Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984 Austur-Þýskaland: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JAMES M. MARKHAM Pólitískir fangar keyptir dýru verði Fyrir um tuttugu árum hóf Erich Mende, sem þá var varakanzlari Vestur-Þýskalands og ráðherra í málefnum þýsku ríkjanna tveggja, að freista þess að fá austur-þýsk stjórnvöld til að leysa úr haldi pólitíska fanga og leyfa þeim að flytjast til Vestur-Þýskalands við drjúgu gjaldi. Iupphafi fóru þessi fangakaup leynt, enda hafði Mende geng- ið milli ritstjóra vestur-þýskra dagblaða og vikurita i Vestur- Þýskalandi til að gera þeim grein fjrrir fyrir viðkvæmni málsins. Hið merkilega er að fyrstu árin kom ekkert fram um framsal fanganna i vestur- þýskum fjölmiðlum; enda gerðu austur-þýsk stjórnvöld að skil- yrði að það yrði ekki gert upp- skátt. Að öðrum kosti yrði samn- ingnum við Mende rift, og eng- um pólitískum föngum gert kleift að flytjast til Vestur- Þýskalands. Bauð frásögn til kaups Og jafnvel þótt einn hinna pólitísku fanga, sem látnir voru lausir, rauf þagnareið og bauð vestur-þýskum fjölmiðlum til kaups frásögn af þvi hvernig hann komst til Vestur-Þýska- lands, höfnuðu forsvarsmenn þeirra boðinu. En margt hefur breyst i tím- ans rás. Aður fyrr skulfu vest- ur-þýskir embættismenn oft og tíðum á beinum af taugaóstyrk þegar þeir biðu eftir sendimönn- um austur-þýskra stjórnvalda í skuggalegum neðanjarðarjárn- brautarstöðvum, til að afhenda þeim lausnargjaldið. Nú bera viðskiptin hins vegar vitni um markvissari vinnubrögð. Þvi hefur jafnvel verið fleygt, að Austur-Þjóðverjar geri ráð fyrir greiðslu Vestur-Þjóðverja fyrir fangana, sem nú er 1 formi ýmiss konar hráefnis, i fimm ára efna- hagsáætlunum sínum. En samt sem áður eru fanga- kaup Vestur-Þjóðverja enn hulin leynd og dulúð. Vestur-þýskir fjölmiðlar veigra sér við að greina frá því baktjaldamakki og siðferðisefasemdum, sem þessum viðskiptum eru samfara. „Utn þrælasölu aö ræða“ Mende er nú sestur í helgan stein og hættur öllum afskiptum af fangakaupunum. Hann segir að eðli þessara viðskipta hafi tekið umtalsverðum breytingum. Nú sé nánast um þrælasölu að ræða. Allt frá því samningur milli þýsku rikjanna tveggja var gerður árið 1972, sem hafði i för með sér betri sambúð þeirra. hafi reynst æ erfiðara að styðja fangakaupin siðferðis- og stjórn- málarökum. „Við horfum fram hjá harðræðisskipulagi komm- únismans, og gleymum andstöðu okkar við það. Honecker sækir Vestur-Þýskaland heim i haust, og litið verður á hann sem verð- ugan þjóðhöfðingja; en enginn tekur eftir skósveini hans, sem hirðir peningana," segir Mende. Það þarf engum blöðum um að fletta, að vestur-þýskur almenn- ingur er fylgjandi mannsalinu, enda hafa báðir stóru flokkarnir, kristilegir demókratar og sósfal- demókratar, framfylgt þessari stefnu. Og ljóst er, að mannúðarrök hníga að þvi að henni verði fram haldið. „Við vitum að hér er um mannsal að ræða, en erum hlynnt því, að öllum ráðum sé beitt í því skyni að frelsa póli- tíska fanga,“ segir Uta Giersch. Hún var í fangelsi i Austur- Þýskalandi 7 ár, en er nú for- maður nefndar fyrrverandi austur-þýskra fanga. „Stað- reyndin er sú að við sætum fjár- kúgun, sem studd er mannúðar- rökum,“ segir hún. Á sjöunda áratugnum var ein- vörðungu þeim sleppt úr haldi í Austur-Þýskalandi, sem voru úr flokki kristilegra demókrata og sósíaldemókrata og höfðu snúist öndverðir gegn valdatöku kommúnista á svæði Sovét- manna f Þýskalandi f lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú er svo komið, að um 70% þeirra fanga, sem seldir eru vestur-þýskum yfirvöldum i hendur við háu verði, hafa reynt að flýja land. 22 þúsund framseld Frá því í upphafi sjöunda ára- tugarins hafa um 22 þúsund pólitískir fangar verið framseld- ir vestur-þýskum yfirvöldum á þennan hátt. Hins vegar er deilt um kaupverðið. Franski blaða- maðurinn Michel Meyer heldur því fram að til ársins 1976 hafi Vestur-Þjóðverjar greitt um 761 milljón þýskra marka fyrir 11 þúsund fanga. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildar- upphæðin fyrir hina 22 þúsund fanga nemi einum og hálfum milljarði þýskra marka. Á þessu Erich Mende hóf viðræður um kaup pólitískra fanga frá Austur- Þýskalandi í upphafi sjöunda ára- tugarins. ári hefur um 29 þúsund Austur- Þjóðverjum verið leyft að flytj- ast til Vestur-Þýskalands. Samkvæmt vestur-þýskum dagblöðum í eigu blaðaútgefand- ans Axels Springers, sem notið hefur öldungis góðs af leyni- legum upplýsingum, er lekið hafa út um þetta efni, greiddu Vestur-Þjóðverjar um 3,8 millj- ónir marka fyrir framsal 55 Austur-Þjóðverja. Höfðu þeir tekið sér bólfestu í húsi vestur- þýsku sendinefndarinnar í Austur-Berlín f júlí. Þá hafa þessi dagblöð eftir vestur- þýskum stjórnarerindrekum, að kostað hafi 380 þúsund mörk að kaupa laust eitt skyldmenna for- sætisráðherra Áustur-Þýska- lands, Willis Stophs, þegar fjöl- skylda þess leitaði athvarfs í vestur-þýska sendiráðinu í Prag í marsmánuði sl. Lögfræöingur sér um viðskiptin Lögfræðingur frá Austur- Berlín, Wolfgang Vogel, hefur nánast séð um alla samninga- gerð fyrir hönd Austur-Þjóð- verja um mannsöluna. Réttlæt- ing Vogels á henni er einföld: Það er ekki nema eðlilegt, að Vestur-Þjóðverjar greiði ein- hverjar bætur fyrir þann skaða, sem pólitískir fangar valda hinu sósíalíska þjóðskipulagi. En þrátt fyrir þennan rökstuðning hefur komið í ljós, að margir háttsettir austur-þýskir bók- stafstrúarmenn eru móti fanga- sölunni. T.a.m. tókst þeim að koma í veg fyrir hana um stund- arsakir árið 1973 með þeim rökum.að hún dragi úr áliti manna á kommúnisma. Klaus Boelling fyrrum sendi- fulltrúi Vestur-Þjóðverja í Austur-Berlín heldur því fram, að Erich Honecker formaður austur-þýska kommúnista- flokksins og Herbert Wehner kunnur vestur-þýskur sósíal- demókrati hafi komist að sam- komulagi að halda þessum við- skiptum áfram. Og enn munu þau halda áfram. (Þýtt, enduraagt og stytt, VI.) James M. Markham starfar rið handaríska dagblaðið The New York Times. Nítjánda norræna stærðfræðingaþing- ið haldið á íslandi DAGANA 13.—17. ágúst næst- komandi verður nítjánda nor- ræna stæröfræðingaþingiö haldið við Háskóla íslands og sér íslenska stæröfræðafélagið um þinghaldið. Þetta verður í fyrsta skipti, sem slíkt þing er haldið hér á landi, en til þessa hafa þau verið til skiptis á fjór- um hinna Norðurlandanna. Hið fyrsta í röðinni var í Stokkhólmi árið 1909. íslend- ingar hafa tekið virkan þátt í flestum þeirra frá árinu 1925 og voru fyrstu íslensku fyrir- lesararnir dr. Ólafur Daníels- son og síðar dr. Leifur Ásgeirs- son. Þingið verður sett í Hátíðasal Háskólans mánudaginn 13. ágúst kl. 9.30 árdegis. Þá flytur Svend Bundegaard, prófessor í Árósum, opnunarfyrirlestur sem nefnist „Stærðfræðin í hugsunarhætti okkar og hugmyndaheimi". Fyrir- lesturinn, sem fluttur verður á dönsku, er öllum opinn og er stærðfræðikennurum á hinum ýmsu skólastigum sérstaklega til hans boðið svo og öðrum er áhuga hafa á stærðfræðilegum efnum enda má ætla að fyrirlesturinn eigi erindi langt út fyrir raðir þinggesta sjálfra. Svend Bunde- gaard hefur verið óþreytandi for- ystumaður við að efla stærðfræði- menntun á sem flestum sviðum. Hann varð prófessor við Árósahá- skóla árið 1954. Með fádæma at- orku og útsjónarsemi byggði hann þar frá grunni stærðfræðistofnun, sem varð eftirsóttur rannsóknar- vettvangur stærðfræðinga víðs vegar úr heiminum. Hann var rektor Árósaháskóla fyrri hluta síðasta áratugar, en hefur nýlega látið af embætti sakir aldurs. Bundegaard kemur hingað til lands í boði Norræna hússins. Á þinginu verða þrenns konar fyrirlestrar. Fluttir verða 10 yfir- litserindi um nýjustu rannsóknir á ýmsum sviðum stærðfræði og Svend Bundegaard prófessor við ósaháskóla. verða þar meðal fyrirlesara Bjarni Jónsson, prófessor við Vander- bilt-háskólann í Tennessee, og dr. Jón Kr. Arason, prófessor við Há- skóla fslands. Einnig hafa verið valdir 24 fyrirlesarar sem munu gera grein fyrir eigin rannsókn- um, hver á sínu sviði, og verða meðal þeirra fjórir fslendingar: Eggert Briem prófessor og dr. Jakob Yngvason, sem starfa báðir við Hf, dr. Guðlaugur Þorbergs- son, sem er við háskólann í Bonn, og Sigurður Helgason, prófessor við Tækniháskólann í Massachus- etts. Loks verða flutt um 40 ör- stutt erindi. Þátttakendur á þing- inu verða rúmlega 120 auk fylgd- arliðs. Framkvæmdastjóri þings- ins er Jón Ragnar Stefánsson, dós- ent. í samvinnu við Bóksölu stúd- enta verður haldin bókasýning. Kynntar verða stærðfræðibækur og tímarit frá fjórum erlendum bókaútgáfum. Sýningin stendur yfir frá 13. til 22. ágústs og verður í húsi verkfræði- og raunvísinda- deildar HÍ á Hjarðarhaga 6. (Fréttatilkynning.) Sexmannanefnd: Félagsmálaráð- herra skipar fulltrúa neytenda Félagsmálaráðherra hefur skipað fulltrúa neytenda í sex- mannanefnd sem verðleggur landbúnaðarvörur en þau fé- lög sem tilnefna eiga menn í nefndina hafa lýst því yfir að þau muni draga fulltrúa sína úr nefndinni. Þeir menn sem setið hafa í nefndinni voru skipaðir áfram en nú án til- nefningar viðkomandi félaga. Jón Helgason sem nú gegnir störfum félagsmálaráðherra í fjarveru Alexanders Stefánssonar sagði í samtali við Morgunblaðið að sá vandi sem upp kom við yfir- lýsingar Sjómannafélags Reykja- víkur og Landssambands iðnað- armanna um að þau hygðust draga fulltrúa sína úr nefndinni hefði verið leystur með þessum hætti til bráðabirgða, á meðan þessi mál væru í heildarendur- skoðun, að undangengum viðræð- um við viðkomandi félög og full- trúana sjálfa. Samkvæmt laga- ákvæðunum í Framleiðsluráðslög- unum um sexmannanefnd er gert ráð fyrir því að félagsmálaráð- herra tilnefni menn í nefndina ef einhver þau félög sem tilnefna eiga fulltrúa neytenda í nefndina nýta ekki rétt sinn til tilnefn- ingar. Fulltrúar neytenda í sex- mannanefnd eru þrir og eiga að tilnefnast af Alþýðusambandi Is- lands, Landssambandi iðnaðar- manna og Sjómannafélagi Reykja- víkur. ASÍ hefur ekki nýtt rétt sinn til tilnefningar í mörg ár og félagsmálaráðherra skipað mann í þess stað og skipar nú alla þrjá fulltrúa neytenda. Auk þriggja svokallaðra neyt- endafulltrúa eiga sæti f nefndinni þrír fulltrúar framleiðenda, tveir tilnefndir af Stéttarsambandi bænda og einn tilnefndur af Framleiðsluráði landbúnaðarins. Næsta verðlagning landbúnaðar- afurða á að taka gildi þann 1. sept- ember næstkomandi. Við þessa verðlagingu eru samningar á milli bænda og neytenda lausir og þurfa fulltrúarnir þá að semja um magntölur i verðlagsgrundvellin- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.