigin spýtur og hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu. Talerfiðleikarnir eru eina hindrunin, af því að Fortman Murff hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu — og höfuðið er á sínum stað. raddböndin sködduðust mikið. „Hvað gerir það til? Ég hlýt að vera búinn að segja það sem máli skiptir. Ef ég get borðað bökuðu kartöfluna mína og feng- ið mér glas af öli, ja, þá skal ekki standa á mér að vera glaður," segir Murff. MoNkvu, 10. ájfútrt. AP. FJÖLMIÐLAR í Sovétríkjunum hafa tilkynnt um a.m.k. átta manns sem dæmdir hafa verið til dauða sl. tvær vikur. Nú síðast hafa tveir bræður frá Hvíta-Rússlandi verið teknir af lífí ásamt einum ættingja. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir morð, en ekki var sagt nánar frá afbrotum þeirra, eða daginn þegar þeir voru teknir af lífi. Fréttir af afbrotum fólksins sem hlotið hefur dauðadóm eru mjög óljósar og ekki skýrt frá smáatrið- um. í síðasta mánuði var verslunar- eigandi tekinn af lífi í Moskvu fyrir spillingu. Fjölmiðlar sögðu að maðurinn hefði svikið andvirði um 1,8 milljóna bandaríkjadala út úr borgurum með atferli sínu. Þessi dauðadómaalda er talin tengjast herferð yfirvalda gegn ofbeldi og spillingu er hófst í tíð Yuri Andropovs. Noregur: Sfldarbræðsla verði aukin tlsló, 10. áýÚKt Frá Jan Knk Laure, fréturit- araMbl. FYRIR8JÁANLEGT er, að Norðmenn verða að vinna sfldina meira í mjöl og lýsi en nú er gert og endurnýja jafn- framt iðnaðinn að verulegu leyti. Sömu sögu er að segja um vinnslu sfldarinnar til manneldis. Á ráðstefnu, sem staðið hefur í Niðarósi um fiskveiðar og -vinnslu, Norfishing, var komist að þessari niðurstöðu en annars er það stefna stjórnvalda að nýta síldina sem mest til manneldis, hún sé of verð- mætur fiskur til að fara að mestu í bræðslu. í Noregi er hins vegar al- mennt búist við stóraukinni sild- veiði á næstu árum og því ljóst, að bræðsluna verður að auka því ekki mun verða markaður fyrir síldina alla til manneldis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.