Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 mmm n 7SL3 „ Hvemicj gastu sagt þetta, án fpess hrcyfa varimar P" ósf er... ... ab fylgjast med glebi hans. TM Rag. U.S. Pat OH.-all rlghta reswvad «1984 Los Angeles Tlmos Syndlcate Sástu þennan með orfið, sem hafði í hótunum við okkur? HÖGNI HREKKVlSI Aukin verðbólga engin kjarabót Sipirður G. Haraidsson skrifar: „Agæti Velvakandi. Nú síðustu vikurnar hafa verka- lýðsfélögin verið í óða önn að segja upp gildandi kjarasamning- um frá 1. september nk. Raunar hafa einstaka verkalýðsfélög eins og Verslunarmannafélag Reykja- víkur (VR) sýnt þá ábyrgðartil- finningu gagnvart ríkjandi efna- hagsástandi og varnarbaráttu gegn verðbólgunni, að segja ekki upp ríkjandi kjarasamningum. Það vill oft gleymast að þegar verkföll og kjarabarátta er annars vegar þá þýðir hver verkfallsdag- ur einn tapaður vinnudagur í launum, sem gerir það að verkum að sú kjarabót sem fæst með verk- föllum og vinnustöðvunum verður oft harla lítil eða engin, þegar bú- ið er að draga frá það kaup sem tapast hefur með verkföllum eða vinnustöðvunum. Þetta tel ég vera eitt þeirra meginatriða sem hafa þarf í huga, þegar rætt er um kaup og kjör. Bn það sem ég vildi einkum koma inn á í þessari grein, er að ég tel kjarakröfur BSRB fráleitar. Forystumenn opinberra starfs- manna hafa sett fram kröfur um rúmlega þrjátíu prósent kaup- hækkun. Hvað þessar kjarakröfur snertir verður manni auðvitað á að spyrja: Er virkilega nokkur það skyni skroppinn að átta sig ekki á því að rúmlega þrjátíu prósent kauphækkun myndi þýða stór- aukna verðbólgu og mun þrengri lífskjör en við nú búum við? Tæp- ast dettur nokkrum manni í hug, að ekki sé þröngt í búi hjá býsna mörgum um þessar mundir, en það er aðeins ein afleiðing þess, að ýmsum vill ganga erfiðlega að sníða sér stakk eftir vexti í sínum fjármálum, miðað við aðstæður á hverjum tíma hjá viðkomandi ein- stakling. Ég hygg að segja megi, að þjóð- in hafi heldur slæma og bitra reynslu af svokölluðu verðbólgu- samningum á undangengnum ára- tug, áttunda áratugnum. Til að mynda jókst verðbólgan frá 1971, er viðreisnarstjórnin fór frá, úr sjö prósentum í fimmtíu og fjögur, sem hún var komin í er ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar núverandi utanríkisráðherra tók við, sumar- ið 1974. Þessar bláköldu staðreyndir, hvað verðbólguþróun á árunum 1971 til 1974 snertir, er verðbólgan hafði rúmlega sjöfaldast, segja meira en mörg orð um það, hvað óraunhæfir kjarasamningar eru mikið böl fyrir efnahagslífið. Einnig má benda á, að á undan- gengnum rúmum áratug, hafa ver- ið gerðir kjarasamningar sem samtals hafa hljóðað upp á níu hundruð prósent, en raunveruleg kjarabót af þeim hefur verið níu prósent. Með öðrum orðum hefur einungis þúsundasta hver króna verið raunveruleg kjarabót. Þess- ar tölur renna enn frekari stoðum undir þá skoðun mfna, og sjálfsagt margra annarra, að aukin verð- bólga er engin kjarabót. Að lokum vil ég eindregið taka opinberum starfsmönnum vara fyrir óraúnhæfum kaupkröfum sinna forystumanna. Rúmlega þrjátíu prósent kauphækkun, sem forystumenn BSRB og hagfræð- ingur þess hafa sett fram, er að- eins ávísun upp á stóraukna verð- bólgu, og rýrnandi lífskjör þjóðar- innar. Benda má og á í þessu sam- bandi, að opinberir starfsmenn, a.m.k. sumir hverjir, njóta vissra fríðinda og hlunninda umfram fólk f öðrum verkalýðsfélögum. Má þar nefna bílastyrki, og fasta yfirvinnu. Ég tel, að það sé lands- mönnum öllum til góðs, þegar til lengri tfma er litið, að rfkistjórnin fái sem mestan frið til að takast á við þá efnahagsörðugleika sem nú er við að etja. óraunhæfar kjarabætur opin- berra starfsmanna eða annarra verkalýðsfélaga munu gera glfmu ríkisstjórnarinnar við verðbólgu- vandann enn erfiðari og rýra enn meira lífskjörin frá því sem nú er. Því skal tekið undir það með Al- berti Guðmundssyni, fjármála- ráðherra, að opinberir starfsmenn gerir sér grein fyrir því hvar taka á fjármuni fyrir þrjátíu prósent kauphækkun! t>essir hringdu . . . Ólfkt viðmót Hilke Magnússon, Suðurhlíð við Starhaga, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Tveir ungir vinir mfnir sem voru á leið til Frankfurt í Þýska- landi, þurftu á upplýsingum að halda varðandi lestarferðir þaðan til Múnchen. Ég ákvað að taka málið f mfnar hendur og hringdi á ferðaskrif- stofuna Úrval. Þar var mér hins vegar tjáð að skrifstofan væri ein- ungis með bækur yfir ferðir danskra lesta, svo ótrúlegt sem það nú er. Þá hringdi ég f ferða- skrifstofuna Útsýn en þar var mér neitað um upplýsingar, á þeim for- sendum að flugmiðar drengjanna væru ekki keyptir hjá þeim. Mér var sagt að það tæki allt of langan tfma að fletta upp f lestarferðum f Þýskalandi og mér bent á að hafa samband við Flugleiðir því þar voru miðarnir gefnir út. Ég hálf veigraði mér við að þurfa að þylja upp sömu söguna einn ganginn enn og fá svo kannski sömu stuttaralegu mót- tökurnar en tók á mig rögg og hringdi. Þar voru móttökurnar líka allt aðrar. Fólkið sem ég tal- aði við var sérstaklega alúðlegt og vildi allt fyrir mig gera. Voru mér gefnar allar þær upplýsingar sem ég þurfti fyrir strákana og var ég að vonum glöð yfir því. Kann ég starfsmönnum Flugleiða bestu þakkir fyrir góða þjónustu og þægilegt viðmót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.