Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Hagsmunir neytenda
og grænmeti
að er enginn vafi á því að
vaxandi samkeppni í
verzlun hefur, í kjölfar aukins
frjálsræðis, stuðlað að betra
vöruúrvali og hagstæðara
verði, einkum hér á
höfuðborgarsvæðinu. Það
viðhorf, sem ríkjandi var fyrir
örfáum misserum, að bezt
væri að kaupa sem allra mest í
dag, hvort sem þörf var fyrir
vöruna eða ekki, vegna þess að
verð hennar yrði hærra á
morgun og enn hærra næsta
dag, er horfið. Það er mun
meiri stöðugleiki í vöruverði
en áður. Fólk fylgist grannt
með verðsamanburði til að ná
sem beztum innkaupum. Tals-
menn strjálbýlis telja kjara-
stöðu fólks á höfuðborgar-
svæðinu betri en íbúa út um
land vegna þeirrar samkeppni
sem hér ríkir í verzlun.
Leifar hafta og miðstýrðra
verzlunarhátta, sem fyrst og
síðast bitna á neytendum,
halda þó velli víðar en flestir
hyggja. Fyrir fáum vikum lifði
þjóðin „kartöfluævintýri", sem
til varð í skjóli einokunar, og
skenkti neytendum skemmda
vöru en SÍS tvöföld umboðs-
laun, bæði af útflutningi
dilkakjöts til Finnlands og
innflutningi ómetis þaðan, en
tengsl eru talin milli þessara
viðskipta. Neytendur gengust
fyrir fjöldaundirskriftum, þar
sem þessum verzlunarháttum
var mótmælt kröftuglega, en
„kerfið" hélt sitt strik og hefur
ekki breytzt nægilega.
Fjögur fyrirtæki hafa nú
sótt um leyfi til heildsölu-
dreifingar á innlendum kart-
öflum, í samkeppni við
Grænmetisverzlun landbúnað-
arins, og auk þess eitt fyrir-
tæki um dreifingu á hvers
kyns grænmeti og gróðurhúsa-
framleiðslu. Framleiðsluráð
landbúnaðarins frestaði af-
greiðslu umsóknanna á síðasta
fundi sínum. Framkvæmda-
stjóri eins fyrirtækisins, sem
hér á hlut að máli, telur fram-
leiðsluráðið reyna að „sigra
okkur á tíma í þessu máli“,
eins og hann kemst að orði,
„kartöflur séu að koma á
markaðinn" og með því að
„draga afgreiðslu málsins geri
þeir aðstöðu okkar erfiðari,
enda bændur þá ef til vill bún-
ir að ráðstafa kartöfluupp-
skeru sinni".
Þá er útlit fyrir að
heildsölufyrirtæki, sem flutt
hefur inn grænmeti til að
mæta eftirspurn umfram inn-
lenda framleiðslu, þurfi að
henda hvítkáli, blómkáli og
gulrótum, sem hér liggja á
hafnarbakkanum, vegna þess
að landbúnaðarráðuneytið
neitar um innflutningsleyfi.
Sjálfsagt er að horfa til
hagsmuna innlendra framleið-
enda, bæði kartöflu- og
grænmetisbænda. Þeir hafa
um flest haldið þann veg á
framleiðslu og rekstri að til
fyrirmyndar er. Það er dreif-
ingin sem bæta þarf. Þar þarf
að koma við samkeppni í stað
einokunar — og það þarf að
leyfa innflutning, einnig í
samkeppni, til að svara eftir-
spurn sem innlend framleiðsla
getur ekki annað. Sú er krafa
neytenda. Gegn henni verður
vart lengur staðið, enda þol-
inmæði almennings á þrotum.
Vaxandi verzlunarsam-
keppni undanfarið hefur sann-
að gildi sitt svo ekki verður
um deilt. Verðskyn almenn-
ings hefur vaknað og verðlag
er mun stöðugra en fyrr á tíð.
Vöruúrval og verðsamkeppni
eru metin til kjaraatriða í al-
mennri umræðu. Það er ekki
hægt að þola lengur að kerfis-
einokun í vissum þáttum
verzlunarþjónustu við al-
menning fótum troði al-
mannahag.
Verðlauna-
hafi á Ólympíu-
leikunum
*
Iannað skipti í sögu
Ólympíuleikanna hafa Is-
lendingar eignast verðlauna-
hafa á leikunum. Aðfaranótt
föstudags vann júdókappinn
Bjarni Friðriksson það afrek
að lenda í þriðia sæti í keppn-
isgrein sinni. Arangur hans er
vissulega glæsilegur og óskar
Morgunblaðið Bjarna Frið-
rikssyni til hamingju. Á und-
anförnum árum hefur Bjarni
verið í fremstu röð júdómanna
í Evrópu og hefur nú skipað
sér á bekk þeirra bestu í
heimi.
Frammistaða Bjarna Frið-
rikssonar á ólympíuleikunum
í Los Angeles, en hann er lík-
lega eini íslenski keppandinn
sem kemst þar á verðlaunap-
all, er íslandi til sóma, eins og
raunar framganga annarra ís-
lenskra íþróttamanna á leik-
unum í harðri keppni. Það er
hlutverk okkar hinna, sem
fylgjumst með í fjarlægð, að
styðja við bakið á ungu
íþróttafólki og gera því kleift
að stunda íþrótt sína af kappi.
Var sannfærður um
að hægt væri að
þróa þessa hugmynd
Rætt við Valdimar Harðarson, arkitekt, um Sóleyjar-stólinn og sitthvað fleira
er alþjóðlegur stóll.
kaffihúsastóll, veitinga-
húsastóll, stóll fyrir ráðstefnu- og
fundarsali. Sóley er einfaldlega
skemmtilegur stóll, einkar hentugur
á heimili, passar í hvaða herbergi
sem er, þægilegur að grípa til ef
gestir koma og á milli má hengja
hann á vegg eins og hvert annað
listaverk.“ Þannig er hinum nýja
klappstól Valdimars Harðarsonar
m.a. lýst í auglýsingabæklingi frá
þýska húsgagnafyrirtækinu „Kusch
+ co“ og ýmislegt fleira er þar nefnt
til marks um ágæti þessa nýja hús-
gagns, sem ber hugmyndasnilld höf-
undar fagurt vitni. Þar segir einnig
að hugmyndin sé snjöll, bæði hvað
varðar notagildi og út frá fagurfræði-
legu sjónarmiði og þó sé stóllinn
ekkert nema einfaldleikinn.
Hið þýska fyrirtæki hefur nú
hafið fjöldaframleiðslu á stólnum
og hefur hann þegar verið sýndur
á fjórum stórum húsgagnasýning-
um erlendis og vakið mikla at-
hygli. Hér á landi var hann kynnt-
ur í fyrsta sinn í gær, hjá Bpal hf.
að Síðumúla 20 i Reykjavík.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við höfundinn, Valdimar
Harðarson arkitekt, um nám hans
og starfsferil og svo auðvitað um
það, hvernig hugmyndin að SÓL-
EY varð til og hvernig sú hug-
mynd þróaðist i fjöldaframleiðslu
á hinum alþjóðlega húsgagna-
markaði.
Valdimar Harðarson lauk prófi
frá Kennaraskóla íslands árið
1973 og hélt því næst til náms í
arkitektúr i London. „Ég held að
ég hafi alltaf haft i mér einhverj-
ar listrænar tilhneigingar, þótt
þær væru bældar," segir hann og
brosir. „En það sem réði úrslitum
að ég fór út í þetta nám hefur
sennilega verið það að systir min
giftist arkitekt. Ég var í London i
þrjú ár og lauk þaðan BS-prófi, en
fór síðan til Sviþjóðar og lauk þar
lokaprófi. Ástæðan fyrir þvi að ég
færði mig yfir til Svíþjóðar var
fyrst og fremst sú að þetta var
hálfgert basl þarna í Englandi og
auk þess vildi konan min fara i
nám í Sviþjóð og var orðin hálf
þreytt á að bíða eftir að ég lyki
mér af þarna í London. Lokapróf
mitt í Svíþjóð var um skipulag á
Seyðisfirði, skemmtilegt verkefni,
sem ég vann ásamt fjórum öðrum,
en hugmyndirnar sem við vorum
með voru svo róttækar, að ég held
að það hafi aldrei komið til tals að
framkvæma þær á Seyðisfirði. Við
vildum þétta allan bæinn og ég er
ekki frá þvi að það hefði borgað
sig fyrir þá að fara eftir þessum
hugmyndum.
Það var mikill munur á að
stunda námið í Sviþjóð eða Eng-
landi. Bæði var aðbúnaður mun
betri auk þess sem arkitektúrinn í
Skandinaviu er annar og líkari þvi
sem við eigum að venjast. Bygg-
ingahefðir í Bretlandi eru mjög
frábrugðnar því sem tíðkast hér
hjá okkur eða á Norðurlöndum svo
að tæknilega séð var það neikvætt
að stunda þetta nám í Englandi.
En hins vegar var námið þar mjög
strangt og ég hafði á margan hátt
gott af því. Auk þess var ágætt að
blanda þessum tveimur viðhorfum
saraan, þótt tæknilega séð stand-
ist þessar bresku byggingahefðir
ekki hér á landi. 1 Svíþjóð lenti ég
hins vegar i þessum félagslegu
hugmyndum i arkitektúr, sem
tröllriðu þessum áratug, og svona
eftir á mætti nefna ýmislegt sem
mælir á móti slíkum hugmyndum
þegar þær eru komnar út í öfgar.
,„SÓLEY
SÓLEY er
(HorgunblaAið/Árni Sæberg.)
Valdimar Harðarson, arkitekt, með Sóleyjar-stólinn, sem höfundur skfrði í
höfuðið á dóttur sinni.
En ég var mjög heppinn með
kennara f Sviþjóð og þegar á allt
er litið þá passa hinar skandinav-
isku byggingavenjur betur við
okkur og f tæknilegum atriðum
eru kröfurnar miklu meiri.
Eftir að ég útskrifaðist ’79, kom
ég heim og var fyrst í tvö ár hjá
Teiknistofunni á Laugavegi 42, hjá
Magnúsi og Sigurði, en sfðan byrj-
aði ég sjálfstætt fyrir tveimur og
hálfu ári. Síðan ég lauk námi hef
ég aðallega verið i þvi að teikna
hús og það er ennþá min aðalat-
vinna. Áf einstökum verkefnum
get ég nefnt innréttingar i hús-
næði Samvinnuferða-Landsýnar í
Austurstræti og skrifstofuhús-
næði Rafmagnsveitna rfkisins á
Höfn í Hornafirði, en annars hafa
þetta aðallega verið einbýlishús.
Stólinn hef ég hins vegar að mestu
unnið í minum frítima."
Fékk hugmyndina
á námsárunum
„Sagan i kringum stólinn er orð-
in nokkuð löng og ýmsir örðug-
leikar hafa komið upp á þeim
þróunarferli," sagði Valdimar
þegar ég spurði hann nánar út í,
hvernig hann hefði fengið hug-
myndina að þessari hönnun. —
„Hugmyndina fékk ég fyrst á
námsárunum úti f Sviþjóð, senni-
lega árið 1978. Ég hafði talsverðan
áhuga fyrir húsgögnum á þessum
Þannig leit fýrsta gerdin út, „röra-
stóllinn”, sem framleiddur var í Sví-
þjóð, en seldist ekkert.
árum. Ég hafði teiknað nokkuð og
smíðað húsgögn fyrir sjálfan mig
og fylgdist með þróuninni á þessu
sviði. Á námsárunum hafði ég
mikla þörf fyrir að gera eitthvað í
höndunum, eitthvað áþreifanlegt.
Námsefnið var aðallega á pappír-
um, í hugmyndum, sem aldrei
urðu að veruleika. En i húsgögn-
unum gat ég hrint mfnum hug-
myndum í framkvæmd með því að