Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGCST 1984 23 Stytta af Eros fer í viðgerð London, 9. ágúst. AP. LITLA hafmeyjan í Kaupmannahöfn er ekki ein um að þurfa að leita sér lækninga um þessar mundir, því Veður víða um heim Akureyri 15 alakýjaó Am.terdam 24 hetóekirt Aþena 33 heióakirt Berlin 20 rigning BrUaa.l 21 akýjaó Chicago 34 hetóakirt Dublin 20 hoióakirt Fen.yjar 18 rigning Frankfurt 21 rigning Gent 21 akýjað Helaínki 22 akýjaó Hong Kong 31 akýjaó Jerúaalem 28 heióakirt Kaupmannahöln 18 akýjaö Liaaabon 32 hetóaklrt London 20 akýjaö Loa Angelea 28 akýjaö Miami 31 heióakfrt Montreal 27 rigning Moakva 25 haiöakirt Now York 27 rigning Óató 23 heiöakirt Parfa 23 akýjaö Poking 33 haióakirt Reykjavik 7 rigning Rtó de Janeiró 28 akýjaö Rómaborg 23 rigning Stokkhólmur 19 akýjaö Sydney 18 hatóakírt Tókýó 33 haiöakírt Vínarborg 26 haiöakirt Þórahöfn 13 aúld styttan af ástarguðinum Eros í Lond- on verður send í 18 mánaða langa „heilsubótarferð" til Skotlands á morgun. Ekki er vanþörf á andlits- lyftingu, þar sem styttan er 91 árs gömul. Styttan hefur staðið á Piccadilly Circus alla tíð, en hefur þó verið flutt til fjórum sinnum. I fyrri heimsstyrjöld var Eros fjarlægður um tíma vegna hættu á loftárás- um og í seinni heimsstyrjöldinni bjó Eros á sveitarsetri utan við London. Tvisvar var hann svo geymdur á góðum stað meðan ver- ið var að byggja neðanjarðar- stöðvar og leggja vatnslögn í gosbrunn á torginu. Þegar hann snýr aftur eftir við- gerðina verður hann á öðrum stað en áður, því ekki þótti ráðlegt að rugla hann meira á sífelldri um- ferð í allar áttir, sem umkringdi hann áður. Þess í stað verður hann settur á torg, sem aðeins er ætlað gangandi vegfarendum. Eros er töluvert skemmdur, sér- staklega á fætinum sem hann stendur á, en ökkli hans er brákaður, lærið er illa farið og hann er með slæmsku í hnéi. Orsakir skemmdanna má aðallega rekja til vinsælda hans á þjóðhá- tíðum og gamlárskvöldum, þegar menn finna hjá sér löngun til að reyna að fljúga á vængjum Eros- ar. „Lækning“ Erosar og flutningur mun koma til með að kosta yfir eina milljón sterlingspunda, þar sem hann þarf að fara í gegnum- lýsingu og „blóðprufu", eða efna- prufu áður en hafist verður handa við sjálfa viðgerðina. ERLENT Jofan Hucock, SUndard Oil, Gmpire SUte WorMTrade Semra Tower, Fyrírhuguð Chingo: Chicmgo: BniMing, NY: Center, NY: Chicmgo: byggin*: 1127 fet 1136 fet 1250 fet 1350 fet 1454 fet 1940 fet Hœsta hús í heimi á teikniborðinu Donald Trump, stórauðugur byggingameistari og eigandi New Jersey Generals, sem er amerískt fótboltalið, hefur nú á prjónunum að reisa hæsta hús í heimi í New York. Eiga hæðirnar að vera 150 talsins og húsið samtals 1940 feta hátt Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkrar hæstu byggingar í Bandaríkjunum í samanburði við nýja húsið. Tíu ár liðin frá afsögn Nixons New York, 1«. ágúst AP. í GÆR voru tíu ár liðin síðan Rich- ard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkj- anna, sagði af sér vegna Watergate- hneykslismálanna. Nixon sagði af sér í kjölfar sí- felldra hneykslismála, sem hófust með innbrotum inn í höfðustöðvar demókrataflokksins i Watergate- byggingunum í Washington. Við rannsóknir á innbrotunum hófust grunsemdir um aðild starfsmanna Hvíta hússins og tengsl við bar- áttu Nixons fyrir endurkjöri. Nix- on neitaði að leyfa rannsóknir á ýmsum gögnum og sagði leyni- þjónustu Bandaríkjanna, CIA og FBI, engan rétt hafa til að garfa í leyniskjölum Hvíta hússins. Hann reyndi svo að leyna upptökum á samtölum sem fram fóru í skrif- stofu hans og eyðilagði segul- bandsspólurnar. Lyktaði málum þannig að Nixon sagði af sér 9. ágúst 1974. Blöð um allan heim minntust atburðarins, en ekki var sama hljóð í öllum. Fyrrum ræðuritar- ari Nixons, Benjamin J. Stein, spurði í grein í Washington Post, hvort Watergate hefði skipt nokkru máli, þar sem þorri Bandaríkjamanna myndi varla fyrir hvað Nixon hefði verið flæmdur úr embætti tíu árum seinna. Það væri því eitthvað að þjóðfélaginu, en ekki endilega að Nixon sjálfum. Evrópsk blöð ýmist hrósuðu Nixon fyrir afrek hans fyrir hneykslið, eða fordæmdu aðgerðir hans. Sovéska stjórnarblaðið Izv- estia sagði að Watergate-hneyksli Nixons hyrfi í skuggann af valda- misnotkun Ronald Reagans sl. fjögur ár. Þetto er blaðið sm slær í gegn Nýja tímaritið Á VEIÐUM sem fjallar um veiöimennsku og veiðimenn kom út fyrir nokkru. Blaðiö sló rækilega í gegn og fyrsta prentun þess 6000 eintök seldust strax upp. Nú hefur veriö prentað viöbótarupplag af blaöinu og fæst þaö nú á öllum bóka- og blaösölustööum. Á VEIÐUM er glæsilegt tímarit, litprentaö og fullt af skemmtilegu og fróölegu efni. U&uOír »P»«Iu«>um» I glj&Iacgbu _____máúlfftriuu ^ mugnmbak... 555 Benda má á: ★ Viðtal viö Stefán Jónsson sem fer á kostum í frásögn sinni. ★ Nokkrir kunnir laxveiöimenn segja frá uppáhaldsveiöistööum um. ★ Fróöleg og ítarleg lýsing á veiöistööunum í Elliöaánum. ★ Spurningunni HVER ER BESTA VEIÐIÁIN? svaraö. ★ Hverjar eru vinsælustu flugurnar? ★ Fróðleg grein um skotvopn. ★ Lesendaþjónusta, fiskifræöingur svarar spurningum lesenda. sin- Á VEIÐUM kemur út þrisvar sinnum á ári. Tekiö er á móti áskriftum í síma 82300. Á VEIDUM er sýnd veidi en ekki gefin ef ekki er brugöist fljótt við og náö í blaö út í búö eöa pöntuö áskrift. r — t *: »■ " ■ — ■. T—' 1 ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.